Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Varðskipið Freyja lagðist að Faxagarði í
Reykjavíkur um fjögurleytið í gær, en þetta er
í fyrsta sinn sem hið nýja varðskip kemur til
Næstu daga verður tölvukerfi sett upp í
Freyju sem og annar búnaður sem tilheyrir
störfum gæslunnar, auk þess sem björg-
unarbúnaður verður fluttur af Tý yfir í Freyju.
Gert er ráð fyrir að Freyja haldi í sína fyrstu
eftirlitsferð um Íslandsmið hinn 22. nóvember.
höfuðborgarinnar. Hitti Freyja þar fyrir varð-
skipið Þór og voru varðskipin tvö tignarleg,
þar sem þau lágu við bryggju.
Freyja kom til hafnar í Reykjavík í fyrsta sinn
Freyja hitti Þór í fyrstu Reykjavíkurferðinni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs
Samtaka atvinnulífsins telur ekki að
umræða sé í fyrirtækjum á almenn-
um vinnumarkaði hér á landi að gera
bólusetningu starfsfólks gegn
kórónuveirunni að skyldu. Hann
bendir á að til séu vægari úrræði til
að auka öryggi á vinnustöðum, til
dæmis skimanir, og bendir á að boðið
sé upp á hraðpróf sem gefi góða vís-
bendingu um það hvort fólk er smitað
eða ekki.
Skylda í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn stefnir að því að
skylda alla starfsmenn hjá alríkis-
stjórninni til að láta bólusetja sig.
Þessi skylda mun einnig ná til allra
heilbrigðisstofnana sem vinna fyrir
opinbert sjúkratryggingakerfi lands-
ins. Joe Biden forseti tilkynnti þetta á
dögunum og hafa orðið harðar um-
ræður um málið. Þá mun atvinnu-
málaráðuneyti Bandaríkjanna gefa út
reglur sem skylda alla vinnustaði þar
sem fleiri en hundrað starfa til að
tryggja bólusetningu starfsmanna
sinna eða sjá til þess að þeir séu skim-
aðir vikulega vegna Covid-19.
Ragnar Árnason, forstöðumaður
vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnu-
lífsins, bendir á að staðan á Íslandi sé
önnur er í Bandaríkjanum þar sem
mun fleiri íbúar þar séu neikvæðir
gagnvart bólusetningum en hér.
„Það er engin umræða hjá okkur
um að gera bólusetningar starfs-
manna að skyldu, ekki frekar en í
flestum þeim löndum sem við berum
okkur saman við,“ segir Ragnar og
bendir á að til séu vægari úrræði til
að draga úr hættu á að smit berist um
vinnustaði og lami starfsemina því
boðið sé upp á hraðpróf sem teljist
nokkuð örugg vísbending um það
hvort fólk sé smitað eða ekki. „Með
tilkomu hraðprófanna geta fyrirtæki
þar sem starfsfólkið vinnur í miklu
návígi eða þjónar viðkvæmum hópum
sett upp reglubundnar skimanir til að
draga úr möguleikum á að smit sé í
hópnum.“ Skylda til skimunar sé
minna inngrip í einkalíf starfsfólks en
skylda til bólusetningar.
Tekur Ragnar fram að hann hafi
ekki heyrt af að fyrirtæki væru að
setja upp miklar áætlanir um reglu-
bundnar skimanir með hraðprófum.
Það eigi kannski frekar við í opinbera
geiranum, til dæmis hjá stærri heil-
brigðisstofnunum, þar sem starfs-
fólkið er í samskiptum við fólk úr við-
kvæmum hópum.
Skyldubólusetning ekki rædd
Morgunblaðið/Unnur Karen
Suðurlandsbraut Fyrirtæki geta nýtt sér reglubundnar skimanir með
hraðprófum til þess að lágmarka hættu á smiti á vinnustaðnum.
- Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA bendir á að til séu vægari úrræði en að
skylda starfsfólk til bólusetningar - Reglubundin hraðpróf eru annar möguleiki
Guðný Bjarnadóttir læknir greinir í
aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag
frá því að Kristinn E. Andrésson,
fyrrverandi þingmaður og ritstjóri
Tímarits Máls og menningar, hafi
misnotað hana kynferðislega í tví-
gang þegar hún var einungis níu ára
gömul.
Segir hún svo frá að sér hafi verið
boðið heim til Kristins og Þóru Vig-
fúsdóttur, eiginkonu hans, til þess að
lesa Sálminn um blómið, en Kristinn
og Þóra voru vinahjón foreldra Guð-
nýjar, og bókin ekki til á heimili henn-
ar.
Greinir Guðný frá því að þegar hún
var búin að koma sér fyrir í sófa í stof-
unni hjá þeim hafi Þóra farið fram, en
Kristinn þá byrj-
að að þukla á
henni. Þegar
Guðný komst und-
an sagðist hún
þurfa að fara
heim, og keyrði
Kristinn hana
þangað. Á leiðinni
spurði hann Guð-
nýju hvort hún
vildi koma með
sér upp í Heiðmörk, en Guðný neitaði
og Kristinn hafi því keyrt hana heim.
Guðný segir einnig að nokkrum
mánuðum síðar hafi Kristinn misnot-
að hana með svipuðum hætti á hennar
eigin heimili, en þar var hann mættur
óvænt til þess að gefa foreldrum Guð-
nýjar bók. Þá hafi Kristinn einnig
ítrekað reynt að fá hana aftur í heim-
sókn, en hún neitað.
Segir Guðný í greininni að hún hafi
þagað yfir þessu og skammast sín í
áratugi. Hún hafi sagt maka sínum
frá þessu, en ekki foreldrum sínum,
og ákveðið að þau fengju að deyja án
þess að vita.
„Sjálf vona ég að mér takist nú að
skila skömminni frá mér, nú loksins
þegar ég kem mér að því að skrifa um
þessa lífsreynslu, sem ég hefði svo
sannarlega viljað vera án þegar ég
var níu ára gömul, nú sextíu árum síð-
ar,“ segir Guðný í niðurlagi greinar
sinnar. »15
Segir Kristin E. hafa mis-
notað hana kynferðislega
- Vill skila skömminni sextíu árum eftir meint brot Kristins
Kristinn E.
Andrésson
Alvarlegt umferðarslys varð á
Moldhaugnahálsi rétt fyrir kl. 13:00
í gær, þegar tvær bifreiðar skullu
saman. Voru ökumenn beggja bif-
reiða fluttir á sjúkrahúsið á Ak-
ureyri ásamt farþega í annarri bif-
reiðinni. Engar frekari upplýsingar
var að fá um líðan fólksins í gær-
kvöldi.
Þurfti að loka hringveginum
vegna slyssins og var hann opnaður
um hálffimmleytið í gær.
Alvarlegt umferð-
arslys á hringvegi
Kjörstjórn Kennarasambands Ís-
lands ákvað í gær að bæta við sólar-
hring í formannskjöri sambandsins.
Lýkur því atkvæðagreiðslunni kl.
14 í dag. Var ákvörðunin tekin
vegna bilunar á innri vef félagsins,
sem gerði það að verkum að fé-
lagsmenn komust illa inn í kosn-
ingakerfið.
Sagði á heimasíðu sambandsins
að kosningakerfið væri komið í lag
en að gera mætti ráð fyrir að kerfið
myndi vera hægt áfram. Ætti fólk
því að reyna aftur síðar, ef gengi
illa að greiða atkvæði. Kjörsókn
var 48,45% á hádegi í gær.
Frestur til að kjósa
í KÍ framlengdur