Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Prófanir á nýja varðskipinu Freyju og búnaði þess fóru fram í Rotterdam í Hollandi í upphafi vikunnar og gengu þær vel, segir Ásgeir Erlendsson upplýsinga- fulltrúi Landhelgisgæslunnar. Ásgeir segir að Freyja hafi komið vel út úr prófunum og í kjölfar þeirra var skipið tekið í slipp. Þar verður skipið málað í litum Landhelgisgæslunnar og farið í minni háttar lagfæringar. Búast má við að þessi vinna taki um 10-14 daga en það fer eftir veðri hversu vel gengur. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent Landhelgisgæslunni formlega um eða eftir 24. október. Í kjölfarið verður skipið undirbúið til heim- siglingar og skráningarmál kláruð að sögn Ásgeirs. Fimm úr áhöfn skipsins er þegar komnir til Rot- terdam, þar á meðal skipherra, yfirvélstjóri og yfirstýrimaður. Búast má við að skipið komi til heimahafnar í Siglufirði fyrri hluta nóvembermánaðar. Sem kunnugt er tilkynnti Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms- málaráðherra í mars sl. að ríkis- stjórnin hefði samþykkt tillögu hennar um kaup á nýju varðskipi, sem myndi fá nafnið Freyja. Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands efndu til alþjóðlegs útboðs vegna kaupa á varðskipi. Tvö gild tilboð bárust og var lægra tilboð- inu tekið, þ.e. frá fyrirtækinu United Offshore Support GmbH. Kaupverðið er rúmir 1,7 milljarðar íslenskra króna. Skipið var smíðað í Suður-Kóreu árið 2010 og hét fyrstu árin Vittoria en heitir nú GH Endurance. Það hefur fyrst og fremst þjónustað olíuiðnaðinn. Hið nýja varðskip Freyja er 4.566 brúttótonn og þykir mjög öflugt björgunar- og gæsluskip. Landhelgisgæslan og dóms- málaráðuneytið tóku í sameiningu þá ákvörðun að heimahöfn varð- skipsins Freyju verði Siglufjörður og njóti skipið þjónustu þar og á Akureyri eftir þörfum. Freyja mun fá aðstöðu við Óskars- bryggju, sem er nyrsta bryggja hafnarinnar, nálægt öldubrjótnum. Bryggjan er 160 metra löng og dýpi við hana er átta metrar. Varðskipið Þór verður áfram gert út frá Reykjavík. Þessari ráð- stöfun er ætlað að tryggja öryggi sjófarenda, landsmanna og auð- linda í hafi. Freyja máluð í litum Gæslunnar - Búist er við skipinu til Siglu- fjarðar í byrjun næsta mánaðar Ljósmynd/Landhelgisgæslan Heimferðin undirbúin Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður og Einar Valsson skipherra við Freyju í slippnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Á siglingu Reykjavík verður áfram heimahöfn varðskipsins Þórs. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá Sunnudagur: Flogið með Icelandair snemma morguns og lent í Kaupmannahöfn á hádegi. Gisting á hinu glæsilegaHotel Skt. Petri í miðborg Kaupmannahafnar. Um kvöldið er snæddur ekta danskur matur á veitingastaðnum Karla sem er í göngufæri frá hótelinu. Mánudagur: Skoðunarferð um gamla bæinn meðÁstu Stefánsdóttur leiðsögumanni sem gengur um slóðir Fjölnismanna og fræðir farþega um sögu Kaupmannahafnar. Þriðjudagur: Heimsókn í Jónshús, þar sem staðarhaldarinn Halla Benediktsdóttir tekur á móti hópnum og fræðir um sögu hússins. Um kvöldið er snæddur „Julefrokost“ í Tivoli á veitingastaðnum Grøften. Eftir kvöldverðinn er hægt að skoða sig um í Tivoli sem hefur verið breytt í „Juleland“ á Aðventunni. Miðvikudagur: Sigling um síkin og Christianshavnmeðan hljómsveit Michael Bøving og félaga leikur jazztónlist og vanalega ríkir mikil stemning í þessum ferðum. Brottför frá hóteli á Kastrup flugvöll síðdegis og flug til Íslands um kvöldið. Fararstjóri: Sigurður K. Kolbeinsson 8678 AÐVENTUFERÐ ELDRI BORGARA TIL KAUPMANNAHAFNAR &%()&:( 32#2-42$ %'%& 8..5$ < 12$=/$ ; ,9!2-42$ +0 32#2-42$ 2$" "**#2.35$ Verð: 1"!.500 kr. á mann í tvíbýli. Aukagjald v/gistingar í einbýli er 29.500 kr. Innifalið eru flug með Icelandair, skattar, gisting, m/morgunverði á Hotel Skt. Petri 5*, rútuferðir, kvöldverðir og annað samkvæmt dagskrá. Farþegar fá vildarpunkta fyrir ferðina og einnig er hægt að greiða hluta ferðar með punktum. Gist er á hinu glæsilega Hotel Skt. Petri 5* sem er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar. Bókanir fara fram hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið hotel@hotelbokanir.is eða hafa samband í símum 783-9300 og 783-9301. Allar nánari upplýsingar um ferðirnar má nálgast á heimasíðu okkar www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.