Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 48
Opinn samlestur á leikritinu Emil í Kattholti eftir Astrid
Lindgren í leikgerð Johans Gille og íslenskri þýðingu
Þórarins Eldjárns fer fram í forsal Borgarleikhússins í
dag kl. 13, en frumsýnt er í nóvember. „Síðan Emil kom
fyrst fram á sjónarsviðið 1963, hefur hann átt vísan
stað í hjörtum barna jafnt sem fullorðinna um heim all-
an og er nafn hans samofið hugmyndum um lífsgleði og
prakkaraskap,“ segir í tilkynningu. Allir sautján leikarar
sýningarinnar lesa verkið og syngja lögin. Leikstjóri er
Þórunn Arna Kristjánsdóttir. Aðgangur er ókeypis.
Opinn samlestur á Emil í Kattholti
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Listin er aðdráttarafl og verkin
setja skemmtilegan svip á staðinn
hér,“ segir Þórarinn Finnbogason,
veitingamaður á Café Mílanó í Faxa-
feni í Reykjavík. Þar var í gær opn-
uð sýning þriggja myndlistarmanna,
sem eru Hólmfríður Dóra Sigurðar-
dóttir, Jóhannes Kristjánsson og
Ósk Laufdal. Þau hafa öll vakið at-
hygli fyrir listsköpun sína.
Gjöfult samstarf
„Ég hef lengi vitað af Jóhannesi
og Dóru hitti ég eitt sinn fyrir til-
viljun hér á Café Mílanó og með okk-
ur tókst vinskapur. Úr þessu hefur
sprottið gjöfult samstarf okkar
þriggja,“ segir Ósk Laufdal. Mynd-
irnar á sýningu þríeykisins eru alls
20 og byggjast á fyrirmyndum í
verkum Claude Monet og Vincent
van Gogh. Báðir eru þeir stór nöfn í
listasögu heimsins og voru menn
sem mörkuðu skil.
Monet (1840-1926) var franskur
listmálari sem er einn af upphafs-
mönnum impressjónismans, lista-
stefnu sem spratt upp í París á síðari
hluta 19. aldar. Undir merkjum
hennar leyfist að ýkja og nota skæra
liti, í margræðri merkingu, eins og
sést í landslagsverkum Monet.
Sterkir litir og pensilstrokur eru svo
áberandi hjá hinum hollenska van
Gogh (1853-1890). Verk hans eru tal-
in til póstimpressjónisma, en í þeirri
stefnu felst að túlkun og tilþrif eru
gjarnan litrík og persónuleg.
Fallegar myndir haustsins
„Umhverfið heima hjá mér fyrir
norðan er einstakt og er uppspretta í
mörgum mynda minna. Hver árstíð
hefur sinn sérstaka svip og nú er
haustið komið með öllum sínum ein-
stöku litbrigðum, svo úr verða fal-
legar myndir,“ segir Hólmfríður
Dóra, sem býr norður í Vatnsdal, við
hólana frægu sem sagðir eru vera
óteljandi. Þá er líka falleg og einstök
náttúra í Aðaldalnum, þaðan sem Jó-
hannes er. Ósk málar hins vegar
einkum og helst myndir af fólki og
hefur þar fundið sína fjöl. „Verkin
okkar á þessari sýningu eru í sígild-
um stíl og gamaldags,“ segir Ósk.
Þórarinn Finnbogason og Marta
Þyrí Gunndórsdóttir, kona hans,
hafa rekið Café Mílanó frá 15. júní
2007. „Við tókum við daginn sem
reykingar voru bannaðar á öllum
opinberum stöðum. Sú ráðstöfun
hefur bætt andrúmsloft. Nú kemur
fólk á kaffihús til að njóta lífs og list-
ar. Hér á Mílanó höfum við stundum
verið með 10-12 sýningar hinna
ýmsu listamanna á ári, en nú er ætl-
unin að hafa þær færri en metnaðar-
fullar,“ segir Þórarinn.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Listafólk Ósk Laufdal, Jóhannes Kristjánsson og lengst til vinstri er Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir sem hér held-
ur á einu málverka sinna. Myndir hinna tveggja eru í bakgrunninum en alls eru 20 myndir á sýningunni góðu.
Málverk í sígildum stíl
nú sýnd á Café Mílanó
- Þríeyki sækir fyrirmyndir til Monet og Vincent van Gogh
STILLANLEG
HJÓNARÚM
MEÐ BODYPRINT DÝNU
EIN ALLRA BESTA
HEILSUDÝNA Í HEIMI
FALLEG SÆNGURVERASETTSÆNGURVER OG NÁTTSLOPPAR
HÖFUM
ÞAÐ GOTT
HEIMA
KERTATÍMIKósý
ÚRVAL AD VÖNDUÐUM ILMKERTUM FRÁ FRANSKA
MERKINU DURANCE, FULLKOMIN Á SÍÐSUMARKVÖLDUM
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Haukar urðu í gærkvöld fyrsta íslenska kvennaliðið til
að vinna Evrópuleik í körfuknattleik með því að sigra
Uniao Sportiva frá Portúgal með fimm stiga mun á Ás-
völlum í Hafnarfirði. Þetta var fyrri viðureign liðanna
sem mætast aftur á heimavelli Uniao á Asoreyjum
næsta fimmtudag en þar kemur í ljós hvort liðanna
kemst í riðlakeppni Evrópubikarsins í vetur. »42
Haukakonur með sögulegan sigur
ÍÞRÓTTIR MENNING