Morgunblaðið - 11.10.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 11.10.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021 Skúli Halldórsson Sonja Sif Þórólfsdóttir Hinn 23. maí á þessu ári reið jarð- skjálfti yfir innanvert Snæfellsnes, skammt austur af Grjótárvatni. Hann vakti ekki mikla athygli, þessi skjálfti, enda aðeins einn af rúmlega tvö þús- und sem urðu á landinu og undan ströndum þess í maímánuði. Þá var hann heldur ekki nema 1,8 að stærð. En síðan þá hafa fleiri en tuttugu skjálftar riðið yfir sama svæði. Þann- ig hafa, á undanförnum rúmum fjór- um mánuðum, mælst þar fleiri skjálftar en í að minnsta kosti tólf ár þar á undan. Svæðið mark- ast nokkurn veg- inn af Álftaskörð- um í suðri, Grjótárvatni í vestri, Háleiks- vatni í norðri og Geldingafjöllum í austri. Þetta fjall- lendi liggur svo norður af Hraundal á Mýrum í Borg- arbyggð, þar sem fyrr á öldum var ein helsta rétt landsins, og vestur af Híta- rdal, þar sem í júlí 2018 féll ein stærsta skriða sem fallið hefur á sögulegum tíma á Íslandi. Hvað veldur þessum skjálftum? „Það veit enginn. Það er engin skýring á því. En þetta er virkt eld- stöðvakerfi þótt það hafi ekki látið á sér kræla í þúsund ár,“ segir Páll Ein- arsson jarðeðlisfræðingur. „Þessir skjálftar eru merki um lífsmark en maður veit ekki hvert framhaldið verður. Þetta er allavega nokkuð sem er þess virði að taka eftir, að þetta tekur við sér. Það er ástæða til þess að fylgjast með framvindu þessa máls. Í því er ekki fólgin nein spá um að það muni gjósa en það er vissulega ein af sviðsmyndunum,“ segir Páll. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nefnist Ljósufjallakerfið. Norðvest- urendi kerfisins er sunnan við Stykk- ishólm en Ljósufjöll draga nafn sitt af ljósum súrum bergtegundum í fjöll- unum. Miðja eldstöðvakerfisins er talin vera í sjálfum Ljósufjöllum. Spurður hvort virknin í Ljósu- fjallabeltinu tengist á einhvern hátt eldgosinu á Rekjanesskaga segir Páll mjög ólíklegt að svo sé. Kerfin séu ekki tengd. Áður en gjósa fór í Geldingadölum í mars á þessu ári mældust hundruð skjálfta. Þá mældist einnig landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanes- skaga og var eldgosið viðburður í ákveðinni framvindu á Reykjanes- skaga. Í Ljósufjallakerfinu eru ekki til neinar mælingar um að kvika sé að færast nær yfirborðinu og engar mælingar til um landris á þessu svæði. Páll segir kerfið vera komið á það stig að menn gætu farið að huga að því að gera nákvæmari mælingar, en á þessu stigi málsins liggi ekki nein gögn fyrir. Engar spár um eldgos „Þetta er á svona aðgæslustigi, það eru skjálftar þarna sem hafa ekki ver- ið þarna áður. Það er eftirtektarvert því þetta er þekkt eldgosakerfi, þótt það hafi ekki gosið þarna síðan á land- námsöld,“ segir Páll. Landnámsöld er tímabil við upphaf Íslandssögunnar og er hún sögð hefjast með landnámi Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík árið 870 eða 874 og enda með stofnun Al- þingis á Þingvöllum árið 930. Gosið sem Páll vísar í varð snemma á landnámsöld, þótt ekki hafi tekist að greina hvaða ár það varð. Að öllum líkindum var það í Rauðhálsum. Tek- ist hefur að skilgreina um 23 eldgos á nútíma í sjálfu Ljósafjallakerfinu. Fjöllin hlóðust upp með mikilli og fjölbreytilegri eldvirkni allt frá seinnihluta ísaldar. Eldvirkni á sögu- legum tímum hefur verið bundin við svæðið austan Ljósufjalla, nánar til- tekið við Hítardal og Hnappadal. Skjálftavirknin undanfarna fjóra mánuði hefur einmitt verið á því svæði. Páll segir ekkert víst að eldgos í Ljósufjallakerfinu þurfi að verða svipað og eldgosið í Geldingadölum. Ef gos yrði á þessum stað yrði það ekki stór atburður. „Öll gos á þessu svæði hafa verið lítil. Öll hraunin þarna eru litlir bleðl- ar. Það hefur gosið í flestum dölunum þarna, þar leitar kvikan út, og þau eru öll lítil,“ segir Páll. Undir Ljósu- fjöllum virðist ekki vera neitt stórt kvikuhólf sem menn hafa greint. Óvenjulegir skjálftar merki um líf - Á þriðja tug skjálfta í Ljósufjallakerfinu á fjórum mánuðum - Ekki gosið síðan á landnámsöld - Engar spár um eldgos í kortunum en ástæða til að fylgjast með - Eldgos yrði lítið á þessum stað 3,0 2,5 2,0 1,5 1,0 0,5 0 Jarðhræringar á Vesturlandi Nokkur skjálftavirkni hefur verið innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla á Snæfellsnesi Upptök skjálfta og stærð frá maí og fram í október 2021 maí júní júlí ágúst sept. okt. Stækkað svæði Aldur skjálfta (dagar) Kort: Veðurstofa Íslands, Skjálfta-Lísa H ei m ild :V eð ur st of a Ís la nd s 1,8 2,4 3,0 2,7 2,2 Snæfellsjökull MÝRAR DALIR Borgarnes Bifröst Langavatn Gjafi Hítarvatn Ólafsvík Grundarfjörður Hvammsfjörður Faxaflói Stykkishólmur Hí ta rd al ur Hr au nd alu r BORGARFJÖRÐUR 1 Páll Einarsson Skjálftavirkni » Á þriðja tug skjálfta hefur mælst í Ljósufjallakerfinu und- anfarna fjóra mánuði » Ekki hefur gosið í Ljósu- fjallakerfinu frá því snemma á landnámsöld, þá í grennd við Rauðhálsa. Tekist hefur að greina um 23 eldgos á nútíma. » Sérfræðingur segir að gos á þessu svæði yrði lítið og lík- lega myndi gjósa inni í dal. » Þess virði þykir að fylgjast betur með svæðinu en landris hefur ekki mælst eða merki sést um kviku að leita leiðar. Haukur og Örn Clausen voru út- nefndir í Heiðurshöll ÍSÍ þegar Íþróttaþing ÍSÍ fór fram í Gull- hömrum á laugardaginn. Þeir eru 21. og 22. einstaklingurinn sem hljóta útnefningu í hina óáþreifan- legu höll afreksíþróttafólks og af- reksþjálfara Íslands. Haukur og Örn voru eineggja tví- burar, fæddir 8. nóvember 1928, og kepptu fyrir ÍR. Þegar Íslendingar komust á kortið í frjálsíþróttum á árunum í kringum 1950 voru bræð- urnir í fremstu röð í Evrópu; Hauk- ur í spretthlaupum og Örn í tug- þraut. Haukur lést 1. maí 2003 og Örn 11. desember 2008. Guðrún Er- lendsdóttir, ekkja Arnar, og Elín Hrefna Thorarensen, ekkja Hauks, tóku á móti viðurkenningunum fyr- ir hönd þeirra bræðra í Gull- hömrum í dag undir standandi lófa- taki forystufólks ÍSÍ, þingfulltrúa og gesta, segir í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandinu. Heiðurshöllinni var komið á þeg- ar ÍSÍ varð 100 ára árið 2012. Ljósmynd/ÍSÍ Grindahlaup Haukur Clausen og Örn Clausen á fleygiferð. Tvíburarnir útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.