Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 10

Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 DAGMÁL Andrés Magnússon andres@mbl.is Fulltrúar stjórnarandstöðuflokka telja að stjórnarmyndun núverandi stjórnarflokka geti reynst erfiðari en látið er; á milli þeirra sé mikill ágreiningur um ýmis grundvallar- efni. Þrátt fyrir að talning atkvæða í Norðvesturkjördæmi og stjórnar- myndunarviðræður séu flestum efst í huga í pólitíkinni er að ýmsu fleiru að huga á hinu pólitíska sviði. Til þess að horfa til þess, kosninga- úrslita og eftirmála alþingis- kosninganna frá sjónarhóli stjórn- arandstöðunnar voru því fengin í Dagmál þau Sigurður Már Jónsson, aðstoðarmaður þingflokks Mið- flokksins, Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Við- reisnar, og Kristján Guy Burgess, kosningastjóri Samfylkingarinnar. Framsókn virkjaði vinsældir Kosningaúrslitin voru flestum stjórnarandstöðuflokkum lítið fagn- aðarefni, enda gat aðeins Flokkur fólksins hrósað sigri, þó að Viðreisn bætti einnig við sig fylgi. Þau voru sammála um að í kosn- ingunum hefðu tveir flokkar orðið sigurvegarar – Framsóknarflokk- urinn og Flokkur fólksins. Sigurður Már segir að þeir hafi náð fótfestu á hinni eiginlegu miðju og Framsókn að auki náð hinu lausa vinsældafylgi ríkisstjórnarinnar, sem hinum stjórnarflokkunum hefði af ein- hverjum ástæðum ekki tekist að virkja á sama hátt. Stefanía minnir á að Viðreisn hafi aukið fylgi sitt í kosningunum og bætt við sig manni, en játar að þau hafi vonast til þess að fá meira fylgi. Hún telur að Viðreisn hafi „toppað“ of snemma og ekki náð jafnmiklu af óákveðnum á sitt band og þau hafi haft ástæðu til að ætla. Kristján Guy telur margar ástæður fyrir dræmu fylgi síns flokks, nefnir að fólk ákveði sig síðar en áður, en nú hafi það augljóslega gerst að margir hafi leitað í öryggi stjórnarflokkanna, en aðeins þó til Framsóknar. Hann seg- ir að af því megi ýmsar ályktanir draga um stefnu hinna stjórnar- flokkanna tveggja. Kristján nefnir einnig að málefna- skrár flokkanna hafi um margt verið býsna keimlíkar að sjá og kjósendur því ekki alltaf átt auðvelt með að átta sig á muninum, sem hafi þarfn- ast skýringa stjórnmálamanna og fleiri en formannanna einna. Ríkisútvarpið brást „Til hvers að setja fram mjög ítar- lega og útfærða stefnu ef það er eng- inn vettvangur til þess að takast á við hina flokkana? Það var enginn staður þar sem frambjóðendur fengu að kljást,“ segir hann. „Það var hérna í Dagmálum – eini stað- urinn þar sem venjulegir frambjóð- endur fengu að takast á við fram- bjóðendur annarra flokka um þær hugmyndir sem þeir voru að boða í þessum kosningum. Mér fannst Ríkisútvarpið algerlega bregðast í því að halda þætti þar sem var keppni um hugmyndir.“ Þau nefna að kosningamálin hafi ekki legið skýrt fyrir í kosningabar- áttunni og að núna viti landsmenn ekki um hvað sé verið að semja hjá ríkisstjórnarflokkunum. Dagmálin eini staður frambjóðenda - Stjórnmálaviðhorfið frá sjónarhóli stjórnarandstöðu - Kosningabarátta án stjórnmálaumræðu - Fáir fjölmiðlar sinntu pólitíkinni vel - Ýmsar hugmyndir nefndar um bætta stjórnmálamenningu Morgunblaðið/Hallur Eftirmál kosninga Sigurður Már Jónsson, Stefanía Sigurðardóttir og Kristján Guy Burgess eru gestir Dagmála. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur fellt úr gildi ákvörð- un Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesja- línu 2. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitar- félagsins og kerfisáætlun sem sam- þykkt hefur verið af Orkustofnun. Önnur sveitarfélög á línuleiðinni; Grindavík, Hafnarfjörður og Reykja- nesbær, höfðu samþykkt fram- kvæmdaleyfin en fimm umhverfis- verndarsamtök kærðu leyfisveiting- arnar. Úrskurðarnefndin skilaði einnig niðurstöðu í þeim málum og hafnaði kröfu samtakanna um að framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar væru felld úr gildi. Framkvæmdaleyfi Hafnar- fjarðarbæjar fellt úr gildi Hins vegar felldi nefndin úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðar- bæjar. Því þurfa Vogar og Hafnfirð- ingar að taka fyrir að nýju umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyr- ir línulögninni. Í tilkynningu frá Landsneti er nið- urstöðu úrskurðarnefndarinnar fagn- að. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri segir málið aftur komið á borð Voga og Hafnarfjarðar. „Við vonumst til að hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við bygg- ingu Suðurnesjalínu 2,“ segir Guð- mundur Ingi. Suðurnesjalína Umfjöllun um lín- una fer nú aftur til sveitarfélaganna. Höfnun Voga felld úr gildi - Suðurnesjalína 2 aftur á borð Voga Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Jóladagatölin eru komin!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.