Morgunblaðið - 11.10.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
ÁR
1921-2021
Í Y
KKA
R ÞJÓNUSTU
10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Abdul Qadeer Khan lést í gærmorg-
un, 85 ára að aldri, af völdum Covid--
19. Hann er þekktur sem „faðir pak-
istönsku kjarnorkusprengjunnar“.
Khan er einnig þekktur undir nafn-
inu AQ Khan og hefur lengi verið
sagður einn hættulegasti maður
heims, samkvæmt umfjöllun BBC,
vegna þátttöku sinnar í útbreiðslu
kjarnorkuvopna.
AQ Khan var hylltur sem þjóð-
hetja í Pakistan en hann gerði ríkið
að fyrsta íslamska ríkinu til þess að
eignast kjarnorkuvopn.
Árið 2004 var AQ Khan fangels-
aður þegar í ljós kom að hann hafði
selt Norður-Kóreu, Íran og Líbíu
kjarnorkutækni. Í sjónvarpsávarpi
baðst AQ Khan afsökunar og harm-
aði svik sín. Pervez Musharraf náð-
aði AQ Khan en hann var í stofu-
fangelsi til ársins 2009.
Leyniþjónustur vestrænna ríkja,
svo sem CIA og MI6, hafa haft það
sem forgangsverkefni síðustu ár að
ná tökum á víðfeðmu samskiptaneti
AQ Khans.
Síðustu ár sín bjó AQ Khan við
mikla öryggisgæslu en hann lést á
sjúkrahúsi í Islamabad eftir að hafa
veikst af Covid-19.
Forsætisráð-
herra Pakistans,
Imran Khan,
minntist AQ
Khan á Twitter
og sagðist harma
dauða hans.
AQ Khan er
talinn hafa borið
einna mesta
ábyrgð á út-
breiðslu kjarn-
orkuvopna en eins og hefur komið
fram áður hjálpaði hann fjölmörgum
löndum að öðlast færni til þess að
hefja framleiðslu kjarnorkuvopna.
Í viðtali við AFP árið 2008 sagðist
Khan hafa bjargað landinu tvisvar; í
fyrra skiptið þegar hann gerði Pak-
istan að ríki sem byggi yfir kjarn-
orkuvopnum og í annað skipti þegar
hann játaði að hafa lekið upplýs-
ingum um byggingu kjarnorku-
vopna til annarra landa og þar með
tekið sökina á sig.
Khan hefur einnig sagt að Pak-
istan hafi aldrei viljað framleiða
kjarnorkusprengjur heldur hafi
landið verið neytt til þess að hefja
framleiðslu vegna hættu sem steðj-
aði að frá öðrum ríkjum.
Þjóðarhetja
Pakistana látin
- Var einn hættulegasti maður heims
Abdul Qadeer
Khan
Stjórnvöld í Rússlandi hafa tekið til
við að bjóða upp á mat í skiptum
fyrir áfengi eftir að 34 létust eftir
að hafa drukkið landa sem innihélt
eitrið metanól.
Andlát af þessu tagi eru ekki óal-
geng í Rússland. Neysla á landa
hefur verið viðvarandi vandamál
þar í landi en um 21 milljón manna
lifir fyrir neðan fátæktarmörk.
Rannsóknir á þeim látnu hafa sýnt
fram á ofneyslu áfengis sem inni-
hélt metanól, í staðinn fyrir etanól
– sem er vanalega að finna í áfeng-
um drykkjum – en það er baneitrað
og getur valdið blindu í jafnvel
litlum skömmtum.
Í sumum tilfellum var hlutfall
metanóls þrisvar til fimm sinnum
yfir banvænum mörkum. Þar sem
óljóst er hve mikið hefur verið selt
af landa sem inniheldur eitraða efn-
ið hafa stjórnvöld gripið til þess
ráðs að bjóða fólki upp á matvöru í
staðinn fyrir áfengi.
logis@mbl.is
RÚSSLAND
34 látnir eftir
neyslu á landa
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Mikil óvissa ríkir í Tékklandi eftir að
Milos Zeman forseti landsins var
fluttur á spítala í gær, aðeins degi
eftir að bandamaður hans, Andrei
Babis forsætisráðherra, tapaði þing-
kosningunum þar í landi óvænt og
naumlega á laugardag.
Zeman er 77 ára og við slæma
heilsu. Hann notar hjólastól, er syk-
ursjúkur og reykir. Forsetinn var
fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús
stuttu eftir að hafa hitt Babis. Lækn-
ir Zemans gaf í gærkvöldi út að hann
lægi á gjörgæslu.
Samkvæmt fjölmiðlum þar í landi
hefur Zeman glímt við lifrarsjúkdóm
að undanförnu. Þykir ástand hans nú
stöðugt en hann gæti þurft að dvelja
á sjúkrahúsi í allt að þrjár vikur.
Talsmaður Zemans greip til Twitter
til þess að upplýsa almenning um að
sjúkrahúsinnlögn forsetans hefði
ekki áhrif á stjórnarmyndunar-
viðræðurnar, en forsetinn gegnir því
mikilvæga hlutverki að tilnefna
næsta forsætiráðherra landsins.
Heldur enn í vonina
Babis, sem enn er forsætisráð-
herra landsins, heldur í vonina um
að halda völdum þrátt fyrir áður-
nefnt tap í þingkosningum á laug-
ardag.
Tékkneska stjórnarskráin kveður
á um að ef forseti landsins getur
ekki framfylgt skyldum embættisins
fær forseti nýkjörinnar neðri deildar
þingsins það vald að tilnefna næsta
forsætisráðherra.
Bandalag hægri demókrata,
miðjuflokksins TOP 09 og kristilegra
demókrata hlaut 27,79% af atkvæð-
um kjósenda, en flokkur Babis,
ANO, 27,12% atkvæða.
Bandalagið getur því fengið meiri-
hluta þingsæta eða 108 af 200 ef það
gengur í ríkisstjórnarsamstarf með
Pírataflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum þar í landi.
Babis leiður nú minnihlutaríkis-
stjórn með sósíaldemókrötum, sem
hafa fengið stuðning frá kommún-
istaflokknum síðustu ár þar til ný-
lega en hann var við völd í Tékklandi
á árunum 1948 til 1989.
Kommúnistaflokkurinn náði nú
ekki kjöri á þing í fyrsta sinn frá
seinni heimsstyrjöldinni og sósíal-
demókratar náðu heldur ekki manni
á þing.
Á gjörgæslu eftir óvænt úrslit
- Óvissa um hver verður næsti forsætisráðherra Tékklands - Flokkur forsætisráðherrans tapaði í
kosningum á laugardag - Heldur í vonina um að stýra áfram landinu - Forsetinn með lifrarsjúkdóm
AFP
Milos Zeman Forsetinn er við slæma heilsu og notast við hjólastól.
Þúsundir Afgana hafa reynt að flýja
hörmungarnar í heimalandinu að
undanförnu. Þeir hafa flykkst að
landamærum landsins og Pakistans
en flestallar tilraunir til þess að
komast yfir landamærin hafa verið
stöðvaðar af talíbönum. Fjöldi Afg-
ana hefur einnig reynt að flýja til Ír-
ans. Síðan talíbanar komust til valda
hefur flóttafólki fjölgað gríðarlega
en fáir ná að komast yfir landamær-
in. Talið er að fjöldi fólks sem reynir
að flýja landið hafi tvöfaldast á
stuttri valdatíð talíbananna. Fjölg-
unina má rekja til bágrar stöðu efna-
hags landsins og mannúðarkrísu
sem þar er komin upp. Sameinuðu
þjóðirnar hafa varað við því að þriðj-
ungur íbúa landsins eigi hungurs-
neyð á hættu. Dæmi eru um ofbeldi
við landamærin.
Hörmungarnar í Afganistan halda áfram eftir valdarán talíbana
Þúsundir
reyna að
flýja landið
AFP