Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 4

Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta haust er búið að vera erfiðara en mörg önnur. Það er einfaldlega ekki hægt að þenja kerfið meira út,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir, með- stjórnandi í stjórn Félags stjórn- enda leikskóla og leikskólastjóri í Kópavogi. Um helgina var birt á netmiðlum nafnlaust bréf frá leikskólakennara í Hafnarfirði þar sem hann bað börn og foreldra afsök- unar á því að geta ekki sinnt starfi sínu nægilega vel. Í umræddu bréfi er rakið að starfsfólk sé að sligast undan álagi vegna manneklu sem komi til vegna veikinda starfs- fólks, vinnu- tímastyttingar og fjarveru kennara við umönnun og kennslu sem ekki sé bætt með afleysingafólki. Of mörg börn séu á hvern starfsmann og of lítið rými fyrir börn og starfsmenn. „Því miður held ég að þetta sé raunin í flestöllum leikskólum lands- ins eins og staðan er í dag,“ segir Sigrún sem hefur rætt við kollega sína í nokkrum sveitarfélögum. „Það er knappt gefið í starfsmannahaldi og hefur lengi verið. Róðurinn er þó þyngri núna því sveitarfélög hafa biðlað til stjórnenda að draga saman seglin og fara ekki umfram í ráðn- ingum og öðru. Til viðbótar kemur vinnutímastytting. Það segir sig sjálft að þegar starfsmaður fer út og enginn kemur í staðinn þá eykst álagið á þá sem eftir eru. Stakk- urinn var þröngur fyrir og nú er hann sprunginn.“ Þá eru ótalin ýmis atriði tengd kórónuveirunni sem hafa gert mönnun erfiðari en áður. Starfsfólk hefur þurft að fara í sóttkví eins og aðrir. Meira er um veikindi en áður var enda vill fólk síður mæta slappt til vinnu og smita aðra í kringum sig að sögn Sigrúnar. „Svo er eitt enn sem hefur komið okkur verulega á óvart. Þótt það sé 7-8% atvinnuleysi þá skilar það sér ekki í umsóknum á leikskóla. Þó svo að við ætluðum að fara þá leið að ráða umfram í stöður þá er mannskapurinn einfaldlega ekki til staðar. Þetta er því hálfgerð pattstaða,“ segir Sigrún. Leikskólastjórinn segir að það svíði að hlusta á sveitarstjórnar- menn lofa því að fleiri börn verði tekin inn og kerfið þanið enn meira út. Hún telur að skilgreina þurfi vandann betur. „Sveitarstjórnar- menn vilja brúa bilið frá fæðingar- orlofi, sem er göfugt markmið. En á meðan fagmenntun í leikskólum er ekki meiri og aðbúnaður ekki betri en raun ber vitni – rými barna í leik- skólum hér er minna en í nágranna- löndunum og börn dvelja lengur í skólunum hér en annars staðar – erum við kannski ekki að skapa þær aðstæður sem okkur er uppálagt að veita börnunum.“ Hún rifjar upp að fréttir hafi ný- verið birst af kulnun hjá grunnskólakennurum. „Ég held að ástandið sé ekki skárra hjá leikskólakennurum.“ Hún segir að eins árs gömul börn séu gjarnan í leikskóla í 8-9 tíma á dag. „Ímyndaðu þér bara að vera í 63 fermetra rými með 18-20 öðrum börnum og þremur fullorðnum í all- an þann tíma. Álagið á slíkum stað er geigvænlegt. Fólk fær nóg eftir 2-3 tíma í barnaafmælum við þessar aðstæður.“ Sigrún segir aðspurð að hún myndi vilja bæta kerfið með því að lengja fæðingarorlof til 18 mánaða og bjóða foreldrum sem það vilji að þiggja heimgreiðslur sem nema nið- urgreiðslu sveitarfélagsins til þriggja ára aldurs. Þær greiðslur nema gjarnan um 250 þúsund krón- um. „Þótt þetta séu ekki háar upp- hæðir fyrir foreldra hefðu þeir þetta val og það myndi létta á kerfinu.“ Þá kveðst hún vilja að tímafjöldi dag hvern verði takmarkaður og rými stækkuð. Auk þess væri rétt að hennar mati að leikskólar væru lok- aðir í vetrarfríum, milli jóla og nýárs og um páska. Segir álagið „geigvænlegt“ - Leikskólastjóri segir breytinga þörf Morgunblaðið/Eggert Leikskóli Starfsfólk leikskóla er sagt vera að sligast undan álagi. Sigrún Hulda Jónsdóttir Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, hefst í dag í Hörpu, en þetta er í fjórða sinn sem heimsþingið er haldið. Yf- irskrift þingsins að þessu sinni er ,,Po- wer together for progress“ og er Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sérstakur verndari Heims- þingsins líkt og fyrri ár. Um 600 kven- leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og víðar frá um 90 löndum taka þátt, þar af um 200 í Hörpu og 400 með rafrænum hætti hvaðanæva úr heiminum. Heimsþing kvenleiðtoga haldið í fjórða sinn Morgunblaðið/Unnur Karen Ráðstefna Undirbúningur ráðstefnunnar var í fullum gangi í gærkvöldi. Stefnt er að því að senda út 10.000 SMS-boð á föstudag vegna örvunar- bólusetningar sem fer fram á mánu- dag, 15. nóvember. Svo verða jafn mörg boð send á mánudag vegna þeirra sem boðaðir eru á þriðjudag og svo koll af kolli, að sögn Ragn- heiðar Óskar Erlendsdóttur, fram- kvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu verður bólusett með Pfizer-bóluefni í aðalsal Laugardalshallar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá 15. nóvember til 8. desember. Margir hafa þegar fengið örvunar- bólusetningu. Það eru 70 ára og eldri, heimilisfólk hjúkrunarheimila og heilbrigðisstarfsmenn í framlínu. Þeir sem verða boðaðir nú eru að- allega 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma sem var bólusett á vormánuðum. Miðað er við að liðnir séu minnst sex mánuðir frá því fólk fékk aðra sprautuna. „Við biðlum til fólks að mæta í bólusetninguna og vonum að það drífi sig til okkar,“ sagði Ragnheiður Ósk. Líða þurfa tvær vikur frá því fólk fékk inflúensubólusetningu þar tl það má fá örvunarsprautu gegn Covid. „Ef fólk fær boð og er nýbúið að fá inflúensubólusetningu þá getur það komið þegar þessar tvær vikur eru liðnar. Það þarf ekki að fá nýtt boð heldur notar bara sama boðið.“ Fólk er minnt á að mæta í stutt- ermabol í bólusetninguna. Undanfarna mánuði hafa 500 – 1.000 manns mætt í bólusetningu gegn Covid-19 á hverjum virkum degi á Suðurlandsbraut 34. Þeir sem þegar hafa fengið örvunarbólusetn- ingu skipta orðið þúsundum. Í fyrradag greindust 117 með kór- ónuveiruna innanlands. Þar af voru 66 í sóttkví. Af þeim sem greindust voru 45 óbólusettir. Fimm smit greindust á landamærunum. Á sjúkrahúsi voru 18 og þar af fimm á gjörgæslu. Í einangrun voru 1.157 í gær og 2.410 í sóttkví. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Bólusetning Stöðugur straumur fólks hefur verið í örvunarbólusetningu á Suðurlandsbraut 34 undanfarið. Senda út boð í þriðju sprautu fyrir helgina - Átak vegna örvunarbólusetninga hefst á mánudaginn 175 150 125 100 75 50 25 0 júlí ágúst september okt. nóv. Staðfest smit 7 daga meðaltal H ei m ild :c ov id .is kl .1 3 .0 0 íg æ r2.410 einstaklingar eru í sóttkví Fjöldi innanlands- smita frá 12. júlí 239 eru í skimunarsóttkví1.157 eru með virkt smit og í einangrun 18 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar affimmá gjörgæslu 303 ný innanlandssmit greindust sl. helgi (fös. 5. til sun. 7. nóvember) Brynjar Níelsson varaþingmaður er gestur á opnum hádegisfundi á morgun, miðvikudaginn 10. nóvember, kl. 12:00 í Valhöll. Allir velkomnir! Fundur! Samtaka eldri sjálfstæðismanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.