Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021 Mér er í minni fundur í Fram- sóknarflokkum árið 1978. Þá stóðu öll spjót á flokknum út af Geirfinnsmálinu og tilraunum til að blanda forystumönnum flokks- ins í það ömurlega mál. Við Jón fengum okkur gönguferð í mat- arhléinu og gengum niður í Lækj- argötu. Þar var mikið um að vera, enda var Bernhöftstorfan að brenna. Jón segir þá við mig: „Við skulum forða okkur, ef þeir sjá tvo framsóknarmenn hérna halda þeir að við höfum kveikt í.“ Hann kunni að koma orðum að hlutun- um. Sameiginlegar rætur okkar Jóns voru í samvinnuhreyfing- unni. Ég fullyrði að þróunin mál- efnum hennar á síðustu áratugum síðustu aldar hafði mikil áhrif á okkur. Mér er kunnugt um það að þrátt fyrir veikindi sín var hann búinn að draga saman feikilegan fróðleik um samvinnuhreyf- inguna, og sendi mér bróðurpart- inn af því til að lesa yfir. Jón bognaði aldrei, en brotnaði í bylnum stóra seinast, eins og klettafjallaskálið sagði. Ég sé eft- ir samskiptunum við hann. En nú er komið að kveðjustund og ekki annað eftir en að þakka fyrir allt, og senda Sigrúnu og fjölskyldunni hans innilegar samúðarkveðjur, frá okkur Margréti. Jón Kristjánsson. „Þú þyrftir að kynnast Jóni Sigurðssyni.“ Um margra ára skeið var þessi setning eins og viðlag þegar séra Þórir Jökull átti við mig orðastað og var þá nokkuð sama hvert umræðuefnið var. En í mörg ár gerði ég ekkert til þess að bregðast við þessari hvatningu. Sannarlega hafði ég fylgst með skrifum Jóns Sigurðssonar sem gjarna titlaði sig skólastjóra, bæði fyrr og síðar, alveg óháð öðrum verkefnum og viðfangsefnum. Ég hafði og hlustað á viðtöl við hann um ýmisleg málefni í sögu og samtíð. Mér líkaði vel það sem hann hafði fram að færa. Hann birtist mér sem rólegur og yfir- vegaður fræðimaður, ekki síst í samtímafræðum af ólíkum toga. Þegar ég flutti hið síðara sinnið á Skálholtsstað til að sinna nýjum verkefnum og aukinni ábyrgð sem aldrei getur verið á eins manns hendi þó að bakland sé sannarlega til staðar, þá sá ég að þar var þörf fyrir nýtt Skálholts- félag til starfa að uppbyggingu og viðgangi staðarins og byggði á forsendum og frumkvæði kyn- slóðarinnar á undan sem lét Skál- holt vaxa upp af grónum rústum. Þá kom nafn Jóns Sigurðssonar í hugann. Síðla árs 2012 hringdi ég í Jón og spurði hvort hann myndi vilja ræða málefni Skálholtsstað- ar yfir kaffibolla. Hann tók mér ljúfmannlega og við hittumst og ræddum allt það sem mér kom í hug að nefna. Fram undan var 50 ára afmæli Skálholtsdómkirkju í júlí 2013 og að minnast þess að fimmtíu ár voru frá því að Alþingi samþykkti lög um afhendingu Skálholtsstaðar til þjóðkirkjunn- ar. Ég átti þá von að geta kallað saman undirbúningsnefnd að stofnun Skálholtsfélags hins nýja á þessum tímamótum. Jón féllst á að verða formaður undirbúnings- nefndar og fyrsti formaður hins nýja Skálholtsfélags. Það var mikill fagnaðardagur þegar Jón Sigurðsson svaraði kalli um að koma Skálholti til aðstoðar. Þegar Skálholtsfélagið ákvað að stofna sérstakan verndarsjóð Skálholts- dómkirkju færði hann sig þangað og veitti sjóðnum forustu meðan unnið var að viðgerð listglugga Gerðar Helgadóttur. Hann var sannarlega góðvinur Skálholts. Hans er sárt saknað. Spor Jóns Sigurðssonar lágu víða og eru auðrekjanleg. Hann vissi vel um þau og kunni vel að nota þá reynslu og þekkingu sem hann hafði aflað sér en á spor sín benti hann aldrei sjálfur að fyrrabragði. Hógværð og heiðarleiki var aðals- merki hans. Heimvon hans er góð. Nú er annarra að þakka honum störfin fyrir Skálholtsstað. Sjálfur er ég afar þakklátur fyrir þetta tækifæri til að þakka honum okk- ar persónulegu kynni og mörgu og góðu samtöl sem vörðuðu sannarlega margt fleira en Skál- holt þó að þar væri oftast byrjun samtalsins. Stundum leiddu þau af eðlilegum ástæðum yfir í trú- mál. Hann sagði mér að það hefði verið Svíþjóðardvölin sem beindi honum sem fullorðnum manni aft- ur inn á svið trúarinnar. Fyrst og fremst var það bókin Den al- männeliga kristna tron eftir Gust- av Aulén. Hann spurði hvort ég ætti þá bók. Ég átti hana ekki. Hann gaf mér sína. Nú hef ég hana í hendi og hugsa til hans í þökk og virðingu. Guð blessi góð- an dreng og styrki Sigrúnu og fjölskyldu þeirra. Kristján Valur. Ungir að árum kynntumst við Jón Sigurðsson á vettvangi ungra framsóknarmanna og urðum fé- lagar og vinir. Ég tel þau kynni hafa mótað mig nokkuð og haft mikil áhrif á lífsviðhorf mitt. Jón var í hópi hinnar róttæku æsku sem var bæði aðsópsmikil og djörf í lok sjöunda áratugarins. Þá var hann meðal hinna harðsnúnu vinstrimanna og hvarvetna skip- aði hann sér, þá og síðar, í fremstu víglínu. Fljótlega fann hann að miðjan var öndvegið í pólitík, þar voru félagshyggju- og samvinnu- mennirnir, þaðan hugsuðu menn bæði um aflið til hægri og til vinstri, kraft atvinnulífsins og ábyrgðina gagnvart sínum minnstu bræðrum og systrum. Þar voru bændurnir og margir lærdómsmenn. Leiðarljósið var að bera sverð framfara í annarri hendinni og plóginn í hinni. Rækta manngildið í anda ung- mennafélagshreyfingarinnar með Biblíuna að kenningu „í sveita þíns andlits skaltu brauðs þíns neyta“. Ég minnist þess hvað við vor- um stoltir af okkar manni þegar hann var orðinn ritstjóri Tímans liðlega þrítugur og beitti bleki Jónasar á Hriflu með öflugri sýn á tækifæri lands og þjóðar. Síðan varð Jón skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst en hann kom skólanum á háskólastig og var orðinn rektor. Fyrst og fremst var Jón kennimaður og heimsborgari sem hafði áhuga á fólki, ekki síst ungu fólki, hann gerði Samvinnuskólann á Bifröst að stórveldi á ný. Þótt hann sæti í öndvegi var hann á gólfinu með kennurum sínum og nemendum að opna augu og vilja til að efla manngildi hvers og eins. Hygg ég að Jón hafi með elju sinni komið flestum nemendum sínum til nokkurs þroska. Hitti ég þá á förnum vegi bera þeir honum vel söguna og telja hann sinn vel- gjörðarmann. Samvinnuháskólinn á Bifröst breyttist síðar í Viðskiptaháskól- ann sem sýnir hversu smáir mennirnir eru og hégómlegir, samvinnan á sér dýpstu rætur í árangri mannkynsins fyrir betra lífi. Jón hélt áfram að mennta sig og varð einn af bestu fræðimönn- um okkar, eftirsóttur fyrirlesari. Borðið á skrifstofu Jóns var alltaf hreint og autt, bar þess merki að hann kláraði öll sín verkefni. Enn- fremur taldi hann skyldu sína að verða við kalli ef forlögin voru að eyðileggja eða sundra flokki hans eða þjóðkirkjunni, sem hann var mjög trúr. Framsóknarflokkurinn lenti í innanflokksátökum upp úr alda- mótum. Þá vildi hluti flokks- manna og formaður flokksins ger- ast aðilar að ESB, allt logaði í átökum. Jón var kallaður út úr Seðlabankanum með þjóðhyggju að vopni til að taka við for- mennsku flokksins, menn trúðu í báðum fylkingum að hann gæti grætt sárin og gert út um málin svona eins og Þorgeir Ljósvetn- ingagoði forðum milli kristinna manna og heiðinna. Jón varð sanngjarn leiðtogi og ráðherra flokksins og öllum líkaði vel við úrræði hans; hann kveikti friðar- blys en vannst ekki tími eða fylgi til að klára hið erfiða verk. Mér líkaði vel þar sem fyrr að vinna með Jóni nema mér þótti hann óþarflega snemma á fótum, vakn- aður við fyrsta hanagal, eljan var mikil. Nú er vindur í seglum Fram- sóknarflokks okkar Jóns, framtíð- in ræðst enn á miðjunni. Síðasta magnaða heilræði Jóns var til karlmanna í gegnum Ljósið eftir að krabbinn hafði heltekið hann, á þessa leið: „Íslenskir karlmenn fara oft of seint til læknis af því að þeir telja alltaf eitthvert annað verkefni brýnna, þetta háttalag er nefnilega dauðans alvara.“ Jón Sigurðsson var drengskap- armaður, skugga bregður fyrir sólu við brotthvarf hans. En sólin skín í minningunni um afburða- mann sem lýsti upp líf okkar sam- ferðamannanna. Samúðarkveðjur til þín, kæra Sigrún, og fjölskyldu þinnar. Guðni Ágústsson. Félagið Landsbyggðarvinir, Lbv, er hugsjóna- og áhuga- mannafélag um betri byggð hvar- vetna á landinu – með sérstaka áherslu á unga fólkið sem þar býr. Við höfum virkjað það til góðra verka, og þar með vakið hjá því von um betri framtíð í sinni heimabyggð, samfellt síðustu 18 ár gegnum verkefnið Sköpunar- gleði - heimabyggðin mín: Ný- sköpun, heilbrigði og forvarnir. Verkefnið hentar einkum nem- endum í efri bekkjum grunnskól- ans, þ.e. áður en fordómar fara að gera meira vart við sig! Aðferðafræði okkar Lbv felst í að hlusta og gefa góðum hug- myndum unga fólksins tækifæri til að verða frekar að veruleika. Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóri, studdi þetta verkefni og hafði komið á viðtals- fundi með mér og Jóni Sigurðs- syni, þáverandi ráðherra Fram- sóknarflokksins. Í viðtalinu kom mér á óvart hversu víðsýnn og já- kvæður Jón Sigurðsson var. Á ég þar við Evrópusambandið. Jón, sem þurfti að bregða sér í burtu að loknu viðtalinu, bauð mér að sitja í bílnum sínum þegar í ljós kom að við gætum átt samleið. Áður en við Jón kvöddumst sagði hann setningu sem mér hef- ur síðan oft verið hugleikin. Jón Sigurðsson sagði: „Það besta sem þið Landsbyggðarvinir getið gert er að gefa unga fólkinu von um betri, skemmtilegri og líf- vænlegri heimabyggð – í nútíð og framtíð!“ Ég varð hugsi yfir þessum orð- um stjórnmálamannsins og fannst þau segja mikið um manninn Jón Sigurðsson – sem alvöru góðan Íslending sem ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst. Eftir þennan fund gat ég leitað oftar til Jóns og þegið hjá honum góð ráð í ýmsum félagslegum vandamálum nútímans. Við Landsbyggðarvinir sökn- um Jóns Sigurðssonar en erum einnig þakklát fyrir að hafa notið hans góðu ráða. Fríða Vala Ásbjörns- dóttir, formaður félags- ins Landsbyggðarvina. Ég kynntist Jóni Sigurðssyni að einhverju gagni eftir að hann tók sæti í bankaráði Seðlabanka Íslands á árinu 2001 en ég var á þessum tíma aðalhagfræðingur bankans og sat því fundi banka- ráðs. Á árinu 2003 varð Jón síðan einn af bankastjórum bankans og við það urðu samskipti okkar mun meiri. Það var gaman og gefandi að vinna með Jóni. Hugur hans var opinn og leitandi. Hann hlust- aði á rök og tók virkan þátt í um- ræðum þar sem mál voru krufin til mergjar og leitað niðurstöðu. Þarna hjálpaði greinilega hans akademíska uppeldi. Ekki síður var það þó hans létta lund og mildilega framkoma. Þetta tvennt kom svo saman þegar hann fékk hugljómun í ferlinu, brosti eða hló og sagði oftar en ekki „maður lif- andi“! Til viðbótar var hann svo einstaklega skemmtilegur á góð- um stundum. Eftir að ég hélt til starfa hjá Al- þjóðagreiðslubankanum í Basel um mitt ár 2004 urðu samskipti okkar mun minni. Ég minnist þó góðrar stundar um mitt sumar 2004 þegar Birgir Ísleifur og hann mættu á ársfund bankans og við hittumst í kvöldverði á bökkum Rínarfljótsins. Þá var létt yfir Jóni. Jón lét af starfi seðlabanka- stjóra á árinu 2006 og varð ráð- herra og síðar formaður Fram- sóknarflokksins. Þegar ég sneri aftur til starfa í Seðlabankanum sem seðlabankastjóri í ágúst 2009 var hann hins vegar ekki lengur virkur í framlínu stjórnmála eða embætta á Íslandi. Hann hafði tekið saman rit um sögu Seðla- bankans og á 50 ára afmæli bank- ans 2011 fengum við hann til að flytja erindi um hana. Honum fórst það vel úr hendi. Um kvöldið sátu hann og Sigrún hátíðarkvöld- verð í bankanum. Eins og endra- nær lék Jón á als oddi. Ég kveð vænan mann og við Elsa sendum Sigrúnu og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Már Guðmundsson. Það gerist stundum á lífsleið- inni að kynni við einstakling hafa ómetanleg áhrif á lífsgöngu manns. Allt í senn; mótandi, hvetjandi, skapandi og skemmti- leg. Þannig áhrif hafði Jón á líf okkar hjóna þegar hann réð okk- ur sem kennara við Samvinnu- skólann í Bifröst. Við vorum korn- ung, en hann treysti okkur samt fyrir krefjandi verkefnum. Hvatti og hrósaði þegar við átti. Jón var einstakur maður og engum líkur. Hann var yfirburða- maður á svo mörgum ólíkum svið- um. Hann fór ekki troðnar slóðir, lét verkin tala. Hann hafði skýra framtíðarsýn. Tók að sér erfið verkefni og viðfangsefni sem hann leysti af mikilli eljusemi, ná- kvæmni og alúð, jafnvel verk sem aðrir höfðu gefist upp á. Hann skynjaði mátt nútímatækni og áttaði sig á því hvað ævimenntun skiptir miklu máli. Hann lærði allt lífið. Hann sá að framtíðarhlut- verki hins gamalgróna og virta Samvinnuskóla þyrfti að breyta í nútímaháskóla. Til þeirra breyt- inga þurfti bæði dirfsku og áræði. Óhætt er að segja að félags- málakennarinn og skólastjórinn hafi verið mjög nánir samstarfs- menn á Bifrastarárunum, því sá fyrrnefndi sá á enninu á skóla- stjóranum hvernig lá á honum þann daginn og að krefjandi verk- efni þurfti að leysa. Hins vegar sléttist fljótt úr enninu þegar verkefninu var lokið og þá lék skólastjórinn á als oddi, allt komið í lag á vel skipulögðum kontórn- um. Jón var sérvitur. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af hár- og fatatísku. Skórnir áttu að vera óreimaðar mokkasíur og skyrtan með vasa vinstra megin. Þar var lítill miði með áhersluatriðum dagsins eða ræðunni sem hann var að fara að flytja. Hann þurfti alltaf að kafa djúpt í þau mál sem hann var að fást við hverju sinni. Hvort heldur voru alþjóðamál, trúmál, frímúrarafræði, listir og menningarmál eða sauðfjárrækt. Jón var eftirsóttur smali í Norð- urárdalnum og í Þingvallasveit- inni. Húmorinn aldrei langt und- an og niðurstöður settar í húmorískt samhengi þar sem það átti við. Jón var listrænn, prýði- lega hagmæltur og hafði gaman af tónlist. Jón gat breyst úr virðu- legum sagnfræðingi og skóla- stjóra á svipstundu og orðið eins og 10 ára drengur sem skemmti sér konunglega við að sprengja áramótasprengur, rjóður í kinn- um. Þá var gaman. Þétt við bakið á snillingnum Jóni stóð góð, þolinmóð og merki- leg kona, hún Sigrún Jóhannes- dóttir vinkona okkar. Hún var honum stoð og stytta en lét hann þó ekki skyggja á sig. Fræðikona, uppfræðari og jafnréttissinni. Okkur er sagt að Jóni hafi þótt heldur verra að deyja rétt fyrir kosningarnar, sem segir allt um húmor þessa merka leiðtoga. Að honum er mikill sjónarsviptir og söknuður. Við vottum Sigrúnu og fjöl- skyldunni allri innilega samúð okkar. Ísólfur Gylfi Pálmason og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Það var við upphaf skólaárs 1969 að Jón Sigurðsson vatt sér inn í stofuna hjá 5-B í MR og til- kynnti okkur að hann yrði ís- lenskukennari bekkjarins þann vetur. Við bekkjarfélagarnir vor- um flestir 18 ára og Jón var aðeins fimm árum eldri og hafði nýlokið prófi í Háskóla Íslands. En það breytti engu um það að hann reyndist frábær kennari, fór með okkur í gegnum gamlar og nýjar bókmenntir og endaði veturinn með því að kenna okkur að lesa og rýna Njáls sögu. Hann var sér- lega áhugasamur um vandað ís- lenskt mál og kom okkur öllum til nokkurs þroska í þeim efnum eins og ég hygg að hafi verið raunin alla tíð á hans langa kennslu- og skólastjóraferli. Eftir þennan vet- ur urðum við Jón góðir kunningj- ar og tókum ætíð tal saman er við hittumst á förnum vegi. Það var svo fyrir óvænta at- burðarás og átök í Framsóknar- flokknum vorið 2006 að Jón var kallaður til forystu í flokknum er Halldór Ásgrímsson ákvað að hætta í stjórnmálum. Sýndi Jón að mínum dómi óvenjulega fórn- fýsi og hollustu við flokk sinn er hann sagði af sér sem seðlabanka- stjóri og féllst á færa sig yfir á óvissan vettvang stjórnmálanna. Tók hann sæti iðnaðar- og við- skiptaráðherra i ríkisstjórn minni sem tók við af stjórn Halldórs 15. júní það ár og gegndi því embætti þar til eftir kosningar í maí árið eftir. Við Jón áttum eðlilega náið samstarf þetta tæpa ár um hin ýmsu mál sem upp komu í rík- isstjórn og á Alþingi. Jón var í því samstarfi alveg eins og ég hafði áður þekkt hann, traustur, vand- aður og maður orða sinna. Hann var heiðarlegur samstarfsmaður og drengur góður. Hins vegar galt hann þess að einhverju leyti að hafa takmarkaða reynslu af beinni þátttöku í stjórnmálum og setu á Alþingi og sömuleiðis þess óróa sem annað slagið gerði vart við sig innan Framsóknarflokks- ins. Í kosningunum 2007 náði hann ekki kjöri til Alþingis og rík- isstjórnin hafði það tæpan þing- meirihluta að ég taldi ekki ráðlegt að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Ákvað Jón í kjölfar þess að segja skilið við stjórnmálin og lét af formennsku í flokki sínum. En okkar persónulega samband var áfram gott og ánægjulegt. Ég vil við ótímabært fráfall Jóns Sigurðssonar þakka fyrir góð kynni og samstarf fyrr og síð- ar. Um leið votta ég eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu allri inni- lega samúð. Geir H. Haarde. Mig langar að minnast kærs samferðamanns. Við hjónin kynntumst Jóni þegar Sigrún mágkona mín og hann gengu í hjónaband fyrir rúmum 50 árum. Samskiptin hafa verið töluverð á þeim tíma. Á meðan við vorum í Reykholti og þau í Bifröst var oft skroppið í sunnudagsbíltúr til þeirra og alltaf jafn gaman að koma. Við hittumst oft á hátíðum. Einnig voru þau dugleg að halda utan um fjölskylduna um jól og við undirbúning þeirra. Eftir að þau fluttu í Kópavog var laufa- brauðsgerð fastur liður fyrir jól og tókum við þátt í henni og svo ég eftir að Snorri dó. Þetta tók venjulega heilan dag og fengu þátttakendur góðan viðurgerning og Jón tók fullan þátt í þessu öllu. Þarna kom stórfjölskyldan saman og naut sín, ungir sem aldnir. Jón var ákaflega starfsamur maður alltaf eitthvað að fást við ritstörf eða eitthvað annað, honum féll aldrei verk úr hendi. Alltaf kátur og hress. Undanfarnir mánuðir hafa ver- ið erfiðir vegna veikinda. Ég vil þakka Jóni góða samfylgd öll þessi ár. Hans verður sárt sakn- að. Ég votta Sigrúnu, börnum og barnabörnum og langafabörnum mína innilegustu samúð. Sigríður Bjarnadóttir. Genginn er góður drengur, Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráð- herra, seðlabankastjóri, skóla- stjóri og formaður Framsóknar- flokksins, eftir baráttu við krabbamein. Jón var framámaður í Frímúr- arareglunni á Íslandi og starfaði að framgangi reglunnar af heilum hug í áratugi. Hann var mikill lærimeistari og leiðtogi, hug- myndaríkur, ráðagóður, allra manna hugljúfi, hamhleypa til vinnu. Ég kynntist Jóni fyrir áratug- um síðan í Frímúrarareglunni, það var ætíð mikil og góð vinátta okkar á milli. Eitt sinn sagði ég honum frá því er ég var lítill drengur, og afi minn fór með mig í Langholts- kirkju, sem þá var í byggingu. Framsóknarflokkurinn leigði þá kirkjuna fyrir kosningaskrifstofu. Er þangað kom var mikill erill á kosningaskrifstofunni, menn að tala saman og í síma og mikill há- vaði. Afi minn horfði yfir svæðið klappaði saman höndunum og allt féll í dúnalogn, þá lyfti hann mér upp á borð og sagði yfir hópinn, „ég ætlaði bara að láta ykkur vita að hér væri ungur upprennandi framsóknarmaður á ferð“, það varð mikill fögnuður og lófaklapp á kosningaskrifstofunni. Jóni fannst þetta góð saga og sagði að hann hafi alltaf vitað að við værum sálufélagar. Jón barðist hetjulega við krabbameinið. Hann var glaður og kátur fram á hinsta dag og tók vinum sínum ætíð fagnandi. Glæsileg fyrirmynd okkar reglu- bræðra og eru það mikil forrétt- indi að hafa kynnst slíkum manni. Það er mikill missir að þessum góða dreng og vini. Kæri vinur og félagi þín er sárt saknað, en mikil huggun er þó að þú ert kominn til enn betri og mikilvægari starfa í austrinu ei- lífa. Við þökkum þér samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Við reglubræður færum Sig- rúnu og fjölskyldu okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau í sorginni. F.h. Frímúrarareglunnar á Ís- landi, Kristján Þórðarson. Þegar ég hitti Jón Sigurðsson fyrst, á ritstjórnarskrifstofum Tímans, varð mér strax ljóst að þar færi maður með óvenjulega mikinn sprengikraft og orku til starfa. Hann fór hratt yfir, gaf góð ráð og hvatti til verka. Afkastaget- unni kynntist ég betur síðar. Margoft stóð ég þá gapandi af undrun yfir verkum hans og velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum væri hægt að koma svo stórum málum í kring á skömmum tíma – með þeirri natni og nákvæmni sem honum var eðlislæg. Jón kenndi mér undirstöðuat- riðin í blaðamennsku. Hann ýtti Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.