Morgunblaðið - 09.11.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.11.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 Berum ábyrgð á eigin heilsu www.nlfi.is Sjálfbærni og umhverfisvernd Af hverju skiptir þetta máli og hvað er hægt að gera? Gunnar Dofri Ólafsson Eyrún Gígja Káradóttir Gunnar S. Magnússon Stefán Gíslason Sævar Helgi Bragason Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - Þriðjudaginn 9. nóvember kl.19:30 Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þriðjudaginn 9. nóvember kl. 19:30 • Grænn lífsstíll • Innkaup • Mataræði - kolefnisspor • Heimilissorp - flokkun • Umgengni • Neysluósiðir • Nýjasta nýtt í umhverfisvernd Fundarstjóri: Gunnar S. Magnússon sviðsstjóri sjálfbærni hjá Ernst & Young Frummælendur: Gunnar Dofri Ólafsson sérfr. í samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu Endar þetta ekki bara allt í sömu holunni hvort eð er? Sævar Helgi Bragason rithöfundur og stjörnufræðingur Grænn lífsstíll og eigin reynsla af umhverfisvernd Eyrún Gígja Káradóttir verkefnastjóri fræðslumála hjá Vistorku Neysluhyggja og meðhöndlun úrgangs Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur Matur er ekki bara matur Allir velkomnir - Enginn aðgangseyrir Í kvöld Þórshöfn | Á hrekkjavöku getur allt gerst og í Grunnskólanum á Þórshöfn voru ýmsar furðuverur á kreiki. Í smíðastofunni settist að óhugguleg norn sem klófest hafði nokkur fórnarlömb, bæði skóla- stjórann og óheppna nemendur. Hápunktur hrekkja- vökunnar var ball grunnskólanemenda í félagsheim- ilinu og þar náði óhugnaðurinn hámarki þegar dimmt var orðið. Morgunblaðið/Líney Sigurðardótir Í nornaklóm á hrekkjavöku Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Við sjáum fyrir okkur að það verði fundað út þessa viku,“ segir Birgir Ármannsson, formaður undirbún- ingskjörbréfa- nefndar Alþingis, um stöðuna í vinnu nefndar- innar. Hann segir að nefndin sé mjög varkár í yf- irlýsingum um tímarammann, og að hann geti ekk- ert fullyrt hver staðan verði við vikulokin. „Við erum auðvitað að reyna að færa okkur í átt að niðurstöðu, en það er alveg ljóst að það eru þó nokkrar umræður eftir í nefndinni og ekki víst hvaða tíma það tekur.“ Hann segir að nefndin sé komin langt í gagnaöflun og sjái fyrir end- ann á henni, en að enn sé eftir að ræða hvernig þau gögn sem fram eru komin verði metin, og einnig hvernig þau lagalegu atriði verði metin sem þurfi að hafa í huga þeg- ar gengið sé frá niðurstöðum nefnd- arinnar. „Það eru því þessi atriði sem kalla á mat nefndarinnar, bæði hvað varðar mat á málavöxtum og síðan mat á lagalegum atriðum.“ Í gær birtist á heimasíðu nefnd- arinnar drög að málsatvikalýsingu á framkvæmd kosninganna í Norð- vesturkjördæmi. Birgir segir að auðvitað séu fleiri atriði undir í starfi nefndarinnar en bara kosn- ingin í því kjördæmi, en að þar sem flest kærumálin sneru að því kjör- dæmi hefði nefndin talið rétt á þessu stigi að gera opinbera þessa samantekt á málsatvikalýsingu sem nefndin sé að vinna. Gefa kost á athugasemdum „Ástæðan fyrir því að við birtum þetta núna, áður en við erum búin að ganga frá þessu og ganga frá okkar tillögun, er sú að við erum að gefa aðilum kost á að koma á fram- færi athugasemdum ef einhverjar eru við málsatvikalýsinguna. Við væntum þá þess að ef einhverjir vilji koma á framfæri nýjum atvik- um sem ekki koma fram í þessari lýsingu, að þá er færi til þess að gera það núna áður en við lokum skjalinu.“ Birgir segir að meðal annars hafi verið óskað eftir athugasemdum frá þeim aðilum sem sendu inn kæru, og þeim sem hugsanlega hefðu upp- lýsingar um málsatvik. Þeir hefðu þá tækifæri á næstu dögum til þess að koma fram með ábendingar, telji þeir ástæðu til. „Þar erum við að hugsa til þess að ef fólk er með beinharðar leiðréttingar eða nýjar upplýsingar sem máli skipta, þá er núna færi til að koma því á fram- færi.“ Gagnaöflun komin langt - Drög að atvikalýsingu gerð opinber Birgir Ármannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.