Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 26

Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 Katar Deildabikarinn, B-riðill: Qatar SC – Al-Arabi ................................ 1:4 - Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Al- Arabi sem fór taplaust í gegnum riðilinn og er komið í átta liða úrslitin. 50$99(/:+0$ 1. deild karla Höttur – Skallagrímur ......................... 92:87 Staðan: Höttur 7 7 0 716:559 14 Haukar 6 5 1 633:423 10 Sindri 7 5 2 637:578 10 Álftanes 6 4 2 556:484 8 Selfoss 7 4 3 616:627 8 Hrunamenn 7 3 4 585:663 6 Fjölnir 7 2 5 590:666 4 Hamar 7 2 5 543:626 4 Skallagrímur 6 1 5 469:539 2 ÍA 6 0 6 451:631 0 NBA-deildin Toronto – Brooklyn .......................... 103:116 New York – Cleveland ..................... 109:126 Orlando – Utah ................................. 107:100 Washington – Milwaukee .................. 101:94 Sacramento – Indiana.......................... 91:94 Oklahoma City – San Antonio ............. 99:94 Golden State – Houston................... 120:107 LA Clippers – Charlotte .................. 120:106 Staðan í Austurdeild: Philadelphia 8/2, Miami 7/2, Brooklyn 7/3, Washington 7/3, Chicago 6/3, Cleveland 7/4, New York 6/4, Toronto 6/5, Charlotte 5/6, Milwaukee 4/6, Boston 4/6, Atlanta 4/6, Indiana 4/7, Orlando 3/8, Detroit 1/8. Staðan í Vesturdeild: Golden State 8/1, Utah 7/3, Dallas 6/3, Phoenix 5/3, Memphis 5/4, Denver 5/4, LA Clippers 5/4, Sacramento 5/5, Portland 5/5, LA Lakers 5/5, Minnesota 3/5, Oklahoma City 3/6, San Antonio 3/7, New Orleans 1/9, Houston 1/9. 57+36!)49, en í Danmörku. Fimm til sex bestu liðin í Danmörku eru þrælgóð og í neðri hlutanum eru einnig lið sem eru hættuleg. Við höfum til dæmis tapað fyrir liði úr neðri hlutanum á tímabilinu og það getur allt gerst í þessum leikjum. Það er bara mjög ágætt,“ sagði Aron sem missti af nokkrum leikjum í haust vegna meiðsla. „Þetta var bara tognun og blæðing inn á vöðva í mjöðminni. Ég var frá í fimm vikur en hef verið góð- ur eftir það,“ sagði Aron og segir þetta ekki vera neitt til að hafa áhyggjur af. Ævintýri að leika til úrslita Forráðamenn Álaborgar ætla sér stóra hluti. Eftir að hafa komist á toppinn í Danmörku á umliðnum ár- um virðist nú stefnan vera sett á að vinna Meistaradeildina. Þegar menn eins og Aron og Mikkel Hansen eru fengnir til félagsins þá er það sterk vísbending um að liðið vilji berjast um alla bikara sem í boði eru. Han- sen bætist við hópinn næsta sumar. Álaborg náði vissum áfanga á síð- asta keppnistímabili þegar liðið komst í úrslitaleikinn í Meistara- deildinni og var það nokkuð óvænt. „Álaborg fór í úrslit í Meistara- deildinni á síðasta tímabili og það var auðvitað ákveðið ævintýri fyrir félagið. Liðið er ennþá á uppleið en er klárlega á meðal bestu átta lið- anna í Evrópu. En það getur verið stutt á milli liðanna sem eru á þessu róli. Ég hef verið í liðum sem hafa verið rótgróin hvað þetta varðar. Hjá Álaborg er ennþá smá í land í þeim samanburði en við erum á þessari vegferð. Við erum að fara upp á við og það er mjög stutt í að Álaborg geti talið sig vera eitt af bestu liðum í Evrópu.“ EM er sterkasta mótið Aron lék með stórliði Veszprém í Ungverjalandi frá 2015 til 2017. Ungverjar verða gestgjafar í loka- keppni EM í janúar ásamt Slóvök- um. Svo skemmtilega vill til fyrir okkur Íslendinga að við verðum með Ungverjum í riðli og stemningin í Búdapest gæti orðið mjög mikil enda mikill áhugi á handbolta í Ung- verjalandi. „Það er mikið gert úr keppninni. Ég kannast aðeins við Ungverjann og hann gerir þetta vel. Ég hlakka hrikalega mikið til. Riðillinn er sterkur en EM eru líka alltaf sterk- ustu mótin.“ Tilhlökkun Er Aron orðinn gíraður fyrir EM? „Já ég verð að viðurkenna það enda langt síðan ég fór á stórmót,“ sagði Aron og brosti en hann gat ekki verið með á HM í Egyptalandi í janúar vegna hnémeiðsla. „Ég er orðinn mjög spenntur og þessi æfingavika með landsliðinu kyndir vel undir þessu hjá manni. Það er orðið stutt í þetta og maður þarf að hugsa eins vel um sig og maður getur til að mæta í toppformi í janúar,“ sagði Aron Pálmarsson í samtali við Morgunblaðið en lands- liðið æfði saman alla síðustu viku til að stilla strengina. Félagið og aðstaðan eru upp á 10 - Aron Pálmars segir gríðarlega stemningu fyrir handbolta í Álaborg Morgunblaðið/Unnur Karen Landsliðsæfing Aron Pálmarsson æfði með landsliðinu í síðustu viku en það býr sig undir lokakeppni Evrópumótsins í janúarmánuði. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, er á sínu fyrsta tímabili hjá Álaborg. Aron hefur víð- tæka reynslu af handboltanum í Evrópu og hefur getað valið úr stór- liðum á sínum ferli. Áður lék hann með Kiel, Veszprém og Barcelona í atvinnumennskunni. Hann er ánægður með það sem hann hefur séð hjá Álaborg hingað til. „Mér líst mjög vel á mig hjá Ála- borg. Mér finnst félagið og aðstaðan vera upp á 10 en það kemur mér reyndar ekkert á óvart. Þarna er gríðarleg stemning fyrir handbolta. Það er stóri munurinn sem maður finnur. Daninn hefur mikinn áhuga á þessu og það er eitt af því sem mað- ur er að sækja í. Fullar hallir af fólki og umgjörðin á leikdegi er eins og maður kannaðist við frá Þýskalandi. Ég hafði saknað þess svolítið,“ sagði Aron þegar Morgunblaðið spjallaði við hann á landsliðsæfingu. Meiðslin ekki alvarleg Danir tefla ekki einungis fram firnasterkum landsliðum hjá báðum kynjum heldur eru dönsku deild- irnar einnig sterkar. „Þetta er frábær handbolti. Það kunna allir handbolta í Danmörku. Ef maður myndi bera þetta saman við Þýskaland þá er alltaf talað um að þar séu menn líkamlega sterkari Velgengni Arsenal í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu und- anfarnar vikur fékk góða við- urkenningu í gær þegar tveir ungir leikmenn félagsins voru kallaðir í landsliðshópa þjóða sinna í fyrsta skipti. Sóknartengiliðurinn Emile Smith Rowe er kominn í hóp Eng- lendinga sem eiga fyrir höndum leiki gegn Albaníu og San Marínó í undankeppni HM og miðvörðurinn Gabriel er í fyrsta sinn í hópi Bras- ilíumanna sem mæta Kólumbíu og Argentínu í sömu keppni á næstu dögum. Arsenal-strákar í landsliðum AFP Efnilegur Emile Smith Rowe hefur leikið vel með Arsenal. Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu og leikmaður Kristianstad, var tíundi besti leik- maður sænsku úrvalsdeildarinnar á nýloknu tímabili samkvæmt mati net- miðilsins Damallsvenskan. „Þessi bráðefnilegi Íslendingur átti stórkost- legt tímabil. Hún er ein af fljótustu leikmönnum deildarinnar og með magnaðri boltatækni sinni er hún eld- snögg að skila boltanum áfram. Sveindís býr líka yfir ótrúlega löngum innköstum sem er magnað sóknarvopn,“ segir í umsögn Damall- svenskan um Keflvíkinginn. Tíunda best í sænsku deildinni Morgunblaðið/Unnur Karen Kristianstad Sveindís Jane Jóns- dóttir átti gott tímabil í Svíþjóð._ Katrín Ómarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og at- vinnumaður um árabil, er komin í þjálfarateymi Hauka í Hafnarfirði. Katrín var spilandi aðstoðarþjálfari með KR á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna sér úrvalsdeildarsæti á ný eftir árs fjarveru en Katrín hefur leikið með KR síðan hún kom heim úr atvinnumennsku þar sem hún varð m.a. enskur meistari með Liverpool. Katrín verður við hlið Guðrúnar Jónu Kristjánsdóttur sem verður áfram þjálfari Haukaliðsins sem spilar í 1. deildinni og endaði í fimmta sæti á ný- liðnu tímabili. _ Spænski knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano hefur samið við Selfyssinga um að leika með þeim næstu tvö árin en Selfoss hafnaði í áttunda sæti 1. deildar á nýliðnu tíma- bili. Hann kemur þangað eftir eitt tímabil með ÍBV í 1.deildinni en lék áð- ur með Víkingi í Ólafsvík í tvö ár, með ÍA í eitt ár og með Hugin á Seyðisfirði í eitt ár. Zamorano skoraði 40 mörk í 1. og 2. deild með ÍBV, Víkingi og Hugin en náði ekki að skora í 20 leikjum Skagamanna í úrvalsdeildinni. _ Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari karlaliða Víkings R. og Breiðabliks í knattspyrnu, er orðaður við þjálf- arastöðuna hjá Rosenborg í Noregi en Åge Hareide hættir þar störfum eftir tímabilið. Milos tók við sænska úrvals- deildarliðinu Hammarby í júní á þessu ári og samdi til hálfs fjórða árs en lið- inu hefur gengið vel undir hans stjórn og er í fimmta sæti deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið. Milos dvaldi í tólf ár á Íslandi, sem leikmaður og síðan þjálfari, en þjálfaði síðan Mjällby í Svíþjóð og var aðstoðarþjálf- ari Rauðu stjörnunnar í Serbíu. Eitt ogannað Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrir fram ætti Breiðablik að eiga fyrir höndum jafnan og tvísýnan leik í dag þegar Kópavogsliðið mætir OSC Metalist Kharkiv í úkraínsku borginni Kharkiv í Meistaradeild kvenna í fótbolta. Liðin tvö fóru mjög svipað af stað í riðlakeppn- inni í haust. OSC Metalist tapaði 0:1 heima gegn Real Madrid og 0:5 fyrir París SG í Frakklandi á meðan Blikar töpuðu 0:2 heima fyrir París SG og 0:5 fyrir Real Madrid á Spáni. Þetta er því að öllu óbreyttu fyrra uppgjör lið- anna um hvort þeirra nær þriðja sætinu í riðlinum en þau mætast aftur á Kópavogsvelli í næstu viku. Heima í Úkraínu ber mótherji Breiðabliks nafnið Zhytlobud-1 Kharkiv, en það er nafn bygg- ingafyrirtækis sem stendur á bak við það og UEFA viðurkennir ekki slík heiti á félögum. Sama fyrirtæki rekur líka lið Zhytlobud-2 Khar- kiv, en þetta eru einmitt erkifjendur og langbestu lið Úkraínu sem hafa unnið meistaratitilinn til skiptis undanfarin ellefu ár. Þau eru að vanda langefst í deildinni í Úkraínu þegar deildin þar er að verða hálfnuð. Í liði OSC Metalist Kharkiv, eins og mótherjar Blika heita hjá UEFA, eru átta núverandi lands- liðskonur Úkraínu ásamt landsliðsmarkverði Tyrklands og landsliðsframherja frá Bosníu. Þekktust þeirra eru Daria Apanashchenko, 35 ára framherji eða miðjumaður, sem hefur verið í lykilhlutverki í landsliði Úkraínu um árabil. Hún var Stjörnunni erfið í 32ja liða úrslitum Meist- aradeildarinnar haustið 2014 og skoraði þá í báð- um leikjum Zvezda frá Rússlandi gegn Garðabæj- arliðinu. OSC Metalist sló út Pomurje frá Slóveníu og NSA Sofia frá Búlgaríu með 4:1 og 5:1 sigrum í 1. umferð keppninnar í ágúst. Í 2. umferð vann úkraínska liðið síðan Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur, fyrrverandi leikmann Breiðabliks, og stöllur hennar í kýpverska meistaraliðinu Apollon Li- massol, 3:1 og 2:1, og komust með því í riðla- keppnina. Úkraínska liðið er í 16 liða úrslitum í fyrsta skipti en liðið komst áður í 32ja liða úrslit 2009 og 2018. Liðið hefur ekki átt góðu gengi að fagna gegn mótherjum frá vesturhluta Evrópu og tap- aði m.a. 0:4 fyrir Glasgow City frá Skotlandi fyrir nokkrum árum og þar á undan 1:10 samanlagt í tveimur leikjum gegn Linköping frá Svíþjóð. Stefnir í tvo hörkuleiki hjá Blikum - Besti leikmaður OSC Metalist gerði Stjörnunni lífið leitt fyrir sjö árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.