Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021
Framboð liggja nú fyrir til for-
manns Kennarasambands Íslands
á næsta kjörtímabili á árunum
2022-2026. Framboðsfrestur rann
út í fyrrakvöld og gefa fjögur kost
á sér í embætti formanns. Þau eru
Anna María Gunnarsdóttir, vara-
formaður Kennarasambands Ís-
lands, Hanna Björg Vilhjálms-
dóttir, kennari í Borgarholtsskóla,
Heimir Eyvindsson, dönskukenn-
ari og deildarstjóri í Grunnskól-
anum í Hveragerði, og Magnús
Þór Jónsson, skólastjóri í Selja-
skóla.
Samkvæmt tilkynningu á vefsíðu
KÍ munu félagsmenn KÍ greiða at-
kvæði um næsta formann í raf-
rænni kosningu 2. til 8. nóvember
næstkomandi. Formannsskiptin
fara svo fram á áttunda þingi KÍ
sem haldið verður í apríl á næsta
ári. Kjör næsta varaformanns KÍ
stendur einnig fyrir dyrum en
frestur til að bjóða sig fram renn-
ur út 10. nóvember en kosið verður
í desember.
Ragnar Þór Pétursson, formað-
ur KÍ, greindi frá þeirri ákvörðun
sinni í pistli á vefsíðu KÍ 10. sept-
ember sl. að hann gæfi ekki kost á
sér til áframhaldandi formennsku í
KÍ en hann hefur verið formaður
sambandsins síðastliðin fjögur ár.
Fleiri frambjóðendur sækjast
eftir formennskunni nú en í fyrri
formannskosningum í KÍ. Þrír
voru í framboði til formanns í nóv-
ember 2017 þegar Ragnar Þór fór
með sigur af hólmi, tveir voru í
formannskjöri árið 2013 og tveir
árið 2010. omfr@mbl.is
Fjögur sækjast eft-
ir formennsku í KÍ
- Formannaskipti í apríl á næsta ári
Anna María
Gunnarsdóttir
Heimir
Eyvindsson
Hanna Björg
Vilhjálmsdóttir
Magnús Þór
Jónsson
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra féllst í gær á tillögu Þórólfs
Guðnasonar sóttvarnalæknis um að
framlengja gildandi sóttvarnatak-
markanir innan-
lands til 20. októ-
ber hið minnsta.
Sóttvarna-
læknir segist í
minnisblaði sínu
vilja ganga
lengra með því að
framlengja þær
takmarkanir sem
nú eru í gildi um
að minnsta kosti
mánuð og ráð-
herra féllst á framlengingu en mun
endurskoða ákvörðunina eftir hálfan
mánuð.
Þórólfur rekur hvernig farald-
urinn þróaðist þegar öllum takmörk-
unum var aflétt í júní í minnisblaði
sínu til ráðherra: „Um tveimur til
þremur vikum eftir að ofangreindar
tilslakanir tóku gildi fór smitum inn-
anlands af völdum COVID-19 að
fjölga og náðu þau hámarki 30. júlí
en þá greindust 154 einstaklingar,
nánast allir með delta-afbrigði kór-
ónuveirunnar. Í kjölfarið á þessari
auknu útbreiðslu þá varð fjölgun á
innlögnum á sjúkrahús (LSH) og al-
varleg veikindi jukust. Í þessari
bylgju faraldursins eða frá 1. júlí sl.
hafa þannig um 5.200 einstaklingar
greinst smitaðir hér á landi, 117
þurft á spítalainnlögn að halda, 20
lagst inn á gjörgæsludeild og þrír
látist.“
31 greindist með kórónuveiruna
innanlands í gær, af þeim voru 16 í
sóttkví. Þannig er 361 nú í ein-
angrun og þeim fækkar um átta frá
því í gær.
Alls eru 1.969 manns í sóttkví en
af þeim eru 1.323 á Norðurlandi
eystra. Í tilkynningu frá lögreglunni
á Norðurlandi eystra hvetur emb-
ættið til varúðar „og [við] teljum
nauðsynlegt að allir hugi að sinni
stöðu og vegi og meti hvað hver geti
gert til að stoppa þá útbreiðslu sem
er í gangi í dag. Ljóst er að sá aldur
sem hvað mest virðist smitast í dag
eru börn og unglingar á grunnskóla-
aldri, þá sér í lagi sá aldur sem ekki
er bólusettur.“
Enn fremur er tilmælum beint til
þeirra sem sjá um æskulýðs-,
íþrótta- og félagsstarf barna og ung-
linga að fresta viðburðum, fundum
og æfingum fram yfir helgi.
196
710
92
1.415
Fjöldi í einangrun og sóttkví
eftir landshlutum
Vestfirðir Norðurland
vestra
Austurland Vesturland Suðurnes Suðurland Höfuð-
borgarsvæði
Norðurland
eystra
1
1
5
8
5
9
8
12
13
12
27
56
Heimild: covid.is
Gildandi sóttvarna-
ráðstafanir hafa verið
framlengdar til
20. október
Fjöldi í einangrun
Fjöldi í sóttkví
Gildandi takmark-
anir framlengdar
- Flestir í sóttkví á Norðurlandi eystra
Þórólfur
Guðnason
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Þorsteinn Ásgrímsson
„Margt spilar saman og verður til
þess að ég tek þá persónulegu
ákvörðun, alveg sjálfur, að nú sé góð-
ur tími til að stíga til hliðar og af-
henda keflið öðrum,“ segir Páll Matt-
híasson sem lætur af störfum sem
forstjóri Landspítalans á næstu dög-
um. Tilkynnt var í gær að Páll hefði
óskað eftir starfslokum og Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
orðið við ósk hans. Páll sagði í gær að
hann teldi þetta góðan tímapunkt til
að einhver annar tæki við starfinu
sem hann hefur gegnt í átta ár.
„Einhvern tíma verður maður að
segja að það sé komið nóg. Spítalinn
hefur náð ótrúlegum árangri og í
raun umbylst á þessum átta árum.
En það eru auðvitað verkefni og
áskoranir fram undan tengdar upp-
byggingu á Hringbraut og áskoranir
tengdar rekstri, mönnun og fjár-
mögnun. Síðan eru breytingar þar
sem farsæll ráðherra sem hefur verið
velviljaður spítalanum er að láta af
embætti,“ sagði Páll.
Forstjórinn fráfarandi segir að sú
ákvörðun að hætta á þessum tíma
hafi ekki orsakast af neinum utanað-
komandi þáttum eða gagnrýni á
stjórnun spítalans, sem reglulega
hefur komið upp. Nýlega sendi stjórn
Félags bráðalækna til að mynda opið
bréf til heilbrigðisráðherra þar Land-
spítalinn var sagður stjórnlaus og að
þar væri engin virk álagsstjórn. „Ég
fagna því ef starfsfólk spítalans lætur
í sér heyra, en auðvitað vil ég að fólk
noti gögn og sýni stillingu. Það er
besta leiðin til að koma skilaboðum á
framfæri. En það hefur alls ekki
truflað mig og á alls ekki þátt í þess-
ari ákvörðun. Þetta er bara jákvæð
ákvörðun af minni hálfu.“
Páll lætur af störfum strax á mánu-
daginn en þá tekur Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
meðferðarsviðs Landspítalans, tíma-
bundið við stöðu forstjóra. Páll verð-
ur henni innan handar næstu mánuði,
en hann segir mikilvægt í svona
annasömu starfi að forstjóraskiptin
gerist mjög hratt. „Þetta er eins og
að vera í bíl á 100 kílómetra hraða,
það þarf einhver annar að grípa stýr-
ið strax.“
Samkvæmt svari frá heilbrigðis-
ráðuneytinu við fyrirspurn mbl.is í
gær fól erindi Páls um að láta af emb-
ætti forstjóra Landspítala í sér ósk
um tilflutning í starfi í stöðu sérfræð-
ings á Landspítalanum. Með sam-
þykki ráðherra um flutninginn mun
Páll, ef launakjör sérfræðings eru
lægri en núverandi launakjör, njóta
þeirra kjara og hann hefur haft sem
forstjóri út skipunartíma sinn, en
hann á um tvö og hálft ár eftir af
fimm ára skipunartíma. Í svarinu er
tekið fram að auk þess að verða nýj-
um forstjóra innan handar muni Páll
jafnframt sinna tilteknum verkefnum
á vegum ráðuneytisins í tengslum við
spítalann.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir að nú fari ákveðið ferli
í gang þar sem ráðherraskipuð nefnd
mun fara yfir umsóknarferli og texta
í auglýsingu. „Við gefum okkur
næstu daga í að fara yfir það.“
Spurð út í helstu áherslur og verk-
efni fyrir komandi forstjóra segir
Svandís að nú sé í gangi vinna við
stefnumótun heilbrigðiskerfisins í
heild til ársins 2040 og þar komi
Landspítalinn að málum, en verk-
stjórn með málinu er í höndum
McKinsey. Segir Svandís að þar verði
meðal annars hlutverk Landspítalans
skoðað til framtíðar með hliðsjón af
breyttum áherslum. Segir hún fyrir-
séð að stefnumótunin muni meðal
annars draga dám af tæknibreyting-
um sem gera megi ráð fyrir.
Hún segir að helsta áskorun heil-
brigðiskerfisins í heild sé aftur á móti
breytt aldurssamsetning þjóðarinnar
með hækkandi aldri. Það þýði einnig
að passa þurfi upp á mönnun í kerf-
inu. „Þetta er það sem við blasir og er
við að eiga fyrir nýjan forstjóra,“ seg-
ir Svandís.
Segir að miklar áskor-
anir bíði eftirmanns síns
- Páll Matthíasson lætur af starfi forstjóra Landspítalans
Morgunblaðið/Unnur Karen
Tímamót Nýr forstjóri verður skipaður á Landspítalanum eftir áramót en
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir tekur tímabundið við starfinu í næstu viku.
Páll
Matthíasson
Svandís
Svavarsdóttir