Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það er mikill heiður að vera boðið
að setja upp og sýna verkin mín hér
með verkum Ásmundar. Ég hef allt-
af dáðst að verkunum hans en líka
lífi hans og til að mynda hvernig
hann byggði sér sjálfur stúdíó og
vann að því að skapa sér tækifæri í
listinni,“ sagði Carl Boutard fyrr í
vikunni þar sem hann var í samstarfi
við sýningarstjórann Markús Þór
Andrésson að leggja lokahöndina á
samstillingu verka þeirra Ásmundar
Sveinssonar í Ásmundarsafni.
„Gróður jarðar“ er heiti sýning-
arinnar með verkum skúlptúrist-
anna, Carls (f. 1975) og Ásmundar
(1893-1982) sem var opnuð á
fimmtudaginn var. Undirliggjandi
þema er skoðun á náttúrunni en í
henni er að finna ótal dæmi um
undraverða hönnun, þar sem form
ráðast af samspili reglu, endurtekn-
inga og frávika. Carl beinir í verkum
sínum sjónum að þessum þáttum en
list hans hefur þróast út frá ástríðu
fyrir umhverfinu, bæði manngerðu
og náttúrulegu.
Carl fæddist í í Kiruna í Svíþjóð
og stundaði nám við listaháskólana í
Malmö og Reykjavík en hann starfar
sem lektor við myndlistardeild þess
síðarnefnda. Auk þess hefur hann
lært arkitektúr í Stokkhólmi. Verk
Carls hafa verið sýnd víða um lönd
og að auki má finna skúlptúra eftir
hann í almannarými í sænskum
borgum og í Þýskalandi.
Gamaldags myndlistarmaður
Carl lýsir sér sem „hefðbundnum
myndhöggvara“ með tilvísun í
áherslu sína á efni og form og þá
virkni verkanna að þau taka breyt-
ingum eftir því frá hvaða sjónar-
horni horft er á þau. Verkin kunna
að virðast óhlutbundin en þau eru
iðulega dregin af náttúrulegum
formum sem finna má agnarsmá í
jurtaríkinu eða gríðarstór í himin-
geiminum. Hann segir að þegar hon-
um var boðið að sýna verk sín í sam-
tali við verk Ásmundar þá hafi hann
strax í vissum verkum sínum séð
tengingar við sköpun Ásmundar.
Hann tekur sem dæmi skúlptúr
sem hann kallar „Hearing“ og er eitt
verkanna sem sitja á eins konar hillu
við enda skeifulaga byggingarinnar.
„Það er bæði nútímalegt og mjög
gamalt í anda. Það minnir mig á
verk Ásmundar „Í gegnum hljóð-
múrinn,“ segir hann. „Þetta verk, og
fleiri hér, gerði ég úr notuðum köss-
um undan bönunum og þau tengjast
því endurvinnslu. Það sem við setj-
um upp í okkur til að lifa af kemur
ekki alltaf úr nærumhverfnu heldur
er oft flutt langar leiðir. Ég byrjaði
að vinna með pappír með þessum
hætti þegar ég starfaði í New York
fyrir fimm árum en þá safnaði ég
kössum á gangstéttum þar sem þeim
hafði verið hent út. Þeir urðu að hrá-
efni í verkin.“
– Og afrakstur endurvinnslunnar
er í raun klassískir skúlptúrar.
„Já. Markús segir að ég sé í raun
gamaldags myndlistarmaður, og það
er satt,“ segir Carl og brosir. „Á
margan hátt er ég hefðbundinn
myndhöggvari sem velti fyrir mér
rýminu, efnisvali, ljósi og skuggum.“
Fullkomnir náttúruskúlptúrar
Carl segir þá Ásmund eiga sam-
eiginlegt að vinna í mörg mismun-
andi efni í sínum verkum. Á fyrr-
nefndri hillu í enda salarins eru
aðallega verk úr pappír en á gólfi
salarins stór verk, eitt úr gifsi, eitt
gert í keramik, eitt í pappír og loks
eitt hátt frauðplastverk.
-Var það markviss ákvörðun að
gera stór verk í ólíkan efnivið?
„Nei, ég get aldrei tekið slíkar
ákvarðanir og fylgt þeim eftir,“
svarar Carl og brosir. „En ég byrj-
aði á stóra frauðplastverkinu. Fyrst
ætlaði ég að húða það með gifsi en
það endaði svona. Ég notaði þrí-
víddarskanna við undirbúninginn en
það byggir á litlum 78 mm bút af
grenigrein sem ég fann í Öskjuhlíð-
inni og stækkaði upp. Það eru margs
konar náttúrulegar tengingar í
gangi í þessum verkum en náttúran
notar svo fallegar endurtekningar.
Sjáðu hér í þessu pappaverki,“ segir
hann og gengur að næsta verki í
salnum: „Hér leggst hver einingin
að annarri, þær eru eins en samt
ekki. Í náttúrunni er sífelld endur-
tekning á einhverri reglu í gangi.“
Það er fallegt að heyra Carl tala
um náttúruheiminn en tilvísunin í
náttúruna í verkunum er honum
mjög mikilvæg. Stórt gifsverk á sýn-
ingunni byggir til að mynda á lauf-
blaði sem hann fann.
„Svona laufblöð stígum við dag-
lega á en í þessu sérstaka laufblaði
var frækorn fyrir mig til að gera
þetta stóra verk. Ef ég gef mér tím-
ann sem þarf til þess og þori að sjá í
því möguleikana þá getur eitthvað
spennandi gerst,“ segir hann.
„Það er oft svo spennandi að horfa
á þessa litlu hluti og fyrirbæri í nátt-
úrunni. Þótt þeir séu örlitlir þá eru
þeir fullkomir skúlptúrar. Eitt af því
sem mig langaði að segja með þess-
ari sýningu er að það er svo margt í
okkar daglega umhverfi sem við get-
um verið þakklát fyrir. Við þurfum
bara að taka eftir því.“
Keramikverkið í fimm stórum
hlutum sem stendur á miðju gólfi
segir Carl byggja á um 10 cm langri
grein af jólatré sem hafi beðið í ein
12 ár á vinnustofunni eftir hlutverki.
„Við ræktum jólatré í svona tíu ár
til að hafa þau inni hjá okkur í tvær
vikur og hendum þeim svo út. En
sjáðu hvað yfirborðið á þessari litlu
grein er ótrúlega fallegt. Ég vona að
mér hafi tekist að koma því til skila.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Náttúruverk Carl Boutard hugar að staðsetningu verka sinna í Ásmundarsafni. Keramikverkið fremst er unnið út
frá lítilli grein af jólatré, gifsskúlptúrinn stóri eftir laufblaði sem hann fann. Náttúrutengingin er Carli mikilvæg.
Margs konar náttúrulegar tengingar
- Í myndverkum sínum vinnur Carl Boutard út frá margs konar undraverðri hönnun í náttúrunni
- Í Ásmundarsafni má sjá stór verk eftir hann sem vísa til dæmis til grenigreina og laufblaða
K
órónuveirufaraldurinn er
greinilega ofarlega í huga
sumra höfunda. Jónína
Leósdóttir er í þessum
hópi og glæpasaga hennar, Launsát-
ur, ber þess glögg merki.
Sagan, sem er gráglettin og alvar-
leg spennusaga, gerist í byrjun apríl
2020. Veirufaraldurinn er ókunn ógn
og daglegar stöðufréttir eru ekki
uppörvandi. Talað er um heimsfár og
ofan á það leggst
innanlandsfár,
sem veldur ekki
síður áhyggjum.
Lífið er sjaldn-
ast dans á rósum
og fólk ber ekki
alltaf vandamálin
utan á sér, eins og
vel kemur fram í
Launsátri. Frá-
sögnin er samt ekki með áherslu á al-
varlegu nóturnar. Hún snýst fyrst og
fremst um hjónin fyrrverandi, Soffíu
rannsóknarlögreglumann og Adam
sálfræðing. Soffía er stjórnsöm og
heldur greinilega áfram þar sem frá
var horfið í sambandi þeirra; örugg
kona, sem veit hvað hún vill og engar
refjar. Hún fæst við erfitt mál og
þarf á stuðningi Adams að halda til
að leysa það. Hann er algjör and-
stæða; hlýðir henni í einu og öllu og
virkar eins og pervisi. Engu að síður
er hann eftirminnilegasti karakter
sögunnar og stelur algerlega sen-
unni. Á sviðið. Hann er dæmigerður
Breti, skipulagður, kurteis og vana-
fastur, drekkur sitt te og heldur í
aðra fasta siði. Hann fer að reglum
og hlýðir þríeykinu í hvívetna enda
sótthræddur með endemum. Í návígi
við aðra er hann því í óþægilegri að-
stöðu með tilliti til tveggja metra
reglunnar, en hann á margar hliðar
og er háll sem áll.
Að sumu leyti er Launsátur af
svipuðum meiði og Út að drepa túr-
ista eftir Þórarin Leifsson. Báðar
gerast þær í byrjun heimsfaraldurs-
ins og í báðum sögum er samanburði
við Poirot, helstu persónuna í
spennusögum Agöthu Christie, vísað
á bug. Húmorinn er ríkjandi hjá báð-
um höfundum, persónur þeirra láta
mörg gullkorn frá sér fara og þeir
hafa lag á að sjá alvarlegustu hluti í
kómísku ljósi.
Í Launsátri er drepið á mikil-
vægum samfélagsmálum með létt-
leikann að leiðarljósi. Vissulega frá-
vik frá normi sakamálasagna en
skemmtilegt enda ávallt mikilvægt
að líta á björtu hliðarnar og láta ekki
þær dökku hindra för.
Allir vegir færir
með spritt og hanska
Morgunblaðið/Eggert
Skemmtileg „Í Launsátri er drepið á mikilvægum samfélagsmálum með
léttleikann að leiðarljósi,“ segir um sögu Jónínu Leósdóttur.
Glæpasaga
Launsátur bbbbn
Eftir Jónínu Leósdóttur.
Mál og menning 2021.
307 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Hinn framsækni tónlistarhópur
Nordic Affect heldur tónleika í
Mengi í kvöld kl. 21. Hópurinn mun
frumflytja fimm verk og Íslands-
frumflytja eitt. Tónskáldin sem
eiga verk á efnisskránni eru þau
Finnur Karlsson, Jobina Tinne-
mans, Valgeir Sigurðsson, Fabio
Monni, Ingibjörg Ýr Skarphéð-
insdóttir og Benjamin Tassie. Í
fréttatilkynningu segir að verkin
tengist meðal annars stuttbylgju-
stöð, truflunum, eldi, kvartetti fyrir
landslag og hraun. Efnistök þess-
ara tónskálda séu jafn ólík og þau
eru mörg.
Stuttbylgjustöð, truflanir og eldur
Fjölbreytt Tónlistarhópurinn Nordic Af-
fect frumflytur fimm verk í Mengi.