Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 46
Akureyri Guðmundur Finnsson fædd-
ist 18. júní 2021 kl. 00.58 á Akureyri.
Hann vó 5.100 g og var 56 cm langur.
Foreldrar hans eru Hilda Hrönn Guð-
mundsdóttir og Finnur Sigurjón
Sveinbjarnarson.
Nýr borgari
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
30 ÁRA Hilda Hrönn Guðmundsdóttir er
Garðbæingur en býr á Akureyri. Hún er lækn-
ir og er í sérnámi í heimilislækningum hjá
Heilbrigðisstofnun Norðurlands. „Ég er með
mörg áhugamál,“ segir Hilda aðspurð. „Þau
helstu eru ljósmyndun og lagasmíðar, en við
maðurinn minn höfum verið að semja tónlist
saman og syngja. Dúettinn hefur ekki enn
fengið nafn en allar hugmyndir eru vel þegn-
ar.“ Hilda lærði á píanó í 16 ár og hefur sungið
mikið í gegnum tíðina en er nýfarin að semja
tónlist.
FJÖLSKYLDA Maki Hildu er Finnur Sig-
urjón Sveinbjarnarson, f. 1991, kvikmynda-
tónskáld og lagahöfundur, starfar hjá Atla Örvarssyni kvikmyndatónskáldi.
Sonur Hildu og Finns er Guðmundur, f. 2021. Foreldrar Hildu eru Dóra
Kristín Sigurðardóttir, f. 1959, menntaskólakennari í MS, og Guðmundur
Örn Gunnarsson, f. 1963, framkvæmdastjóri fyrir flughermarekstur Iceland-
air. Þau eru búsett í Garðabæ.
Hilda Hrönn Guðmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú getur mætt hvaða áskorun sem
er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Gerðu
ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir
neðan þig.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú ferð létt með að ganga í augun á
mikilvægu fólki þessa dagana. Njóttu þess
en vertu meðvitaður um að lánið getur verið
fallvalt.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fyrir stuttu sþurftir þú á leiðsögn
að halda, en nú veitir þú öðrum hana. Nú
verður ekki lengur hjá því komist að taka til
hendinni í verkefnum sem hafa hlaðist upp.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Hafðu hugfast að þarfir fólks eru
mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu
þarf ekki að eiga við um aðra. Gerðu ráð fyr-
ir óvæntum uppákomum í dag.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Láttu ekki aðra hrifsa til sín það sem í
raun er þitt. Nú er ákjósanlegur tími til að til
að ryðja gömlum ágreiningi úr vegi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er upplagt að nota dag sem
þennan til þess að velta fyrir sér hvernig
maður skuli halda áfram. Festu áætlanir þín-
ar á blað og fylgdu þeim eftir.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það fer bókstaflega allt í taugarnar á
þér í dag svo það reynir verulega á þol-
inmæði þeirra, sem í kringum þig eru. Þú
þarft að leysa fjárhagslegt vandamál sem
upp hefur komið.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Kátínan hefur ráðið ríkjum hjá
þér um tíma og engin ástæða til annars en
að halda henni við. Láttu mistök þér að
kenningu verða og hugsaðu næsta leik vel.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þetta er ekkert verri tími en hver
annar til þess að brydda upp á nýjungum. Þú
gætir lent í óþægilegri aðstöðu er þú leitast
við að aðstoða vin í vanda.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Einbeittu þér að þeim verkefnum
sem fyrir liggja áður en þú tekur að þér önn-
ur og ný. Gleymdu ekki velgjörðarmönnum
þínum þegar betur gengur.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú þarft að taka þátt í sameig-
inlegum kostnaði og verður að gæta þess að
láta smámunasemina ekki ná tökum á þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þegar þú kynnir hugmyndir þínar,
færðu kannski ekki viðbrögðin sem þú bjóst
við, en það er samt jákvætt spor.
byggingarnefnd nýrrar flugstöðvar á
Keflavíkurflugvelli 1979-1983. Jafn-
framt var honum var falið af forsætis-
ráðherra að annast undirbúning og
fyrirgreiðslu fyrir fjölmiðla vegna leið-
togafundarins í Höfða 1986.
Helgi hefur verið virkur í ýmsum
félagsstörfum, s.s. í Körfuknattleiks-
deild KR, KKÍ og Rotary (Rvk. A-
bær-London-Kaupmannahöfn og
Washington, D.C). Hann var formað-
ur stjórnar Barnaheilla 2009-2012, sat
í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga
2007-2012 og hefur verið stjórnarfor-
maður Vesturfarasetursins á Hofsósi
síðan 2007. Helgi lauk námi sem leið-
sögumaður frá Ferðamálaskóla Ís-
lands 2010 og starfar nú sem formaður
ferðanefndar Félags eldri borgara í
sendiherra í London 1989 til 1995.
Helgi var skipaður ráðuneytisstjóri
1995 og tók síðan við starfi sendiherra
í Kaupmannahöfn 1999 er hann tók
við sendiherrastarfi í Washington,
D.C. í ársbyrjun 2002 og gegndi stöð-
unni til 2006. Að því loknu vann Helgi
sérstök störf í ráðuneytinu og sem
prótókollstjóri þar til hann lét af
störfum í árslok 2008. Þann vetur
gegndi hann öðru sinni forstöðu á
námskeiði fyrir nýliða í utanríkis-
þjónustunni.
Helgi gegndi einnig fjölmörgum
trúnaðarstörfum á vegum utanríkis-
þjónustunnar og má þar nefna m.a.
formennsku í samningum um síld og
loðnu, úthafsveiðiráðstefnu SÞ,
Smugudeilunni, varnarmálanefnd og
H
elgi Ágústsson fæddist
í Reykjavík 16. októ-
ber 1941. Hann ólst
upp á Laugavegi 61
þar sem fósturfor-
eldrar hans bjuggu þar til þau fluttu
árið 1954 á Öldugötu 50 í Reykjavík.
Fósturforeldrar Helga voru Odd-
fríður Steinunn Jóhannsdóttir, f. 6.6.
1896, d. 6.8. 1976, og Guðmundur R.
Oddsson, forstjóri Alþýðubrauðgerð-
arinnar f. 17.1. 1896, d. 1.2. 1984.
Foreldrar Helga voru Ágúst Her-
bert Pétursson bakarameistari, f.
14.9. 1916, d. 1.3. 1996, og Helga Jó-
hannesdóttir, f. 20.10. 1915, d. 16.10.
1941, en hún dó af barnsförum við
fæðingu Helga. Þau bjuggu sín
búskaparár í Reykjavík.
Helgi var nemandi í Austurbæjar-
skólanum og síðar í Gagnfræðaskóla
Vesturbæjar þar sem hann útskrif-
aðist sem gagnfræðingur 1958. Helgi
lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla
Íslands árið 1963 og laganámi frá Há-
skóla Íslands vorið 1970.
Helgi kynntist eiginkonu sinni,
Hervöru Jónasdóttur, Hebu, þann
14.4. 1962, sem alla þeirra hjúskap-
artíð var haldinn hátíðlegur. Þau
gengu í hjónaband 7.12. 1963. Að
loknu námi hóf Helgi störf í utanrík-
isþjónustunni þar sem hann gegndi
margvíslegum störfum uns hann lét
af embætti í árslok 2008.
„Leið okkar hjóna lá til Bretlands á
haustdögum 1973 þegar fiskveiði-
deilan við Breta stóð sem hæst vegna
50 sjómílna útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar. Ég var þar einnig málsvari
sendiráðsins í 200 mílna deilunni og
starfaði um nokkurra mánaða skeið
sem norskur sendifulltrúi meðan stóð
á stjórnmálaslitum Íslands og Bret-
lands, en ég afhenti Bretunum orð-
sendinguna um stjórnmálaslitin.“
Helgi fluttist til Íslands um vorið 1977
og tók aftur við forstöðu upplýsinga-
og menningarmáladeildar utanríkis-
ráðuneytisins uns hann frá ársbyrjun
1979 tók við starfi yfirmanns varn-
armáladeildar ráðuneytisins. Þau
hjónin fluttust síðan í ágúst 1983 til
starfa við sendiráð Íslands í Wash-
ington, D.C.
Helgi var skrifstofustjóri utanríkis-
ráðuneytisins árin 1987-1989 og síðan
Kópavogi, FEBK. „Ég er að fara á
þriðjudaginn kemur á Selfoss og í Fló-
ann með rúmlega 50 manns, en þetta
er bara tómstundastarf hjá mér.“
„Til að halda góðri líkamlegri heilsu
hef ég að undirlagi dótturdóttur minn-
ar, Katrínar Tönju Davíðsdóttur, lagt
stund á crossfit-íþróttina sl. fimm ár
en auk þess keppi ég að því að veiða
stærri lax en ég veiddi árið 1973 sem
mældist 108 cm langur, 55 cm þykkur
og vó 30,2 pund.“ Helgi segist ekki
ýkja þegar hann fullyrðir að hann hafi
misst stærri lax í kastinu á undan.
Helgi er áhugasamur um jazz og
klassíska tónlist og hefur undanfarin
ár verið félagi í Söngvinum, kór eldri
borgara í Kópavogi. Helgi les mikið og
hefur þýtt bók dótturdóttur sinnar
Katrínar Tönju Davíðsdóttur, „Dótt-
ir“, úr ensku og ljóðaþýðing hans á
„Sofðu unga ástin mín“, hefur komið
út á þremur geisladiskum. „Ég hef
gaman af því að þýða ljóð úr ensku,
tefli við tölvuna og mannleg samskipti
eru mér mikilvæg.
Helgi var sæmdur stórriddara-
krossi Fálkaorðunnar árið 1990. Auk
þess að hafa hlotið erlendar heiðurs-
orður var hann sæmdur 25 ára gulln-
ælu KR með lárviðarsveig og gull-
merki Körfuknattleikssambands
Íslands 1991.
Fjölskylda
Eiginkona Helga var Heba Jónas-
dóttir, f. 18.9. 1943, d. 15.4. 2016. Hún
Helgi Ágústsson, sendiherra og ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins – 80 ára
Fjölskyldan Helgi ásamt börnum, mökum þeirra og barnabörnum 2016.
Hugaræfingar við ljóðaþýðingar
Hjónin Heba og Helgi, og Leggjabrjótur að baki.
Spjallað um körfubolta Helgi t.h. og Greg Popo-
vich, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í körfubolta.
Til hamingju með daginn