Morgunblaðið - 09.11.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021
✝
Unnur fæddist
á Bíldudal 18.
ágúst 1940. Hún
lést á heimili sínu
13. október 2021.
Foreldrar hennar
voru Ragnar Jó-
hannsson sjómað-
ur, f. 22.6. 1911, d.
12.12. 1986, og
Gyða Waage Ólafs-
dóttir húsmóðir, f.
15.4. 1920, d. 28.11.
2006. Unnur var þriðja elsta af
níu systkinum, hin eru Haf-
steinn, f. 1936, Eygló, f. 1939,
Jóhann Þórarinn, f. 1942, Gylfi
Randver, f. 1944, Valgerður
Ágústa, f. 1947, Jóhannes Pálmi,
f. 1948, d. 2018, Gyða Waage, f.
1950, og Gunnlaugur Gústaf, f.
1955.
Hún flutti ung að árum með
foreldrum sínum til Grindavíkur
og ólst þar upp.
Fyrri maður
Unnar er Björn
Níelsson. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
rún Elín, f. 29.8.
1961, gift Guð-
mundi Sigurbjörns-
syni. 2) Níels Ragn-
ar, f. 31.8. 1962,
kvæntur Þórdísi
Ólöfu Eysteins-
dóttur. 3) Jón
Ágúst, f. 6.2. 1964,
kvæntur Þórunni Snorradóttur.
4) Steinar Már, f. 26.3. 1972,
kvæntur Evu Berglindi Lofts-
dóttur. 5) Hrefna Björg Waage,
f. 9.8. 1977.
Ömmu- og langömmubörn
eru tuttugu og fjögur.
Eiginmaður Unnar er Ragnar
Jóhannesson.
Útför Unnar Ragnarsdóttur
fór fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Það er ekki auðvelt að setjast
niður og skrifa minningargrein
um mömmu. Mamma var ein af
þeim konum sem elskuðu heimilið
sitt, enda var það alltaf snyrtilegt
og fallegt. Heimilið var enginn
leikvöllur fyrir okkur börnin þeg-
ar ég var að alast upp, en sann-
arlega var það fallegt. Mamma sá
til þess. Mamma sá líka til þess að
það var alltaf nóg til að borða og
ísskápurinn innihélt alltaf eitt-
hvað spennandi fyrir orkumikinn
strák. Það var mín venja að koma
hlaupandi inn, opna ísskápinn og
athuga hvað væri spennandi í
honum. Þessu hætti ég aldrei og
síðast þegar ég fór til mömmu
opnaði ég ísskápinn til að athuga
hvað hún ætti spennandi fyrir
strákinn sinn.
Það voru ekki alltaf kyrrlát
kvöldin hjá mömmu og oft þurfti
hún að hafa áhyggjur af böldnum
dreng sem kom ekki endilega
heim á réttum tíma.
Drengurinn þurfti líka að
styðja við mömmu þegar hún átti
erfitt, hann gerði það sem hann
gat.
Í gegnum lífið var mamma allt-
af glæsilega og duglega konan
sem bar sig vel. Líka þegar hún
var orðin veik. Hún ætlaði sko að
sitja og sauma í nýja stofustóln-
um. Hún ætlaði líka að fara til
Torravieja með Ragnari sínum og
njóta þess að vera í húsinu þeirra.
En því miður verður það að bíða.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson)
Kæri Ragnar, guð gefi þér
styrk á erfiðum stundum.
Elsku mamma, takk fyrir allt.
Hvíldu í friði. Þinn sonur,
Jón Ágúst.
Nú þegar mamma er farin í
sumarlandið er efst í huga sökn-
uður en einnig þakklæti í hennar
garð fyrir að vera mamma mín.
Allar minningar og samveru-
stundir hér heima. Hæst ber þó
alla kaffisopana og spjallið niðri á
tíunni í gegnum árin. Að koma til
ykkar Ragnars í sólina nánast á
hverju ári síðastliðin tuttugu ár
verður geymt sem gull í hjarta.
Þar leið þér vel. Sólin, hitinn,
ströndin. Ferðirnar saman niður í
bæ eða um sveitir.
Ragnar stýrði en þú keyrðir.
Og alltaf í stíl. Það varð allt að
passa saman. Litir og blingið.
Eins var heima hjá ykkur, allt
svo fallegt. Það er sem ég heyri
hláturinn í þér. Pínu stríðni en
góðan húmor fyrir sjálfri þér.
Alltaf til staðar í mínum upp-
vexti og mikið þakka ég fyrir það
að við vorum alltaf góðir vinir.
Þótt oft hafi maður reynt á þol-
inmæðina. Er mér minnisstætt
sem gutta að þegar þú sagðir
bæði nöfnin mín, Níels Ragnar,
þá var ég kominn á þolinmæðis-
brúnina hjá þér.
Elsku mamma, far í friði. Þín
verður sárt saknað.
Þegar það er móðir er lífið yndislegt.
Hún er engill á jörðu.
Hún er eins og sólargeisli
Hún er eins og stjörnurnar á
himninum.
Vinir, þið þakkið mæður,
enda munu þær ekki alltaf vera nálægt.
Elska þær og þykja vænt um.
Ekki gleyma aldrei!
(Dmitry Veremchuk)
Elsku Ragnar, mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til þín. Veit
að mikill er þinn missir.
Níels Ragnar Björnsson.
Nú farin er frá okkur elsku
Unnur.
Ef maður hlustar vel, heyrir
maður ennþá hláturinn hennar og
finnur fyrir hnyttni, góðum húm-
or og velvild. Unnur vildi öllum
vel, hún var hjartahlý og hafði
mjög góða nærveru. Hún var allt-
af hrein og bein, sagði það sem lá
henni á hjarta og reyndi ekki að
setja upp einhverja glansmynd af
lífinu.
Hún reyndist okkur alltaf vel
og alltaf var hægt að spjalla við
hana um allt og ekkert. Það var
alltaf gott og gaman að vera í
nærveru hennar og alltaf var
stutt í glensið hjá henni og deildi
hún með okkur nokkuð svörtum
húmor og oft var hlegið saman og
haft gaman.
Unnur var hörkudugleg, ósér-
hlífin, ákveðin og gekk hreint til
verks. Hún og pabbi voru gott
teymi og pössuðu þau vel upp á
hvort annað. Þau nutu þess að
vera saman bæði hér heima og í
fallega húsinu þeirra á Spáni.
Það er mikill missir að góðri
konu sem setti mark sitt á okkur
og við munum alltaf hugsa til
hennar með hlýju í hjartanu.
Minningarnar ylja og hlátur
hennar lifir með okkur um
ókomna tíð.
Far í friði, elsku Unnur okkar,
og takk fyrir allt sem þú gafst
okkur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku pabbi, afi og langafi,
megi ljós Unnar lýsa þér áfram
veginn.
Jóhannes Hafsteinn,
Sigurbjörg og fjölskyldur.
Þeir verða víst ekki fleiri kaffi-
bollarnir sem við Unnur munum
drekka saman og eiga skemmti-
legt spjall yfir, því miður. Unnur,
sem var seinni kona Ragnars föð-
ur míns, lést eftir harða en
snögga baráttu við krabba-
meinsvágestinn. Hún tók veikind-
unum af miklu æðruleysi og
kvartaði aldrei. Lyfjameðferð átti
bara að taka nokkrar vikur og síð-
an átti að fara beint til Spánar og
njóta þar birtu og sólaryls til að
safna kröftum aftur eftir með-
ferðina. En því miður var ferðinni
heitið annað.
Pabbi var svo lánsamur að
finna Unni sína fyrir 26 árum,
stuttu eftir að mamma lést. Það
var þeirra gæfa. Þau áttu vel
saman og smekkur þeirra og
áhugamál svipuð. Árið 2000 varð
örlagaríkt hjá þeim þegar pabbi
keypti hús í Torrevieja á Spáni,
þangað sem þau fluttu í kjölfarið.
Þar leið þeim afar vel og eignuð-
ust þau marga vini og kunningja.
Þarna fóru þau á kaffifund á
hverjum morgni, í sund og göng-
ur og ferðuðust um landið. Þess á
milli var alltaf verið að punta og
snyrta í kringum sig og var heim-
ilið þeim til mikils sóma. Þarna
gat Unnur setið í sólinni og dund-
aði sér við útsaum og liggja eftir
hana ótal falleg verk.
Fyrstu árin dvöldu þau á Spáni
10 mánuði á ári en komu heim yfir
tvo heitustu mánuðina og þann
tíma nýttu þau til þess að ferðast
með hjólhýsið um allt Ísland og er
varla til sá skiki á landinu sem
þau heimsóttu ekki. Það var áber-
andi hversu samhent þau voru og
sjaldnast var meira en fetið á milli
þeirra.
Vegna þessarar fjarveru
kynntumst við Unni ekki af al-
vöru fyrr en þau fóru að dvelja
heima yfir köldustu vetrarmán-
uðina og það voru ánægjuleg
kynni. Unnur hafði skoðanir á
hlutunum og sagði sína meiningu,
hún tók sjálfa sig aldrei hátíðlega,
gerði óspart grín að sjálfri sér og
sá oftar en ekki spaugilegu hlið-
arnar á hlutunum. Unnur var afar
litríkur persónuleiki og fötin
hennar báru sannarlega vott um
það. Í hennar fataskáp voru allir
regnbogans litir og hún hafði
mikla ánægju af því að klæða sig
upp og skreyta sig með fallegum
skartgripum. Hún var glæsileg
kona í alla staði.
Unnur var einstaklega mikill
dýravinur og löðuðust dýrin að
henni, bæði stór og smá enda var
hún alltaf til í að fóðra þau. Barn-
góð var hún líka og passaði alltaf
upp á að eiga eitthvert góðgæti til
að gefa barnabörnunum mínum
þegar þau komu í heimsókn.
Við hjónin eigum 11 barna-
börn og fyrir þau öll saumaði
Unnur út dásamlega fallegar
myndir með nafni, fæðingardegi,
þyngd og lengd. Nú er tólfta
barnabarnið væntanlegt og
fyrstu viðbrögð foreldranna voru
söknuður yfir fráfalli Unnar og
að nú yrði engin mynd frá henni
sem myndi prýða herbergi litla
barnsins. En Unnur og pabbi
voru búin að útbúa fallegt sauma-
horn í stofunni þeirra, þar sem
Unnur ætlaði sér að hefjast
handa við saumaskapinn strax og
kraftar leyfðu.
Ég vil þakka Unni fyrir öll fal-
legu blómin sem hún gaf mér og
allar góðu stundirnar sem við átt-
um og ekki síst fyrir að hafa hugs-
að svona vel um pabba alla tíð.
Hans missir er mestur.
Fjölskyldu Unnar sendum við
kærar samúðarkveðjur.
Ásthildur, Jón Rúnar
og fjölskyldur.
Efsta degi Unnar Ragnars-
dóttur er náð. Hún var ástkær
eiginkona karls föður míns,
Ragnars Jóhannessonar, fv. skip-
stjóra og slökkviliðsstjóra.
Unnur kom inn í líf mitt og fjöl-
skyldu minnar fyrir um 25 árum,
nokkru eftir andlát móður minn-
ar, Mjallar Sigurðardóttur, sem
lést í ársbyrjun 1995 úr krabba-
meini, 57 ára.
Eftir að hafa ákveðið að lifa
sínu lífi lifandi kynntist pabbi
Unni Ragnarsdóttur og í kjölfarið
hófst nýr kafli. Fyrir utan það að
endurvekja vonir pabba um
áframhald ánægjulegs lífshlaups
var hún tilbúin að ganga inn í það
tómarúm sem eðlilega skapaðist
eftir fráfall mömmu. Pabbi og
Unnur áttu einstök 25 ár saman.
Þau bjuggu að jafnaði ýmist á Ís-
landi, yfir sumarmánuðina, og á
Spáni yfir vetrarmánuðina. Pabbi
hafði alltaf átt sér þann draum er
hann hætti að vinna, að búa í
heitu löndunum. Og Unnur var til
í það.
Það var einstaklega sterkt
samband milli þeirra. Saman
gerðu þau yfirleitt alla hluti, sama
í hvoru landinu þau voru. Ef þau
voru á Íslandi var ferðast með
hjólhýsið um allar koppagrundir.
Viðkvæðið var „við eltum bara
sólina“ og svo voru þau farin. Á
Spáni ferðuðust þau víða. Bæði í
skipulögðum hópferðum nú eða
bara ein á báti. Þau voru ágætir
dansarar og ef stemning var fyrir
slíku voru þau oftar en ekki fyrst
út á gólfið. Já þau lifðu lífinu svo
sannarlega lifandi.
Unnur var einstaklega smekk-
vís og heimili þeirra bar þess skýr
merki. Röð og regla á öllum hlut-
um, allt hreint og fínt og þau voru
samtaka í því. Þá var það einstakt
hvað dýr löðuðust að henni. Dýrin
sáu eitthvað í henni sem gerði
hana aðlaðandi í augum málleys-
ingjanna. Um þetta get ég vitnað
og gildir einu hvort það voru
hundarnir mínir nú eða kisur,
dúfur, endur, svanir, alltaf komu
dýrin til hennar þegar hún birtist.
Oftar en ekki lumaði hún á góð-
gæti.
Þá gat Unnur verið einstak-
lega fyndin ef sá gállinn var á
henni. Eru mér minnisstæð mörg
atvik þar sem ýmist börn eða full-
orðnir eða hvor tveggja veltust
um af hlátri. Er þar skemmst að
minnast stunda í sumarbústað
fjölskyldu minnar. Svo hafði hún
einnig einstakt umburðarlyndi
gagnvart fólki sem fór ótroðnar
slóðir í lífinu. Hún var lúmskt
pólitísk og fannst heldur naumt
skammtað í lífeyri til handa eldri
borgurum sem þrælað höfðu alla
sína tíð og uppskáru ekki eins og
þeir höfðu sáð til.
Unnur kenndi sér óljósra veik-
inda fyrir um ári. Til heimilis-
læknisins fór hún margoft,
þreyta, sundl, máttleysi og alltaf
var sama svarið. Gigtin. Svo var
tekin blóðprufa og hún hvött til að
drekka mikið af vatni og ganga
meira. Þau voru svo á Spáni þeg-
ar þeim leist ekki orðið á blikuna
og farið var til læknis. Þá var hún
loks rannsökuð af alvöru. Gigt og
þreyta höfðu ekkert með líðan
hennar að gera heldur krabba-
mein. Spænsku læknarnir voru
varfærnir í orðavali og ráðlögðu
þeim að fara heim til Íslands ella
hefja meðferð á Spáni. Þau
ákváðu að fara heim, enda áttu
þau flugmiða viku seinna. Eftir
endanlega greiningu lést hún á
heimili sínu í Hafnarfirði 13. októ-
ber, mánuði eftir að krabba-
meinsmeðferð hófst.
Nú er pabbi kominn í sömu
stöðu og fyrir 25 árum en nú er
hann 91 árs. Að missa eiginkonu
sína úr krabbameini er eitthvað
sem maður fær ekki skilið og enn
síður tvisvar. Kannski hefði mátt
ráða við meinið ef það hefði upp-
götvast á byrjunarstigi. Elsku
pabbi. Missir þinn er mikill. Megi
algóður Guð hjálpa þér að fóta þig
í nýjum lífsins kafla. Far þú í friði,
Unnur okkar, takk fyrir alla sam-
veruna. Góða ferð.
Sigurður Þ. Ragnarsson og
fjölskylda.
Unnur
Ragnarsdóttir
Minn kæri og
besti vinur Hall-
grímur þurfti að lúta
í lægra haldi fyrir
hinum illvíga MND-lömunarsjúk-
dómi. Kynni okkar Halla hófust
fyrst fyrir alvöru þegar ég réð
hann sem skipstjóra á Stakfell frá
Þórshöfn árið 1993. Þessi góðu
kynni héldust alveg til dauðadags,
sama hvort hann var við veiðar á
Íslandsmiðum, í Smugunni,á
Flæmska hattinum eða við
strendur Marakkó og Máritaníu,
svo ég tali ekki um inn í Torfufelli í
Eyjafjarðarsveit þar sem hann
undi hag sínum best.
Það voru ófá skiptin sem Halli
var í mat hjá Sólveigu konu minni
þegar hann var í landi á Þórshöfn,
þar sem áhugi hans á elda-
mennsku var lítill þá, en síðar varð
hann afbragðskokkur og alltaf
gaman að heimsækja hann og
Irenu í sveitina. Hann var meira
og minna fastagestur á mínu
heimili í gegnum árin. Hann var
börnum mínum afar góður og
sagði þeim margoft að gera eitt-
hvað sjálfstætt og skapa sér sitt
eigið starfsumhverfi, ekki láta
aðra ráðskast með sig, því hann
var hugsjónamaður.
Halli var frumkvöðull á tvenn-
an hátt. Í fyrsta lagi þegar hann
tók þátt í Smuguveiðunum 1993
og gaf sig ekki fyrir yfirgangi
norsku strandgæslunnar, en líka
þegar hann átti stutt ófarið eftir i
Smuguna í sinni fyrstu veiðiferð,
þá dreif hann áhöfnina út á dekk
og lét þá létta bobbingalengjuna,
bæta ótal stórum kúlum á höfð-
uðlínuna og vængi trollsins, enda
mokfiskaði vinurinn, þegar flest
önnur skip sátu föst í drullubotn-
inum.
Í öðru lagi þegar hann með
sinni þrjósku og mikilli eftirfylgni
Hallgrímur
Hallgrímsson
✝
Hallgrímur
Hallgrímsson
fæddist 15. apríl
1955. Hann lést 13.
október 2021.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey.
fékk það í gegn að fá
lyfið Triumeg sem
gefið er HIV-sjúk-
lingum, en rannsókn
hafði sýnt í Ástralíu
að þetta lyf gæfi
góða raun fyrir
MND-sjúklinga.
Þarna vildi hann
sanna og sína lækna-
vísindunum að þetta
lyf hefði góð áhrif,
enda byrjaði hann
inntöku á því í vorið 2020 og tók
það til dauðadags. En miðað við
lífshorfur sem læknar höfðu gefið
honum, þá tel ég að þetta lyf hafi
lengt hans líf.
Halli var mikill náttúruunnandi
og naut hundurinn Kubbur góðs
af því í gegnum tíðina í sveitinni,
þar sem þeir fóru í langar göngu-
ferðir upp í fjall eða út á Vatns-
enda eða upp í Villingardal. Hann
stofnaði gönguhóp og alltaf var
farið í að skoða fegurð landsins á
mismunandi stöðum. Í fyrstu
göngunni sagði hann við mig:
Magnús þú verður síðastur, því
við ætlum að „njóta“. Hann var
góður badmintonspilari, en varð
að hætta þeirri iðkun haustið 2016
vegna einkenna sjúkdómsins.
Hallgrímur var traustur vinur
sem hægt var trúa fyrir ýmsum
málefnum. Þegar maður spurði
hann hvernig hefur þú það, kom
ævinlega svarið „ Ég sko ekkert
að fara að drepast“ og síðan spurði
hann ævinlega um mína konu og
börn, enda bar hann mikla um-
hyggju fyrir þeim.
Þessi sjúkdómur tók mikinn
toll af honum, en aldrei lét hann á
því bera gagnvart mér. Það er
ekki annað hægt en að dáðst af
hans yfirvegun og æðruleysi, að
liggja svona ósjálfbjarga og vera
öðrum háður um alla þjónustu eft-
ir að hann kom á Droplaugarstaði
í byrjun árs 2019. Allt starfsfólk
MND-deildar Droplaugarstaða á
hrós skilið fyrir frábæra umönn-
un. Fyrir það getur maður seint
fullþakkað þessu fólki.
Minning Hallgríms Hallgríms-
sonar mun áfram lifa í hjarta mér.
Magnús Hilmar Helgason.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og
samúð vegna andláts okkar elskulega
JÓNS DALMANNS ÞORSTEINSSONAR
rafmagnsverkfræðings,
Goðalandi 15.
dóra hafsteinsdóttir
Þorsteinn V. Jónsson
Elín Ragnhildur Jónsdóttir Ólafur Samúelsson
Jón Kjartan Jónsson Álfheiður Svana Kristjánsd.
Sigurður J. Grétarsson Bergþóra S. Þorbjarnardóttir
Jakobína Marta Grétarsd. Benny Lindgren
Halldóra Grétarsdóttir
Haraldur Grétarsson Harpa Ágústsdóttir
Ástkær systir okkar, mágkona,
uppeldismóðir, frænka og amma,
ENGILRÁÐ BIRNA ÓLAFSDÓTTIR,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum,
lést á Hraunbúðum 3. nóvember. Hún
verður jarðsungin frá Landakirkju
fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Hraunbúða.
Sigríður Ólafsdóttir
Ásta Ólafsdóttir Sveinn Sigurðsson
Eygló Ólafsdóttir Bergmann Júlíusson
Anna Ólafsdóttir Guðjón Jónsson
Ólafur R. Ólafsson Bjarney Emilsdóttir
Sigurður Smári Benónýsson Sigríður Lára Andrésdóttir
Berglind Jóhannsdóttir Arnór Pétursson
Ragnar Þór Jóhannsson Bjartey Kjartansdóttir
Valmundur Valmundsson Björg Sigrún Baldvinsdóttir
og öll ömmubörnin