Morgunblaðið - 16.10.2021, Side 51
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Sigursveitin, Ateria, var þá
framúrskarandi. Kornungar
stúlkur með tónlist sem
hljómaði eins og Faith með Cure,
síuð í gegnum þjóðlagastemmur
Þursa. Kryddað smekklega með
unglingasalti. Lögin voru drungaleg,
einföld og hæg en héldu athygli all-
an tímann. Alveg séríslensk „Hættu
að gráta Hringaná“-stemning yfir.
Stúlkurnar léku á ýmis hljóðfæri og
sýndu metnað, dug og þor, voru
skapandi og prófuðu sig óhikað
áfram … Maður fann það að þessi
sveit á aðeins eftir að vaxa. Efnivið-
urinn er þarna (persónulegar glósur
frá 2018, með smá breytingum).“
Já, Ateria sýndi og sannaði vorið
2018 að þarna var kominn
framtíðarmannskapur. Útgáfa hefur
hins vegar látið bíða eftir sér og ég
fagna því að geta loks sett eitthvað
formlegt niður um hana. Sveitar-
konur hafa reyndar stússast í
kringum tónlistargyðjuna óslitið,
Ása Önnu Ólafsdóttir hefur starf-
að sem Asalaus og yngra systkini
hennar, Eir, er hluti af Dymbrá-
flokknum. Þriðja liðskonan er svo
frænkan Fönn Fannarsdóttir.
Hluti af verðlaununum fyrir
Músíktilraunasigurinn voru tutt-
ugu upptökutímar í Sundlauginni
en bandið sá að það dugði ekki til
og skiptust þær því á að „þrífa
hljóðverið svo vikum skipti til þess
að vinna sér inn nægan tíma til að
hægt væri að taka upp heila
plötu,“ eins og segir í frétt á
albumm.is.
En hvernig er svo platan? Hún
hefst á „Intró“, eðlilega, og heyra
má í margvíslegum hljóðfærum
eins og í fjarska. Strengir, ásláttur,
söngur/org. Dulúðin stýrir málum
en verkið er knýjandi um leið.
„Afleiðingar“ hefst með gítarslætti
áður en vel feitar bassalínur og
trommur koma inn. Eir syngur og
gerir upp tilfinningar gagnvart
hræðilegum kennara sem hún um-
gekkst á Spáni eitt sinn. Lagið er
sjö og hálf mínúta og einkennist af
stígandi, það er spenna í því sem
stigmagnast með hverri mínútu.
Sargandi, öskrandi gítarar (eða eitt-
hvað annað) endar lagið. Þetta er
hálfgert síðrokk og andinn góður.
Flott, glúrin hljóðvinnsla hér á ferð.
„Ein“ viðheldur þessari stemningu.
Líkt og á Músíktilraunum, það er
gert út á gotneskan blæ, ýjað að
þjóðlögum og öllu haldið sæmilega
drungalegu og strípuðu. Einfaldur,
drynjandi bassi enn og aftur í bland
við gítarstrokur og varlegan áslátt.
Söngurinn er angistarfullur og text-
inn eins og og upp úr myrkum hús-
lestri á Hornströndum seint á sex-
tándu öld. En sjá! Síðustu eina og
hálfa mínútuna er skipt um gír, ljós-
geislar streyma inn og fallegur sam-
söngur leiðir lagið út. Aftur, flott
stílisering/útsetning. „Órói“ hefst á
hálfgerðum spænskum gítarslætti
finnst manni en undirtónninn er sem
fyrr, bæði þjóðlegur og myrkur. Og
alltaf þessi spenna, þessi knýjandi
bragur. Þetta er gamalt lag og var
flutt á Músíktilraunum. „Bródolía“
einkennist af fallegu gítarspili og
inniheldur heimsósómakvæði sem
fólk semur á unglingsárum. Selló
styður við þessa lágstemmdu smíð
sem gengur vel upp. „Landbrot“ er
og lag úr sarpinum og hefur verið til
allar götur síðan 2018. Sker sig
eilítið frá öðrum lögum hér þar sem
hlaðið er í klassískt rokk-riff að
hætti Zeppelin. Ekki einu sinni,
heldur tvisvar! Titillinn „Vituð ér
enn, eða hvað“ gefur svo til kynna
„nördismann“ sem Eir hefur gengist
kinnroðalaust við. „Saga fyrrverandi
verðandi fiðrildis“, endalagið, er lag
sem mér þykir vænt um, var lokalag
sveitarinnar á Músíktilraunum og
hápunkturinn. Lagið fellur engu að
síður nokkuð illa við heildarmyndina
á plötunni en ég held ég skilji þá
ákvörðun að leyfa því að fljóta með.
Þegar heildarmyndin er skoðuð
hanga fimm fyrstu lögin sterk sam-
an tematískt, það er þráður þar og
þetta eru sterk lög öll sem eitt.
Óvenjuleg á margan hátt og gefa til
kynna djörfung og dug. Hæfileikar
þessa tríós mega enda vera öllum
ljósir núna og megi því farnast vel á
vegum tónlistarinnar í framtíðinni,
hvernig svo sem það kýs að feta
hann.
Ljósmynd/Lilja Birgisdóttir
»
Það er gert út á
gotneskan blæ,
ýjað að þjóðlögum og
öllu haldið sæmilega
drungalegu og strípuðu.
Einfaldur, drynjandi
bassi enn og aftur í
bland við gítarstrokur
og varlegan áslátt.
Horft fram í gráðið
Þríeind Þær Ása, Eir
og Fönn skipa Ateriu.
Platan Andvari
(and_vari) er fyrsta
breiðskífa Ateriu,
sveitar sem sigraði
eftirminnilega í Músík-
tilraunum árið 2018.
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
S . F. C H R O N I C L E
B B C
T I M E O U T
SÍÐASTA BOND MYNDIN MEÐ DANIEL CRAIG
ÞESSA VERÐA ALLIR AÐ SJÁ Í BÍÓ
84%
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI NÝ ÍSLENSK – PÓLSK MYND FRAMLEIDD AF SAGA FILM
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI