Morgunblaðið - 06.12.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 06.12.2021, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þær breyt- ingar á stjórnar- ráðinu sem ríkis- stjórnin vinnur nú að hafa vakið nokkra umræðu. Óhætt er að segja að ýmsir hafa furðað sig á breytingunum og er ekki ör- grannt um að enn vanti mikið upp á að skilningur sé á því hvað hið nýja skipulag felur í sér eða hver tilgangur þess er, hvað þá ávinningur. Að ein- hverju leyti kann þetta að stafa af því að skýringar hafi illa bor- ist út fyrir þann þrönga hóp sem ákvörðunina tók og þá mun þetta mögulega lagast með tím- anum og auknum upplýsingum. Þó er hætt við að sumt verði seint skýrt svo vel sé. Björn Bjarnason, sem hefur meiri reynslu úr stjórnarráðinu en flestir aðrir, meðal annars sem skrifstofustjóri forsætis- ráðuneytisins á áttunda ára- tugnum og síðar sem ráðherra frá miðjum tíunda áratugnum til ársins 2009, fjallaði um þess- ar breytingar í vikulegri grein sinni hér í blaðinu um helgina. Björn minnir á að stjórnarráðs- lögin „sem giltu frá 1970 til 2011 mæltu fyrir um skýrar boðleiðir: hverju ráðuneyti stýrði ráðuneytisstjóri í um- boði ráðherra sem gæti stýrt fleiri en einu ráðuneyti.“ Þessi skipan hafi leitt til farsælla ákvarðana en vinstri stjórnin sem sat á árunum 2009-2013 undir forystu Jóhönnu Sigurð- ardóttur forsætisráðherra hafi sett ný lög um stjórnarráðið, enda hafi íslenska stjórn- arráðið verið meðal þess sem hafi verið kennt um fall bank- anna. „Nú 10 árum síðar myndar Katrín Jakobsdóttir (VG) 12 manna ríkisstjórn. Ráðherra- fjöldinn er þar með orðinn sá sami og hann varð mestur sam- kvæmt gömlu lögunum. Mark- mið Jóhönnulaganna um fáa ráðherra með stór ráðuneyti er orðið að engu. Í stefnuræðu sinni 1. desem- ber 2021 boðaði Katrín Jakobs- dóttir að hún hefði „hug á að hefja endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands“ í sam- vinnu við alla þingflokka. Dag- ar Jóhönnulaganna um stjórn- arráðið eru taldir eftir óvissuna sem við blasir þegar við skipt- ingu starfa ráðherra var leitast við að endurskipuleggja ráðu- neyti eftir pólitískum áherslum og auka hreyfanleika í opin- berri stjórnsýslu,“ segir Björn. Hann bendir ennfremur á að „[á]ður gátu ráðherrar farið með fleiri en eitt ráðuneyti sem hvert og eitt laut forystu ráðu- neytisstjóra. Nú geta margir ráðherrar farið með pólitíska stjórn málefna í ráðuneyti und- ir stjórn eins ráðuneytis- stjóra.“ Björn nefnir dæmi um þetta, sem sann- arlega eru ekki til einföldunar eða aukins skýrleika. Hann segir líka að vissulega megi kenna þessa nýskipan við hreyfanleika, en hreyfanleikinn megi ekki verða á kostnað gagnsæis og skilvirkni. Af þessu má sjá að þær áhyggjur sem fram hafa komið vegna fyrirhugaðra breytinga eru ekki ástæðulausar. En fleira kemur til. Í samtali við Morgunblaðið sagði ráðuneyt- isstjóri forsætisráðuneytisins, Bryndís Hlöðversdóttir, „allar líkur á að einhver fjölgun stöðugilda verði í Stjórnar- ráðinu frá því sem er í dag“. Þetta kann að slá á þær áhyggj- ur sem komið hafa fram hjá fé- lögum starfsmanna innan Stjórnarráðsins, en skattgreið- endur hafa ástæðu til að óttast að þetta verði enn ein ástæða þess að skattar haldist háir. Þeir hafa frekar sýnt tilhneig- ingu til að hækka en lækka og eru verulega íþyngjandi fyrir almenning þó að furðu lítið sé um það rætt. Í vikunni birti Morgunblaðið frétt um þróun starfa hins opinbera og einkageirans á ný- liðnum árum. Þar kom fram að starfsfólki hins opinbera hefur fjölgað um níu þúsund á síðustu fjórum árum en starfsfólki einkafyrirtækja hefur fækkað um átta þúsund. Halldór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, hefur bent á að þessi öfugþróun þarfnist skýr- inga frá hinu opinbera en engar frambærilegar skýringar hafa borist enda líklega ekki til. Vissulega hefur kórónuveiran hoggið skörð í störf einkafyrir- tækja á sama tíma og hið gagn- stæða hefur líklega verið uppi á teningnum hjá hinu opinbera. Þetta skýrir öfugþróunina þó tæpast að fullu og alls ekki þá þróun sem sjá má þegar horft er lengra aftur í tímann, því að mikil fjölgun opinberra starfs- manna er engin nýlunda. Það væri verðugt verkefni fyrir nýja ríkisstjórn að leita leiða til einföldunar og auk- innar skilvirkni hjá hinu opin- bera og stefna að því að fækka opinberum starfsmönnum frek- ar en að fjölga þeim. Á sama tíma mætti auka svigrúm einkageirans, draga úr óþörfu regluverki og eftirlitskerfi og lækka skatta. Þannig mætti fjölga störfum og auka verð- mætasköpun í atvinnulífinu og skjóta með því styrkari stoðum undir starfsemi hins opinbera en ekki síst lífsgæði almenn- ings, sem er vitaskuld það stóra verkefni sem aldrei má gleym- ast. Leiðin að markinu er einföldun fremur en auknar flækjur} Enn blæs báknið út Þ etta er einföld og aldagömul spurn- ing en svarið við henni er alls ekki augljóst. Það er hægt að segja að bensíngjaldið fari í samgöngur og nefskatturinn í RÚV en það er í rauninni ekki satt. Að minnsta kosti er það óná- kvæmt. En án þess að fara út í hagfræðileg smáatriði þá er þessi spurning mikilvægari í dag en oft áður. Ástæðan fyrir því er lýðræðis- leg, frekar en hagfræðileg. Til hvers erum við að kjósa fólk á þing? Ein helsta ástæðan er til þess að ákveða hvað er gert við almannafé í fjárlögum hvers árs. Þetta hlutverk er talið svo mikilvægt að það er sett í stjórnarskrána að „fyrir hvert reglulegt Al- þingi skal, þegar er það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer“. Stjórnarskráin gerir einnig ráð fyrir því að reglulegt Alþingi komi saman í upphafi október. Fjárlagafrumvarpið í ár var lagt fram 2 mánuðum seinna. Ekki jafn seint og árið 2016 og 2017 að vísu en að fenginni reynslu ætti ekki að endurtaka þá bilun. Þegar ég greiði atkvæði um fjárlög verð ég a.m.k. að vita um hvað ég er að greiða atkvæði. Þjóðin á að vita um hvað er verið að greiða atkvæði. Er fræðilegur möguleiki á að komast að því á innan við mánuði? Að fenginni reynslu er svarið nei. Það er ekki hægt. Samt setur meirihlutinn sér þau markmið að önnur umræða fjárlaga hefjist 21. desember og afgreiðslu verði lokið milli jóla og nýárs. Það á nefnilega frekar að klára að afgreiða málið en að komast að því í hvað skattarnir eru að fara. Skoðum t.d. eina aðgerð stjórnvalda, að „efla fjölþætt úrræði fyrir sjúklinga utan sér- greinasjúkrahúsa“. Hvað á þetta að kosta? Það stendur ekki. Hvaða árangri á að ná með þess- ari aðgerð? Það stendur ekki. Er hægt að ná sama árangri með öðrum aðgerðum? Ekki hugmynd. Myndi meira fjármagn skila betri árangri til lengri tíma? Enginn veit. Ég held að enginn efist um að það væri fínt að hafa fjölþætt úrræði utan sérgreinasjúkra- húsa. Það hljómar rosalega gáfulegt. Sér- staklega fyrir fólk sem er fjarri þeim sjúkra- húsum. En hvað með: „Bættur búnaður lögreglu: Varnar- og öryggisbúnaður vegna hryðjuverkavarna og stórfelldra ofbeldis- brota“. Hljómar rosalega nauðsynlegt, en er þetta aukin vopnvæðing lögreglunnar? Eigum við að samþykkja fjárheimildir í það? Ég hef engan áhuga á því a.m.k. Staðreyndin er að þingmenn geta aldrei kynnt sér fjár- lagafrumvarpið nægilega vel til þess að geta réttlætt um þúsund milljarða innheimtu og greiðslur en það lítur út fyrir að meirihlutinn ætli bara samt að gera það. Alveg eins og meirihlutinn staðfesti gildi kosninganna án þess að vita í raun hvort niðurstöðurnar voru réttar eða ekki. Þau bara héldu að niðurstöðurnar væru í lagi. Er það í alvör- unni nóg? Björn Leví Gunnarsson Pistill Hvað verður um skattana þína? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is A ngela Merkel Þýskalands- kanslari lætur af embætti á miðvikudag. Verður hún fyrsti kanslari landsins til þess að sækjast ekki eftir endur- kjöri og segja skilið við stjórnmálin að eigin ósk. Merkel hefur gegnt embættinu í 16 ár, litlu skemur en lærifaðir hennar og fyrrverandi for- maður Kristilegra demókrata, Hel- mut Kohl, sem var kanslari Þýska- lands frá 1982 til 1998. Í raun munar aðeins nokkrum dögum á því að Merkel hefði setið lengur en hann. Merkel skilur eftir sig heila kynslóð kjósenda sem muna ekki eftir öðru en að hún hafi setið á kanslarastólnum og eru vinsældir hennar miklar í landinu. Þá sýna kannanir að hún gæti sóst eftir um- boði frá kjósendum til að sitja fimmta kjörtímabilið í röð og unnið með miklum yfirburðum. Vinsældir hennar ná einnig út fyrir landsteina Þýskalands. Fyrr á þessu ári sagðist mikill meirihluti í stærstu lýðræðis- ríkjum heims treysta Merkel til að taka réttar ákvarðanir í málefnum er varða heiminn allan. Vinsældir hennar náðu hámarki árið 2013 þegar flokkur hennar hlaut 41,5% atkvæða í kosningum. Í mikilvægum kappræðum í kosninga- baráttunni endaði hún ræðuna á orðunum: „Þið þekkið mig“ og þótti það til marks um hversu dáð hún var af þýsku þjóðinni. Olaf Shcolz, sem hefur bæði verið varakanslari hennar og fjár- málaráðherra, tekur við stjórnar- taumunum en hann leiðir bandalag jafnaðarmanna inn í nýja ríkis- stjórn. Umdeild og elskuð Merkel hefur ekki siglt lygnan sjó allan sinn kanslaraferil. Hennar umdeildasta ákvörðun er án efa að Þýskaland skyldi taka við rúmlega milljón hælisleitendum árið 2015. Eftir sex ár í embætti, árið 2011, tók hún þá ákvörðun að Þýskaland skyldi loka kjarnorkuverum sínum. Það var í kjölfar kjarnorkuslysanna í Fukushima í Japan og barðist hún hart fyrir að teknir yrðu upp endur- nýjanlegir orkugjafar. Þá var hún kölluð „umhverfisverndarkansl- arinn“ af andstæðingum sínum. Á hennar síðari árum hafa umhverfis- verndarsinnar svo gagnrýnt hana fyrir að efna ekki loforð sín um grænni framtíð. Stúlkan hans Kohls Fæðingarnafn Angelu er Ang- ela Dorothea Kasner og fæddist hún hinn 17. júlí árið 1954 í Hamborg. Faðir hennar var prestur og móðir hennar kennari. Hún tók nafn fyrsta eiginmanns síns, Ulrich Merkel, sem hún giftist árið 1977 og hefur síðan þá haldið sig við Merkel-nafnið. Merkel leiddist út í stjórnmál stuttu eftir fall Berlínarmúrsins og hóf þá þátttöku í stjórnmálaflokki sem seinna sameinaðist Kristilega demókrataflokknum. Þar vakti hún fljótt athygli Kohls sem þá var kanslari Þýskalands. Gerði hann hana að ráðherra strax árið 1991 og kallaði hana reglulega „stelpuna sína“. Kohl var kanslari til ársins 1998 en þá galt Kristilegi demókrata- flokkurinn afhroð í kosningunum. Í kjölfar kosninganna sagði Kohl af sér. Merkel var kjörin formaður flokksins árið 2000 og var fyrsta konan til að leiða flokkinn. Hún leiddi stjórnarandstöðuna á þinginu frá 2002 til 2005 þar til flokkur henn- ar vann kosningarnar sama ár og tók hún þá við embætti kanslara. Sterk fyrirmynd Sem fyrsta konan til að gegna embætti Þýskalands kanslara braut Merkel glerþakið og er talin sterk fyrirmynd fyrir konur í stjórn- málum um allan heim. Hún þráaðist þó lengi við að kalla sig femínista og var það ekki fyrr en undir lok stjórnartíðar hennar að hún sagði sjálfa sig vera femínista. Var það of seint að mati margra. Merkel hefur verið gagnrýnd fyrir að gera ekki breytingar á þýska stjórnkerfinu sem mismunar konum, líkt og til dæmis skattalög- um fyrir hjón, sem femínistar í land- inu hafa barist fyrir breytingum á. Óútskýrður launamunur kynjanna í Þýskalandi er einnig sá mesti á meðal ríkja Evrópusam- bandsins en hann var 19% árið 2019. Ætlar ekki í heimsstjórnmálin Merkel hefur verið orðuð við stjórnunarstöður bæði í Evrópu- sambandinu og hjá Sameinuðu þjóð- unum. Hún hefur hins vegar sagt að hún stefni á að hverfa alfarið frá stjórnmálum. Á blaðamannafundi í sinni síðustu ferð til Bandaríkjanna í júní á þessu ár var Merkel spurð hvers hún hlakkaði mest til eftir að stjórnartíð hennar lyki. Svarið var einfalt: „Að þurfa ekki stöðugt að taka ákvarðanir.“ AFP Kanslari Angela Merkel kveður eftir 16 ár í embætti. Á myndinni stendur hún fyrir framan málverk af lærimeistara sínum, Helmut Kohl. Hinn „eilífi kanslari“ kveður eftir 16 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.