Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 _ Jón Dagur Þorsteinsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, skoraði fyrsta mark AGF í gærkvöld þegar liðið sigr- aði D-deildarliðið Frem 3:0 í 32ja liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Dregið var til 16 liða úrslitanna í gær- kvöld og AGF mætir SönderjyskE, liði Kristófers Inga Kristinssonar, sem einmitt skoraði tvö mörk í bikarsigri þess í fyrrakvöld. _ Heiðmar Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Hannover-Burgdorf sem leikur í efstu deild í Þýskalandi. Heiðmar hefur verið yfirþjálfari yngri flokka félagsins undanfarin níu ár. _ Bandaríski körfuboltamaðurinn Shawn Glover sem lék hálft tímabil með Tindastóli síðasta vetur er geng- inn til liðs við körfuknattleikslið KR- inga. Glover er 2,01 m hár framherji sem hefur leikið með liðum í Úrúgvæ, Ísrael, Danmörku, Ungverjalandi og Spáni á undanförnum árum, m.a. með hinu kunna danska liði Bakken Bears. _ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti í gær að Trent Al- exander-Arnold og Roberto Firmino væru leikfærir á ný fyrir leik liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer í London á morgun. Alex- ander-Arnold hefur jafnað sig af veik- indum og Firmino af meiðslum. _ Halldór Orri Björnsson leikur sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna í loka- umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu á morgun þegar liðið mætir KR. Hall- dór Orri, sem er 34 ára, er næst- markahæsti og næst- leikjahæsti leikmaður Garðabæjarliðsins í efstu deild með 58 mörk í 172 leikjum í deildinni en hann lék fyrst með meistaraflokki fé- lagsins árið 2004. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – Afturelding ......................... 17 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Varmá: Afturelding – Haukar............. 19.30 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir – ÍR............................. 18.30 Sethöllin: Selfoss U – Valur U............. 19.30 Dalhús: Vængir Júpíters – Hörður..... 20.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kaplakriki: FH – Stjarnan U ................... 19 Eyjar: ÍBV U – Víkingur .......................... 19 Hertz-höllin: Grótta – Valur U............ 19.30 KNATTSPYRNA 1. deild karla, Lengjudeildin: Olísvöllur: Vestri – Kórdrengir........... 16.15 Í KVÖLD! Spánn Bilbao – Zaragoza ............................. 76:100 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig fyrir Zaragoza og tók 9 fráköst á 22 mín- útum. Evrópubikar kvenna 1. umferð, fyrri leikur: Haukar – Uniao Sportiva..................... 81:76 57+36!)49, KSÍ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Aukaþing Knattspyrnusambands Ís- lands, KSÍ, fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi þar sem ný bráðabirgðastjórn og nýr bráða- birgðaformaður verða kosin. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu á Suðurlandsbraut en þetta er fyrsta aukaþing sam- bandsins síðan árið 1956. Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í lok ágúst eftir harða gagnrýni fyrir þöggun og meðvirkni vegna meintra kynferðisbrota lands- liðsmanna. Stjórnin sagði síðan öll af sér í kjölfarið. Frestur til að skila inn framboðum fyrir aukaþingið rennur út á morgun en á þinginu verður kosinn formaður til bráðabirgða, átta stjórnarmeðlimir til bráðabirgða og þrír varamenn stjórnar til bráðabirgða. Ekki verða kosnir aðalfulltrúar landsfjórðungshluta fyrr en á aðal- þingi KSÍ sem fram fer í febrúar á næsta ári og þá verða einnig kosin nýr formaður og stjórn sem munu gegna embætti sínu til næstu tveggja ára hið minnsta. „Við erum búin að vera að skipu- leggja aukaþingið samhliða öðrum verkefnum, eins mikið og hægt er í það minnsta,“ sagði Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur svo færst ákveðinn þungi í skipulagninguna undanfarna daga enda ákveðnar dagsetningar sem þurfa að standast þegar kemur að svona viðburði. Það er allt á áætl- un hjá okkur og skipulagningin hefur gengið vel. Við getum ekki greint frá því hverjir það eru sem hafa skilað inn framboði til stjórnar eða formanns KSÍ, ekki nema þá bara þeir sem hafa greint frá því sjálfir opinberlega. Við sjáum hins vegar fram á að greina frá því á mánudaginn kemur, hverjir eru í framboði, eins og venjan hefur verið,“ sagði Ómar en Ásgrím- ur Helgi Einarsson formaður knatt- spyrnudeildar Fram tilkynnti í gær um framboð til stjórnar. Góð samstaða og teymi Síðasta ársþing KSÍ var með raf- rænum hætti vegna kórónuveiru- faraldursins. „Þingið verður ekki rafrænt núna heldur sjáum við fram á að geta hald- ið hefðbundið þing. Við munum hins vegar streyma þinginu rafrænt, líkt og við gerðum síðast, þannig að allir sem hafa áhuga á því að fylgjast með geta gert það. Þetta er eins og hvert annað verk- efni og við höfum áður skipulagt árs- þing. Við höfum vissulega ekki lent í því áður að skipuleggja aukaþing en þetta er ákveðin rútína sem fylgir svona þingi. Við tökum upp tékk- og verkefnalistana og förum á fullt í það. Auðvitað var þetta ekki eitthvað sem við bjuggumst við en það eru engin vandamál. Þetta er verkefni sem þarf að takast á við og við mun- um gera það með sóma.“ Það hefur gustað hressilega um Knattspyrnusambandið undanfarnar vikur og hefur umræðan haft áhrif á starfsfólk sambandsins. „Þetta er búinn að vera mjög sér- stakur tími að upplifa, svo við segjum það bara eins og það er. Við sem störfum saman hjá KSÍ höfum unnið lengi saman og við höfum reynt að finna ákveðinn styrk hvert hjá öðru. Við vinnum þau verkefni sem okk- ur eru falin og reynum að klára þau eftir bestu getu. Það hefur auðvitað verið gríðarleg áskorun á löngum köflum að vinna sig í gegnum þetta en okkur hefur tekist vel til. Samstaðan er mjög góð á vinnu- staðnum og við erum gott teymi,“ bætti Ómar við í samtali við Morgun- blaðið. Fyrsta aukaþingið frá 1956 - Nýr formaður og ný stjórn verða kjörin til bráðabirgða á aukaþingi KSÍ Morgunblaðið/Eggert Álag Óskar Guðbrandsson og Ómar Smárason ræða málin á blaðamanna- fundi á dögunum en mikið hefur mætt á starfsfólki KSÍ undanfarna daga. Skautafélag Reykjavíkur krækti sér í gærkvöld í sín fyrstu stig á Ís- landsmóti karla í íshokkí, Hertz- deildinni, með því að sigra Fjölni 4:1 í Reykjavíkurslag í Skautahöll- inni í Laugardal. Axel Orongan, Daníel Magnússon, Kári Arnarsson og Níels Hafsteinsson skoruðu fyrir SR en Kristján Kristjánsson gerði mark Fjölnis. Þegar liðin þrjú hafa mætt hvert öðru einu sinni er Skautafélag Ak- ureyrar með sex stig, SR er með þrjú stig en Fjölnir hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa. Fyrstu stigin í höfn hjá SR Ljósmynd/Razvan Pasarica Skoraði Axel Snær Orongan gerði fyrsta mark SR gegn Fjölni. Elsa Pálsdóttir frá Njarðvík varð í gær heimsmeistari í -76 kg flokki öldunga, 60 ára og eldri, í klass- ískum kraftlyftingum en heims- meistaramótið stendur yfir í Halmstad í Svíþjóð. Elsa lyfti 132,5 kg í hnébeygju og setti heimsmet í þeirri grein. Hún lyfti næst 60 kg í bekkpressu og jafnaði þar sinn besta árangur, og tryggði sér síðan gullverðlaunin með því að lyfta 160 kg í réttstöðulyftu. Hún bætti eigið heimsmet í réttstöðulyftunni um 2,5 kg og samanlagður árangur henn- ar, 352,5 kg, er líka nýtt heimsmet. Elsa heimsmeist- ari öldunga Ljósmynd/Facebook Sigursæl Elsa Pálsdóttir er nú bæði heims- og Evrópumeistari. Þriggja ára bið áhugafólks um Ry- der-bikarinn í golfi lýkur í dag þegar keppnin um bikarinn hefst í Wis- consin í Bandaríkjunum. Lið Evrópu sigraði á heimavelli árið 2018 og nægir því jafntefli til að halda bik- arnum samkvæmt reglunum. Keppnin fer alla jafna fram á tveggja ára fresti en var frestað í fyrra vegna heimsfaraldursins. Skýrir það hvers vegna nú líða þrjú ár á milli keppna. Reyndar hefur það gerst áður, en keppnin átti að fara fram á Belfry í Englandi í sept- ember árið 2001 en var frestað um eitt ár vegna hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. Leikið verður á Whistling Straits- vellinum. Í keppnisgolfi hjá bestu kylfingum heims er völlurinn þekkt- ur fyrir að hafa verið vettvangur PGA-meistaramótsins 2004, 2010 og 2015 en það er eitt risamótanna. Leikmenn liðanna hafa verið á svæðinu alla vikuna til að undirbúa sig og sinna ýmsum verkefnum sem keppninni fylgja. Vinsældir hennar hafa aukist jafnt og þétt í gegnum árin. Er keppnin orðin mjög stór sjónvarpsviðburður víða um heim. Keppnirnar um Ryder-bikarinn og Solheim-bikarinn eru óhefð- bundin golfmót þar sem um liða- keppni er að ræða í íþrótt sem er alla jafna einstaklingsíþrótt. Fyrirkomu- lagið er holukeppni en ekki högg- leikur sem notast er við á risamót- unum og Ólympíuleikunum. Höggafjöldinn er því ekki lagður saman heldur hvort liðið vann fleiri holur í hverri viðureign. Steve Stricker er liðsstjóri banda- ríska liðsins og Padraig Harrington er liðsstjóri evrópska liðsins. Notast er við sitt hvort fyrirkomulagið hjá liðunum. Stricker velur sex kylfinga en sex unnu sig sjálfkrafa inn í liðið með árangri sínum. Níu gera það hjá Evrópu og Harrington valdi þar af leiðandi þrjá til viðbótar. 28 vinn- ingar eru í boði og því þarf banda- ríska liðið 14 ½ til að vinna. AFP Wisconsin Whistling Straits völlurinn liggur meðfram stóru vatni. Hér er Spánverjinn Sergio Garcia á 3. teig á æfingahring í vikunni. Þriggja ára bið lýkur í dag - Keppt um Ryder-bikarinn í Wisconsin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.