Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 16.10.2021, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 Embætti forstjóra Landspítala Heilbrigðisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Landspítala. Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Á spítalanum er veitt sérhæfð sjúkrahúsþjónusta, m.a. á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenn sjúkrahúsþjónusta fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins. Nánar er kveðið á um hlutverk hans í lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu. Á Landspítala starfa á sjötta þúsund starfsmenn og er spítalinn einn stærsti vinnustaður landsins. Forstjóri ber ábyrgð á að Landspítali starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem heilbrigðisráðherra setur. Forstjóri ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem spítalinn veitir, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt. Lögum samkvæmt skal forstjóri hafa háskólamenntun og/eða reynslu af rekstri og stjórnun sem nýtist honum í starfi. Menntunar- og hæfniskröfur: 1. Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er skilyrði. 2. Reynsla af rekstri og stjórnun, þ.m.t. mannaforráð, sem nýtist í starfi er skilyrði. 3. Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. 4. Reynsla af stefnumótun og innleiðingu nýjunga er skilyrði. 5. Skýr framtíðarsýn. 6. Þekking á sviði heilbrigðisþjónustu. 7. Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu. 8. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. 9. Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti er skilyrði. 10. Góð kunnátta í ensku og kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli. Kostur er að umsækjandi hafi þekkingu á fjármálum hins opinbera. Hæfni umsækjenda verður metin af hæfnisnefnd skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu sjá nánar á https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=71e0916e-aa9f-4a22-861b-04ff64e3a866 Um laun forstöðumanns fer eftir 39. gr. a í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til 5 ára frá 1. mars 2022. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta Valdimarsdóttir, ráðuneytisstjóri, asta.valdimarsdottir@hrn.is Umsóknir með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og afrit af prófskírteinum skulu berast heilbrigðisráðuneytinu, í gegnum ráðningarkerfi ríkisins eða á netfangið: hrn@hrn.is eigi síðar en 1. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Heilbrigðisráðuneytinu, 15. október 2021 Stjórnarráð Íslands Heilbrigðisráðuneytið PÓSTDREIFING Póstdreifing er dreifingarfyrirtæki sem dreifir dagblöðum, tímaritum, fjölpósti og ýmsu öðru dreifingarefni. Fyrirtækið keppir að því að vera í forystu á sviði dreifingar með því að bjóða víðtæka og áreiðanlega þjónustu á góðu verði. Umsóknarfrestur er til og með 18. október. Nánari upplýsingar veitir Viktoría Rós Khorchai forstöðumaður dreifingarsviðs, viktoria@postdreifing.is. Umsóknir óskast fylltar út á www.postdreifing.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Hæfniskröfur: – Mikil þjónustulund – Góð almenn tölvuþekking – Samskiptahæfni og jákvætt viðmót – Stundvísi – Skilyrði að umsækjandi tali og skrifi íslensku og ensku Helstu verkefni: – Ráðningar – Samskipti við blaðbera – Símsvörun og móttaka ábendinga vegna dreifingar – Kannanir – Önnur tilfallandi verkefni ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Póstdreifing óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa til starfa í dreifingardeild fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.