Morgunblaðið - 11.10.2021, Qupperneq 26
KÖRFUBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Bikarmeistarar Hauka náðu í fyrstu
stigin í Subway-deild kvenna í körfu-
knattleik í gærkvöldi þegar liðið fór
til Keflavíkur og vann 70:63 eftir
jafnan leik.
Miðherjinn Lovísa Björt Henn-
ingsdóttir var atkvæðamikil með 20
stig fyrir Hauka en tók einnig sex
fráköst. Haukar léku án Haiden
Palmer sem líklega var hvíld þar sem
mikið álag hefur verið hjá Haukum.
Anna Ingunn Svansdóttir var
stigahæst hjá Keflavík með 19 stig en
gaf einnig fjórar stoðsendingar.
Nýliðar Njarðvíkur hafa unnið
báða leikina til þessa og báða gegn
sterkum andstæðingum. Njarðvík
lagði Fjölni að velli, 71:61, í Njarðvík
og áður hafði Njarðvík unnið Hauka
66:58 í fyrstu umferðinni.
Fjölnir var yfir 34:29 að loknum
fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta náði
Njarðvík að snúa taflinu við og var
með fimm stiga forskot 49:44 fyrir
síðasta leikhlutann. Njarðvík fylgdi
því eftir í síðasta leikhlutanum og
vann með tíu stiga mun. Aliyah Col-
lier var stigahæst hjá Njarðvík með
17 stig en tók einnig 18 fráköst.
Njarðvík hefur komið mjög á óvart
með því að vinna liðin sem léku til úr-
slita í bikarkeppninni á dögunum. En
Njarðvíkingar eru ekki einu nýlið-
arnir sem hafa komið skemmtilega á
óvart. Grindavík náði í sín fyrstu stig
í vetur þegar liðið heimsótti Breiða-
blik í Kópavoginn.
Grindvíkingar gáfu strax tóninn og
voru nítján stigum yfir 49:30 að lokn-
um fyrri hálfleik. Grindvíkingar
gengu á lagið og unnu með fjórtán
stiga mun, 83:69.
Robbi Ryan fór á kostum í liði
Grindavíkur og skoraði 28 stig auk
þess að taka sjö fráköst og gefa fimm
stoðsendingar.
Íslandsmeistarar Vals unnu stóran
sigur gegn Skallagrími í Borgarnesi
92:70. Þar höfðu Valskonur gott for-
skot allan tímann. Ameryst Alston
átti magnaðan leik fyrir Val þar sem
hún náði tvöfaldri tvennu er hún
skoraði 36 stig og tók 11 fráköst, auk
þess sem hún gaf sex stoðsendingar.
Valur virðist hafa nælt í mjög öflugan
leikmann í sumar þegar félagið fékk
Alston til sín.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Í Smáranum Hulda Björk Ólafsdóttir hjá Grindavík og Birgit Ósk Snorra-
dóttir hjá Breiðabliki takast á í leiknum í Kópavoginum í gær.
Aftur unnu
Njarðvíkingar
- Fyrstu stig bikarmeistaranna
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. OKTÓBER 2021
Undankeppni HM karla
A-RIÐILL:
Aserbaídsjan – Írland .............................. 0:3
Lúxemborg – Serbía ................................ 0:1
Staðan:
Serbía 14, Portúgal 13, Lúxemborg 6, Ír-
land 5, Aserbaídsjan 1.
B-RIÐILL:
Georgía – Grikkland................................. 0:2
Svíþjóð – Kósóvó ...................................... 3:0
Staðan:
Spánn 13, Svíþjóð 12, Grikkland 9, Kósóvó
4, Georgía 1.
C-RIÐILL:
Litháen – Búlgaría ................................... 3:1
Sviss – Norður-Írland.............................. 2:0
Staðan:
Ítalía 14, Sviss 11, Norður-Írland 5, Búlg-
aría 5, Litháen 3.
D-RIÐILL:
Kasakstan – Bosnía.................................. 0:2
Finnland – Úkraína.................................. 1:2
Staðan:
Frakkland 12, Úkraína 8, Bosnía 6, Finn-
land 5, Kasakstan 3.
F-RIÐILL:
Skotland – Ísrael ...................................... 3:2
Færeyjar – Austurríki ............................. 0:2
Moldóva – Danmörk................................. 0:4
Staðan:
Danmörk 21, Skotland 14, Ísrael 10, Aust-
urríki 10, Færeyjar 4, Moldóva 1.
I-RIÐILL:
Andorra – England .................................. 0:5
Ungverjaland – Albanía........................... 0:1
Pólland – San Marínó............................... 5:0
Staðan:
England 19, Albanía 15, Pólland 14, Ung-
verjaland 10, Andorra 3, San Marinó 0.
England
West Ham – Birmingham ....................... 1:1
- Dagný Brynjarsdóttir lék fyrstu 80 mín-
úturnar fyrir West Ham.
Þýskaland
Bayern München – Hoffenheim............. 3:1
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn fyrir Bayern München og Karólína Lea
Vilhjálmsdóttir var ónotaður varamaður.
Essen – Eintracht Frankfurt ................. 0:2
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem
varamaður á 71. mínútu hjá Frankfurt.
Ítalía
AC Milan – Roma ..................................... 1:1
- Guðný Árnadóttir lék allan leikinn fyrir
AC Milan.
Kýpur
Apollon Limassol – Aris Limassol ......... 2:2
- Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék allan leik-
inn fyrir Apollon Limassol.
Skotland
Hamilton – Celtic..................................... 0:6
- María Ólafsdóttir Gros kom inn á sem
varamaður á 61. mínútu hjá Celtic.
Danmörk
Kolding – Bröndby .................................. 0:1
- Barbára Sól Gísladóttir lék allan leikinn
fyrir Bröndby.
Bandaríkin
Orlando Pride – Gotham ........................ 2:3
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék fyrstu 59
mínúturnar fyrir Orlando Pride.
Svíþjóð
Rosengård – Linköping .......................... 2:1
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyr-
ir Rosengård.
Kristianstad – Eskilstuna ....................... 2:0
- Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir
Kristianstad og Sveindís Jane Jónsdóttir
lék fyrstu 90 mínúturnar. Elísabet Gunn-
arsdóttir þjálfar liðið.
Örebro – Djurgården.............................. 1:0
- Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía
Rán Rúnarsdóttir léku báðar allan leikinn
fyrir Örebro.
Växjö – Piteå ............................................ 1:0
- Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn
fyrir Växjö.
- Hlín Eiríksdóttir kom inn á sem vara-
maður á 62. mínútu hjá Piteå.
Häcken – Vittsjö ...................................... 0:0
- Diljá Ýr Zomers lék fyrri hálfleikinn fyr-
ir Häcken.
B-deild:
Kalmar – Jitex.......................................... 3:0
- Andrea Thorisson lék allan leikinn fyrir
Kalmar.
Noregur
Lyn – Vålerenga ...................................... 0:1
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik-
inn fyrir Vålerenga og Amanda Andradótt-
ir var ónotaður varamaður.
50$99(/:+0$
HANDBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
ÍBV vann sinn þriðja sigur í röð í úr-
valsdeild karla í handknattleik, Ol-
ísdeildinni, þegar liðið bar sigurorð
af KA, 35:31, í fjörugum leik í Vest-
mannaeyjum í gær. Með sigrinum
halda Eyjamenn toppsæti deild-
arinnar og eru sem fyrr með fullt
hús stiga. KA-menn töpuðu um leið
sínum fyrsta leik á tímabilinu.
„Gestirnir hófu leikinn betur og
leiddu í upphafi en góður kafli Eyja-
manna um miðbik fyrri hálfleiks
gerði það að verkum að liðið náði
forystu sem það lét ekki af hendi og
staðan í hálfleik 18:13,“ skrifaði
Guðmundur Tómas Sigfússon meðal
annars í umfjöllun sinni um leikinn á
mbl.is í gær.
Rúnar Kárason var markahæstur
Eyjamanna með sjö mörk en marka-
hæstur í leiknum var Færeying-
urinn Pætur Mikkjalsson í liði KA
með níu mörk.
Markvarsla var ekki í aðal-
hlutverki í leiknum enda 66 mörk
skoruð en Björn Viðar Björnsson
hjá ÍBV varði þó 11 af þeim 35 skot-
um sem hann fékk á sig, þar af sjö í
fyrri hálfleik, á meðan markverðir
KA vörðu aðeins sjö skot samtals.
Sterkur sigur Aftureldingar
Afturelding gerði góða ferð aust-
ur fyrir fjall þegar liðið vann 26:24-
sigur, sinn fyrsta á tímabilinu, gegn
heimamönnum í Selfossi í gær.
„Afturelding spilaði vel í seinni
hálfleik, þeir náðu strax tveggja
marka forskoti og Selfyssingar
fundu aldrei leið til þess að minnka
muninn. Þegar tíu mínútur voru eft-
ir var munurinn orðinn fjögur mörk
en Afturelding spilaði hörkuvörn á
þessum kafla og markvarslan fylgdi
með,“ skrifaði Guðmundur Karl Sig-
urdórsson meðal annars í umfjöllun
sinni um leikinn á mbl.is í gær.
Guðmundur Bragi Ástþórsson var
markahæstur Mosfellinga með sjö
mörk, þar af fjögur úr vítaköstum,
og Ragnar Jóhannsson skoraði sex
mörk fyrir Selfoss.
Maður leiksins var hins vegar Vil-
ius Rasimas í marki Selfoss, sem
varði 17 af 41 skoti sem hann fékk á
sig og var þannig með 41,5 prósent
markvörslu. Andri Sigmarsson
Scheving í marki Aftureldingar
varði 11 af þeim 34 skotum sem
hann fékk á sig.
Auðvelt hjá meisturunum
Íslandsmeistarar Vals áttu ekki í
vandræðum með nýliða Víkings úr
Reykjavík þegar liðin mættust í Vík-
inni á laugardag. Valur vann að lok-
um 11 marka sigur, 30:19, þar sem
markmenn beggja liða áttu stórleik.
Björgvin Páll Gústavsson varði 17
af þeim 25 skotum sem hann fékk á
sig, sem gerir ótrúlega 68 prósent
markvörslu. Jovan Kukobat í marki
Víkings varði þá 18 af 47 skotum
sem hann fékk á sig og var þannig
með rúmlega 38 prósent vörslu.
Tumi Steinn Rúnarsson fór fyrir
Valsmönnum í markaskorun er
hann skoraði 10 mörk, þar af fimm
úr vítaköstum. Jóhannes Berg
Andrason skoraði þá sex mörk fyrir
Víking.
Þriðji sigur
Eyjamanna
- Með fullt hús stiga á toppnum
Morgunblaðið/Unnur Karen
Markaskorari Rúnar Kárason reynist Eyjamönnum afar drjúgur.
_ Aldís Kara Bergsdóttir tryggði sér
um helgina sæti á Evrópumeist-
aramótinu á listskautum, fyrst ís-
lenskra skautara. Aldís tryggði sér
keppnisétt á mótinu með góðum
árangri á Finlandia Trophy. Hún bætti
eigið Íslandsmet í stuttu prógrammi er
hún fékk 25,15 tæknistig og 45,45 stig
í heildina. Með tæknistigunum var sæti
á EM í höfn. Aldís náði lágmarks-
tæknistigum fyrir Evrópumótið í frjálsu
prógrammi í Þýskalandi fyrir tveimur
vikum, en til að fá þátttökurétt á EM
þarf að ná lágmarkinu í bæði stuttu og
frjálsu pró-
grammi. EM fer
fram í Tallinn í
Eistlandi frá 10.
til 16. janúar á
næsta ári.
_ Martin Her-
mannsson bar
af þegar lið hans
Valencia tapaði
79:93 gegn stórveldinu Real Madríd í
spænsku úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik. Martin var stigahæstur allra í
leiknum með 20 stig, og gaf sex stoð-
sendingar á liðsfélagana.
_ Annað Padel-mót Hafna- og mjúk-
boltafélags Reykjavíkur fór fram um
helgina í Tennishöllinni í Kópavogi.
Jonathan Wilkins sigraði með 71% sig-
urhlutfall. 12. nóvember fer fram fyrsta
padel-mót kvenna á Íslandi.
_ Tilkynnt var í
gær að Guð-
laugur Victor
Pálsson hefði
dregið sig út úr
landsliðshópi
karla í knatt-
spyrnu sem
mætir Liechten-
stein í und-
ankeppni HM á
Laugardalsvelli í kvöld. Guðlaugur Vic-
tor var í byrjunarliðinu þegar liðið gerði
jafntefli gegn Armeníu en hélt um
helgina til Þýskalands þar sem hann
leikur með Schalke. „Gulli dró sig út úr
hópnum til að fara til síns félags. Þá er
hann ekki hér. Hann taldi mikilvægara
að vera þar en hér. Við vildum halda
Gulla hjá okkur,“ sagði Arnar Þór Við-
arsson landsliðsþjálfari á blaðamanna-
fundi.
_ Kvennalandsliðið í íshokkí tapaði í
gær fyrir Slóveníu 6:2 í F-riðli forkeppni
Vetrarólympíuleikanna í Nottingham á
Englandi. Kolbrún Garðarsdóttir skor-
aði bæði mörk Íslands og kom Íslandi
2:1 yfir. Slóvenía seig fram úr í síðasta
leikhlutanum og tapaði Ísland öllum
þremur leikjunum. S-Kórea vann rið-
ilinn og komst áfram í undankeppnina.
_ Berglind Björg Þorvaldsdóttir,
landsliðskona í knattspyrnu, skoraði
eitt mark og lagði upp annað þegar lið
Eitt
ogannað
KNATTSPYRNA
Undankeppni HM karla:
Laugardalsv.: Ísland – Liechtenstein. 18.45
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hertz-höllin: Grótta – Fram..................... 18
Ásvellir: Haukar – Stjarnan ................ 19.40
Í KVÖLD!