Morgunblaðið - 06.12.2021, Page 32

Morgunblaðið - 06.12.2021, Page 32
KARTELL GALLERÍ SMÁRALIND – DUKA.IS í jólapakkan „Hugskynjun náttúrunnar“ er yfirskrift desember- sýningar SÍM-salarins í Hafnarstræti 16 sem hefur ver- ið opnuð. Á sýningunni eru verk eftir Örnu Gná Gunn- arsdóttur og Margréti Jónsdóttur listmálara. Þetta er önnur samsýning Örnu og Margrétar en í tilkynningu segir að þær séu tengdar bæði blóð- og myndlistar- böndum. Báðar sækja innblástur til Frakklands en þær starfa að list sinni á Íslandi og í Frakklandi. Ekki í sömu miðla en gjarnan með sömu viðfangsefni, eins og lík- amann, líkamsvessa, femínískar hugleiðingar, tilrauna- kennda heilun og innhverfa íhugun. Arna Gná og Margrét Jónsdóttir sýna tengd myndverk í SÍM-salnum MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 340. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Aliyah Collier skoraði 21 stig og tók sautján fráköst fyrir Njarðvík þegar liðið vann 69:60-sigur gegn Val í toppslag úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Subway-deildar- innar, í Origo-höllinni á Hlíðarenda í elleftu umferð deild- arinnar í gær. Þá vann Fjölnir 77:59-sigur gegn Haukum í Grafarvogi, Grindavík lagði Keflavík 84:72 í Grindavík og Breiðablik vann Skallagrím 81:74 í Kópavogi. »26 Njarðvík lagði Val í toppslagnum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hverfiskrár njóta víða vinsælda og nokkrar hafa fest sig í sessi á höfuð- borgarsvæðinu. Hjónin Aðalheiður Runólfsdóttir og Ólafur Guðlaugsson opnuðu Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í apríl 2015 og 20. ágúst í fyrra bættu þau við öðrum sambæri- legum stað með sama nafni í Grafar- vogi í samvinnu við Vigni Ara Stein- grímsson. „Hugmyndin er að fólk þurfi ekki að fara yfir lækinn til þess að sækja vatnið heldur að það geti gengið á hverfiskrána og heim aftur,“ segir Vignir. Þeir Ólafur hafi þekkst síðan í barnaskóla og lengi hugleitt að gera eitthvað saman. Það hafi síðan orðið að veruleika þegar þeir hafi tekið við staðnum í Grafarvogi. Vignir segir að erfitt hafi verið að opna í heimsfaraldri og stöðug utan- aðkomandi óvissa vegna hans auð- veldi ekki reksturinn. „Við byrjuðum vel en höfum síðan verið slegin niður með samkomutakmörkunum. Þær eru skiljanlegar upp að vissu marki, en ég tek undir með Sigmari Vil- hjálmssyni að ekki þarf stöðugt að beita fallbyssu við að opna bílskúrs- hurð.“ Liður í daglegum samskiptum Ein helsta hugmynd með hverfis- kránum í Hafnarfirði og Grafarvogi er að bjóða upp á stað og afþreyingu fyrir nágranna. Auk félagsskaparins, drykkja og matar eru beinar útsend- ingar frá íþróttum og þá sérstaklega frá enska fótboltanum helsta að- dráttaraflið. Vignir rifjar upp að þeg- ar bjórinn hafi verið leyfður fyrir yfir 30 árum hafi úrtölufólk fundið krám allt til foráttu en reynslan hafi sýnt að neysla á sterkum drykkjum hafi minnkað. Ekki sé um stöðuga helg- ardrykkju að ræða eins og oft hafi áður tíðkast heldur komi fólk saman á góðra vina fundi, horfi á leik, fari í pílu eða spjalli bara saman í skamma stund en gangi svo heim án vand- ræða. „Hverfiskráin er liður í dag- legum samskiptum fólks,“ leggur Vignir áherslu á. Um það leyti sem bjórinn var leyfður 1989 var Vignir vikapiltur hjá Ólafi Laufdal á Hótel Íslandi. Þegar hann var um tvítugt hóf hann störf á barnum á Gauki á Stöng. Um alda- mótin tók hann sér frí frá öldur- húsunum, en eftir að hafa tekið við sem veitingastjóri á Ránni í Keflavík 2012 varð ekki aftur snúið. „Óli og Aðalheiður fengu mig til þess að hjálpa sér 2018, ári seinna opnaðist möguleikinn að opna í Grafarvog- inum og við höfum verið á útopnu síðan.“ Ölhúsið í Grafarvogi er þar sem Gullöldin var áður. Vignir segir að áður en þau hafi opnað hafi þau rifið niður veggi og tekið niður glugga- tjöld til að létta á rýminu með Ölhús- ið í Hafnarfirði sem fyrirmynd. „Óli var þarna nánast upp á dag í þrjá mánuði við að breyta húsnæðinu enda var vel vandað til verka,“ rifjar hann upp. Hann segir reksturinn hafa verið erfiðan en íbúar hafi tekið kránni vel og hann sé bjartsýnn á að það sé ljós við enda ganganna. „Heimsfaraldurinn hefur tekið súr- efnið úr veitingageiranum og þar sem lítið hefur komið til baka og ekki nóg fyrir föstum kostnaði má ekki mikið út af bera á næstunni. Við höf- um samt fundið fyrir miklum velvilja fólksins eftir breytingarnar og horf- um bjartsýn fram á veg í þeirri von að Eyjólfur hressist.“ Afþreying fyrir nágranna - Vinir reka hverfis- krár í Grafarvogi og Hafnarfirði Morgunblaðið/Unnur Karen Æskufélagar Vignir Ari Steingrímsson og Ólafur Guðlaugsson í Ölhúsinu. Í Grafarvogi Vel fer um gesti og fylgjast má með íþróttum á skjánum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.