Morgunblaðið - 11.10.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ FRESTA
INNFLUTNINGSPARTÍINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að svindla stundum í
megruninni.
MUNDU AÐ HREYFA ÞIG
EINN,
TVEIR,
EINN,
TVEIR…
KLIKK
KLIKK
KLIKK
KLIKK
EIKI FRÆNDI, MÁ ÉG KYNNA
ÞIG FYRIR HUNANGI!
HÚN ER GÁFUÐ, STERKOG
FÖGUR! HUNANG GERIR MIG
HAMINGJUSAMAN DAG HVERN!
ÉG ER STOLTUR AF
ÞÉR, LÚTUR! ÞÚ ERT
TÓNLISTARMAÐUROG
DÁVALDUR!
„NÚ SEGJA ÞEIR AÐ VIÐ SÉUM AÐ
DRAGA LAPPIRNAR ÞEGAR KEMUR AÐ
ENDURBÓTUM Í FANGELSISMÁLUM.“
lentum óvart í miðju grindhvala-
drápi. Við vorum eitthvað með
myndavél uppi og þá spurðu
önugir verðir hvaðan við værum.
Ég svaraði strax að við værum frá
Ísafirði. Þá sögðu þeir: „Það er
allt í lagi með ykkur. Það eru
engir Greenpeace-menn frá Ísa-
firði,“ en við tókum eftir því að
velflestir Færeyingar höfðu komið
til Íslands og þekktu vel til hér.“
Fjölskylda
Eiginkona Björns (gift 26.12.
1995) er Anna G. Thorarensen
sérkennari, f. á Akureyri 30.7.
1942. Þau hafa búið á Akureyri
frá 2001. Foreldrar Önnu voru
hjónin Gunnar Thorarensen, f.
1904, d. 1983, og Hólmfríður
Hannesdóttir Thorarensen, f.
1918, d. 1994. Anna var áður gift
Bjarna Sigbjörnssyni, f. 1938, d.
1981, þeirra sonur er Gunnar
Björn, f. 1974, flugmaður, sem á
tvö börn.
Systkini Björns eru Ari, f. 13.3.
1943, búnaðarráðunautur og um
skeið formaður Bændasamtaka Ís-
lands, býr á Hrísum í Reykjadal;
Sigríður, f. 6.2. 1946, kennari, býr
nú í Garðabæ; Erlingur, f. 6.2.
1946 (þau tvíburar), bóndi á Brún;
Helga, f. 8.8. 1947, kennari á
Högnastöðum í Hrunamanna-
hreppi; og Ingvar, f. 2.2. 1951,
læknir á Akureyri.
Foreldrar Björns voru hjónin
Elín Aradóttir, f. 3.11. 1918 á
Grýtubakka, d. 25.10. 2000, hús-
freyja á Brún, og Teitur Björns-
son, f. 14.10. 1915 á Hallbjarnar-
stöðum, d. 26.10. 1998, bóndi á
Brún.
Björn Teitsson
Sigtryggur Helgason
bóndi, kennari og forsöngvari á Hallbjarnarstöðum
í Reykjadal, frá Hallbjarnarstöðum
Helga Jónsdóttir
húsfreyja á Hallbjarnarstöðum,
frá Arndísarstöðum í Bárðardal
Björn Sigtryggsson
bóndi og oddviti á Brún
Elín Tómasdóttir
húsfreyja á Brún
Teitur Björnsson
bóndi og oddviti í Saltvík
og á Brún
Tómas Sigurðsson
bóndi í Stafni í
Reykjadal, frá Stafni
Ingibjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Stafni, frá Lundarbrekku í Bárðardal
Bjarni Arason
bóndi á Svalbarði og Grýtubakka,
frá Þverá ytri í Eyjafirði
Snjólaug Sigfúsdóttir
húsfreyja á Svalbarði
á Svalbarðsströnd og
Grýtubakka, frá Varðgjá í
Eyjafirði
Ari Bjarnason
bóndi á Grýtubakka
Sigríður Árnadóttir
húsfreyja á Grýtubakka í Höfðahverfi, S-Þing.
Árni Davíðsson
bóndi á Gunnarsstöðum í
Þistilfirði, frá Heiði á Langanesi
Arnbjörg Jóhannesdóttir
húsfreyja á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, N-Þing., f. á Víðirhóli á Hólsfjöllum
Ætt Björns Teitssonar
Elín Aradóttir
húsfreyja í Saltvík við Skjálfandaflóa
og á Brún í Reykjadal, S-Þing.
Sigurlín Hermannsdóttir segir á
Boðnarmiði að mild haustkvöld
séu eitt af því betra. Og lætur þetta
gullfallega ljóð, „Hausthúm“,
fylgja:
Húm finnst mér hlýlegast orða,
handofin skikkja úr rökkri
fagurlögð bjartsýnisborða
brydduð með stjörnudýrð krökkri
fyllt er hún sumarsins forða
fóðruð með kælunni dökkri.
Á síðkvöldum skikkja mig hjúpar úr
húmi
að hausti ég gleymi oft tíma og rúmi.
Gunnar J. Straumland yrkir
„hringhend og oddhend sléttubönd
um veðurhorfur á afréttum“:
Bylur gólar, frerans fól
fimbul tólin hafa.
Dylur sólu skuggans skjól,
skaflar bólin grafa.
Lesin afturábak:
Grafa bólin skaflar, skjól
skuggans sólu dylur.
Hafa tólin fimbul fól,
frerans gólar bylur.
Magnús Halldórsson segist þenn-
an morgun hafa lent í þrígang í
kóngulóarvef eða vetrarkvíðaþráð-
um á leið til vinnu:
Hausinn prýðir hýjalín,
hér mun fjas ei tjóa.
Valda þessu verkin brýn,
vænstu köngulóa.
Anton Helgi Jónsson yrkir
„Haustljóð í limruformi“:
Það komst eitt sinn kenning á sveim
um kyrran og laufgrænan heim.
Af rigningum barið
er reynitréð farið
að ryðga í fræðunum þeim.
Á fimmtudag orti Magnús Hall-
dórsson og kallaði „Tímamót“:
Skrölti út og skyggndi’ að vanda skýja-
klasann.
Veðrabrigðin létt í las hann,
með löggildingu uppá vasann
Hér er limra eftir Jóhann S.
Hannesson:
Á menningarheljarþröm hinstri
gegn hverskonar erlendu mynstri
við Lómagnúp stöndum
með ljóðstaf í höndum
og lemjum til hægri og vinstri.
Gömul vísa í lokin:
Þú ert að smíða, þundur skíða.
Þig mjög prýða verkin slyng,
en ég er að skríða vesæll víða
vafinn kvíða og mótlæting
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hausthúm og
oddhend sléttubönd