Morgunblaðið - 24.09.2021, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2021
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þótt aðrir reyni að leggja stein í götu
þína muntu ná því markmiði sem þú ætlar
þér ef þú ert nógu ákveðinn.
20. apríl - 20. maí +
Naut Ákveðnar staðreyndir um þig gætu
spurst í dag og jafnvel leitt til rifrildis fyrir
opnum tjöldum. Hafðu bara þitt á hreinu og
þá munu deilarnar ekki hafa nein áhrif á þín
störf.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Mundu að sá sem nýtur góðrar
vináttu verður að vera reiðubúinn til þess að
leggja sitt á móti. Ef þú ert ekki viss um hvað
það þýðir, skaltu hiklaust leita þér ráðgjafar.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þótt freistandi sé skaltu láta hlut
sem þig langar í lönd og leið. Fólk í ástarhug
sækist eftir athygli þinni.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þegar eitthvað kastast í kekki millum
manna, verða þeir að hafa þroska til að gera
út um málið á hávaðalausan hátt. Nú er rétti
tíminn til að ganga að samningaborði.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Vinátta er dýrmætur hlutur og vand-
meðfarinn. Hver er sinnar gæfu smiður og
það á við jafnt í starfi sem leik.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Notaðu daginn til að spjalla við vini
þína. Láttu það eftir þér að gera eitthvað
skapandi því það mun veita þér mikla gleði.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú léttir á þínum eigin áhyggj-
um ef þú gefur þér tíma til að hjálpa öðrum.
Í stað þess að flýja heim vinnunnar, skaltu
taka þér fimm mínútur fyrir djúpöndun eða
göngutúr í hádeginu.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ef þú ert ekki í skapi til að fara
út meðal vina skaltu láta það eftir þér, því
það kemur dagur eftir þennan dag. Farðu
fram með yfirveguðum hætti.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þótt hversdagsleikinn virðist oft
grár og leiðinlegur þarf ekki margt til þess
að breyta öllu til betri vegar. Ef þig kitlar í
magann þegar viss aðili er í augnsýn, er lík-
lega góð ástæða fyrir því.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það er ekki alltaf auðvelt að
framkvæma hluti á venjulegan, réttan og út-
reiknaðan hátt. Reyndu að breyta þeim að-
stæðum sem þú ert ósáttur við.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Eitthvað gerir það að verkum að þú
dregur þig inn í skelina. Ef þér verða á mis-
tök, skaltu reikna með að gjalda fyrir þau.
„Frá því að við fengum okkur
gistibíl, er erfitt að vera heima þegar
við erum í fríi. Við vorum allt sum-
arfríið okkar í fyrrasumar úti á landi
á bíl sem við keyptum þá um vorið,
litlum Bens Vito. Þar þurftum við að
standa í keng til að athafna okkur í
bílnum en við elskuðum að ferðast í
honum og nutum hverrar mínútu. En
í vor fengum við svo alvörubíl, Sprin-
ter, sem er stóri bróðir Vito. Frá því
við fengum hann höfum við nánast
ekki verið heima. Ég átti inni ónotað
sumarfrí í sumar og Magnús er nátt-
úrulega kennari með sumarfrí næst-
um allt sumarið. Við vorum samfellt
á flakki um landið allt fríið okkar og
höfum farið nánast allar helgar sem
við eigum lausar til að gera eitthvað
skemmtilegt. Við göngum á fjöll,
veiðum í ám og vötnum, förum í köld
böð á fjöllum og elskum að vera á
skíðum.
Svo erum við líka dugleg að heim-
sækja fólk. Við erum bæði vinamörg
og finnst mikilvægt að rækta sam-
band við fólkið okkar, bæði vini og
ættingja. Svo finnst okkur bara æv-
intýri að lifa og búa í bílnum. Við eld-
um okkur oftar en ekki veislumat í
bílnum á kvöldin, spilum saman og
njótum þess að lifa hvern dag eins og
hann væri okkar síðasti.“
Sextán afmælisveislur
Hulda Ragnheiður hefur nýtt allt
stundakennari í áhættustýringu við
Háskólann á Bifröst. Hulda var í
stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu
frá árinu 2018 og formaður félagsins
(FKA) frá 2019-2021.
Á flakki í allt sumar
„Náttúran á hug minn allan,“ segir
Hulda Ragnheiður, en hún gengur á
fjöll hvenær sem færi gefst með
gönguhópnum sínum, Fjallkonum.
Það er hópur sem samanstendur að
mestu af konum úr sveitunum í
kringum Húsavík, á Tjörnesi, í Aðal-
dal og Bárðardal. Þær ganga á fjöll
allt árið um kring og fá þeir eigin-
menn sem það vilja fulla aðild að
gönguhópnum. Magnús hefur verið
mjög virkur í Fjallkonum með Huldu
Ragnheiði síðustu árin.
H
ulda Ragnheiður Árna-
dóttir fæddist á Húsa-
vík 24. september
1971 og ólst þar upp
að mestu. Frá níu ára
aldri var Hulda Ragnheiður mestan
hluta sumars í sveit eða sumar-
störfum víða um land, m.a. í Skriðdal,
Reykjadal, Laugum í Sælingsdal og
á Ísafirði.
Hulda Ragnheiður lauk námi í
kjólasaum frá Iðnskólanum í Reykja-
vík árið 1992 en þá var hún þegar
flutt að Hraunkoti í Aðaldal þar sem
hún bjó frá árinu 1988 með fyrrver-
andi eiginmanni sínum, en þau ráku
þar sauðfjár- og kúabú, auk þess sem
Hulda Ragnheiður rak saumastofu
sem sérhæfði sig í að sauma föt á
fatlaða og hátíðarbúning á íslenska
karlmenn.
Hulda Ragnheiður hefur alltaf
verið mjög virk í félagsmálum og sat
m.a. í sveitarstjórn Aðaldælahrepps
á árunum 1998-2002. Hún útskrif-
aðist úr diplómanámi í opinberri
stjórnsýslu og stjórnun árið 2001 og
B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskól-
anum á Akureyri árið 2005.
Í framhaldi af því hóf Hulda Ragn-
heiður störf sem fjármálastjóri hjá
Húsavíkurbæ (nú Norðurþingi) en
hélt áfram til náms á meistarastigi í
fjármálum, bankastjórnun og al-
þjóðaviðskiptum sem hún lauk árið
2008. Samhliða meistaranáminu
leysti hún tímabundið af sem bæj-
arstjóri á Blönduósi, en árið 2007
flutti hún suður yfir heiðar og starf-
aði í innri endurskoðunardeild hjá
Kaupþingi og síðar Arion banka til
loka árs 2009. Áður en Hulda Ragn-
heiður tók við núverandi starfi sem
forstjóri Náttúruhamfaratryggingar
Íslands (áður Viðlagatryggingar Ís-
lands) árið 2010, starfaði hún eitt
sumar sem matráðskona á Þorbergs-
setri í Suðursveit. Árið 2015 lauk hún
diplóma í góðum stjórnarháttum frá
HÍ.
Hulda Ragnheiður hefur alltaf
notið þess að taka þátt í námi og
kennslu og hefur verið mjög virk á
sviði góðra stjórnarhátta og áhættu-
stjórnunar á síðustu árum, en hún
hefur meðal annars verið með nám-
skeið í HÍ og Akademias, en er nú
síðasta ár til að halda upp á fimm-
tugsafmælið sitt. Hún ákvað á 49 ára
afmælinu sínu að byrja að halda upp
á 50 ára afmælið í sérstökum til-
gangi. Hún vildi finna leið til að gefa
áfram mögulegar afmælisgjafir sem
hún myndi fá á stórafmælinu og
ákvað að fara óvenjulega leið til að
láta það verða að veruleika.
Hún bauð öllum 1.500 Facebook-
vinum sínum í afmælið sitt, setti upp
16 dagsetningar sem boðsgestir gátu
valið á milli og takmarkaði fjölda
þeirra sem gátu skráð sig í hverja
veislu við átta. Það varð „uppselt“ í
afmælið á örfáum klukkutímum og
fólk fékk að skrá sig á biðlista ef ein-
hver sæti myndu losna. Svo óskaði
hún eftir því að allir sem hefðu ann-
ars gefið henni afmælisgjöf myndu
leggja andvirðið inn á Kvenna-
athvarfið og merkja færsluna „af-
mæli“. Þannig myndi hún losna við
að fá fullt af hlutum sem hún þyrfti
ekkert á að halda í afmælisgjöf, en á
sama tíma gætu gjafirnar komið að
góðum notum á öðrum stað. Vegna
Covid-19 hefur hún bara náð að halda
11 af þessum 16 afmælisboðum, en
nú verður brátt hafist handa við að
klára þessi sem út af standa. Nú þeg-
ar hafa Kvennaathvarfinu borist fjöl-
margar peningagjafir í nafni Huldu
Ragnheiðar.
„Já, þetta er búið að vera algjört
ævintýri. Með þessu móti fáum við
tækifæri til að hitta alla sem koma í
afmælið mitt og setjast niður yfir
góðum mat í ró og næði. Það hefur
verið mikið hlegið og fólk hefur verið
að kynnast nýjum vinum, því allir eru
í óvissuferð, því þú gast ekki vitað
hverjir skráðu sig í afmælið sama
kvöld og þú.“ Það er tilvalið að benda
þeim sem vilja samgleðjast Huldu
Ragnheiði í tilefni afmælisins að
senda Kvennaathvarfinu smá glaðn-
ing með innborgun á reikning þeirra
nr. 101-26-43227, kt. 410782-0229 og
skrá „Afmæli“ í skýringu.
Fjölskylda
Eiginmaður Huldu Ragnheiðar er
Magnús Guðjónsson, f. 21.9. 1959,
kennari við Skipstjórnarskólann.
Þau tóku saman árið 2011 og giftu sig
2015. Þau búa í Kórahverfinu í Kópa-
vogi. Foreldrar Magnúsar voru hjón-
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands – 50 ára
Í Þistilfirði „Þetta er nýjasta æðið. Sjósund og böð í köldum fjallalækjum.“
Heldur 16 sinnum upp á afmælið
Afmælisbarnið Hulda Ragnheiður
við Dynjanda í Arnarfirði.
Til hamingju með daginn
HEIMILI ENSKA BOLTANS
Á VEFNUM
60 ÁRA Jón Özur
Snorrason er fæddur
Hafnfirðingur og þess
vegna Gaflari og íslensku-
og bókmenntafræðingur
frá HÍ. Hann hefur kennt
íslensku við Fjölbrauta-
skóla Suðurlands frá 1997
fyrir utan árabilið 2013-
2015 þegar hann kenndi við
Menntaskólann að Laug-
arvatni. Hann rekur ásamt
eiginkonu sinni Gull-
kistuna sem er dvalarstaður fyrir skapandi fólk á Laugarvatni. „Rithöfundar
og listamenn víða að úr heiminum dvelja hjá okkur í að minnsta kosti mánuð í
næði og við höfum rekið staðinn frá 2009 og gengið vel. Um 600 listamenn
hafa dvalið á Gullkistunni frá byrjun.
Þegar Jón Özur er spurður út í hvort íslenskan hafi breyst mikið á þessum
tíma segir hann að svo sé og sérstaklega á allra síðustu árum. „Orðaforði fer
hraðminnkandi og oft í kennslunni þarf ég að útskýra hvað ég er að segja
þegar ég tala mitt eigið mál við nemendur. Þetta er ekki bara að gerast í ís-
lensku því bandarískir rithöfundar sem dvelja á Gullkistunni og eru líka
kennarar segja það sama um enskuna.
Ég er gamall körfuboltamaður og hef alltaf haft áhuga á körfunni,“ segir
Jón Özur um áhugamál sín. „Svo hef ég áhuga á bókmenntum og textaskrif-
um yfirleitt, ljósmyndun, útivist og náttúrunni svo eitthvað sé nefnt. Einnig
hefur áhugi minn á hundum aukist eftir að ég eignaðist minn eigin fyrir
nokkrum árum sem ég kalla Kára Sölmundarson. Ég var bókmennta-
gagnrýnandi í ellefu ár á sjálfu Morgunblaðinu í gamla daga og skrifa núna
dálítið í Dagskrána, staðarblaðið á Selfossi, og á vefsíðu FSu. Svo er ég
skúffuskáld en textar eftir mig hafa aðeins birst í tímaritum og sýnisbókum.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Jóns Özurar er Alda Sigurðardóttir, f. 1960, rek-
ur Hannyrðabúðina á Selfossi ásamt fleiru. Börn þeirra eru Völundur, f.
1984, Nökkvi, f. 1997, og Vala Guðlaug, f. 2001. Barnabarn er Vigdís Völund-
ardóttir, f. 2020. Foreldrar Jóns Özurar: Snorri Jónsson, f. 1928, d. 2016,
kennari og ritstjóri, og Guðrún Gísladóttir, f. 1929, húsmóðir í Hafnarfirði.
Jón Özur Snorrason