Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 18

Morgunblaðið - 16.10.2021, Page 18
SVIÐSLJÓS Atli Vigfússon Laxamýri Miklar framkvæmdir hafa verið á Grænavatni í Mývatnssveit í sumar en skúrbyggingin sunnan á gamla bænum hefur verið endurbyggð að mestu og er þeirri vinnu að ljúka þetta árið. Hilmar Páll Jóhannesson og Inga Lóa Guðjónsdóttir hafa haft hönd á smíðavinnunni og segir Hilm- ar Páll að það hafi verið mjög gaman að fást við þetta. Inga Lóa tekur undir það og þetta sé mjög fjölbreytt og gefandi verk- efni. Þau Hilmar Páll og Inga Lóa hafa bæði mikla reynslu í ýmsum verkefnum og segja að þetta sé með því skemmtilegra sem þau hafi tekist á við. Vinnan hefur gengið vel og í húsið er einungis notaður íslenskur viður, þ.e. lerki, bæði í máttarviði og glugga. Fleiri hafa komið að þessari framkvæmd og hefur Helgi Sigurðs- son frá Fornverkaskólanum séð um torf og grjót en auk þess hefur Sig- urður Ólafur Friðbjörnsson, ættaður úr Garði í Mývatnssveit, unnið að verkefninu því það var talið gott að hafa einn heimamann með í för. Átak í viðhaldi bæjarins Í fyrrasumar var ákveðið, af hálfu Minjastofnunar, að fara í átak í að halda við gamla bænum þar sem lítið hafði gerst á undanförnum árum. Var það gert með styrk frá Húsafrið- unarsjóði. Bærinn var áður undir umsjá Þjóminjasafnsins en er nú á hendi landeigenda Grænavatns og er mikill áhugi fyrir því að bjarga bæn- um, byggja hann upp og bæta. Í ár var framkvæmt fyrir 6 millj. króna og á næsta ári er áætlað að fara í norðurgafl hússins og þar þarf bæði að endurnýja burðarviði, laga grjót- hleðslu og skipta um glugga og fleira. Grænavatnsbærinn var byggður árið 1913 sem framhús við gamla torfbæinn sem þar stóð. Hann var talinn eitt stærsta og glæsilegasta framhús sem reist hafði verið á þess- um tíma og kom í stað framhúsa gamla bæjarins sem var áfram nýtt- ur með að hluta. Húsið var upp- haflega tvískipt, byggt fyrir tvær fjölskyldur. Tveir smiðir voru fengn- ir til að smíða það eftir teikningum og smíðaði sinn smiðurinn hvorn helming hússins. Frambærinn er hæð og portbyggt ris með tveimur kvistum og undir húsinu eru tveir að- skildir kjallarar. Grænavatnsbærinn ber keim af sveitserstíl sem er list- stíll sem kom fram á 19.öld í timbur- húsum og einkenndist meðal annars af skrauti. Margir hafa alið aldur sinn í þessum gömlu byggingum á Grænavatni er þar var um tíma fjór- býlt og bjuggu allar fjórar fjölskyld- urnar í gamla torfbænum og fram- húsinu til ársins 1952 en þá var hafin bygging nýrra íbúðarhúsa á jörðinni. Nýir tímar og nýtt hlutverk Hluti af fólkinu flutti í nýju húsin en nokkrir voru áfram í gamla bæn- um allt fram til ársins 1969 en þá fór hann í eyði til búskapar en notaður sem geymsla hin síðari ár. Það er ljóst að það er mikið verk fyrir hönd- um að gera allan Grænavatnsbæinn upp til þess að hægt sé að ætla hon- um eitthvað nýtt hlutverk. Aðal- atriðið er að nú er verkið hafið og á næsta ári verður áframhald á fram- kvæmdunum. Hugmyndir hafa komið fram um nýtt hlutverk þessa glæsilega sveita- bæjar sem myndi e.t.v. tengjast ferðamönnum og ferðaþjónustu en það á eftir að móta þær tillögur bet- ur og meta það hvað sé best. Eitt er víst að allir eru ánægðir með það að verið sé að bjarga bænum og Hilmar Páll og Inga Lóa, smiðirnir sem ver- ið hafa í sumar, eru full tilhlökkunar að koma aftur á næsta ári til þess að taka til hendinni. Það munu þau gera með mikilli ánægju. Grænavatnsbærinn endurbyggður - Íslenskur viður notaður í máttar- viði og glugga Morgunblaðið/Atli Vigfússon Endurreisn Hilmar Páll Jóhannesson og Inga Lóa Guðjónsdóttir að störfum við endurbygginguna á Grænavatni, sem hófst af krafti í sumar. Hlaða Hér verður verk að vinna við gamla hlöðu sem er þakin melgresi. Grænavatn er landnámsjörð. Bær- inn stendur við samnefnt vatn og þar er mjög víðsýnt. Þetta er önnur landstærsta jörðin í Mývatnssveit og þar hefur jafnan verið margbýlt eins og á mörgum jörðum í sveit- inni. Bæjarhúsin standa á austur- bakka Grænavatns og á jörðin víð- lent afréttarland til suðurs og aust- urs. Innan landamerkjanna er mikið hraunflæmi sem heitir Grænavatnsbruni og nær hann allt til Bláfjalls. Á Grænavatni eru mikl- ar búsetuminjar m.a. gömul útihús sem enn standa og vel sést móta fyrir húsaskipan þar sem gamli torfbærinn stóð. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Grænavatn Ásýnd bæjarins verður allt önnur og betri eftir verkið. Víðsýnt frá Græna- vatni og víðlent - Búsetuminjar á landnámsjörð 18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Nýskráður 01/2021, ekinn 7 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid, 69 km drægni), sjálfskiptur. Night pack (Næturpakki) - AMG line innan og utan - Edition pakki innan og utan - Leðurklætt mælaborð og hurðaspjöld. Raðnúmer 253247 M.BENZ A 250E AMG LINE EDITION AUDI A3 40 TFSIE NEW Nýskráður 11/2020, ekinn aðeins, 4 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Stafrænt mælaborð, leiðsögukerfi, S-line, 18“ álfelgur, S-line sportsæti og stýri, NMI Navigation plus MMI touch. Raðnúmer 253126 0 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringd eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson u SKODA SUPERB IV SPORTLINE COMBI Nýskráður 01/2020, ekinn 13 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur - Canton hljóðkerfið - Stóri skjárinn - Bakkmyndavél - Glerþak. Þessi er hreinlega með öllu! Raðnúmer 253010 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.