Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 28

Morgunblaðið - 09.11.2021, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2021 VÍKINGUR SPILAR MOZART 19., 20. & 21. NÓVEMBER · ELDBORG Miðasala á tix.is og harpa.is Hinir kunnu tónlistarmenn Kristinn Sigmundsson bassasöngvari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari koma í fyrsta sinn fram saman á ljóðatónleikum í Salnum í Kópavogi í kvöld, þriðjudag, kl. 19.30. Á efnis- skrá eru ljóðasöngvar eftir þrjú tón- skáld; tíu sönglög eftir Johannes Brahms, Michelangelo Lieder eftir Huga Wolf og Vier Lieder Op. 27 eftir Richard Strauss. „Við Edda höfum lengi starfað á ólíkum stöðum, Edda í París og ég út um allt,“ segir Kristinn þegar spurt er hvernig standi á því að þau hafi ekki komið fram áður saman. „Ég söng reyndar heilmikið í París á sínum tíma og þar stóð lengi til að við myndum gera eitthvað saman – en nú er komið að því. Nú erum við orðin samkennarar í Listaháskól- anum og hittumst oftar en áður.“ Kristinn segir að þau muni flytja söngva eftir tónskáld sem öll séu í uppáhaldi hjá þeim. „Þetta eru þekktir síðrómantíkerar og sum lag- anna hef ég sungið áður en önnur ekki. Ég hef til dæmis ekki sungið ljóðin sem Hugo Wolf samdi við ljóð myndhöggvarans Michelangelos.“ Sextándu aldar maðurinn Michel- angelo, sem hjó meðal annars út styttuna af Davíð og málaði loft Sixt- ínsku kapellunnar, var skapstyggur einfari, má sjá það á ljóðunum? „Svolítið,“ svarar Kristinn. „Hann veltir ýmsu fyrir sér, eins og ástinni og eilífðinni. Eitt lagið er mjög þungt en það er um það að allt eyðist. Í einni línunni segir að allt eyðist, meira að segja barnabörnin okkar hverfi eins og dögg fyrir sólu. Þetta er lagt þeim dauðu í munn og Wolf klæðir það í mjög dökkan bún- ing. Lögin voru með því síðasta sem Wolf samdi en hann var lagður inn á geðsjúkrahús skömmu eftir að hann samdi þau. Þetta er mjög flott músík sem hæfir ljóðunum vel en Wolf sagðist bara sjá fyrir sér bassa syngja þau. Myndhöggvarinn hlyti að vera bassi.“ Kristinn segist hafa flutt áður hluta laganna eftir Strauss og Brahms. „Það þýðir ekkert annað en að hafa eitthvað nýtt að æfa,“ segir hann. „Svo er margt mjög flott fyrir píanóið í þessum lögum – Edda fær líka alveg að svitna,“ segir hann og hlær dimmum hlátri. Allan sinn feril hefur Kristinn bæði sungið í óperum og ljóða- söngva. Eru einhver óperuverkefni í farvatninu núna þegar faraldrinum er að létta? „Það er miklu minna að gera hjá mér í óperunni en þegar ég var yngri. En ég mun þó fara nokkrar ferðir á næsta ári út að syngja og fyrr í haust var ég í Búdapest að syngja í óperu. Þetta smá kemur. Þegar ég fór út í september voru nákvæmlega tvö ár síðan ég var síð- ast á óperusviði.“ efi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Margreynd Kristinn og Edda á æfingu í Salnum í gær. Þau flytja sönglög eftir Brahms, Wolf og Strauss. „Mjög flott músík“ - Kristinn Sigmundsson og Edda Erlendsdóttir halda sína fyrstu ljóðatónleika saman í Salnum í Kópavogi í kvöld Bach og nútíminn er yfirskrift tón- leikaraðar sem Sif Margrét Tulinius fiðluleikari stendur fyrir í Landa- kotskirkju þriðjudagskvöldin 9., 16. og 23. nóvember kl. 20 öll kvöldin. „Þetta er þríleikur þar sem Sif Margrét mun á þrennum tónleikum flytja allar þrjár sónötur J.S. Bach ásamt því að frumflytja þrjú íslensk einleiksverk fyrir fiðlu eftir tón- skáldin Huga Guðmundsson, Hjálm- ar H. Ragnarsson og Viktor Orra Árnason,“ segir í kynningu. „Einleikssónötur Johanns Sebast- ians Bach voru skrifaðar árið 1720, fyrir rétt rúmum 300 árum og sýna yfirburðafærni tónskáldsins og ekki síst gríðarlega þekkingu á hljóðfær- inu, tæknilega, og tróna þessi verk enn þann dag í dag á toppi einleiks- verka sem samin hafa verið fyrir fiðluna. Tónverkin þrjú eftir ís- lensku tónskáldin sem samin voru sérstaklega fyrir Sif Margréti eru eðlilega af mismunandi gerð og kar- akter, en þau eru öll frekar stór í sniðum þar sem heimur fiðlunnar er kannaður til hins ýtrasta og gerðar eru mikl- ar kröfur til hljóðfæraleik- arans hvað varð- ar tæknilega út- færslu og hugmyndaauðgi. Öll bera þau með sér sterk einkenni hvers tónskálds fyrir sig og eru mikilvægar tón- smíðar í safni fiðlutónbókmennta framtíðar. Tónverk Hjálmars, Partíta, og Viktors Orra, Dark Gravity, voru samin árið 2020 í tilefni af því að 300 ár voru liðin frá því að Bach samdi einleikssónöturnar, en verk Huga, Praesentia, samið árið 2015 en fært í endurnýjaðan búning nú fyrir þetta tilefni.“ Bach og nútíminn þrjá þriðjudaga í röð Sif Margrét Tulinius G uðni Ágústsson er stjórn- málamaður af gamla skól- anum, trúr sinni stefnu og breytir ekki um kúrs þótt blási úr ýmsum áttum. Hann hætti á þingi 2009 en ekki í pólitík. Sumir segja að hann sé í raun táknmynd flokksins. Eftir að þinglífi lauk hefur Guðni þeyst um land og suður í höf og haldið fundi, bæði um pólitík og til að skemmta fólki, m.a. með Jóhann- esi hermikráku sem er jafnlíkur Guðna og Guðni sjálfur. Skrásetjari segir um bókina: „Á vormánuðum tókum við tal saman, Guðni og undirritaður, og ákváðun að setja saman bók. Við lögð- um land undir fót og höfum síðan þá í sameiningu látið gamminn geisa á samkomum víða um sveitir, ekki síst þar sem hina íslensku sauðkind hef- ur borið á góma, en sú sýn er okkur sameiginleg að mikilvægt sé að veita lesendum tilfinningu fyrir æðaslætti dreifbýlisins á hverjum tíma. Því má segja að þessi bók sé tilraun til að opna eins konar glugga inn í þær umræður sem eiga sér stað yfir kaffi- bollanum í sveitinni“ (7). Þetta er mjög ósamstæð bók, eins konar Stiklur í rituðu formi. Þeir félagar fara vítt um land, norður í Skagafjörð að heimsækja Geirmund, um Húnavatnsþing, koma við hjá fjárbónda og verkalýðsfrömuði á Húsavík, taka þátt í Vopnaskaki, líta inn hjá Jóhannesi á Gunnarsstöðum og skoða fræðslusetur um forystufé, staldra við á Sauðanesi á Langanesi, rifja upp sögur af Einari Ben og Hlín í Herdísarvík, spjalla við Róbert Guðfinnsson á Siglufirði, boða fjár- bændur í Grindavík og Vestmanna- eyjum til fundar og skrafs. Loks er bankað upp á hjá bændum í Rangár- þingi svo nokkuð sé nú nefnt. Það er eiginlega þannig að Guðni velur við- mælendur en Guðjón skráir, Guðni skýtur inn orði, fer með kveðskap og margvísleg gamanmál eins og hon- um er lagið og jafnan nokkuð upphafinn; ærsl eru oft á fundum. Landsmönnum eru skoðanir Guðna vel kunnar, hann er ötull á ritvelli blaðanna þannig að hér er ekkert nýtt af hans hálfu. Sauðkindin og dreifðar byggðir landsins eru honum ofarlega í huga og hálendis- þjóðgarður eitur í beinum hans. Bestu þættirnir fannst mér spjallið við Ólaf Dýrmundsson, fróðlegt var og að lesa um búskap í Eyjum og hvernig hlunnindum er þar skipt milli lögbýla. Einnig fannst mér eftirtektarvert að lesa um nýjungar sem ýmsir bændur hafa tekið upp til að styrkja búskap sinn. Merkilegt starf er unnið á fræðslusetri um for- ystufé. Vandinn í sauðfjárræktinni er vitaskuld sá að neysla lambakjöts hefur minnkað og á vísast eftir að rýrna enn. Afkoma sauðfjárbænda er afleit. Verður ekki að stýra fram- leiðslunni þannig að hún sé miðuð við innanlandsneyslu og fari fram þar sem beitarskilyrði eru góð, á norð- vestur- og norðausturparti landsins fremur en syðra? Búvörusamninga verður einnig að tengja við sjálfbæra landnýtingu. Enginn er búmaður nema berji sér, lærði ég, en hér stendur … nema barmi sér (64) sem er vitaskuld merkingin í gamla orðtakinu. Mis- sagnir eru nokkrar í frásögn af Agnesi Magnúsdóttur sem höggvin var á Þrístöpum 1830. Hún var í varðhaldi á Kornsá áður en hún var hálshöggvin, ekki Stóru-Borg (59). Sigríður Guðmundsdótttir var einnig dæmd til dauða með þeim Friðriki og Agnesi en konungur náðaði hana eft- ir að bónarbréf barst þess efnis frá Íslandi (56). Sigríður var bústýra Natans, ekki vinnukona þótt það sé kannski bitamunur en ekki fjár (56). Agnes var vissulega ósátt, ekki síst vegna þess að Sigríður var náðuð, en ekki hún. Ekki trufluðu prentvillur lesturinn nema hvað allmörgum orð- um er vitlaust skipt milli lína. Endur- tekningar eru í textanum sem segir mér að betur hefði þurft að lesa og rýna í handritið. Allmargar myndir prýða ritið en lítið er lagt í mynda- textana; myndir af staðháttum lifna þegar greint er frá örnefnum þar sem kennileiti eru skýr. Alltaf er til léttis í svona bók að hafa skrá yfir mannanöfn sem hér skortir. Morgunblaðið/Kristinn Guðni „Þetta er mjög ósamstæð bók, eins konar Stiklur í rituðu formi,“ segir gagnrýnandi. Sunnudagsvið- töl við bændur Viðtalsbók Guðni á ferð og flugi bbbnn Eftir Guðjón Ragnar Jónasson. Veröld 2021. Innbundin, 200 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.