Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Innsend gögn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands leiða í ljós að heildarkostnaður samtrygginga- sjóða lífeyrissjóðanna hér á landi, bæði beinn og óbeinn, nemur tæp- lega 24 milljörðum kr. eða sem sam- svarar um 0,46% af heildareignum sjóðanna þegar litið er á kerfið í heild. Þetta kemur fram í grein eftir Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðing í Seðlabankanum á sviði lífeyris og vá- trygginga, í Kalkofninum, nýrri vef- útgáfu Seðlabankans. Heildarkostn- aður af séreign sjóðanna er svo til viðbótar tæpir 2,7 milljarðar og af séreign í vörslu annarra tæpir 1,9 milljarðar. Samtals er því kostnaður við samtryggingarsjóði og séreigna- lífeyrissparnað landsmanna rúmir 28 milljarðar kr. Segir Björn að auðvitað sé kostn- aðurinn misjafn milli sjóða eða allt frá 0,17% til 0,93% af eignum og hafa stærð og eignasamsetning sjóðanna áhrif á það. „Gögnin gefa sterka vís- bendingu um stærðarhagkvæmni í starfsemi lífeyrissjóða. Þó eru dæmi um að litlir sjóðir séu með hlutfalls- lega lágan kostnað, ef eignasafnið er fábreytt og einfalt í stýringu,“ segir í greininni. Fjárfestingargjöld eru langstærsti útgjaldaliður lífeyrissjóða eða um 16 milljarðar hjá samtryggingasjóðum, þar af eru rúmir 5,5 milljarðar vegna erlendra verðbréfasjóða og 5,8 millj- arðar vegna annarra erlendra sjóða. Kaup og söluþóknanir eru um 500 milljónir, og umsýsluþóknanir vegna útvistunar eignastýringar 893 millj- ónir hjá samtryggingasjóðum svo dæmi séu nefnd af tölum sem birtar eru í greininni. Skrifstofu- og stjórnunarkostnað- urinn er 7.669 milljónir vegna sam- tryggingar og tæplega 1,2 milljarðar vegna séreignar hjá lífeyrissjóðun- um eða samtals um 8,8 milljarðar. Háð frammistöðu og aðhaldi Í greininni fjallar Björn um kostn- að og ávöxtun lífeyrissjóðanna og bendir á að lífeyrissjóðakerfið er að mestu leyti þannig uppbyggt að það hefur skilgreint markmið um greiðslu lífeyris. Lífeyrisgreiðslur séu því á endanum háðar frammi- stöðu sjóðanna á fjármálamörkuðum og kostnaðaraðhaldi í starfsemi. „Að sjálfsögðu fylgir starfsemi líf- eyrissjóða umtalsverður kostnaður og álitsgjafa kann að greina á um hvað telst ásættanlegt í þeim efnum,“ segir Björn og setur fram dæmi þar sem með einföldu reiknilíkani megi leiða að því líkum að t.d. gæti hækk- un kostnaðar sem hlutfall af eignum úr 0,25% í 1% lækkað lífeyrisréttindi um 12% miðað við 40 ára sparnað. Virkari samkeppni Með reglum um ársreikninga líf- eyrissjóða árið 2015 var stórt skref stigið í átt að auknu gegnsæi um kostnað lífeyrissjóða að því er bent er á í greininni. Upplýsingagjöf hafi stórbatnað. „Ekki hafa verið sett fram opinber viðmið eða takmarkanir varðandi kostnað á lífeyrismarkaði hér á landi. Slíkt hefur verið reynt víða erlendis en með misjöfnum árangri. Virk samkeppni milli lífeyrissjóða ætti að geta stuðlað að nauðsynlegu kostn- aðaraðhaldi. Miðað við óbreytt skipu- lag lífeyrissparnaðar er þó erfitt að sjá fyrir sér virka samkeppni þeirra í milli. Það væri helst á sviði séreign- arsparnaðar að jarðvegur fyrir virk- ari samkeppni gæti skapast,“ segir Björn í greininni. Hann bendir á að aðhald frá hags- munaaðilum eins og sjóðfélögum ásamt kröfum um gagnsæi kostnaðar muni áfram skipta miklu um kostn- aðaraðhaldið. Haghafar verði einnig að hafa í huga við samanburð á kostnaði, að í mörgum tilfellum geti hærri kostnaður leitt til betri ávöxt- unar. „Hár kostnaður getur einfald- lega gefið til kynna meiri þjónustu og fagmennsku og leitt til betri árang- urs varðandi ávöxtun til lengri tíma litið og þar af leiðandi aukinna lífeyr- isréttinda sjóðfélaga. Kostnað og ávöxtun þarf því að skoða í sam- hengi.“ Kostnaðurinn vel á þriðja tug milljarða - Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður sjóða 8,8 milljarðar Morgunblaðið/Eggert Við störf Lífeyrissparnaður lands- manna er í dag um 6.300 milljarðar. Veita á meira fé til ýmissa viðfangs- efna skv. tillögum sem borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs sl. fimmtudag að viðaukum við fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir yfirstand- andi ár. Samtals upp á rúmlega 80 milljónir króna. Fjölga á sérfræðingum tímabundið til að vinna úr áhrifum kórónuveiru- faraldursins á börn og unglinga og er lagt til að fjárheimildir verði hækk- aðar um 40 milljónir vegna þess. Í sumar samþykkti borgarráð tíma- bundna fjölgun sérfræðinga til að vinna úr áhrifum faraldursins á börn og unglinga og að veittar verði 140 milljónir vegna verkefnisins. Hefur velferðarsvið borgarinnar nú óskað eftir að fjárheimildir hækki um 40 milljónir á þessu ári og 100 milljónir á næsta ári. 39 milljónir vegna Hörpu og LR Í tillögum borgarstjóra er einnig lagt til að fjárheimildir hækki um rúmar 39 milljónir kr. vegna Hörpu og Leikfélags Reykjavíkur. Þar af eru tæpar 14 milljónir sem renna til Hörpu en 25,5 milljónir til Leikfélags Reykjavíkur. Fram kemur að nú lítur út fyrir að greiðslur af skuldabréfi borgarinnar vegna Hörpu verði 13,9 milljónum kr. umfram áætlun ársins og að gert er ráð fyrir að samningur Reykjavíkurborgar við Leikfélag Reykjavíkur verði um 25.500 millj. kr. yfir áætlun ársins. Í báðum tilvikunum var gert ráð fyrir 1% hagræðingarkröfu upp á 7,6 milljónir í Hörpu og 7,1 millj. kr. hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá hafa vísi- tölur hækkað umfram það sem áætl- anir gerðu ráð fyrir. Einnig lagði borgarstjóri til að fjár- heimildir íþrótta- og tómstundasviðs hækki um 8,6 milljónir kr. vegna auk- ins kostnaðar af styttingu vinnuvik- unnar hjá vaktavinnustarfsfólki. Í bókun sem áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram á fundi borgarráðs segir að nú eigi loksins að veita meira fjármagni til velferðar- sviðs til að ráða sálfræðinga og aðra sérfræðinga til starfa en um 1.465 börn séu um þessar mundir á biðlist- anum. Hann hafi þrefaldast og þar sé ekki eingöngu áhrifum Covid um að kenna. 40 milljóna fjárheimildin sé því ekki nærri því nóg og muni sennilega aðeins duga til að taka kúfinn af. omfr@mbl.is Hækka heimildir um 80 milljónir - Sérfræðingar vinni úr áhrifum Covid-19 á börn og unglinga Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Kynntar voru tillögur um viðbótarframlög í borgarráði. Útlit er fyrir að bálstofa verði brátt reist í Rjúpnadal í Garðabæ því sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð- inu hefur veitt Tré lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bál- stofunnar. Reist verður bálstofa og minningagarður norðan við Vífils- staðavatn. Í tilkynningu frá Tré lífsins kem- ur fram að nú sé hægt að halda áfram með verkefnið sem unnið hafi verið að síðustu sex ár og hefja formlega fjármögnun þess. Aðstaða Trés lífsins í Rjúpnadal verður um 1.500 fermetrar að stærð og mun hýsa athafnarými, kyrrðar- rými og kveðjurými auk bálstof- unnar. Í minningagarðinum verður hægt að gróðursetja ösku ásamt trjám sem vaxa munu upp til minn- ingar um ástvini sem fallnir eru frá. Þetta verður önnur bálstofan sem reist er hér á landi en fyrir er bál- stofa við Fossvogskirkju sem hefur verið starfrækt í 73 ár. Í kynningu á heimasíðu þess kem- ur fram að Tré lífsins sé óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og muni vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun. For- svarsmaður félagsins er Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Rjúpnadalur Þarna mun bálstofa Trés lífsins rísa þegar fram líða stundir. Grænt ljós á bál- stofu í Garðabæ Fimmtudaginn 21. október 2021, kl. 14:00, Björtuloft, Hörpu Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings fimmtudaginn 21. október kl. 14:00, Björtuloft (6. og 7. hæð) Hörpu. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: • 14:00 Ávarp formanns Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varaformaður Faxaflóahafna • 14.10 Horft til framtíðar Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna • 14:35 Fjórða iðnbyltingin – Möguleg áhrif á hafnir og sjávarútveg Yngvi Björnsson, prófessor og sérfræðingur í gervigreind við Háskólann í Reykjavík • 15:00 Íslenski sjávarklasinn – Starfsemin, samstarf á alþjóðlegum vettvangi, sjávarakademían Nanna Ósk Jónsdóttir, rekstrarstjóri Íslenska sjávarklasans • 15:25 Stafrænt vistkerfi – Tækninýjung fyrir sjávarútveginn Þorsteinn Svanur Jónsson, framkvæmdarstjóri vöruþróunnar hjá Klöppum • 15:50 Umræður og fyrirspurnir • 16:00 Fundarslit Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri. Málþing með notendum Faxaflóahafna Landsréttur dæmdi í gær karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnabarni sínu. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa haft í vörslu sinni og ítrekað skoðað ljósmyndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan hátt. Maðurinn hafði verið dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi í héraðsdómi. Við ákvörðun refsingar í málinu var litið til þess að maðurinn hafði gerst sekur um alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart ungu barni, en barnið er fætt árið 2013, og nýtt sér yfirburða- stöðu sína gagnvart barninu og traust þess og trúnað sem afi þess. Fram kemur í dóminum að brotið hafi verið gegn barninu frá fimm ára aldri, en það var nýorðið sex ára þegar það greindi frá atvikum. Dæmdur fyrir brot gegn barnabarni sínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.