Morgunblaðið - 06.10.2021, Qupperneq 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
A! Gjörningahátíð hefst á morgun,
7. október, kl. 20, í Listasafninu á
Akureyri og stendur yfir til sunnu-
dags. A! er alþjóðleg hátíð, haldin
árlega og sú sem
hefst á morgun
sú sjöunda í röð-
inni. Gjörning-
arnir verða
framdir í Lista-
safninu á Akur-
eyri, Menningar-
húsinu Hofi,
Deiglunni, Mjólk-
urbúðinni, í Eyja-
fjarðarsveit og á
Ketilkaffi. Listamennirnir sem taka
þátt í hátíðinni eru Þóra Sólveig
Bergsteinsdóttir og Liv Nome,
Anna Richardsdóttir, Egill Logi
Jónasson, Sigtryggur Berg Sig-
marsson, Snorri Ásmundsson, Brák
Jónsdóttir, Steinunn Gunnlaugs-
dóttir, Hymnodia, Elisabeth Ray-
mond, Amber Smits og Niklas Niki
Blomberg, Hombre Rural, Libia
Castro og Ólafur Ólafsson og Töfra-
teymið.
Stundum flókið að vera með
Guðrún Þórsdóttir, verkefnastjóri
hátíðarinnar, segir að nefnd hafi val-
ið listamenn og listhópa til þátttöku í
hátíðinni og að yfirleitt komist færri
að en vilji á þessa vinsælu hátíð sem
teygi anga sína víða um Akureyri og
nágrenni.
Guðrún er spurð hvort einhverjir
gjörningalistamenn hafi gengið
fram af fólki á fyrri hátíðum og svar-
ar hún því til að oft séu listamenn að
fá áhorfendur til þátttöku. „Það hef-
ur stundum orðið flókið fyrir fólk að
vera með,“ segir Guðrún kímin en
eðlilega sé lítið sem ekkert sagt um
gjörninginn fyrir fram þar sem hann
snúist svo mikið um upplifun. Taka
ber fram að enginn er neyddur til að
taka þátt í gjörningi.
„Fyrir mér snúast gjörningar um
að kveikja og vekja fólk, eins og
myndlist í rauninni. Öll list snýst um
það,“ segir Guðrún og er í framhaldi
beðin um dæmi um gjörninga á dag-
skrá í ár. Nefnir hún argentínskan
listamann, Javier Barrozo, sem hef-
ur unnið með frumbyggjum í heima-
landi sínu í tíu ár. Sá muni bjóða upp
á kraftmikla helgiathöfn og efla
jarðtengingu viðstaddra. Guðrún
nefnir líka Sigtrygg Berg Sigmars-
son sem kemur frá Berlín til Akur-
eyrar. „Hann er nú yfirleitt stand-
andi með míkrófón og þrumar
eitthvað yfir okkur. Ég veit ekki
hvað hann ætlar að segja en ég
hlakka til,“ segir Guðrún.
„Alltaf með rosa læti“
Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og
hin norska Liv Nome munu bjóða
upp á gjörning í einhvers konar
helgisiðadúr, að sögn Guðrúnar, og
Egill Logi fremur gjörninginn
„Voffakall“. „Hann er að læra raf-
virkjun, er jarðtengdur og listamað-
ur. Hann er alltaf með rosa læti,
mikið „visúal“ og ég hlakka til,“ seg-
ir Guðrún.
Snorri Ásmundsson verður með
beint streymi frá Noregi þar sem
hann er búsettur og listahjónin Ólaf-
ur og Libia og Töfrateymi þeirra
sýna 300 mínútna mynd um nýju
stjórnarskrána. Brák Jónsdóttir
verður með gjörning ásamt tveimur
öðrum sem Guðrún telur að verði
nautnafullur og fyrir augu og hjörtu.
Og þannig mætti áfram telja.
Gjörningahátíðin er samvinnu-
verkefni Listasafnsins á Akureyri,
Leikfélags Akureyrar, Menningar-
hússins Hofs, LÓKAL – alþjóð-
legrar leiklistarhátíðar, Gilfélagsins,
Myndlistarfélagsins, listnáms-
brautar Verkmenntaskólans á
Akureyri og Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar.
Ókeypis er inn á alla viðburði og
má finna dagskrána á listak.is.
Kveikja í fólki og vekja það
- A! Gjörningahátíð haldin í sjöunda sinn á Akureyri og í nágrenni bæjarins - Verkefnastjóri segir
gjörninga upplifun sem lítið megi segja um fyrirfram - Helgiathafnir, læti, nautn og erótík
Rafmagnaður? Elisabeth Raymond, Amber Smits og Niklas Niki Blomberg að fremja forvitnilegan gjörning.
Samstarfskonur Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Liv Nome verða á A!
Þrumar Sigtryggur Berg þykir lík-
legur til að þruma yfir gestum.
Guðrún
Þórsdóttir
Morgunkorn um
myndlist er heiti
nýrrar viðburða-
dagskrár Lista-
safns Reykjavík-
ur í Hafnarhúsi
sem hefst í dag,
miðvikudag, kl. 9.
Fyrsti gestur
Morgunkorns um
myndlist er Hildi-
gunnur Birgis-
dóttir myndlistarmaður. Hún er einn
fjórtán listmanna sem eiga verk á
sýningunni Iðavelli í Hafnarhúsi
Listasafns Reykjavíkur. Morgun-
korn um myndlist mun fara fram
fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í
formi morgunverðarfunda. Efni
þeirra tengist fjölbreyttum mál-
efnum myndlistar. Þátttaka í fund-
unum er ókeypis en það þarf að skrá
sig á vef listasafnsins.
Hildigunnur
Birgisdóttir
Fyrsta Morgunkorn
um myndlist
Alþjóðlega brúðulistahátíðin
Hvammstangi International Pupp-
etry Festival (HIP Fest) fer fram í
annað sinn dagana 8.-10. október.
„Á hátíðina koma á þriðja tug
erlendra listamanna frá átta löndum
sem bjóða upp á fjölda sýninga og
vinnusmiðja, auk fyrirlestra og kvik-
myndasýninga með umræðum við
listamennina á eftir, á meðan á
hátíðinni stendur,“ segir í tilkynn-
ingu, en allar nánari upplýsingar um
dagskrána má nálgast á vefnum
thehipfest.com. Þar má sjá að sýn-
endur og stjórnendur vinnusmiðja
koma auk Íslands frá Póllandi, Slóv-
eníu, Spáni, Danmörku, Bretlandi,
Þýskalandi, Grikklandi, Hollandi og
Paragvæ. „HIP Fest er einstök við-
bót í menningarlíf landsmanna, enda
eina brúðulistahátíð landsins. HIP
Fest var valin menningarviðburður
ársins á Norðurlandi vestra árið
2020 og skipuleggjandi hátíðarinnar,
Handbendi – Brúðuleikhús, er nú-
verandi Eyrarrósarhafi, en Eyrar-
rósin eru verðlaun sem veitt eru
framúrskarandi menningarverkefni
á landsbyggðinni. Þrátt fyrir veru-
legar samkomutakmarkanir á hátíð-
inni í fyrra tókst hún einstaklega vel
við mikla ánægju þátttakenda og
áhorfenda. Brúðulistin er fjölbreytt
og fornt listform sem stöðugt haslar
sér meiri völl í menningarlífi lands-
ins. Á hátíðinni má líta fjölbreyttar
sýningar fyrir alla aldurshópa, sem
nýta sér öll blæbrigði listformsins.“
Miðasala fer fram á vefnum tix.is.
Sýnt er í nokkrum rýmum í Félags-
heimili Hvammstanga, á Hótel
Laugarbakka og Studio Handbendi.
Önd og dauði Úr sýningunni Duck, Death & the Tulip sem Ljubljana Pupp-
et Theatre frá Slóveníu sýnir í Félagsheimili Hvammstanga á sunnudag.
Brúðulistahátíð
á Hvammstanga
Hjónin Guðrún Jóhanna söngkona
og Francisco Javier gítarleikari
koma fram á ókeypis hádegistón-
leikum í Tónlistarskóla Garðabæj-
ar, Kirkjulundi 11, í hádeginu í dag,
miðvikudag. Hefjast tónleikarnir
kl. 12.15.
„Hvíld“ er yfirskrift tónleikanna
en flutt verða íslensk sönglög eftir
Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi
Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Huga
Guðmundsson og Hauk Tómasson
en einnig lög eftir hjónin.
Hádegistónleikar
hjóna í Garðabæ
Hjónin Guðrún Jóhanna og Francisco
Javier flytja íslensk sönglög í dag.
Finnski djasspíanistinn Kari Ikonen
kemur fram á tónleikum í Salnum í
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.
Tónleikarnir eru í röðinni „Jazz í
Salnum“. Kari Ikonen er margverð-
launaður fyrir píanóleik sinn sem
og tónsmíðar, og hefur verið kosinn
djassleikari ársins í Finnlandi.
Hann fer ótroðnar slóðir og hneig-
ist til framsækins og frjáls djass. Í
nýjum verkum leikur hann sér með
svokölluð míkrótónbil eða kvart-
tóna og arabíska tónlist.
Djasstónleikar
Ikonens í Salnum
Fjölhæfur Finnski djasspíanistinn Kari
Ikonen er margverðlaunaður fyrir leik sinn.
Gagnrýnandi danska dagblaðsins
Berlingske Tidende er ánægður
með glæpasögu Ragnars Jónas-
sonar, Mistur, sem nýlega kom út í
danskri þýðingu og gefur henni
fimm stjörnur. Mistur er lokahluti
þríleiks Ragnars um lögreglukon-
una Huldu. Gagnrýnandinn segir
lesendur bókarinnar fá miklu meira
en sígilda spennusögu, segir að það
„gerist eiginlega ekki betra“ og
segir þetta glæsilegan lokahnykk.
Sögu Ragnars
hrósað í Berlingske
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ragnar Glæpasaga hans, Mistur, hefur
víða selst vel og hlotið mikið lof.
Tilkynnt verður
á morgun,
fimmtudag, hver
hlýtur bók-
menntaverðlaun
Nóbels í ár. Að
vanda er hægt að
veðja á höfunda
hjá helstu er-
lendu veðbönk-
um og hjá þeim
er franski höfundurinn Annie Ern-
aux talin líklegust til að hreppa
hnossið. Aðrir líklegir eru taldir
Ngugi Wa Thiong’o, Haruki Mura-
kami, Margaret Atwood, Anne Car-
son, Jamaica Kincaid og Lyudmila
Ulitskaya. Hinn norski Jon Fosse er
efstur norrænna höfunda, í 10. sæti
hjá veðbönkum.
Annie Ernaux
Veðja á að Ernaux
fái Nóbelinn