Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 12
Ljósmynd/Þjóðminjasafn Íslands Glæsilegar Tvær konur í síðbuxum um miðja tuttugustu öld. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is B uxur hafa mjög lengi ver- ið tengdar við karl- mennsku, til dæmis er getið um það strax í fornsögunum þar sem segir frá konu sem hét Brókar- Auður. Maður hennar skildi við hana af því að hún gekk í buxum. Þannig fyrirgerði hún kvenleikanum og það var skilnaðarsök. Hugmyndin um að buxur séu ekki við hæfi sem kven- mannsklæðnaður hefur þannig verið með okkur allt frá landnámsöld,“ seg- ir Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagn- fræðingur sem ætlar að reifa buxna- sögu Íslands í fyrrnefndu fræðakaffi. „Ég veit ekki til að hér á landi hafi verið til veraldlegur bókstafur sem bannaði konum að vera í buxum, en aftur á móti hefur konum oft verið hótað lögsókn ef þær hættu ekki að klæðast buxum. Þetta hefur verið notað til að bola þeim burt úr ákveðnum störfum og oft liggur eitt- hvað meira að baki. Dæmi þar um er Þuríður formaður, ein frægasta al- þýðukona fyrri tíma, sem var fædd 1777, kvenskörungur og þekktust fyrir að vera formaður á bát, sem var einsdæmi fyrir konur á hennar tíma. Hún hafði sérstakt leyfi sýslumanns til að vera í buxum við störf sín á sjó, en leyfið átti ekki við þegar hún var í landi. Þuríður lenti í stappi við yfir- völd af því að hún klæddist buxum í landi, það var notað gegn henni í rannsókn á sakamáli,“ segir Hafdís sem vill ekki upplýsa meira um það mál, því hún ætlar að segja frá því í erindi sínu á mánudag. Varasamar málaðar konur Hafdís hefur verið að skoða kvenna- og kynjasögu í sagnfræði- rannsóknum sínum. „Ég hef verið að skoða konur sem á einhvern hátt stungu í stúf við umhverfi sitt. Ég tók fyrst eftir litlu hlutunum eins og klæðnaði þegar ég rannsakaði hið svokallaða „ástand“ á hernámsárunum og afskipti lögregl- unnar af íslenskum stúlkum og kon- um. Þá komst ég að því hversu miklu máli skipti hvernig konur litu út og klæddu sig, hvernig hægt var að undirstrika allskonar persónuleika- einkenni með því að draga fram ákveðna hluti í fasi og hegðun þeirra, hvort sem þau þóttu góð eða slæm. Til dæmis þóttu háværar konur ekki góðar konur, en konur sem voru prúðar og lítillátar, þær þóttu mjög góðar konur. Konur sem voru mikið málaðar þóttu sérstaklega varasam- ar, en konur sem hættu að mála sig, þær höfðu snúið af villu síns vegar. Ef okkur mannfólkið langar til, þá lesum við rosalega mikið úr mjög litlu. Við sjáum dæmi um það í dag í Banda- ríkjunum, ef þú ert ungur, svartur karlmaður sem klæðist hettupeysu og hlustar á rapp, þá ertu miklu meira skotmark heldur en ef þú væri hvítur, í snyrtilegri skyrtu og hlust- aðir á Bach.“ Elín Hirst fékk áminningu Hafdís segist hafa tekið eftir þætti buxna þegar hún skoðaði sögu íþróttakvenna á Íslandi. „Þar er mikið lagt upp úr íþróttabúningum. Bundinn var borði um mitti stúlkna til að undirstrika ákveðinn kvenleika, til dæmis í fim- leikum og jafnvel boltaíþóttum, þó að borði um mittið hafi ekkert að gera með frammistöðu í tiltekinni íþrótta- grein. Þetta speglast í nútímanum í búningum kvenna í strandblaki þar sem áhersla er á að sjáist í rasskinnar og brjóst. Kvenkyns tennisleikarar eru líka enn í örstuttum pilsum og ég efast um að pilsið geri neitt fyrir frammistöðuna, pilsið er þarna ein- vörðungu fyrir útlitið.“ Hafdís segir mörg dæmi frá upphafi tuttugustu aldar þar sem konur köstuðu pilsum sínum og fóru í buxur, ef þær vildu hjóla eða gera annað sem ekki var auðvelt í pilsi. „Konur í iðnnámi við upphaf tuttugustu aldar veittu töluverða mótspyrnu gegn því að þurfa að klæðast pilsum við störf sín, enda er það afar óhentugt. Til er flökkusaga um konu sem langaði að verða húsa- málari og fékk ekki að ganga í buxum við það starf hér á landi, svo hún flutti til Danmerkur þar sem hún vann sem málari í buxum alla tíð. Hún kom aldrei aftur heim,“ segir Hafdís og bætir við að hugmyndin um að buxur séu ekki við hæfi fyrir konur hafi fylgt okkur allt fram til dagsins í dag. „Það þykir ekki við hæfi í ís- lensku nútímasamfélagi að kona gangi í buxum til altaris í eigin brúð- kaupi. Við sjáum afar sjaldan brúði í buxum, þær eru langflestar í kjólum. Þegar við viljum undirstrika kynja- tvíhyggjuna þá er það gert með því að karlinn klæðist buxum en konan í kjól. Þó ekki séu boð og bönn í vest- rænum heimi um konur og buxur, þá eimir enn eftir af þessu. Í París var lagabókstafur sem bannaði konum að ganga í buxum ekki endanlega af- numinn fyrr en árið 2012. Þó að sá bókstafur hafi verið steindauður í áratugi, þá var hann til staðar. Örfá ár eru síðan Elín Hirst fékk áminn- ingu fyrir að vera í gallabuxum við þingstörf, gallabuxurnar þóttu ekki nógu snyrtilegar, þó að buxur úr fínna efni hefðu líklega verið í lagi. Síðan má velta fyrir sér flugliðastarf- inu þar sem mjög strangar reglur giltu um klæðaburð lengi vel. Þetta sýnir að litlu hlutirnir í mannlegu samfélagi eiga sér oft skemmtilega og margslungna sögu.“ Óhlýðnar konur fóru í síðbuxur Hafdís Erla Hafsteinsdóttir sagnfræðingur ætlar að halda erindi um konur, buxur og óhlýðni í fræðakaffi í Borgarbókasafninu í Spönginni nk. mánudag. Hún ætlar líka að upplýsa hvaða kvenmannsbuxur áttu þátt í að leysa eitt frægasta sakamál 19. aldar. Morgunblaðið/Eggert Hafdís „Hugmyndin um að buxur séu ekki við hæfi fyrir konur hefur fylgt okkur allt fram til dagsins í dag.“ 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 INFLÚENSUBÓLUSETNINGAR ERU HAFNAR HJÁ HEILSUGÆSLU HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS FORGANGSHÓPAR TIL 31. OKTÓBER Þau sem tilheyra þessum hópum eru velkomin á heilsugæsluna sína virka daga milli kl. 8:30 og 15:30. Ekki þarf að panta tíma. Munið eftir grímu og best er að vera í stuttermabol. • Þau sem eru 60 ára eða eldri • Fólk með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma • Barnshafandi konur Þessir hópar fá bóluefnið frítt en greiða komugjald, 500 kr., nema 67 ára og eldri og öryrkjar. A.m.k. fjórtán dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar. ALLIR AÐRIR FRÁ 1. NÓVEMBER Þá eru allir velkomnir í inflúensubólusetningu á heilsugæslunni sinni, virka daga milli kl. 8:30 og 15:30, án tímapöntunar. Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki forgangshópum greiða bæði komugjald, 500 kr, og bóluefnið. Nánari upplýsingar: heilsugaeslan.is, netspjall á heilsuvera.is eða heilsugæslan þín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.