Morgunblaðið - 06.10.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021
Smáauglýsingar
Bílar
Nýr 2021 Hyundai Kona EV
Premium rafmagnsbíll með 64
kWh rafhlöðu. Raun drægni um 380
km. Flottasta typa með leðri og gler-
topplúgu + fullt af öðrum lúxus. Nýtt
útlit. 5 litir á staðnum.
Til afhendingar strax !
Okkar verð aðeins: 5.790.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
með
morgun-
!$#"nu
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Stóladans m. Þóreyju kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl.
12.55. Pílukast kl. 13. Hádegismatur kl. 11.40-12.40. Kaffisala kl. 14.45-
15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Harmonikkuspil og söngur kl. 13:30. Handavinnustofa opin
frá kl. 12:30-16:00. Sundlaugin er opin frá kl. 13:30-16:00.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10 . Smíðaverkstæði
opið frá 09:-12:00 og Albert verður til aðstoðar fyrir gesti og gang-
andi.Tálgað með Valdóri frá 09:15. Frjáls spilamennska kl. 12:30-15:45.
Opið kaffihús kl. 14:30. Minnum á Haustlistaferð mánudaginn 11. okt-
óber, nánari upplýsingar í síma 535-2760.
Breiðholtskirkja Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12:00 alla miðviku-
daga, súpa og brauð eftir stundina. Eldriborgara starfið "Maður er
manns gaman" er kl. 13:15. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Hádegistónleikar kl 12:05 á miðvikudag. Jónas Þórir
kantor og Kolbeinn Jón Ketilsson tenór verða í hörku stuði og taka vel
valin lög. Súpa á eftir, félagsstarf heldur áfram til kl 16:00
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7:00-8:00. Kaffisopi og
spjall kl. 8:30-11:00. Ljóðahópur Soffíu kl. 10:00-12:00. Spaugarar og
spellarar kl. 10:30-11:30. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11:30-
12:30. Kaplar og spil kl. 13:30.Tálgun með Valdóri kl. 13-15:30.
Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Skák í Jónshúsi kl. 10:30. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Stólajóga kl. 11:00 í Kir-
kjuhv. Gler kl. 13:00 í Smiðju Kirkjuhv. Vatnsleikf Sjál kl. 15:00 / 15:40
og 16:20. Zumba Gold kl. 16:30.
Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði, kl. 10-
11.15 bozzia, kl. 12 - 14.30 postulínsmálun, kl. 13-14.30 félagsvist, kl.
14-15.30 leshópur í handavinnustofu, kl. 16-18 Nafnlausi leikhópurinn.
Guðríðarkirkja. Kl. 12:00 helgistund í kirkjunni og söngur.
Sviðaveisla verður í safnaðarheimilinu kr. 1500.- Lesin verður saga.
Erlingur Snær Guðmundsson kemur með harmonikkuna og spilar
fyrir okkur. Hlökkum til að sjá ykkur, sr. Leifur, sr. Pétur, Hrönn og
Lovísa.
Gullsmára Myndlist kl. 9.00. Boccia kl. 10.00. Postulínsmálun og
Kvennabridge kl. 13.00. Pálmar Ragnarsson heldur fyrirlestur um
jákvæð samskipti kl. 13.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9:00-11:00. Ganga með Evu kl 10:00-11:00 allir velkomnir. Útskurður
með leiðbeinanda kl. 9:00-12:00. 500 kr. skiptið.
Hraunsel Billjard kl. 9-16. Stóla-jóga kl. 10. Línudans kl. 11. Bingó kl.
13. Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Framhaldssaga kl. 10:30. Opin vinnustofa - handavinna
13:00-16:00. Bridge kl. 13:00. Styttri ganga kl. 13:30. Hádegismatur kl.
11:30-12:30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Glerlistanámskeið hefst kl. 9 í Borgum, útvarpsleikfimi kl.
9:45 í Borgum. Gönguhópar Korpúlfa kl. 10 frá Borgum og inni í Egils-
höll, þrír styrkleikahópar. Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 í
Borgum. Gaman saman í Borgum kl. 13 og sýnd kvikmyndin Mamma
Gógó kl. 13:00 i Borgum, þar sem Kristbjörg Kjeld er í aðalhlutverki.
Qigong með Þóru Halldórsdóttir kl. 16:30 í Borgum allir velkomnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handavinnu-
stofu 2. hæðar milli kl. 9-12. Bókband er í smiðju 1. hæðar milli kl. 9-
12:30 og aftur milli 13-16:30. Þá verður píla í setustofu 2. hæðar milli
kl. 10:30-11:00. Myndlist verður í handavinnustofu 2. hæðar milli kl.
13-16. Að endingu er dans með Vitatorgsbandinu milli kl. 14-15.
Hlökkum til að sjá ykkur á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut kl. 9. Leir Skólabraut kl. 9.
Botsía Skólabraut kl 10. Billjard SElinu kl. 10.Kyrrðarstund í kirkjunni
kl. 12.Timburmenn Valhúsask. 13. Gler á neðri hæð félagsh. kl. 13.
Handavinna á Skólabr. 13. Á morgun hefjast Menningardagar og að
sjálfsögðu eru við þar með. Sýndir verða munir af námskeiðum
féagsstarfsins í húsnæði Bókasafnsins á Eiðistorgi. Fylgist með
dgskránni.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝
Kristín Jó-
hannsdóttir
fæddist í Hafn-
arfirði 19. nóv-
ember 1928. Hún
andaðist á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
23. september
2021.
Móðir hennar
var Ragnheiður
Þórðardóttir, f. 13.
júní 1892, d. 15.
júlí 1964, og faðir hennar Jó-
hann Gíslason, f. 26. júní 1874,
d. 26. september 1952.
Systkini Kristínar; Þórður
Jóhannsson, f. 28.7. 1925, d.
6.12. 2000, samfeðra systkini
Jóna Guðlaug Jóhannsdóttir, f.
8.12. 1901, d. 22.11. 1986, Pet-
rea Jóhannsdóttir, f. 22.5. 1903,
d. 14.9. 1996, og Gísli Jóhanns-
son, f. 18.8. 1906, d. 13.7. 1996,
og sammæðra bróðir Hermann
Sigurðsson, f. 19.10. 1918, d.
15.4. 1991.
15. október 1949 giftist
Kristín Jóni Rafni Guðmunds-
syni framkvæmdastjóra, f. 19.
apríl 1928, d. 7. apríl 2013. For-
eldar hans voru Guðrún Jóns-
dóttir, f. 22.2. 1900, d. 1.9. 1967,
og Guðmundur Þorsteinsson, f.
22.2. 1893, d. 2.3. 1948.
Börn þeirra eru:
Ragnarsdóttur, f. 1984. Þau
eiga tvö börn.
Kristín ólst upp í Hafnarfirði
og gekk í Lækjarskóla. Vet-
urinn 1948 til 1949 fór hún á
Húsmæðraskólann að Stað-
arfelli í Dölum. Þau Jón hófu
búskap sinn í Meðalholti 13 í
Reykjavík. Fluttu svo á Lang-
holtsveg 187, en 1958 í Goð-
heima 5, sem þau höfðu byggt
ásamt Óskari bróður Jóns. Síð-
ar fluttu þau á Þinghólsbraut í
Kópavogi, Asparlund í Garða-
bæ og að lokum á Hraunbrún í
Hafnarfirði. Síðasta heimili
þeirra til 18 ára var að Hraun-
vangi 3 í Hafnarfirði.
Á sínum yngri árum starfaði
Kristín hjá Kexverksmiðjunni
Esju. Síðan tók húsmóður-
starfið við. Árið 1963 hóf Krist-
ín stöf hjá SÍS og tveimur árum
síðar hjá Skýrsluvélum ríkisins
og Reykjavíkurborgar
(SKÝRR). Upp úr 1970 stofnaði
Kristín ásamt öðrum Götunar-
stofuna sf. sem starfaði í nokk-
ur ár. Eftir það og það sem eft-
ir var starfsævinnar starfaði
hún á Skattstofunni í Hafn-
arfirði.
Kristín var mikil hann-
yrðakona. Hún hafði alla tíð
mikinn áhuga á að spila á spil
og naut þess félagsskapar sem
því fylgdi. Hún var fær mat-
reiðslukona og bæði óhrædd og
ófeimin við nýjungar á því
sviði.
Útför Kristínar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6.
október 2021, klukkan 13.
1. Guðrún, f.
1950, búsett í
Hafnarfirði, ekkja
Ludwigs H. Gunn-
arssonar, f. 10.9.
1945, d. 14.5. 2019.
Börn þeirra eru a)
Guðmundur Geir,
f. 1966, b) Þóra
Kristín, f. 1982,
gift Davíð Þór
Marteinssyni, f.
1979. Þau eiga
þrjú börn.
2. Rannveig, f. 1954, gift
Þórði Óskarssyni, f. 1955, bú-
sett í Kópavogi. Dætur þeirra
eru: a) Ragnheiður Ósk Jens-
dóttir, f. 1982. Hún á tvö börn.
b) Arna Vala, f. 1986, í sambúð
með Hauki Viðari Alfreðssyni,
f. 1980. Þau eiga þrjá syni. c)
Tinna Kristín, f. 1987, í sam-
búð með Ævari Erni Sveins-
syni, f. 1987. Þau eiga eina
dóttur.
3. Ragnar Jóhann, f. 1956,
kvæntur Önnu Maríu Þórðar-
dóttur, f. 1956, búsett í Kópa-
vogi. Synir þeirra eru a) Þórð-
ur Rafn, f. 1976. Hann á þrjú
börn. b) Jón Rafn, f. 1978,
kvæntur Ellen Maríu Svein-
björnsdóttur, f. 1975. Þau eiga
fjögur börn. c) Atli Þór, f.
1983, kvæntur Ragnheiði
Í dag kveð ég tengdamóður
mína eftir 47 ára kynni og vináttu.
Sautján ára stelpukjána, með
ómótaðar skoðanir á flestum svið-
um, var tekið sem jafningja. Frá
fyrstu tíð tók hún mér af mikilli
velvild og umhyggju sem entist
alla tíð. Það var alltaf auðvelt að
leita til hennar, fá hjá henni góð
ráð um nánast hvað sem er. Hún
var snillingur þegar allt handverk
átti í hlut, matseldin og bakstur-
inn lá fyrir henni eins og opin bók,
óhrædd að reyna eitthvað nýtt og
leyfa öðrum að njóta þess.
Tengdapabbi minn varaði
Ragnar við því í stríðni sinni að ég
væri dreki eins og mamma hans,
en við vorum báðar í sporðdreka-
merkinu. Það átti víst að merkja
að ég gæti verið með skap og erfið
í sambúð. Það getur vel verið að
það eigi við um mig, en tengda-
móðir mín var það ekki. Hún gat
verið föst fyrir en aldrei erfið á
nokkurn hátt.
Á kveðjustund sem þessari
vaknar ógrynni minninga um
góðar og gefandi samverustund-
ir. Um öll ferðalögin sem við fór-
um saman bæði hér heima og er-
lendis, sumarferðirnar, jólin og
áramótin norður á Akureyri,
spilakvöldin sem teygðu sig inn í
nóttina eins og enginn væri morg-
undagurinn. Frímúrarasamkom-
urnar, afmælin og svona mætti
lengi telja. Við fórum m.a. öll
saman í ógleymanlega þriggja
vikna ferð um Suðvestur-Eng-
land, með alla strákana okkar og
foreldra mína, sem hefði mín
vegna mátt gjarnan vera lengri.
Fórum margar ferðir vítt og
breitt um Norðurland og Austur-
land, bæði á þekktar og minni
þekktar slóðir og þess vegna
mjög afskekktar og alltaf var
léttlundin með í för. Ef á þurfti að
halda voru þau Jón og Stína alltaf
boðin og búin að hjálpa og taka
undir með okkur.
Undanfarin ár og ekki hvað
síst á meðan Covid-faraldurinn
stóð sem hæst höfðum við nánast
daglega samband, hringdum hvor
í aðra og við Ragnar heimsóttum
hana iðulega eftir að við fluttum
suður. Hún leitaði frétta og fylgd-
ist vel með því sem var að gerast,
hvort sem það var af fjölskyld-
unni eða öðru. Við spjölluðum
alltaf eins og góðar vinkonur, sem
við og vorum.
Á síðari árum naut hún þess að
búa í nágrenni við Hrafnistu í
Hafnarfirði og geta sótt í það fé-
lags- og tómstundarstarf sem þar
er í boði, hannyrðir og ekki síður í
spilamennskuna og tilheyrandi
félagsskap. Undir lokin náði hún
að flytja á Hrafnistu, full tilhlökk-
unar og naut þess að vera komin
þangað eftir erfiða og langa
sjúkrahúslegu. En því miður varð
dvöl hennar þar allt of stutt.
Ég kveð hlýja og vingjarnlega
tengdamóður og vinkonu með
söknuði, í þeirri einlægu trú að
hún hvíli í friði. Blessuð sé minn-
ing ömmu Stínu.
Anna María.
Tengdamóðir mín, Kristín Jó-
hannsdóttir, er fallin frá tæplega
93 ára gömul. Við leiðarlokin er
bundinn endi á 36 ára kynni sem
einkenndust af hlýhug og gagn-
kvæmri virðingu.
Kristín var fædd og uppalin í
Hafnarfirði; hún var stolt af upp-
runa sínum og þegar hún minnt-
ist uppvaxtaráranna þar ljómuðu
augu hennar. Kristín kynntist
Jóni sínum mjög ung og þau fóru
snemma að búa og eiga börn. Áð-
ur fór hún í húsmæðraskóla og
nýtti sér það sem hún lærði þar á
næstu árum; varð listakokkur og
saumaði og prjónaði föt á börnin
sín þrjú. Þau hjónin ferðuðust
mikið og líf þeirra hjóna, ef litið er
til baka, hefur á margan hátt ver-
ið ævintýri líkast.
Þegar börnin voru komin á
legg fór Kristín út á vinnumark-
aðinn. Hún rak um skeið fyrir-
tæki ásamt samstarfskonum,
vann síðan til sjötugs á Skattstofu
Reykjanesumdæmis í Hafnar-
firði og eftir eiginleg starfslok var
hún kölluð til starfa á annatímum.
Hún var heilsuhraust og keyrði
bíl þar til hún var komin hátt á ní-
ræðisaldur.
Kristín var félagslynd kona.
Hún naut þess að vera innan um
fólk og eftir að hún lét af störfum
tók hún þátt í félagsstarfi aldr-
aðra, fyrst með Jóni manni sín-
um, en ein eftir að hann féll frá
2013 eftir nokkurra ára baráttu
við minnissjúkdóm. Í veikindun-
um var hún kletturinn í lífi hans,
allt til hinstu stundar, og sinnti
honum á heimili þeirra eins lengi
og það var unnt. Fráfall lífsföru-
nautar eftir 67 ára farsælar sam-
vistir er mikið áfall. Sorgina bar
hún ekki á torg en ekki er ósenni-
legt, í ljósi eðlis veikindanna, að í
raun hafi hún verið búin að syrgja
lengi áður en Jón féll frá. Kristín
lét ekki deigan síga og sinnti
hugðarefnum sínum áfram af
krafti. Þar á meðal var að spila
bridds en spilamennska skipaði
alltaf stóran sess, ekki síst þegar
fjölskyldan kom saman, hvort
sem það var í heimsóknum til
þeirra hjóna í Hafnarfjörðinn eða
þegar farið var í sumarbústaða-
ferðir. Þá voru spilin alltaf tekin
fram og gjarnan spiluð kanasta af
miklum áhuga.
Kristín var mikil hannyrða-
kona; hún saumaði út veggmynd-
ir, áklæði á stóla og fleira. Einnig
heklaði hún dúka og prjónaði
vettlinga, sokka, húfur, trefla og
fleira sem barnabörnin nutu í rík-
um mæli. Hún sótti einnig ýmis
námskeið, t.d. í glermyndagerð
og gerði þar gripi sem bera vitni
um vandvirkni og næmt auga fyr-
ir litum og formi. Handavinnu
sinnti hún svo lengi sem hún gat.
Undir það síðasta var sjónin það
döpur að hún dugði nánast ekki til
að sinna þessu mikilvæga áhuga-
máli.
Þrátt fyrir háan aldur var
Kristín alltaf vel með á nótunum
og fylgdist áhugasöm með öllum
sínum afkomendum, naut heim-
sókna þeirra og þá var alltaf vel
passað upp á að nægar veitingar
væru á borðum.
Mæt kona er nú horfin á braut.
Að baki eru rúmlega níu áratugir
farsæls og gifturíks lífs. Ef önnur
tilvera er handan þessarar er
öruggt að Jón hefur tekið á móti
Stínu sinni og fögnuður þeirra
svo sannarlega verið innilegur.
Ég þakka tengdamóður minni
samfylgdina, börnum hennar og
öðrum aðstandendum votta ég
samúð mína. Megi minningin um
væna konu lifa.
Þórður Óskarsson.
Nú er komið að kveðjustund,
elsku amma.
Það er erfitt að setjast niður og
skrifa þessi orð, en svo fer hug-
urinn á flug og minningarnar
hellast yfir okkur. Þær eru marg-
ar og þær eru góðar. Það er eins
og að verða aftur barn að rifja
þetta allt saman upp. Að koma til
ykkar afa í heimsókn var alltaf
gott. Þið tókuð svo vel á móti okk-
ur og það var alltaf nóg að gera
heima hjá ykkur. Skemmtilegast
fannst okkur að fá að leika með
slæðurnar þínar og klæða okkur
upp í alls konar hlutverk, við köll-
uðum það „slæðuleikinn“.
Þær voru ófáar sumarbústaða-
ferðirnar sem við fórum með þér
og afa og alltaf fannst okkur
skemmtilegast að fá að fara með
ykkur í bíl, því þá var farið í alls
konar leiki. Svo þegar í sumarbú-
staðinn var komið, þá var að sjálf-
sögðu farið að spila og alltaf varð
kanasta fyrir valinu. Flókið spil
sem við systurnar lærðum barn-
ungar af þér og afa.
Þú varst svo myndarleg í eld-
húsinu, kræsingarnar sem þú
töfraðir fram! Þú gerðir bestu
brúnuðu kartöflurnar og bestu
pönnukökurnar. Maður fór sko
aldrei svangur heim frá þér,
amma.
Þú varst sterk kona, jákvæð,
klár og með svo gott viðhorf til
lífsins, eitthvað sem við systur
höfðum dáðst að síðustu ár. Nú
ertu komin í faðm afa, sem var
stóra ástin í lífi þínu, og hann hef-
ur eflaust beðið þín með eftir-
væntingu.
Takk fyrir að vera amma okk-
ar og gefa okkur allar þessar
góðu minningar, sem munu lifa
áfram í okkur og barnabarna-
börnunum.
Ragnheiður Ósk, Arna Vala
og Tinna Kristín.
„Mínir vinir fara fjöld“ kvað
Bólu-Hjálmar við lát vinar síns,
svo fer okkur við lát Kristínar Jó-
hannsdóttur langtímavinkonu
okkar, þótt nú hafi um alllangan
tíma verið nokkur vík milli vina,
því öll eldumst við með árunum,
en þá koma upp minningar um
langa vináttu sameiginleg ferða-
lög, spilakvöld og aðra samveru
með þeim Stínu og Jóni bæði
heima hér og á ferðalögum, þeim
þó mest erlendis.
Jón og Einar störfuðu um
langa hríð báðir á vegum sam-
vinnuhreyfingarinnar og þar úr
spratt góð vinátta fjölskyldnanna
og gagnvegir um langa hríð uns
breytt umhverfi beggja dró hvorn
tveggja nokkuð á ólíkar brautir
og ótímabær dauði Jóns hafði sín
áhrif.
Öll kynni okkar af Kristínu og
hennar fjölskyldu svo sem bróður
hennar Hermanni gerðu öll þessi
samskipti ánægjuleg og eftir-
minnileg og ekki þá síst fyrir hlut
Kristínar Jóhannsdóttur (Stínu),
traustrar skaphafnar hennar og
glaðlyndis.
Hún var farsæl húsmóðir og
uppalandi gjörvilegra barna
sinna, gestrisin heim að sækja,
uppörvandi og glaðsinna ferða-
félagi, hvort sem var í hinum
venjulega skilningi eða á hinni al-
mennu ferð um lífsins vegi.
Þau Jón bjuggu á a.m.k. tveim
stöðum í Reykjavík, þá um stund í
Garðabæ en að lokum í Hafnar-
firði, sem var fæðingar- og upp-
eldisbær Stínu og henni alla tíð
mjög kær.
Við andlát Kristínar Jóhanns-
dóttur þökkum við Jóhanna langa
vináttu, góð samskipti og vináttu
og óskum henni góðrar heim-
komu í nýrri framtíð þeirra Jóns
um leið og við vottum börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
samúð okkar.
Jóhanna og Einar Birnir.
Kristín
Jóhannsdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar