Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 52

Morgunblaðið - 16.10.2021, Síða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 2021 F yrsti fjórðungur 20. aldar- innar er vinsælt viðfangs- efni sagnfræðinga. Litið er um eina öld aftur í tím- ann og rætur nútímalegs íslensks samfélags skoðaðar eins vel og kost- ur er. Þegar 100 ára afmælis heima- stjórnarinnar var minnst árið 2004 gaf ríkisstjórnin út sögu Stjórnar- ráðsins. Forsætis- nefnd Alþingis minntist tímamót- anna með því að standa að ritun bókar um þing- ræði á Íslandi í 100 ár. Í bókinni Upp með fánann (útg. 2012) skýrði Gunn- ar Þór Bjarnason sagnfræðingur örlög uppkastsins árið 1908. Hann sendi 2018 frá sér bók um sambandslagasamninginn og fullveldið 1. desember 1918. Fyrri heimsstyrjöldin og spænska veikin eru einnig viðfangsefni Gunnars Þórs í vinsælum bókum. Nú birstist enn eitt sagnfræðirit um þetta tímabil: Fyrsti sendiherra á Íslandi 1919-1924 eftir Jakob Þór Kristjánsson alþjóðastjórnmála- fræðing. Hann sendi árið 2017 frá sér bókina Mamma ég er á lífi um örlög íslenskra pilta sem fluttust til Kanada og börðust í fyrri heims- styrjöldinni. Í nýju bókinni segir Jakob Þór frá ævi og störfum stjórnarerindreka af dönskum og íslenskum ættum sem danska ríkis- stjórnin sendi hingað árið 1919 til að fylgja eftir sambandslagasamn- ingnum og leiðbeina íslenskum stjórnvöldum á fyrstu fullveldis- árunum. Bókin er reist á skjölum danska utanríkisráðuneytisins og sendiráðs- ins í Reykjavík auk einkaskjala og endurminninga sendiherra- hjónanna. Þau voru Johannes Erhardt Böggild (1878-1929) og Helga Pauline fædd Nielsen- Aarestrup (1873-1956). Bókin er í litlu kiljubroti og er texti mjög þéttur á hverri síðu henn- ar. Hún skiptist í þrjá hluta: (1) Kon- ungsríkið Ísland verður til; (2) Hið sjálfsagða fullveldi og (3) Æviágrip heimsborgara. Það er galli á efnis- yfirliti bókarinnar að þar er ekki blaðsíðutal. Þá fylgir textanum ekki nafnaskrá. Skrá yfir tilvísanir er mikil að vöxtum, þá fylgir góð heim- ildaskrá. Skrárnar bera með sér að höfundur hefur lagt alúð við verk sitt. Jakob Þór segir markmið sitt að rökstyðja að grundvallarbreyting- arnar sem urðu á heimsskipaninni á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar hafi mótað afstöðu danskra stjórn- valda til stöðu Íslands innan danska ríkisins. Viðhorf Dana til Íslands hafi fyrst og síðast ráðist af hags- munum danska ríkisins. Viðfangsefnið er ekki alltaf auð- velt þegar skýrðar eru deilur Dana og Þjóðverja um ráð yfir Slesvík og Holtsetalandi. Kjarninn er sá að hugur og taugar dönsku konungs- fjölskyldunnar voru mjög bundnar þessum svæðum þar sem Danir áttu undir högg að sækja gagnvart Þjóð- verjum. Það var þrautin þyngri fyrir konung og valdamenn í Kaupmanna- höfn að berjast fyrir réttindum (full- veldi) Dana þar en leggjast gegn kröfum Íslendinga um sambæri- legan rétt. Að höfundur setji samskipti Dana og Íslendinga á þessum árum í stærra samhengi en gert er þegar litið á þau einungis frá íslenskum sjónarhóli stækkar sjóndeildar- hringinn. Togstreitan var mikil hér á heimavelli og oft torskilin þeim sem lítur til hennar í ljósi stjórnmála líð- andi stundar. Í alþjóðasamskiptum var ekki síður tekist á um grund- vallarþætti þegar landamæri eins og við þekkjum þau enn þann dag í dag voru að fæðast. Tekst höfundi að gera þeim hræringum öllum skil. Trúnaður varð milli danska erind- rekans Böggilds og Jóns Magnús- sonar, forsætisráðherra Íslands, sem kemur vel frá þessari sögu. Það vekur undrun Böggilds að Íslendingar gleðjist ekki meira yfir nýfengnu fullveldi og fagni ekki Kristjáni X. konungi sínum af meiri innileika þegar hann kom hingað árið 1921. Íslendingum þótti það sem gerðist 1. desember 1918 næsta sjálfsagt og eðlilegt. Þeir fengu loks- ins beint og milliliðalaust samband við konung sinn. Það er ekki fyrr en síðar að tekið er til við að hampa 1. desember sem fullveldisdegi. Vegna konungskomunnar 1921 var hneykslast á veislunum og fjarg- viðrast yfir að fálkaorðan skyldi stofnuð. Þjóðlífsmyndin í bókinni er önnur en nú þegar litið er til ytri aðstæðna, þjóðarsálin er þó sem bet- ur fer enn söm við sig. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fá stórt sjónarhorn á þessa umbrota- tíma Íslandssögunnar er fengur að þessari bók. Hún er áminning um að í samskiptum þjóða er fátt tilvilj- unum háð. Þau mótast mjög af ytri aðstæðum eins og við blasir til dæm- is nú í samskiptum Dana við Fær- eyinga og Grænlendinga um skipan öryggismála innan danska ríkisins á Norður-Atlantshafi. Kafli Íslandssögunnar frá 1918 til 1944 er hluti sögu danska konungs- ríkisins sem er alls ekki lokið. Fullveldið með dönskum augum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fengur „Fyrir þá sem hafa áhuga á að fá stórt sjónarhorn á þessa umbrota- tíma Íslandssögunnar er fengur að þessari bók,“ segir um bók Jakobs Þórs. Sagnfræði Fyrsti sendiherra á Íslandi 1919-1924 bbbmn Eftir Jakob Þór Kristjánsson. Sögur, 2021. Kilja, 186 bls, BJÖRN BJARNASON BÆKUR Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég hef lengi stefnt að því að flytja Vetrarferðina enda er hún ástæðan fyrir því að ég fór að læra söng,“ seg- ir barítónsöngvarinn Jóhann Krist- insson. Og nú er komið að því – Jó- hann, sem starfar sem söngvari í Þýskalandi, er kominn til landsins ásamt félaga sínum píanóleikaranum Ammiel Bushakevitz og í vikunni hafa þeir þegar flutt þennan fræga ljóðaflokk Franz Schuberts tvisvar hér á landi, á Akranesi og Ísafirði. Og þeir flytja hann í Salnum á morg- un, sunnudag, kl. 15. Þetta er í fjórða skipti sem Jóhann og Bushakevitz halda tónleika saman hér á landi og þeirra þriðju í Salnum, og hafa þeir hlotið mikið lof fyrir frammistöðuna. Vetrarferðin þykir vera er eitt helsta öndvegisverk ljóðasönglist- arinnar og er með því síðasta sem Schubert samdi á sinn stuttu ævi. Lögin samdi hann við ljóð eftir Wil- helm Müller. „Við Ammiel ætluðum fyrst að flytja Vetrarferðina saman í fyrra en vegna Covid var því frestað tvisvar,“ segir Jóhann og að þessir frægu ljóðasöngvar hafi í raun verið þess valdandi að hann langaði að byrja að læra að syngja. „Vetrarferðin fyllti mig forvitni fyrir þessu formi og ég vildi prófa þetta,“ segir hann. – Hvar var það sem þú heyrðir hana fyrst? „Það var á tónleikum með pabba og Jónasi Ingimundarsyni fyrir svona fimmtán árum,“ svarar hann en faðir Jóhanns er stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson. „Ég var djúpt snortinn á þeim tónleikum og féll þá fyrir þessu listformi. Það veitti mér svo mikinn innblástur að sjá hvað hægt er að hreyfa við manni með ljóðasöng.“ – Hafðir þú ekkert verið að syngja? „Nei, ekki neitt. Ég var aldrei í kór sem barn og fór ekki að læra söng fyrr en ég var 21 árs. Pabbi hélt söng aldrei að mér, enda fer maður ekki í þetta nema langa virkilega til þess.“ Ætla bara að syngja allt „Þetta er stórt og mikið verk og krefst mikils þreks,“ segir Jóhann um ljóðaflokkinn. „Svo er viðfangs- efni Vetrarferðarinnar þannig að maður þarf að hafa upplifað ýmislegt – þótt ég hafi aldrei verið nálægt því jafn illa staddur í lífinu og okkar maður í ljóðaflokknum, en ég hef nú samt upplifað ýmislegt.“ Þegar Jóhann er spurður um áskoranir sem flytjandi verksins stendur frammi fyrir, þá segir hann að viðkomandi þurfi að geta „sungið djúpt, hátt, veikt og líka sterkt. Og í 80 mínútur. Svo er viðfangsefnið vandmeðfarið og viðkvæmt.“ Jóhann hefur verið að hasla sér völl sem söngvari og stefnir ekki á neina sérhæfingu í ljóðasöng. „Ég ætla bara að syngja allt,“ segir hann. „Ljóðasöngur heillar mig vissulega og er ástæða þess að ég byrjaði að syngja – en mér finnst líka gaman að syngja óperur og óratoríur.“ Jóhann segir að mjög sé að lifna yfir tónlistarlífinu í Þýskalandi og verkefnin bíða hans. „Það er nóg að gera. Eftir áramót verð ég í tveimur uppfærslum í Hamborgaróperunni og nú eftir mánaðamót syng ég í Elbfílharm- óníunni með strengjakvartett, ljóða- flokka eftir Ralph Vaughan Williams og Samuel Barber. Næsta verkefni okkar félaganna verður svo að hljóðrita ljóðaflokkinn Des Knaben Wunderhorn eftir Mahler í Austurríki og hann kemur út á geisladiski.“ Þetta verk Mahlers fluttu þeir í Salnum í mars í vor. – En stendur til að flytja Vetrar- ferðina á meginlandinu? „Við eigum örugglega eftir að gera það einhvern tímann í framtíðinni,“ svarar Jóhann glaðbeittur. „Vetrarferðin fyllti mig forvitni“ - Jóhann Kristinsson og Bushakevitz flytja Vetrarferðina Morgunblaðið/Golli Félagarnir „Þetta er stórt og mikið verk og krefst mikils þreks,“ segir Jó- hann. Þeir Bushakevits voru myndaðir í Salnum fyrir fjórum árum. Undirbúningur fyrir hrekkjavöku fer fram á Landnámssýningunni í Reykjavík á morgun, sunnudag, kl. 13. Þar verður boðið upp á fjöl- skyldusmiðju í leir og teikningu með hrekkjavökuþema. Þátttak- endum býðst að teikna og móta hauskúpur, beinagrindur og fleira skemmtilegt í anda hrekkjavök- unnar. Myndlistakonan og listkenn- arinn Björk Viggósdóttir leiðir smiðjuna. „Í lok smiðjunnar taka börnin sköpunarverk sín með heim til að fæla frá verur að handan sem eiga það til að hrekkja mann- fólkið þegar tími hrekkjavökunnar rennur í garð,“ segir í tilkynningu. Þátttaka er ókeypis fyrir börn 17 ára og yngri, menningarkorts- hafa og öryrkja. Aðrir greiða 1.800 kr. sem gildir jafnframt á sýninguna. Vegna sóttvarna er að- eins rými fyrir 25 þátttakendur, en tekið er á móti skráningu í s: 411- 6370. Hauskúpu- og beinagrindasmiðja Kúpur Fjölskyldusmiðja með hrekkjavöku- þema verður á Landnámssýningunni. María Loftsdóttir sýnir akrýl- og vatnslitamyndir á sýningu sem nefn- ist Grafarvogur – átta hverfa sýn og opnuð er á Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 14. „Myndirnar á sýningunni eru full- ar af litum og orku, þær draga fram einkenni hverfanna átta sem mynda Grafarvoginn,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að María sé alþýðu- listakona sem hefur flakkað víða um heiminn, með pappír og liti í fartesk- inu. „Að þessu sinni lítur hún sér nær og leitar innblásturs á heimaslóðum.“ Sýningin stendur til 11. nóvember og er opin á afgreiðslutíma safnsins, þ.e. mánudaga til fimmtudaga kl. 10-19, föstudaga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-16. Grafarvogur – átta hverfa sýn Staðahverfi. Eitt málverka Maríu. Skáldið, taóið og dulspekin er yfirskrift málþings sem haldið verður í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar í dag, laugardag, milli kl. 10 og 15. Í tilkynningu frá skipu- leggjendum kemur fram að í ár eru 100 ár liðin frá út- gáfu fyrstu íslensku útleggingarinnar á Bókinni um veg- inn. „Síðan hefur ritið verið þýtt fjórum sinnum til viðbótar, þar af einu sinni úr frummálinu, en þessi fyrsta endursögn eftir bræðurna Jakob J. Smára og Yngva Jóhannesson hefur þó ávallt notið mestrar hylli, líklega einkum og sér í lagi eftir að Halldór Kiljan Laxness skrifaði formála að 2. útgáfu hennar sem út kom fyrir 50 árum eða árið 1971.“ Á málþinginu verður fjallað um tengsl verka Halldórs og daoismans (einnig ritað taóismans) sem og dulspeki í víðari skilningi. Erindi á málþinginu flytja Jóhann Páll Árnason, Pétur Pétursson, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Halldór Xinyu Zhang, Geir Sigurðsson, Kristín Nanna Einarsdóttir, Halldór Guðmundsson og Benedikt Hjartarson. Allar nánari upplýsingar um erindin og málþingið má finna á vefnum vigdis.hi.is/. Geir Sigurðsson Skáldið Laxness, taóið og dulspekin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.