Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. nóvember 2021
SÉRBLAÐ
BLAÐ
Rannsóknir á lífríki
sjávar skipta okkur Ís-
lendinga gríðarlega
miklu. Við byggjum
fyrirkomulag fiskveiða
hér við land á vís-
indum sem byggjast á
öflun gagna, mæl-
ingum og rannsóknum
sem að lokum leiða til
vísindalegrar ráð-
gjafar. Þetta fyr-
irkomulag hefur gefist okkur að
mörgu leyti vel en eðlilega er það
til sífelldrar umræðu og endurmats.
Það er ekkert leyndarmál að sjó-
menn og útgerðarmenn hafa gert
margvíslegar athugasemdir við
þetta í gegnum tíðina þótt þeir í að-
alatriðum sætti sig við fyr-
irkomulagið enda byggist fisk-
veiðistjórnunarkerfið á því. Við
getum kallað þetta sátt sem býr við
málefnalega andstöðu.
En það er mikilvægt að endur-
skoða stöðugt þetta fyrirkomulag.
Við hjá Bláa hagkerfinu ehf. réð-
umst í að gera úttekt á stofnmati á
karfa og grálúðu. Um þessar mund-
ir er unnið að því að kynna nið-
urstöðu skýrslunnar fyrir hags-
munaaðilum. Það er rétt að taka
fram að enginn opinber aðili óskaði
eftir þessari skýrslu né studdi gerð
hennar en unnið var með upplýs-
ingar frá Hafrannsóknastofnun.
Ástæða er til að þakka starfs-
mönnum þar fyrir samstarfið sem
skipti miklu. Niðurstöður skýrsl-
unnar eru sláandi þótt ekki kæmu
þær á óvart, síst vísindamönnum
Hafró. Þar fögnuðu þeir þessari
skoðun á vinnu sinni og tóku undir
ýmislegt af því sem kemur fram í
skýrslunni.
Ónógar rannsóknir
Meginniðurstaða skýrslunnar er
að mjög skortir á að við vitum til
fullnustu hvert er ástand og horfur
þegar kemur að karfa- og grálúð-
ustofnunum. Það er einfaldlega af
því að rannsóknir eru ekki nægar.
Fyrir vikið er úthlutað aflamarki í
þessum tegundum eftir ýtrustu var-
úðarsjónarmiðum sem getur kostað
þjóðarbúið umtalsverða fjármuni.
Þetta gerist þrátt fyrir að stofnmat
veiðistofna okkar sé unnið eftir
bestu vísindalegri þekkingu á
hverjum tíma en markast þó ávallt
af þeim takmörkuðu fjárveitingum
sem varið er til rannsókna. Engum
dylst að hér er þörf á átaki til að
bæta þekkingu okkar á einstökum
fiskistofnum. Til lengri tíma litið
hlýtur þó meginmarkmið Íslend-
inga vera það að skapa forsendur
fyrir fjölstofna reiknilíkani sem
spannar vistkerfi hafsins umhverfis
landið. Þar eru miklir hagsmunir í
húfi.
Hugsanlega þarf að huga að bet-
ur að stjórnsýslu í okkar rannsókn-
arumhverfi. Kerf-
islægur vandi felst í
því að tenging við af-
komu útgerðar og út-
hlutun aflamarks er
ekki metin. Hið op-
inbera metur árangur
út frá sjálfbærni og
hvernig tekst að
minnka óvissu ásamt
því að halda rann-
sóknum innan fjárlaga.
Það liggur heldur ekki
fyrir hvort sú eft-
irfylgni byggist á
reiknaðri hagkvæmni rannsókna á
þjóðarhag, en slík tenging er aug-
ljóslega fyrir hendi og þarf að vera
þekkt.
Staða á mörkuðum og
hámörkun auðlindarinnar
Það er áhugavert að skoða slíkar
hugmyndir um hámörkun auðlindar
í tengslum við nýhafna loðnuvertíð.
Horfur eru á að hún verði sú feng-
sælasta í langan tíma en að ýmsu
er að hyggja. Loðnan er sér á báti
miðað við aðrar fisktegundir. Beint
samband á milli magns og verð-
mæta er ekki fyrir hendi og erfitt
að nota eina loðnuvertíð til að spá
um verðmæti þeirrar næstu. Höfum
í huga að síðasta loðnuvertíð skilaði
hærra meðalverði fyrir hvert útflutt
kíló af loðnuafurðum en áður hefur
verið.
Margir hafa því áttað sig á að
það getur verið hagkvæmara fyrir
þjóðarbúið og sjávarútveginn í heild
að veiða minna af loðnu en öll þessi
662 þúsund tonn sem Íslendingum
hefur verið úthlutað. Af hverju
skyldi það vera? Jú, framlegðin yrði
meiri og kostnaður minni ef við til
dæmis myndum einungis veiða 250
þúsund tonn. Þetta er skýrt dæmi
um það að hin líffræðilegu sjón-
armið geta ekki ein gilt þegar horft
er á afkomu útgerðar. Þá þurfa
markaðsaðstæður að fá sitt vægi.
Því þyrftu sjónarmið sem byggjast
á hámörkun þjóðarhags af auðlind-
inni að fylgja ráðgjöf Hafró og
hvort tveggja að leggjast fyrir ráð-
herra. Það segir sig sjálft að það er
engin skynsemi í því að slíta bæði
mannskap og tækjum til að ná í
afla sem við fáum lítið fyrir á mark-
aði þegar við vitum að verð afurða
mun fyrirsjáanlega lækka við aukið
framboð.
Rannsóknir
og hámörkun
fiskveiðiauð-
lindarinnar
Eftir Svan
Guðmundsson
» Það getur verið hag-
kvæmara fyrir þjóð-
arbúið og sjávarútveg-
inn að veiða minna af
loðnu en öll þessi 662
þúsund tonn.
Svanur Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bláa hagkerfisins ehf. og
sjávarútvegsfræðingur.
svanur@arcticeconomy.com
Forvarnardagur
gegn einelti var 8.
nóvember sl. Ég hef
sem sálfræðingur
skrifað mikið um ein-
eltismál og komið að
fjölda mála jafnt í
skólum, á vinnustöðum
og hjá íþróttahreyf-
ingum.
Öll erum við breysk
og áður en ævinni lýk-
ur má næstum fullyrða að einhvern
tímann á lífsleiðinni sýnum við nei-
kvæða hegðun og framkomu. En
svo lengi sem lifir má gera sér von
um aukinn þroska og innsæi. Það
krefst vissulega innsæis að geta
horft á sjálfan sig með gagnrýnum
hætti og axlað ábyrgð á eigin hegð-
un.
Orsakir eineltishegðunar eins og
annarrar ofbeldishegðunar geta
verið flóknar og átt rætur að rekja
til samspils persónueinkenna, fé-
lagslegs bakgrunns og hvernig ein-
staklingurinn upplifir stöðu sína á
staðnum.
Eineltismál eru til í alls konar
myndum og fyrirfinnast þar sem
fólk kemur saman. Það sem ein-
kennir eineltishegðun er ítrekun,
ásetningur til að meiða og lít-
illækka; hegðun sem oftast er drifin
áfram af öryggisleysi og minnimátt-
arkennd gerandans. Kerfisbundin
aðför að einni manneskju leiðir til
andlegs skaða hennar og nið-
urbrots.
Yfirmaðurinn
Í þessum erfiðu málum er ábyrgð
stjórnanda mikil því hann hefur það
í hendi sér hvort einelti fær þrifist
á vinnustað eða hvort tekið verði á
málum. Ekki er öllum gefið að vera
góður stjórnandi eða yfirmaður. Því
miður eru dæmi um yfirmenn á alls
kyns vinnustöðum sem skortir flest
það sem telst prýða góðan yf-
irmann.
Góður yfirmaður gerir vissulega
miklar en sanngjarnar kröfur til
starfsmanna sinna. Sé yfirmaðurinn
góður leiðtogi langar starfsfólk alla
jafna til að leggja sig fram, sjálfs
sín vegna og vinnustaðarins. Metn-
aður yfirmannsins ætti að smitast
auðveldlega yfir til
starfsmannanna, líði
þeim vel í vinnunni.
Farsæll yfirmaður
lætur sig nær-
umhverfið varða. Hann
heldur starfsfólkinu
upplýstu um nauðsyn-
leg vinnutengd atriði
og gefur skýr skilaboð
um samskiptareglur.
Stjórnunarstíll hans er
gegnsær og fyrirsjáan-
legur. Hann er næmur
á líðan fólks og hug-
myndaríkur þegar kemur að lausn-
um, þ.m.t. lausnum ágreiningsmála.
Góður yfirmaður veit að öll vanda-
mál leysast ekki af sjálfu sér. Hann
hefur þess vegna tiltæka við-
bragðsáætlun og skapar lausnar-
farveg fyrir vandamál sem upp
kunna að koma. Góður yfirmaður
hvetur starfsfólkið til að gera skað-
valda óvirka, séu þeir á staðnum, og
upplýsa um neikvæða hegðun, verði
hennar vart. Hann ber heilsu og
hag allra á staðnum fyrir brjósti.
Yfirmaður sem hefur þessa þætti í
heiðri er líklegur til að vera í heil-
brigðu og jákvæðu sambandi við
starfsfólkið.
Starfsmennirnir
Þeir yfirmenn og stjórnendur
sem ekki falla undir ofangreinda
lýsingu eru þó ekki allir gerendur
eineltis. Dæmi eru einnig um að
starfsfólk, einn eða fleiri, leggi fæð
á yfirmann sinn, leggi hann í einelti
og linni ekki látum fyrr en búið er
að bola yfirmanninum burt.
Það þarf ekki nema einn aðila á
vinnustað til að eitra andrúmsloftið.
Algengustu birtingarmyndir einelt-
is eru rógburður, t.d. slúður, illt
umtal og sögusagnir sem beitt er til
að grafa undan mannorði þolanda,
rangar ásakanir um frammistöðu í
starfi, stöðug og óréttlát gagnrýni,
særandi ummæli og nafnaköll.
Einnig beinar munnlegar eða lík-
amlegar hótanir, aukið vinnuálag,
niðrandi skírskotun til aldurs, kyns
eða litarháttar, persónulegar móðg-
anir, háð, árásargirni, stöðugar
breytingar á vinnuaðferðum eða
vinnutíma, skemmdarverk, tafir í
vinnu, útilokun frá veislum, fundum
eða ferðum og jafnvel kynferðisleg
áreitni.
Nái neikvæð menning að festa
sig í sessi (vondur mórall) verður
vinnustaðurinn smám saman eitr-
aður. Mannaskipti eru þá oft tíð.
Nýir starfsmenn, bjartsýnir og
ferskir, sýkjast af eiturmenningu
og hverfa jafnvel fljótt á braut.
Góður jarðvegur fyrir einelti
Einelti í sinni víðustu mynd þrífst
vel undir stjórn yfirmanns sem er
vanvirkur, veikgeðja og atkvæðalít-
ill í samskiptamálum. Hinn vanvirki
yfirmaður getur vel látið sér annt
um starfsfólkið og viljað að hlutir
séu í lagi en hann ræður einfaldlega
ekki við að taka á samskiptamálum
sem upp koma. Stundum skortir
hann einfaldlega kjark til að takast
á við mál af þessu tagi og verður
óöruggur og vandræðalegur. Þá er
aðgerðaleysið stundum réttlætt
með því að segja að verið sé að gera
úlfalda úr mýflugu. Viðkomandi yf-
irmanni kann jafnvel að finnast
starfsmaðurinn sem segir frá einelti
vera með tómt vesen og óþarfa
drama. Þá er eins og yfirmaðurinn
sé að styðja „gerandann“ og veita
honum leyfi til að halda meintri
háttsemi sinni áfram. Þannig getur
það gerst að yfirmaðurinn sé
óbeinn þátttakandi jafnvel í einelti
þar sem hann hunsar vandann og
tekur þátt í að þagga hann niður.
Yfirmaður sem er lítill mann-
þekkjari og veikgeðja lætur oft
undan þrýstingi og verður þá jafn-
vel eins konar leppur einhver ann-
ars. Við erfiðar og flóknar aðstæður
finnst honum auðveldara að leyfa
öðrum að taka stjórnina.
Hvernig sem á málið er litið er
óhætt að segja að stjórnandinn hafi
líðan starfsmanna í hendi sér.
Ábyrgð hans er mikil.
Eftir Kolbrúnu
Baldursdóttur » Viðkomandi
yfirmanni kann
jafnvel að finnast
starfsmaðurinn sem
segir frá einelti vera
með tómt vesen
og óþarfa drama.
Kolbrún Baldursdóttir
Höfundur er sálfræðingur og
borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Jarðvegur fyrir einelti