Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins hóf leg- hálskrabbameinsleit í júní 1964 með grein- ingu forstigsbreytinga við smásjárskoðun frumustroka frá leg- hálsi. Í árslok 2020 ákvað heilbrigðis- ráðherra óvænt að flytja starfsemina til heilsugæslunnar, grunnrannsóknir leitarinnar (frumuskoðun og HPV-greining) til Hvidovre í Danmörku og aðlaga leitarskipulagið að danskri fyrir- mynd. Heilbrigðisráðherra rökstuddi þessar breytingar á þann veg að gæðaeftirliti hefði verið ábótavant og að íslensku fagfólki væri, vegna fámennis þjóðarinnar, ekki treyst- andi til að halda uppi lágmarks- gæðum við framkvæmd grunnrann- sókna leitar. Þessar ákvarðanir ráðherra eru mjög umdeildar og er hér rætt hvort árangur leitar í þess- um tveimur löndum gefi þeim stuðn- ing. Forstigsbreytingar Forstigsbreytingum er skipt í mismunandi flokka eftir alvarleika. Vægustu breytingunum er fylgt eft- ir með endurteknum frumustrokum en alvarlegri breytingar leiða til vefjasýnatöku með leghálsspeglun, og geta niðurstöðurnar leitt til keiluskurðar þar sem neðsti hluti leghálsins er fjarlægður. Í einstaka tilfellum leiðir vefjasýnatakan til greiningar krabbameins sem í vel skipulegri leit er oftast á algeru byrjunarstigi eins og reyndin hefur verið hér á landi. Tíðni forstigsbreytinga fell- ur ört með hækkandi aldri. Starfsemi Leitar- stöðvarinnar hefur ein- kennst af skýrum vinnureglum varðandi boðun, skráningu mæt- inga, meðferð og eft- irlit. Allar niðurstöður voru færðar í sérsniðið tölvukerfi til að auð- velda úrvinnslu gagna, ársskýrslugerð og fræðileg uppgjör. Starfs- og verk- lagsreglur voru skýrar. Fram til 2014 voru neðri aldursmörk leitar lægri og millibil boðana þrengra hér á landi vegna hækkandi tíðni for- stigsbreytinga sem hefur verið tengt aukinni tíðni HPV-smita, að- allega meðal yngri kvenna. HPV-greining og áhættuflokkun Hááhættustofnar Human papil- loma-veiru (HPV 16/18/31/33/52/35/ 39/45/51/56/58/66/68) valda forstigs- breytingum og leghálskrabbameini en lágáhættustofnar HPV 6/11 valda kynsjúkdómavörtum og auka einnig tíðni vægra forstigsbreytinga. Á síð- ari árum hafa komið fram HPV- greiningarpróf sem samhliða nið- urstöðu frumustroksins hafa áhrif á leitarferil konunnar (ávörðun um leghálsspeglun, eftirlit eða útskrift). Vegna hárrar tíðni veirusmita hjá yngri konum velja Danir þá leið að láta niðurstöðu frumustroksins ráða hvort HPV-greiningarpróf er fram- kvæmt hjá konum undir 30 ára aldri. Þannig beitir Hvidovre ein- göngu hááhættu HPV-greiningu undir þrítugt ef frumustrokið er með vægum forstigsbreytingum en alvarlegri frumubreytingar fara í vefjasýnatöku án HPV-greiningar. Hvidovre beitir aftur á móti HPV- hááhættuprófi hjá öllum konum 30- 59 ára, óháð niðurstöðu frumu- stroksins og hjá 60-64 ára konum er eingöngu notuð HPV-greining til leiðbeiningar um leitarlok. Danir hafa þannig með góðum árangri að- lagað boðunar- og eftirlitskerfið að niðurstöðu HPV-greininga og frumugreininga. Eftir breytingar á aldursmörkum og millibili boðana 2014 hóf Leitar- stöðin á árinu 2015 HPV-greiningar á vökvasýnum kvenna með ófull- nægjandi og vægar forstigsbreyt- ingar og áformaðar voru enn víð- tækari HPV-greiningar í anda dönsku leitarinnar en þau áform strönduðu af óútskýrðum ástæðum á óvilja heilbrigðisyfirvalda í garð Krabbameinsfélagsins sem aftur kom niður á rekstri Leitarstöðvar- innar. HPV-bólusetning Eftir aldamót komu á markað HPV-bóluefnin Cervarix (gegn HPV 16/18), Gardasil (gegn HPV 6/11/16/ 18) og síðast Gardasil9 (gegn HPV 6/11/16/18/31/33/45/52/58). Frá 2002 hefur Krabbameinsfélagið tekið þátt í alþjóðlegri rannsókn á virkni og eftirliti með langtíma ónæmissvörun bóluefnisins Gardasil (FUTURE 2 og LTFU rannsóknir á 18-23 ára stúlkum með færri en fimm rekkju- nauta). HPV-bólusetning hófst á Norður- löndunum um 2010 og nota öll lönd- in Gardasil nema Ísland sem notar ódýrara bóluefnið Cervarix, sem ólíkt Gardasil gefur ekki vörn gegn lágáhættustofnunum 6/11 sem valda kynsjúkdómavörtum og vægum for- stigsbreytingum og útskýrir það að hluta hærri tíðni vægra forstigs- breytinga hér á landi. Bólusetning er áhrifamest ef hún fer fram fyrir kynþroskaaldur og er oftast miðað við 12 ára aldur. Danir hafa einnig mælt með bólusetningu kvenna allt að 27 ára aldri (catch-up bólusetning) og nú með bólusetn- ingu drengja. Danir hafa einnig staðfest að bóluefnið Gardasil hefur lækkað tíðni kynsjúkdómavarta, for- stigsbreytinga og leghálskrabba- meins meðal bólusettra danskra kvenna. Niðurstaða Rannsóknir staðfesta ótvíræðan árangur leghálskrabbameinsleitar hér á landi, árangur sem hefur vakið athygli erlendra fagaðila. Þrátt fyrir óhagstæðari tíðni forstigsbreytinga hefur nýgengi og dánartíðni lengst af verið lægri á Íslandi en í Dan- mörku (mynd) sem bendir til áhrifa- ríkara skipulags leitar hér á landi. Á síðasta áratug hefur notkun HPV- greininga og framkvæmd HPV- bólusetningar þó verið öflugri í Dan- mörku sem aftur má rekja til tregðu hérlendra heilbrigðisyfirvalda til endurnýjunar langtímasamninga við Krabbameinsfélagið og óvilja til að taka upp öflugra HPV-bóluefni. Eftir Kristján Sigurðsson » Þrátt fyrir óhag- stæðari tíðni for- stigsbreytinga hefur ný- gengi og dánartíðni lengst af verið lægra á Íslandi en í Danmörku Kristján Sigurðsson Höfundur er prófessor emeritus, fv. yfirlæknir Leitarstöðvar Krabba- meinsfélagsins frá 1982 til mars 2013. kiddos@simnet.is Leghálskrabbameinsleit – Er danskt skipulag betra? Leiðréttingar á rang- færslum Helga Tóm- assonar sem birtust í grein hans „Töl- fræðilegt sjónarhorn á skýrslur IPCC“ í Morgunblaðinu 14. október 2021. Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar1, eða IPCC, er einn stærsti vísindavett- vangur heims þar sem þúsundir vís- indamanna vinna saman til að ritrýna og taka saman þær fjölmörgu rann- sóknir sem eru birtar um loftslags- breytingar á ári hverju. Þessi vett- vangur er öflugt tól sem hefur hjálpað til við að komast til botns í því, með mikilli vissu, hvað veldur loftslagsbreytingum og hvaða afleið- ingar þær hafa. Skýrslur IPCC eru ígrundaðar í vísindum og er yfirgnæf- andi sátt og samstaða í vísindasam- félaginu2 hvað varðar niðurstöður þeirra. Fyrsti kafli sjöttu skýrsl- unnar3 kom út núna í ágúst og tekur það skýrt fram að hlýnun Jarðar og loftslagsbreytingar eru af manna- völdum. Þessar breytingar eru nú þegar að valda miklum skaða og munu valda enn meiri skaða ef ekki er gripið til metnaðarfyllri aðgerða á heimsvísu. Meðalhitastig Jarðar hækkar hratt Helgi Tómasson sagði í grein sinni 14. október: „A.m.k. eru breyting- arnar mjög hægar (miðað við okkar líftíma) og verðskuldar alls ekki gild- ishlaðnar upphrópanir eins og ham- farahlýnun eða loftslagsvá.“ Þetta er rangt. Breytingarnar eru að eiga sér stað mjög hratt á jarð- fræðilegum tímaskala4. Hægt er að velta fyrir sér fram og til baka nákvæmlega hvernig eigi að setja upp vísindalegar upp- lýsingar út frá tölfræði- legu sjónarhorni, en það breytir því ekki að or- sakasamhengið er til staðar. Aukinn út- blástur koltvísýrings og annarra gróðurhúsa- lofttegunda af manna- völdum er að valda hlýnun í andrúmslofti Jarðar, og það hratt. Þetta er í raun frekar einfalt ferli:5 1. Sólin varpar stuttbylgjugeislum á Jörðina. 2. Yfirborð Jarðar varpar hluta þessara geisla frá en jarðskorpan gleypir í sig hluta þeirra og verður þessi orka að varma. 3. Jarðskorpan útgeislar þessum varma síðan aftur í form i langbylgja (eða innrauðri geislun). 4. Gróðurhúsalofttegundir eru þannig í eðli sínu að þær fanga varma; sá varmi sem þær fanga kem- ur að miklu leyti frá þessari innrauðu útgeislun jarðskorpunnar. 5. Gróðurhúsalofttegundirnar koma þannig í veg fyrir það allur varminn berist aftur út í geim. Aukn- ing á þessum lofttegundum veldur uppsöfnun á hita í andrúmsloftinu, sem veldur hnattrænni hlýnun, sem veldur breytingum á loftslagi Jarðar. Bruni jarðefnaeldsneytis veldur losun á koltvíoxíð sem veldur hlýnun í andrúmsloftinu; þótt koltvíoxíð sé efni sem finnist vissulega í andrúms- loftinu náttúrulega er það magnið sem skiptir máli. Magnið sem finnst nú í andrúmsloftinu, m.a. vegna bruna jarðefnaeldsneytis er ekki náttúrulegt, heldur er það að miklu leyti af mannavöldum. Þessar gróð- urhúsalofttegundir hafa safnast upp vegna þess að við höfum raskað nátt- úrulegum ferlum sem sjá til þess að kolefnishringrásin haldist í jafnvægi. Bruni jarðefnaeldsneytis er ekki hluti af þessum hringrásum og þessu jafn- vægi. Hamfarahlýnun ber ekki að taka fagnandi Helgi sagði einnig í grein sinni: „Ef hlýnun er raunveruleg ættu Íslend- ingar að taka því fagnandi, auka upp- græðslu og skapa ný tækifæri í land- búnaði.“ Þetta er hættulegt og rangt við- horf. Loftslagsbreytingar eru hnatt- rænt vandamál og þarf að líta á þær sem slíkar þegar talað er um áhrif þeirra. Breytingarnar valda auknum öfgum í veðurfari og tíðari hamförum vegna ofsaveðurs.6 Birtingarmynd loftslagsbreytinga er breytileg milli svæða á Jörðinni en hefur hvað mest áhrif á samfélög sem búa nú þegar við viðkvæmar aðstæður. Ástandið sem er að skapast á heimsvísu er mjög al- varlegt og hefur þegar banvæn áhrif á hundruð þúsunda fólks7 sem þarf að takast á við stærri og tíðari flóð, aur- skriður, fellibyli, hitabylgjur, vatns- skort, o.s.frv. Ísland er líka farið að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga t.d. í formi tíðari aurskriða. En hvort sem við fyndum fyrir breytingum eða ekki, og þrátt fyrir að þær séu kannski vægari til að byrja með hér á Íslandi ber okkur að taka ástandið alvarlega. Við búum í hnattrænu samfélagi og okkur ber skylda, sem rík þjóð í forréttinda- stöðu, til að takast á við loftslags- breytingar á mun metnaðarfyllri hátt en við erum að gera núna til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar þeirra í öðrum samfélögum á Jörðinni. Annað væri siðferðislega rangt. Gerum okkur grein fyrir þeirri for- réttindastöðu sem við erum í og öxl- um ábyrgð á því að draga hratt úr los- un til að verja samfélög sem eru að verða fyrir verstu afleiðingum lofts- lagsbreytinga vegna lifnaðarhátta okkar í vestrænu samfélögunum síð- ustu 200 árin. Tökum loftslagsbreyt- ingum af mannavöldum af alvöru og leggjum meiri metnað í aðgerðir strax. Heimildir: 1 About the IPCC. Intergovernmental Panel on Climate Change. 2021. https://www.ipcc.ch/about/ 2 Scientific Consensus: Earth’s Climate is Warming. NASA Earth Science Comm- unications Team. 2021. Stytt slóð: https://tinyurl.com/amm3bk3x 3 AR6 Climate Change 2021: The Physical Science Basis. Intergovernmental Panel on Climate Change. 2021. Stytt slóð: https://tinyurl.com/3jxvv6zv 4 Climate Change: How do we know? NASA Earth Science Communications Team. 2021. https://climate.nasa.gov/evidence/ 5 Greenhouse Effect. Encyclopedia Brit- annica. 2020. Stytt slóð: https://tinyurl.com/yntrvt23 6 Climate Change Leads to More Extreme Weather, but Early Warnings Save Lives. United Nations Framework Convention on Climate Change. 2021. Stytt slóð: https://tinyurl.com/4syavs2n 7 Priority Risks: Climate Change. World Health Organization. Stytt slóð: https://tinyurl.com/2adhc4f5/ Mannúðlegt sjónarhorn á skýrslur IPCC Eftir Finn Ricart Andrason » Loftslagsbreytingar af mannavöldum ber að taka alvarlega þar sem breytingarnar eru að eiga sér stað hratt og hafa þegar skaðleg áhrif á fjölda fólks. Finnur Ricart Andrason Höfundur er loftslagsfullrúi Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands til SÞ á sviði loftslagsmála. loftslagsfulltrui@umhverfissinnar.is Þvert á móti. Þeir hafa tekið upp skýra stefnu í innflytjendamálum, undir forystu krata, sem getur orðið öðrum fyrirmynd, og nýlega hafa þeir viðrað tillögur til breytinga á eftir- launaaldri. Vesturlönd eru löngu komin í öng- stræti í þeim málum og það er fáum greiði í að hætta að vinna á vissum degi, óháð getu og vilja. Margir kvíða verklokum og vita þá ekki hvað þeir eiga að gera. Það hlaupa ekki allir á fjöll. Hnén þola það ekki og fjöllin varla heldur. Svo eru þjóðirnar að eldast eins og sagt er og þeim fækkar sem halda at- vinnulífinu gangandi. Þetta vita allir en hægt gengur að snúa hjólinu við. Líklega þarf peninga til að starta þessu, eins og alltaf, en hugsanlega gæti það bætt bæði heilsu og hag ef fólk mætti vinna 2-5 árum lengur. Svo er það sérkapítuli að sum stór- fyrirtæki senda fólk heim löngu fyrir venjulegan eftirlaunaaldur. Það er mikil sóun á reyndum mannskap og dæmi eru um léttroskna skrif- stofumenn sem þá heldur gerast handlangarar í múrverki en hanga heima fullfrískir. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569- 1100 frá kl. 10-12. Efri ár Danir eru farnir að huga að breytingum á eftirlaunaaldri. Þeir liggja ekki í því, Danirnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.