Morgunblaðið - 09.11.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS
Kórónuveirusmit í heiminum náðu í
gær 250 milljónum frá upphafi far-
aldursins, þótt meðalfjöldi smita hafi
síðustu þrjá mánuði dregist saman
um 36 prósent. Hið bráðsmitandi
Delta-afbrigði er afgerandi í þessari
tölfræði, enda greinast nú að jafnaði
um 50 milljónir nýrra smita í heim-
inum hvert 90 daga tímabil.
Til samanburðar má líta til þess að
fyrstu 50 milljónir kórónuveirusmita
í faraldrinum greindust á tæpu ári.
Þrátt fyrir að smitum fjölgi nú í 55 af
240 löndum, og Austur-Evrópubúar
hafi upplifað skyndilega fjölgun til-
fella síðustu daga, eru farald-
ursfræðingar og fleiri sérfræðingar í
heilbrigðismálum bjartsýnir og telja
fjölda landa nú hafa komist gegnum
skæðustu orrahríðina, þökk sé bólu-
setningum og eðlilegri berskjöldun
gagnvart veirunni. Ástæða sé þó til
að gæta fyllstu varúðar nú þegar
kólnar í veðri auk þess sem hátíð
ljóss og friðar er á næsta leiti með
tilheyrandi samkomum.
„Við teljum að frá því nú og til árs-
loka 2022 komi sá tími að við náum
stjórn á veirunni [...] og getum dreg-
ið verulega úr alvarlegum veikindum
og dauða,“ sagði Maria van Kerk-
hove, faraldursfræðingur hjá Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnuninni, við
Reuters-fréttastofuna í síðustu viku.
Töluvert hefur syrt í álinn hjá
Rússum, Úkraínumönnum og
Grikkjum, en í ranni þessara þjóða
er nýgengi smita með því mesta frá
upphafi þessa dagana, enda hlutfall
bólusettra í austurhluta Evrópu það
lægsta í álfunni. Íhuga Rússar að
herða sóttvarnareglur sínar auk
þess sem þar hefur komið til tals að
framlengja vikulangt frí vinnandi
fólks, sem Pútín forseti fyrirskipaði
og nú er að ljúka. atlisteinn@mbl.is
AFP
Biðröð Fólk bíður eftir sprautu í
Radeberg í Þýskalandi í gær.
Smit í heiminum
ná 250 milljónum
- Staðan ískyggileg í Austur-Evrópu
Rekstraraðilar
almennings-
samgangna um
gervallan Noreg
lepja nú dauðann
úr skel þar sem
farþegarnir skila
sér ekki nema að
litlu leyti eftir að
hjarta samfélags-
ins tók að slá á ný
í kjölfar lokana.
Nýr lífsstíll vinnandi fólks er skrif-
stofa heima í stofu og þótt umferð
einkabíla um norskar götur sé nú
nánast komin í sama horf og fyrir
veiru eiga almenningssamgöngur
langt í land og biðja stjórnendur
þeirra ríkisstjórnina um milljarð
norskra króna, ellegar leggist akst-
ur utan Óslóar af á sunnudögum og
eftir klukkan 20 aðra daga. Jon-Ivar
Nygård samgönguráðherra segir
hins vegar þvert nei, fylkin hafi
fengið 900 milljónir í styrki og nú
verði þau bara að bjarga sér sjálf.
NOREGUR
Samgöngur Norð-
manna í ógöngum
Sporvagn í Ósló.
Svo virðist sem
Kínverjar hafi
dundað sér við að
smíða eftirlík-
ingar í nær fullri
stærð af banda-
rískum hern-
aðarsjóförum í
eyðimörk í Xinji-
ang-héraðinu í
Norðvestur-Kína.
Á gervihnatt-
armyndum, sem bandaríska geim-
tæknifyrirtækið Maxar hefur tekið,
má sjá stóreflis flugmóðurskip á
járnbrautarteinum og aðrar myndir
leiddu í ljós tvo tundurspilla.
Að sögn fréttasíðunnar USNI
News, sem fjallar einkum um það
sem hæst ber hjá bandaríska sjó-
hernum, má gera því skóna að skipa-
líkönin risavöxnu séu æfingaskot-
mörk, en Kínverjar hafa árum
saman unnið að þróun á og til-
raunum með flugskeyti sem gerð
eru til að granda sjóförum, með
áherslu á bandarísk herskip.
KÍNA
Tröllaukin skipa-
líkön í eyðimörkinni
Flugmóðurskip í
miðri eyðimörk.
Því var lýst yfir í Níkaragva í gær að
Daniel Ortega hefði verið endurkjör-
inn forseti landsins í kosningunum
sem þar fóru fram á sunnudaginn.
Var hann sagður hafa hlotið um 75%
atkvæða. Hann verður forseti næstu
fimm ár, fjórða kjörtímabilið í röð.
Kjörsókn var sögð um 65%.
Eiginkona Ortega, Rosario Mur-
illo, var endurkjörin varaforseti. Or-
tega segir að í reynd séu forsetar
landsins tveir því eiginkonan hafi
jafnmikil völd og hann.
Fáir taka þó mark á þessum fregn-
um því Ortega er í reynd einræðis-
herra og hefur látið handtaka fjöl-
marga pólitíska andstæðinga sína.
Meðal þeirra eru nokkrir stjórnmála-
menn sem taldir eru hafa átt mögu-
leika á sigri ef kosningarnar hefðu
farið fram eftir lýðræðislegum leik-
reglum. Mannréttindasamtökum var
meinað að fylgjast með kosningun-
um.
Meðal þeirra sem fordæmt hafa
vinnubrögð stjórnvalda í Níkaragva
eru Joe Biden Bandaríkjaforseti og
leiðtogar Evrópusambandsins.
Forsetahjónin eru bæði á áttræðis-
aldri. Ortega, sem verður 76 ára í vik-
unni, var leiðtogi Níkaragva á árun-
um 1979 til 1990. Komst hann
upphaflega til valda í byltingu skæru-
liðahreyfingar Sandinista (FSLN)
þegar einræðisstjórn Anastastio So-
moza var steypt af stóli. Somoza hafði
um árabil notið stuðnings Banda-
ríkjamanna. Sandinistar nutu stuðn-
ings stjórnvalda á Kúbu og Sovétríkj-
anna þegar þau voru enn við lýði.
Efnahagsleg upplausn í landinu leiddi
til þess að hann tapaði í kosningum
1990 og fór frá völdum þar til hann
sneri aftur árið 2007 og náði þá kjöri.
Ortega tryggir sér völdin
- Sandinistaleiðtoginn lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Níkaragva
- Fjöldi andstæðinga í varðhaldi - Bandaríkin og ESB fordæma vinnubrögðin
AFP
Fagna Liðsmenn Sandinista (FSLN) fóru sigri hrósandi um götur Managva,
höfuðborgar Níkaragva, eftir að fyrstu tölur í kosningum voru birtar.
New York-maraþonið var haldið í
fimmtugasta sinn um helgina með
miklu tilstandi og um 39 þúsund
þátttakendum. Keppnin var ekki
haldin í fyrra vegna Covid-
faraldursins og þátttakan í ár,
sem var mun minni en áður, sýnir
að mikill fjöldi hlaupara er enn
ekki reiðubúinn að taka áhættuna
af því vera innan um fjölmenni
þar sem enginn ber andlitsgrímu.
Þegar maraþonið var haldið 2019
voru þátttakendur rúmlega 50
þúsund.
Verðlaun voru að venju vegleg.
Sigurvegararnir í fyrsta sæti, Al-
bert Korir frá Kenía í karlaflokki
og samlandi hans Peres Jepchir-
chir í kvennaflokki, fengu rúmar
13 milljónir króna hvor í sinn hlut.
Um 30 þúsund manns tóku þátt í New York-maraþoninu um helgina
Hlauparar
frá Kenía
sigursælir
AFP