Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 14

Morgunblaðið - 06.10.2021, Side 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021 „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ (Davíðssálmur 37:5) Miskunnsami og náðugi Guð! Ég bið þig að blessa öll þau sem finna til vanmáttar af einhverjum toga. Vilt þú vitja þeirra með uppörvunaranda þínum og gefa þeim styrk til að horfast í augu við daginn. Blessaðu öll þau sem órétt þola eða búa við fátækt og mis- rétti, þau sem eiga ekki fyrir leigu, mat eða komast illa af. Ég bið þig fyrir öllum þeim sem hungrar og þyrstir eftir réttlæti í þessu lífi. Öllum þeim sem þrá að fá að vera með og komast af og þrá að fá að gefa eitthvað af sér. Kom þú með ljósið þitt, ljós lífsins, yljaðu þeim og vermdu. Opnaðu þeim dyr og gef að þau finni leið. Lát þau finna að þú elskir þau og þráir að fá að vera þeim stuðn- ingur, styrkur og stoð, jafnt á erf- iðu dögunum sem og á öllum hin- um. Vertu hjá þeim sem komin eru á efri ár Við þökkum þér kærleiksríki Guð fyrir umhyggju þína og trú- festi. Fyrir að við fáum að leita skjóls hjá þér sem uppörvar okkur og hvetur þegar öll sund virðast vera lokuð eða að lokast. Blessaðu einnig þau sem komin eru á efri ár og finna sig máttfarin og þreytt en langar líka til að vera með og gefa af sér. Þakka þér fyr- ir allt það góða sem eldri borgarar þessa lands hafa gefið til sam- félagsins. Bænheyrðu þau og blessaðu allar bænirnar þeirra fyr- ir okkur sem yngri erum. Viltu leysa þau undan kvíða og ótta. Gef þeim þinn frið í hjarta. Þann frið sem enginn og ekkert megnar frá þeim né nokkrum að taka. Leyfðu þeim og okk- ur öllum að hvíla óhult í þinni náð og örugga faðmi sem ekkert fær okkur hrifið úr. Opnaðu augu okkar fyrir velferð náung- ans og lát okkur koma auga á hvar og hvernig við getum orðið að liði sem ein- staklingar en einnig sem samfélag og heild sem er samferða í þessu lífi og tekur utan um hvert annað þegar á þarf að halda á öllum sviðum. Opnaðu einnig augu stjórnvalda fyrir þeim sem ber- sýnilega þurfa aukna aðstoð, fjár- hagslega, félagslega eða vegna líkamlegs eða andlegs vanmáttar. Leyfðu okkur að koma auga á gæsku þína og fá að hvíla í þér dag og nótt. Blessaðu og vaktu yf- ir okkur öllum. Ástvinum okkar og þeim sem upp í hugann koma. Landinu okkar, þjóðinni allri sem og heimsbyggðinni í víðri veröld. Veittu okkur þinn frið í hjarta. „Skapaðu í okkur hreint hjarta, ó, Guð, og veittu okkur nýjan, stöð- ugan anda.“ Í Jesú nafni. Amen. Með friðar- og kærleikskveðju. – Lifi lífið! Bæn dagsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Ég bið þig að blessa öll þau sem finna til vanmáttar af ein- hverjum toga. Þau sem órétt þola eða búa við fátækt og misrétti eða komast illa af. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Í fréttum og um- fjöllun fjölmiðla er mikið fjallað um lofts- lagsbreytingar og þá sem næst ævinlega frá því pólitískt rétt- hugsaða sjónarmiði, að orsökin sé aukið magn koltvísýrings í andrúmsloftinu og að þar sé maðurinn höfuðsökudólgurinn. Raunin er samt sú, að fjöldi vís- indamanna er á annarri skoðun; þeirri, að breytingar á loftslagi eigi sér allt aðrar skýringar. Sólblettir Sólblettir eru dökkir blettir sem koma á yfirborð sólarinnar. Hinir stærstu geta verið auðsýni- legir, en eftir tilkomu sjónauka fóru menn að fylgjast með þeim kerfisbundið. Fyrsta sjónaukann smíðaði þýsk-hollenski gleraugna- smiðurinn Frans Lippersey árið 1608, en ítalski fjölfræðingurinn Gallileo Galilei endurbætti tækið árið eftir og notaði það við stjörnufræðirannsóknir sínar; þar á meðal athuganir á sólblettum. Þessar athuganir hafa staðið óslitið frá þessum tíma, þó að í séu eyður vegna t.d. óhagstæðra veðurskilyrða. Í upphafi gerðu menn sér ekki grein fyrir því, hvaða áhrif sól- blettir höfðu á veðurfar á jörð- inni. Sýnilegt var þó, að þeir voru mismargir og á stundum sem næst engir. Þýski stjörnufræðing- urinn Samuel Schwabe komst að því 1843 eftir að hafa fylgst með sólblettum í 17 ár, að þeir komu í lotum. Frekari rannsóknir stað- festu þetta og nú vita vísinda- menn af m.a. þessum: Gleissberg- lotur, 70-100 ár, Suess- eða Vries- lotur, 210 ár og Hallstatt-lotur, 2.300 ár. Geimgeislar Geimgeislar eru afar orkumikl- ar róteindir (proton), sem eiga að jafnaði uppruna utan sólkerfisins og verða líklega til þegar blossa- stjörnur (supernova) springa og senda frá sér sveim nifteinda (neutrons). Eigindir þessara einda urðu mönnum ljósar stig af stigi með t.d. til- raunum Skotans C.T.R. Wilsons, sem sýndu fram á það, að þær mynduðu rákir í vatnsgufumettuðu rými, og tilraunum og kenningum Dan- anna Henriks Sven- marks og Eigils Fri- is-Christensens, sem komust að þeirri niðurstöðu, að þegar þessar eindir koma inn í lofthjúp jarðar rekast þær á aðrar og mynda m.a. geislavirkt kolefni (radioc- arbon, 14C) við árekstur við köfn- unarefnisatóm og beryllium 10 (10Be) við árekstur við súrefnis- atóm. Því meira sem berst inn í lofthjúpinn af geimgeislum, því meira myndast af þessum efnum. Helmingunartími geislavirkni 14C er 5.730 ár, en 10Be, líka geislavirkt, 1,39 milljónir ára. 10Be gengur í samband við raka í lofthjúpnum og myndar stig af stigi dropa, sem verða að skýjum, regni og snjókomu. Snjórinn hleðst upp á köldum svæðum jarðarinnar og myndar jökla á t.d. suðurskautinu og Grænlandi. Þeir hlaðast upp í lögum. Þegar borað er í þá og teknir úr þeim kjarnar, er unnt að lesa aldur hvers lags af öðru með því að mæla hjöðnun geislavirkni þess 10Be, sem fallið hefur í snjónum sem myndaði jökulinn. Úr bor- kjörnunum lesa menn fleira, því að í lögunum eru líka t.d. loftból- ur, sem upplýsa um atriði svo sem magn koltvísýrings (CO2) og einnig ýmsar agnir, sem fallið hafa á jökulinn, svo sem ösku frá eldgosum og fleiru. Með þetta í höndum hafa vísindamenn rakið veðurfar og loftslag á jörðinni langt aftur í tímann, en dýpsta holan sem boruð hefur verið í suðuskautsísinn (Vostok-holan, 1998) náði niður á yfir 3.623 m dýpi og gaf upplýsingar um mörg hundruð þúsundir ára. Segulsvið sólar Segulsvið sólarinnar hefur gjörtæk áhrif á veðurfar á jörð- inni. Það er mjög breytilegt og er öflugast, þegar sólblettir eru margir, en hjaðnar þegar þeir eru fáir eða sem næst engir. Þeg- ar segulsviðið er öflugt, ver það lofthjúpinn fyrir geimgeislum, svo að þá kemst minna af þeim inn í hjúpinn og minna verður til af 14C og 10Be. Þetta hefur þau áhrif, að skýjamyndun verður minni og því meiri inngeislun á yfirborð jarðarinnar, vegna þess að útgeislun minnkar, þegar skýjahulan er lítil. Þegar aftur á móti sólblettum fækkar veikist segulsvið sólarinnar. Meira magn geimgeisla kemst þá inn í loft- hjúpinn. Magn 14C og 10Be eykst, ský verða fleiri, útgeislun verður meiri, minni ylur berst niður til jarðar og veður kólnar. Þetta síðasta þarf ekki vísinda- menn til þess að segja okkur. Við vitum hvað gerist, þegar dregur fyrir sólu eða alskýjað er. Það verður svalara. Það er þó ekkert að því að fá skýringu á því, sem við finnum á eigin skinni. Hún ætti að fá okkur til þess að velta fyrir okkur náttúrulegum ástæð- um breytinga loftslags og þá öðr- um en magni CO2 í andrúmsloft- inu eða áhrifum gerða mannsins. Umhugsunarefni – ekki satt? Væri ekki ráð að hugsa út fyrir pólitískt rétthugsaða umræðu- rammann um loftslagsmál, sem haldið er að okkur? Er líklegt, að lofttegundin CO2, sem er ekki nema um tæp 0,04% af lofthjúpn- um og er næringarefni öllum gróðri á jörðinni jafnt á láði sem í legi – ein höfuðundirstaða alls lífs á þessum hnetti – sé stórhættuleg tilveru allrar lifandi náttúru? Gervihnattamyndir af jörðinni sýna að hún hefur grænkað – væntanlega vegna lítils háttar aukningar CO2 í loftinu. Það ýtir undir þroska platna. Þetta vita ylræktarbændur. Þeir auka magn CO2 í gróður- húsum sínum til þess að flýta vexti nytjaplantnanna sem þeir rækta. Það verkar vel. Geimgeislar og loftslag Eftir Hauk Ágústsson » Væri ekki ráð að hugsa út fyrir pólitískt rétthugsaða rammann? Haukur Ágústsson Höfundur er fv. kennari. Margir lesendur velta eflaust vöngum og botna ekkert í fyrirsögn þessa greinarstúfs. Hún er nýtt löglegt íslenskt mannsnafn. Sam- kvæmt frétt í mbl.is 14.9. hefur manna- nafnanefnd samþykkt 23 ný nöfn á manna- nafnaskrá. Þar af eru sjö karlmannsnöfn og má sjá tvö þeirra hér að ofan. Þegar svein- barn, sem nú væri skírt einu af nýju nöfnunum, Sasi, fullorðnast og fær sér konu og þau eignast dreng, sem þau skíra Blake, sem er eitt þeirra nýju, verður til mannsnafnið í fyrirsögninni. Nýju kvennöfnin, 11 að tölu, eru mörg furðuleg og illskiljanleg fyrir gamlingja eins og mig. Meðal þeirra eru heitin Manley, Gjóska, Jasmin, Lilith, Vopna og Degen. En svo kemur rúsínan í pylsuend- anum, sem eru fjögur kynhlutlaus nöfn; Villiljós, Sverð, Alpha og Snæ. Ég er ekki nógu vel að mér í þessum kynmálum og því vaknar spurning: Geta foreldrar strax séð á nýfæddu barni hvort það er kyn- hlutlaust? Ég hefi alltaf haldið að það kæmi í ljós seinna. Áður fyrr var þetta allt einfaldara. Meiri- hluti ungbarna var skírður einu af þeim nöfnum sem notuð höfðu verið af ís- lenskri þjóð í ár- hundruð. Í mörgum fjölskyldum voru sömu nöfnin notuð kynslóð eftir kynslóð. Í mínu tilfelli vorum við sjö krakkarnir. Þrjú fengu nöfn frá öfum og ömmum eins og tíðkaðist. Einn fékk nafn sem frænku okkar hafði birst í draumi. Svo dó ein ung systir pabba, og þá fékk systir mín nafn hennar. Þeg- ar kom að mér, en ég var fimmta barnið í röðinni, var ekkert nafn tiltækt. Mér er sagt að eitt sinn hafi pabbi leitað að nafni í síma- skránni fram á nótt. Ég var því nafnlaus í tæp fjögur ár, en þá var farið með mig og yngri systur í skírnarheimsókn til séra Bjarna niður í Lækjargötu. Og hann spurði mig með sinni landskunnu, hrjúfu rödd: „Og hvað átt þú nú að heita, drengur minn?“ Mér ferst kannski ekki að vera að gagnrýna nýjar nafngiftir. Þótt þessi mál hafi verið hefðbundnari í gamla daga bar við að foreldrar skelltu á börn sín ýmsum óvenju- legum nöfnum. Og sumir krakkar þjáðust með skrítin nöfn. Mér dettur í hug Sveinn, móðurafi minn, sem var mikill aðdáandi rússnesku byltingarinnar, og því skírði hann son sinn Karl Marx. Kalla tókst að fá Marxnafnið þurrkað út úr kirkjubókinni þegar hann fermdist. Mamma var skírð Mikkelína María. Mikkelínunafnið, eftir því sem mér skilst, var nokk- uð þekkt á Vestfjörðum, en mamma var frá Bolungarvík. Sagt var að franskur sjómaður, Mikkael að nafni, hefði endur fyrir löngu orðið að hafa vetursetu í plássinu. Þegar hann komst til síns heima um vorið skildi hann eftir þungaða heimasætu í Bolungarvík. Þegar barnið fæddist skírði stúlkan dótturina Mikkelínu eftir barnsföðurnum, sem aldrei kom til baka eins og hann hafði lofað. Þótt nafnið á frönsku, Micheline, sé gott og gilt í Frakklandi fannst mörgum íslenska útgáfan sér- kennileg. Þegar ég var í barna- skóla og það spurðist að móðir mín héti Mikkelína var mér strítt með því. Það var híað á mig og einhver spurði hvort mamma mín væri eitthvað skyld Mikka mús. Krakkar geta verið grimmir og ég tók þetta nærri mér, en sagði mömmu aldrei af því. Ísland, sem hefir sérstöðu á svo mörgum sviðum, er eitt fárra landa í heiminum þar sem börn taka nafn foreldris, langoftast föð- ur, sem eftirnafn og bæta við dóttir eða sonur. Í flestum vest- rænum löndum gilda ættarnöfn og allir í einni fjölskyldu, ættlið eftir ættlið, bera sama eftirnafnið. En því miður á okkar regla í vök að verjast. Endur fyrir löngu voru tekin upp nokkur ættarnöfn á Ís- landi, mörg að dönskum sið. Af og til hafa yfirvöldin reynt að sporna við nýjum ættarnöfnum en árang- urinn hefir ekki verið mikill. Það er skiljanlegt að sumir vilji halda í ættarnöfnin, sér í lagi ef einhver ættinginn hefir getið sér gott orð og kannski landsfrægð. Þá er flott að allir viti að hann eða hún sé frændi eða frænka. Svo má ekki gleyma snobbinu, sem svo oft kúrir rétt undir yfir- borðinu. Á mínu æskuheimili hafði full- orðna fólkið vín um hönd ein- göngu á gamlárskvöldinu. Þá komu ættingjar saman og gerðu sér glaðan dag. Systkini pabba og makar voru þar og varð oft úr mikið húllumhæ. Með aðstoð Bakkusar kom ættarstoltið í ljós og gortað var yfir Gröndölum, sem höfðu orðið þjóðkunnir. Óli rakari, sem giftur var föðursystur minni, hafði lítið lagt til málanna, en laumaði svo út úr sér: „Ég er nú bara Jónsson.“ Eftir því sem ég verð eldri tel ég að það væri mjög gott fyrir ís- lenska þjóð ef við gætum lagt nið- ur ættarnöfnin í eitt skipti fyrir öll. Þá myndi ég heita Þórir Sig- urðsson Guðmundsson og Mikk- elínu Maríuson. Pabbi hét Sig- urður Guðmundur og svo myndi ég líka kenna mig við mömmu. En fyrst það er ekki búið að útiloka ættarnöfnin verð ég að minnast á frægasta Gröndalinn, Benedikt Sveinbjarnarson af Heljarslóð- arorustufrægð. Nokkrum dögum áður en hann dó, 1907, kom Þor- valdur Thoroddsen í heimsókn. Benedikt var veikur, en sat samt uppi í hægindastól. „Hvernig líður þér í dag Gröndal minn?“ spurði gesturinn. „Ég get ekki gengið og ekki andað,“ sagði Gröndal, „en annars líður mér vel.“ Blake Sasisson Eftir Þóri S. Gröndal »Eftir því sem ég verð eldri tel ég að það væri mjög gott fyrir íslenskt þjóðfélag ef við gætum lagt niður ættarnöfnin í eitt skipti fyrir öll. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Ameríku. floice9@aol.com Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.