Morgunblaðið - 09.11.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 09.11.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 Við leigjum út krókgáma FRAMKVÆMDIR? til lengri eða skemmri tíma HAFÐU SAMBAND: sími: 577 5757 www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum! 70 ÁRA Hilmar er Reyðfirðingur, fæddur þar og uppalinn. Hann er kennari að mennt og stundaði kennslu á Reyðarfirði í þrjú ár en fór svo í húsasmíði og lærði fagið hjá Jóhanni Þor- steinssyni húsasmíðameistara. Þeir stofnuðu síð- an Trésmiðjuna og störfuðu við húsbyggingar um nokkurra ára skeið. Á þessum tíma stofnuðu þeir einnig síldarsöltunarstöðina Verktaka ásamt bræðrunum Orra og Vigfúsi Friðjóns- sonum. Stóð sú starfsemi þau ár sem seinna síldarævintýrið reis sem hæst. Árið 1988 byrjaði Hilmar aftur í kennslu á Reyðarfirði og kenndi til 1996. Þá fluttist fjölskyldan á Eskifjörð þar sem Hilmar var ráðinn skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Því starfi gegndi hann til 2017. Hilmar fékk námsleyfi 2007-08 og stundaði þá meistaranám í stjórnun menntastofnana við KHÍ. Meist- araritgerð hans fjallaði um samstarf skóla og foreldra barna af erlendum uppruna. „Þetta var mjög aðkallandi verkefni allra skóla í landinu á þess- um tíma og er enn.“ Hilmar hefur sinnt ýmsum félagsstörfum gegnum tíðina. Hann var m.a. formaður í Ungmennafélaginu Val. Hann sat tvö kjörtímabil í hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps á árunum 1986-1994 og var formaður sóknarnefndar Eskifjarðarkirkju um árabil. Áhugamál Hilmars eru fjölbreytt. „Þar má nefna útivist í formi útilega og gönguferða á sumrin, m.a. með frábærum göngufélögum í „Sjáum til“. Á veturna eru skíðin tekin fram og skíðað bæði hér heima og erlendis. Við hjónin byggðum árið 2005 sumarbústað í Úlfsstaðaskógi sem nefnist Lund- ur og er það orðið okkar annað heimili. Nú í seinni tíð, eftir starfslok í skólanum, hef ég snúið mér aftur að smíðunum í auknum mæli.“ FJÖLSKYLDA Eiginkona Hilmars er Halldóra Baldursdóttir, f. 1952, sérkennari og talmeinafræðingur. Börn Halldóru og Hilmars eru 1) Guðrún Linda kennari, f. 1972. Maki: Sigfús Heiðar Ferdinandsson. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn; 2) Díana endurskoðandi, f. 1978. Maki: Atli Kristjánsson. Þau eiga tvö börn; 3) Bjarni Rafn tölvunarfræðingur, f. 1982. Maki: Leah Polcar. Foreldrar Hilmars voru Sigríður Eyjólfsdóttir, húsmóðir og verkakona, f. 1924, d. 2017 og Sigurjón Ólason verkstjóri, f. 1923, d. 2012. Þau bjuggu allan sinn búskap á Reyðarfirði. Hilmar Smári Sigurjónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Notaðu daginn til þess að gera lang- tímaáætlanir fyrir framtíðina. Ef þú þarft enn að vinna, reyndu þá eftir fremsta megni að hliðra til fyrir tómstundum. 20. apríl - 20. maí + Naut Sjálfsagt er að sýna skoðunum ann- arra virðingu þótt þær fari ekki saman við okkar eigið álit. Hlýlegt trúnaðarsamtal við vin er akkúrat það sem þú þarft á að halda. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er til rétt aðferð til að takast á við hlutina, og önnur rétt leið og enn önnur. Láttu því athugasemdir annarra eins og vind um eyru þjóta. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Óvissa í sambandi getur vakið ótta en þarf ekki að gera það. Haltu öllum verk- efnum aðskildum og raðaðu þeim upp í for- gangsröð og leystu þau síðan eitt af öðru. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú átt auðvelt með að sökkva þér ofan í rannsóknir í dag. Veltu vandamálunum fyrir þér og flýttu þér hægt í leit að lausn þeirra. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er ekkert gefið að aðrir hafi tíma til þess að sletta úr klaufunum þótt þú hafir það. Gættu þess vegna orða þinna. 23. sept. - 22. okt. k Vog Einhverjar glæringar eru í loftinu svo þú skalt hafa hægt um þig og segja sem minnst. Hagaðu þér eins og leiðtogi svo að aðrir fylgi þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að velta fyrir þér samböndum þínum og vina þinna. Óöryggi þitt tekur skyndilega völdin í stutta stund í kvöld og skýtur þér skelk í bringu. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert bæði skrýtnari og skemmtilegri en flestir álíta þig vera við fyrstu kynni. Einbeittu þér að styrkleikum þínum, þú býrð yfir mörgum. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú verður að létta einhverjum verkefnum af þér ef ekki á illa að fara. Hafðu þig í frammi í vinnunni í dag þó að þér finnist það ef til vill dálítið óþægilegt. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er ágætt að staldra við, líta yfir sviðið og reyna að gera sér grein fyrir því hvort málin þokast áfram eða ekki. Þú mátt vel við una, þinn skjöldur er hreinn. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Sambandið fer mögulega í gegnum erfitt tímabil, sem getur gert það sterkara. Ekkert er leiðinlegt í lífinu nema þú viljir hafa það þannig. okkar viðskiptavinur í 30 ár og ÞG verk næstum því jafn lengi. Við höfum verið að elta þá upp um all- ar koppagrundir, Nesjavelli og víð- ar. Núna erum við með 500 íbúðir fyrir ÞG verk á næstu tveimur til þremur árum. Einnig höfum við fyrirtækjum, m.a. Trygginga- miðstöðinni, ÞG verki, Skugga, Félagsbústöðum, Búseta og Öss- uri. „Þetta eru stór og öflug fyrir- tæki sem hafa verið hryggj- arstykkið hjá okkur. Tryggingamiðstöðin hefur verið S igurður Óli Sumarliðason fæddist 9. nóvember 1961 á sjúkrahúsinu í Keflavík en ólst upp í Sandgerði. „Ég var ekki í sveit,“ segir Siggi Óli aðspurður, en hann er kallaður það af sínum nánustu. „Í Sandgerði var mikið frjálsræði, við vorum annaðhvort að veiða niðri á bryggju eða tína egg uppi í heiði. Svo var lenskan í Sandgerði að byrja snemma að vinna fyrir sér. Ég byrjaði tíu ára að vinna í loðnufrystingu og á þeim tíma voru allir uppi á dekki sem vettlingi gátu valdið. Sumarið þeg- ar ég var 11 ára vann maður í humrinum og 12 ára var maður farinn að vinna tíu tíma á dag í saltfiski. Þar á undan var ég að selja blöð og bera út póst, seldi t.d. blað sem hét Suðurnesjatíðindi, vann sölukeppni þar og Steinþór hótelstjóri í Keflavík lenti í öðru sæti.“ Siggi Óli var í grunnskóla í Sandgerði, Gagnfræðaskóla Kefla- víkur, stundaði nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og síðan Iðnskólann í Reykjavík, en hann flutti til Reykjavíkur 1983. Siggi Óli lauk sveinsprófi í pípulögnum 1988 og meistaraprófi 1991. Þá hefur hann sótt fjölda námskeiða er varða pípulagnir. Siggi Óli stundaði ýmis almenn störf í Sandgerði, var við fisk- verkun, smíðar og rafvirkjun, lærði pípulagnir hjá Heimi Morthens 1981 og hjá Ólafi S. Guðmundssyni 1982-89 og hefur verið sjálfstætt starfandi við pípulagnir frá 1989 og breytti rekstrarfyrirkomulaginu og nafninu í S.Ó.S. lagnir ehf. árið 1997 og hefur starfrækt það fyrir- tæki síðan. „Ég hef verið kallaður neyðarkallinn af því að fangamark mitt er S.Ó.S. og svo er ég fæddur 9/11,“ en 911 er bandaríska neyðarnúmerið. Hjá S.Ó.S. lögnum starfa núna 34, sem eru meistarar, sveinar eða lærlingar. „Ég er reyndar líka með lærlinga núna, er búinn að unga út rúmlega 30 lær- lingum gegnum tíðina, held það hafi ekki margir ungað út fleirum.“ S.Ó.S. lagnir sinna aðallega sinnt einstaklingum í viðhaldi og breytingum og öðru tilfallandi en leggjum ekki mikla áherslu á það. Árið 2004 keypti ég fokhelt hús sem er í dag Lindargata 60 og er að hluta til eitt elsta hús Reykja- víkur sem hét áður Aðalstræti 14, en ég breytti því í fimm íbúðir.“ Siggi Óli æfði og keppti í knatt- spyrnu með Reyni í Sandgerði í 5., 4. og 3. flokki og æfði með hand- knattleiksdeild Reynis Sandgerðis á árunum 1979-88. Þá iðkaði hann handbolta með Gróttu 1990-91 og síðan með Fjölni og varð Íslands- meistari með Fjölni utandeilda árið 2000. Hann sat í stjórn hand- knattleiksdeildar Reynis og Fjöln- is, var einn af stofnendum beggja deilda og hefur líka dæmt fyrir þau félög í handbolta. Siggi Óli starfaði með Leikfélagi Sand- gerðis, sat í Æskulýðsráði Sand- gerðis og í stjórn Taflfélags Sand- gerðis. Hann var í stjórn Sveina- félags pípulagningamanna, síðan í stjórn Félags pípulagninga- meistara og í stjórn Meistara- sambands byggingamanna. Hann var í fjáröflun Golfklúbbs Bakka- kots í nokkur ár. Siggi Óli er í Oddfellowreglunni, í stúku nr. 11 sem heitir Þorgeir og hefur setið í stjórnum hennar. Helsta áhugamál Sigga Óla er golf. „Strákarnir í vinnunni gáfu mér golfsett þegar ég varð fertug- ur af því ég átti ekki orð yfir að þeir skyldu taka sér frí á laugar- dögum til að fara á golfmót.“ Þetta viðhorf Sigga Óla hefur aðeins breyst núna. Hann er kominn með tíu í forgjöf og er í landsliði Ís- lands 55 ára og eldri með forgjöf. „Ég fór út með landsliðinu til Wales 2019 að keppa í Celtic Manor og ef það gengur eftir för- um til Parísar að spila í ágúst næstkomandi. Ég reyni síðan að fara á hverjum degi í sund eða í ræktina. Ég hef alltaf þurft að hreyfa mig mikið.“ Fjölskylda Eiginkona Sigga Óla er Jóna Magnea Magnúsdóttir, f. 10.6. 1960, starfsmaður hjá Bliki bistró í Sigurður Óli Sumarliðason pípulagningameistari – 60 ára Golflandslið Keppendur Íslands á Celtic Manor í Wales árið 2019. Kallaður neyðarkallinn Fjölskyldan Frá vinstri: Siggi Óli, Jóna og Aron Atli. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.