Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Varðskipið Freyja er væntanlegt til
heimahafnar í Siglufirði á sunnudag-
inn eftir að hafa verið við eftirlit á Ís-
landsmiðum í tæpan mánuð. „Freyja
hefur reynst frábærlega þennan
fyrsta mánuð sem hefur verið tölu-
vert annasamari en gert var ráð fyr-
ir,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýs-
ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.
Freyja lagði úr höfn frá Reykjavík
hinn 23. nóvember sl. í jómfrúarferð
sína. Á þessum vikum hefur varð-
skipið tekið fjögur skip í tog. Flutn-
ingaskipið Franciscu frá Straumsvík
til Akureyrar, fiskiskipið Janus frá
Akureyri til Hafnarfjarðar, fiskiskip-
ið Masilik af strandstað á Vatnsleysu-
strönd til Hafnarfjarðar í fyrrinótt og
loks varðskipið Þór frá Hafnarfirði til
Reykjavíkur í gærkvöldi.
Hefur komið sér vel að Freyja er
með mestu dráttargetu íslenskra
skipa, eða allt að 200 tonnum. Freyja
er mjög vel búið dráttarspilum svo
taka má stór og öflug skip í tog
Grænlenska fiskiskipið Masilik
strandaði við Gerðistanga undan
Vatnsleysuströnd um kvöldmatar-
leytið í fyrrakvöld. Um borð var 19
manna áhöfn. Svo heppilega vildi til að
Freyja var í nágrenninu eftir að hafa
dregið Janus suður og var hún kölluð
strax á staðinn og sömuleiðis dráttar-
báturinn Hamar. Björgunarskipin
Sjöfn, frá Ársæli á Seltjarnarnesi, og
Stefnir, frá Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi, sáu um að ferja 14 manns úr
áhöfn Masilik í land ásamt því að að
aðstoða Freyju með að koma dráttar-
taug yfir í skipið.
Vel gekk að losa Masilik af strand-
stað í fyrrinótt því skipið losnaði fljót-
lega eftir að byrjað var að toga í það.
Freyja dró Masilik til Hafnarfjarðar
og voru skipin komin þangað um
klukkan sjö í gærmorgun. Rannsókn-
arnefnd samgönguslysa hefur hafið
rannsókn á tildrögum strands Masi-
lik. Þá verður kannað hvort skemmd-
ir hafa orðið á botni skipsins.
Óvænt viðhald á Þór
Í raun er Freyja í sínu öðru úthaldi
nú þar sem viðhald stendur yfir á báð-
um aðalvélum varðskipsins Þórs. Við-
haldið var óvænt en Þór verður aftur
orðinn tilbúinn til útkallsstarfa um
miðjan janúar, að sögn Ásgeirs Er-
lendssonar. Upphaflega stóð til að Þór
leysti Freyju af hólmi 7. desember síð-
astliðinn, en ekki gat orðið af því vegna
viðhaldsvinnunnar. Sem fyrr segir
kemur Freyja úr þessari annarri ferð
sinni á sunnudag þegar skipið kemur
til Siglufjarðar og áhöfnin fer til síns
heima degi síðar.
Áhöfn Freyju verður svo á útkalls-
vakt yfir hátíðirnar og er gert ráð fyr-
ir að Freyja fari aftur til eftirlits-
starfa frá Siglufirði þann 4. janúar
næstkomandi.
Friðrik Höskuldsson hefur verið
skipherra á Freyju undanfarna daga
og fer aftur út með skipið í janúar.
Hann leysir af Einar Valsson skip-
herra sem er í langþráðu fríi, segir
Ásgeir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í höfn Masilik kom til Hafnarfjarðar um sjöleytið í gærmorgun. Skipið ligg-
ur við Suðurbakka. Masilik var smíðaður árið 2001 og er 1.425 brúttótonn.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Með skip í togi Freyja dró fiskiskipið Janus frá Akureyri til Hafnarfjarðar og voru skipin nýkomin þangað þegar
útkallið barst vegna Masilik. Janus er 1.468 brúttótonn að stærð, smíðaður árið 1968 og er skráður á Cooks-eyjum.
„Freyja hefur reynst frábærlega“
- Dró grænlenska skipið Masilik af strandstað - Dró einnig tvö önnur skip landshorna á milli
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Alls voru 114 nemendur og starfs-
menn Klettaskóla í Reykjavík í ein-
angrun eða sóttkví í gær vegna Co-
vid-19. Í einangrun voru 29, þar af 20
nemendur og 9 starfsmenn. Í sóttkví
voru 85, þar af 33 nemendur og 52
starfsmenn.
Arnheiður Helgadóttir skólastjóri
segir þetta ástand hafa útheimt
mikla vinnu starfsmanna skólans og
mikið álag á nemendur og fjölskyld-
ur þeirra. Hefðbundið skólastarf var
fellt niður í fyrradag, samkvæmt
leiðbeiningum frá almannavörnum
og skóla- og frístundasviði Reykja-
víkurborgar. Allir nemendur sem
ekki voru þá þegar í sóttkví eða ein-
angrun komu í skólann í fylgd for-
ráðamanna til að gangast undir
PCR-próf.
Tóku sýnin í skólanum
Starfsfólk frá almannavörnum
mætti í skólann og setti upp skoð-
unarstöðvar til að taka sýni og hélt
utan um framkvæmdina. Allir starfs-
menn skólans, frístundar og fé-
lagsmiðstöðvar sem ekki voru í
sóttkví eða einangrun voru einnig
prófaðir. Fjögur ný smit greindust í
gær og eru þau talin með í fyrr-
greindum tölum.
Í gær var unnið að því að skipu-
leggja skólastarfið í ljósi aðstæðna.
Síðasti kennsludagur fyrir jólafrí er
á mánudag en þá verður ekki full
kennsla. Þá verða „litlu jólin“ haldin
í stofum nemenda í stað þess að vera
með sameiginlega jólaskemmtun á
sal.
Ekkert sameiginlegt jólaball
„Við getum ekki komið öll saman
til að dansa í kringum jólatréð og
viðhalda öðrum gömlum hefðum við
þessar aðstæður. Hver og einn bekk-
ur verður í sinni stofu og við reynum
að eiga notalega stund og hafa gam-
an. Ef til vill kemur jólasveinn og
kíkir á glugga, en hann fer ekki inn,“
segir Arnheiður. Hún segir nemend-
ur skólans hafa sérstöðu og þurfi
mikla þjónustu. Frístund og fé-
lagsmiðstöðin hafa haft opið fyrir
börnin fram að jólum eftir að
kennslu lýkur og eins á virkum dög-
um á milli jóla og nýárs.
„Við reynum að gera allt sem við
getum til að halda uppi þjónustu við
nemendur og foreldra, hvort heldur
sem grunnskóli, frístund eða fé-
lagsmiðstöð,“ sagði Arnheiður.
Í Klettaskóla eru 124 nemendur.
Starfsmenn eru um 160 talsins og
margir í hlutastarfi.
Útbreitt kórónuveiru-
smit í Klettaskóla
- Alls 114 nemendur og starfsmenn í einangrun eða sóttkví
Ljósmynd/klettaskoli.is
Klettaskóli Smit kom upp og virðist það hafa breiðst talsvert út. Nemendur
og starfsmenn sem ekki voru í einangrun eða sóttkví voru allir skimaðir.
22 einstaklingar frá Afganistan eru
væntanlegir til landsins næsta
þriðjudag en þeir lentu í morgun í
Georgíu. Heildarfjöldi þeirra sem ís-
lensk stjórnvöld hafa þá tekið á móti
er 83.
Fram kemur í sameiginlegri til-
kynningu frá forsætisráðuneytinu,
félagsmálaráðuneytinu, utanríkis-
ráðuneytinu og dómsmálaráðuneyt-
inu að 40 einstaklingar sem fengu
boð frá íslenskum stjórnvöldum hafi
þegið boð um skjól í öðru ríki.
Taka á móti 120
Ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að
taka á móti allt að 120 einstaklingum
frá Afganistan vegna ástandsins sem
skapaðist þar í landi í kjölfar valda-
töku talíbana. Áhersla var lögð á þá
sem unnu með eða fyrir Atlantshafs-
bandalagið, fyrrverandi nemendur
alþjóðlega jafnréttisskólans á Ís-
landi og einstaklinga sem áttu rétt á
fjölskyldusameiningu eða voru þeg-
ar komnir með samþykkta umsókn
um dvalarleyfi.
Stjórnvöld í Katar aðstoðuðu ís-
lensk stjórnvöld við að koma hluta
hópsins þangað sem fulltrúar frá ís-
lenskum stjórnvöldum tóku á móti
honum og fylgdu til Íslands. Ráðu-
neytin segja að Útlendingastofnun
og borgaraþjónusta utanríkisráðu-
neytisins hafi átt í náinni samvinnu
við stjórnvöld í Georgíu, Svíþjóð og
Katar til að gera fólkinu kleift að
komast hingað til lands og sameinast
fjölskyldum sínum en um sé að ræða
flóknar aðgerðir sem krefjist mikill-
ar samhæfingar þar sem huga þurfi
að öryggi allra.
Von á 22 frá Afgan-
istan í næstu viku