Morgunblaðið - 06.12.2021, Page 24

Morgunblaðið - 06.12.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2021 NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa &útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 23. desember. fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar SÉRBLAÐ Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur átt erfitt með að ein- beita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú hefur látið aðra ganga fyrir og nú er kominn tími til þess að þú sinnir sjálfum/sjálfri þér. Góður gangur er í framkvæmdum heima. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú gætir mögulega hitt ein- hvern fljótlega sem hefur mikil áhrif á þig. Þú ættir kannski að skoða námskeið sem eru í boði á þínu áhugasviði. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hefur verið hrókur alls fagn- aðar að undanförnu og ættir að gefa þér frí frá félagslífinu. Eitthvað er ekki eins og það á að vera, finndu út af hverju. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú stendur eins og klettur í öllu því róti sem í kringum þig er. Kannaðu alla mögulega sem eru í stöðunni þegar kem- ur að framkvæmdum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur orku til að koma miklu í framkvæmd í dag. Þakkaðu fyrir það sem þú átt. Maður þarf ekki að eiga allan heiminn til að vera hamingjusamur. 23. sept. - 22. okt. k Vog Hvar vilt þú vera eftir tíu ár og hvað getur þú gert í dag til að ná því marki? Vinur þinn leitar til þín og biður um hjálp. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú sækir í einveruna þessa dagana og ert ekki í skapi til að vera í fé- lagsskap. Ástalífið mun blómstra á næsta ári. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það léttir lífið að líta björtum augum á tilveruna. Vinir þínir koma þér á óvart með óvissuferð. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú tekur lífinu of alvarlega og þarft að losa aðeins um. Vertu sam- starfsfús og lipur svo verk strandi ekki á þér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er sótt að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig alla/n við að verja þig og þína. Ekki taka ákvörðun fyrr en þú er alveg viss. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Ekki láta segja þér fyrir verkum. ið, og hélt lengi úti Vísnahorninu í Morgunblaðinu, en nú er það faðir hans Halldór Blöndal sem heldur um pennann. „Ég fæ einstaka sinnum að hlaupa í skarðið ef eitthvað kemur upp á,“ segir Pétur. „Mér telst svo til að við höfum haldið úti vísnaþáttum á víxl í bráðum hálfa öld. Ég hef alla tíð drukkið í mig ljóð og fengist nokkuð við að semja sjálfur.“ Pétur hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Samáls frá haustinu 2013 og hafði frumkvæði að stofnun við 22 íslenska höfunda sem komu út á þýsku á bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Um leið var opnuð sýning á Borgarbókasafninu í Frankfurt sem ferðast hefur um allan heim og byggist á viðtölum mínum og ljós- myndum Kristins, en þar er dregið fram hvernig höfundar byggja á sagnaarfinum í sínum verkum.“ Limrur og loftslagsmál Pétur gaf einnig út Limrubókina árið 2012, fyrsta íslenska limrusafn- P étur Blöndal fæddist í Reykjavík 6. desember árið 1971, en ólst upp á Akureyri og Seltjarn- arnesi. Hann stundaði nám við Mýrarhúsaskóla og Val- húsaskóla og leiðin lá svo í Verzl- unarskólann. Eftir stúdentspróf lauk Pétur BA-námi í heimspeki frá Há- skóla Íslands eftir skiptinám í Berl- ín. Hann útskrifaðist svo með MBA- gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2004. Skrif og Sköpunarsögur Pétur vann á Morgunblaðinu frá árinu 1995 til 2013, að vísu með hléum frá 2000-2002 er hann tók þátt í að stofna og stýra almannatengsla- deild á auglýsingastofunni Góðu fólki og árin 2004-2006 en á þeim tíma var hann forstöðumaður kynningarmála og fjárfestatengla hjá Íslandsbanka. Á Morgunblaðinu fékkst Pétur við margvísleg verkefni, svo sem að stýra sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins og menningardeild blaðsins, þá sat hann leiðarafundi á meðan þeir voru haldnir. Hann hefur stofnað og stýrt blöðum og tímaritum og var ár- um saman stundakennari við meistaranám í fjölmiðlun við Há- skóla Íslands. „Ég hef alla tíð haft mikla þörf fyr- ir að skrifa og eiginlega finnst mér ekkert hafa gerst í mínu lífi án þess að ég hafi skrifað um það,“ segir Pét- ur. „Ég var svo lánsamur að læra hnútana af frábærum blaðamönnum og ritstjórum Morgunblaðsins. Þar fór saman fjör og fagmennska. Ég á enn góða vini á blaðinu, en þykir líka vænt um allt gamalt Moggafólk – hvar sem við rekumst hvert á annað eru jafnan fagnaðarfundir.“ Það var einmitt upp úr samvinnu við Kristin Ingvarsson ljósmyndara sem bókin Sköpunarsögur kom út árið 2007. „Mig langaði til að skrifa bók, en var ekki viss hvernig ég ætti að byrja, þannig að ég skrifaði bara bók um sköpunarferlið – hvaða vinnubrögð skáldin temja sér þegar þau skapa. Mér þótti vænt um að heyra það um daginn að bókin er kennd í ritlist í Háskólanum. Ég fylgdi svo bókinni eftir með viðtölum Álklasans árið 2015 með þátttöku hátt í 40 fyrirtækja, en Álklasinn stendur fyrir árlegu nýsköpunar- móti í samstarfi við HÍ og HR. Pétur segir að mörg skemmtilegustu verk- efnin séu á þeim vettvangi, ekki síst þau sem varða sókn í loftslags- málum. „Mörg spennandi verkefni eru í burðarliðnum hjá öllum þremur álverunum, jafnt hér á landi sem er- lendis, og ég trúi því einlæglega að áliðnaðinum takist að standa við þá stefnumörkun að ná kolefnis- hlutleysi í sinni framleiðslu árið 2040.“ Helst aldrei að segja nei Áhugamál Péturs eru margvísleg. „Upp úr standa ferðalögin með fjöl- skyldunni, en við höfum lagt mikið upp úr því að fara með krakkana í ævintýraferðir víða um heim og stendur til að fara í stórt ferðalag um jólin,“ segir Pétur. „Svo ferðumst við vítt og breitt um Ísland, jafnt að sumri sem vetri. Sumarferðin er jafnan í júlímánuði, en þá troðfyllum við bílinn af tjöldum og farangri og ökum bara af stað út úr bænum – elt- um veðrið. Á veturna dregur Anna Sigga mig út um hvippinn og hvapp- inn. Henni finnst stórsniðugt að tjalda á Holtavörðuheiði um hávetur. Og hóparnir eru nokkrir sem við tengjumst og deila þessu áhugamáli, þannig að vinirnir eru aldrei langt undan.“ Annars segist Pétur hafa það prin- sipp að spreyta sig á sem flestu – og helst að segja aldrei nei. „Það er al- þjóðlegt tungumál að geta alltaf stokkið til – sama hvað á að fara að gera,“ segir hann. „Ég hef enga þörf fyrir að vera bestur – eða hæfileika til þess ef út í það er farið – en ég get bjargað mér í allmörgum íþróttum og spilum. Ég er í fjölmörgum fót- boltahópum og keppi með Gróttu í öldungaflokki undir stjórn öldungs- ins síunga Garðars Guðmundssonar. Svo er eiginlega of langt mál að telja upp allar dellurnar – salsað á Sæ- kambi, skákirnar við Steinar, bridds með mafíunni, veiðina með Magga, fjallaferðirnar með kríum og krák- um, golfið með Club Tropicana og fleiri hópum. Og já, ég mætti meira Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls – 50 ára Fjölskyldan Golfmót í Neskaupstað. Á myndinni eru einnig Örn og Ólöf, tengdaforeldrar Péturs auk Davíðs Diego, kærasta Ólafar Kristrúnar. Vill spreyta sig á sem flestu Á Nesvelli Pétur, Halldór Blöndal og Anna Sigga. Til hamingju með daginn 60 ÁRA Hjónin Björgvin Friðriksson og Brynhildur Benediktsdóttir eru bæði 60 ára í dag. Þau eru Reykvík- ingar í húð og hár, Björgvin ólst upp í Laugarnesinu, Brynhildur í Smáíbúðahverf- inu en leiðir þeirra lágu sam- an í 101 fyrir 35 árum. Frá 1990 hafa þau síðan búið í Skerjafirðinum. Björgvin er rafeinda- virkjameistari og hefur starf- að í þeim geira lengst af en er starfandi framkvæmdastjóri hjá sprotafyrirtækinu Maul Reykjavík og situr þar í stjórn. Brynhildur er með BS-próf í hagfræði og er í meistara- námi í viðskiptafræði við Há- skólann á Akureyri. Hún hef- ur verið sérfræðingur hjá atvinnuvegaráðuneytinu á skrifstofu sjávarútvegs frá 2008 og sinnir þar bæði innalandsmálum og erlendum samningum. Útivist er helsta áhugamál þeirra hjóna, svig og gönguskíði, fjallgöngur og hálendisferðir. Sumarbústaðurinn í Fljótshlíðinni nýtist einnig til útiveru. FJÖLSKYLDA Sonur Björgvins og Brynhildar er Egill, f. 2003. Dóttir Björgvins frá fyrra sambandi er Berglind Þóra, f. 1979. Foreldrar Björgvins voru Friðrik Jóhann Stefánsson, f. 1927, d. 2020, rafvirkjameistari og Þóra Björgvinsdóttir, f. 1928, d. 2016, skrifstofumaður. Foreldrar Brynhildar voru Brynhildur Pálsdóttir, f. 1931, d. 2010, aðstoð- armaður tannlæknis, og Benedikt Geirsson, f. 1924, d. 1998, pípulagninga- meistari og lengi formaður Pípulagningameistarafélagsins. Björgvin Friðriksson og Brynhildur Benediktsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.