Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 8

Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Tillaga til þingsályktunar um at- hugun á rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi var lögð fram á Alþingi 3. október 2016, fyrir rúmum fimm árum. Til- löguna flutti Illugi Gunnarsson, þá- verandi menntamálaráðherra, sem í framhaldinu skipaði nefnd til að kafa í þessi mál. - - - Tilefnið var í greinargerð sagt vera að fulltrúar einka- rekinna fjölmiðla hefðu vakið at- hygli stjórnvalda á erfiðleikum sem blöstu við í rekstri þeirra og rekja má til ýmissa utanaðkomandi að- stæðna. - - - Síðan hefur margt verið rætt og ritað um þessi mál og ófáir stjórnmálamenn lýst yfir miklum skilningi á óviðunandi aðstæðum. Gripið var í plástra í formi ríkis- styrks, sem að vísu var hvort tveggja rýr miðað við umfang vandans og að auki sérstaklega hannaður til að nýtast illa þeim fjöl- miðlum sem helst halda úti frum- vinnslu frétta og reka burðugar rit- stjórnir eða fréttastofur. - - - Á sama tíma hefur Ríkisútvarpið fengið að vaxa og dafna með auknum framlögum og ágengri starfsemi á auglýsingamarkaði. Þá hefur ekkert verið gert vegna ójafnrar samkeppni erlendra miðla af ýmsu tagi, þrátt fyrir áralangar yfirlýsingar um skilning á vand- anum. - - - Og enn stíga ráðherrar fram og lýsa skilningi á vandanum og áhyggjum af stöðunni. Vonandi fyrirgefst þeim sem starfa á þess- um markaði þó að þeir taki ekki nema hóflega mikið mark á þeim orðum nú. Skrafað og skeggrætt í 5 ár STAKSTEINAR Tvö tilboð bárust í rekstur áætlunarflugs á norð- austurhorni landsins, en tilboð voru nýlega opnuð hjá Vegagerðinni. Norlandair á Akureyri átti lægra tilboðið en það flugfélag hefur annast flug á þessum leiðum undanfarin ár. Um er að ræða sérleyfi fyrir Vegagerðina á eft- irtöldum flugleiðum: Akureyri - Grímsey - Akur- eyri og Akureyri - Vopnafjörður - Þórshöfn - Akureyri. Norlandair á Akureyri bauð krónur 470.614.427, sem var 5% yfir áætluðum verktaka- kostnaði, sem var tæpar 448 milljónir. Mýflug hf. í Mýatnssveit bauð krónur 641.077.920. Tilboðin eru án virðisaukaskatts og miðast við samningstímann, sem er þrjú ár. Miðað er við endurgreiðslu kostnaðar sem af rekstri í áætl- unarflugi leiðir, að frádregnum tekjum, þ.e. að annast áætlunarflug með farþega og vörur til og frá Grímsey, Vopnafirði og Þórshöfn, eins og segir í útboðslýsingu. Samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthías- sonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er búið að yfirfara tilboðin og ganga úr skugga um að lægstbjóðandi, Norlandair, uppfyllir allar kröfur. Því er reiknað með að gengið verði til samninga við félagið um verkefnið. Í dag rekur Norlandair þrjár Twin Otter-vélar, tvær Beech 200 King Air og eina Air Van-útsýnisvél. sisi@mbl.is Norlandair átti lægsta tilboðið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Buðu best Twin Otter-vél Norlandair í Grímsey. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Skrifstofa samgöngustjóra og borg- arhönnunar Reykjavíkur leggur til að dýrasta stöðugjald bíla gildi enn víðar í borginni en nú. Þannig færist eftirtaldar götur úr gjaldsvæði 2 í gjaldsvæði 1: Bergstaðastræti, milli Skóla- vörðustígs og Bjargarstígs. Bjarnar- stígur. Frakkastígur, milli Njáls- götu og Grettisgötu. Garðastræti, milli Túngötu og Vesturgötu. Hall- veigarstígur. Ingólfsstræti, bílaplan norðan við Hallveigarstíg 1. Ingólfs- stræti, milli Amtmannsstígs og Spít- alastígs. Kárastígur. Mjóstræti. Njálsgata, milli Klapparstígs og Frakkastígs. Skólavörðustígur, milli Týsgötu og Njarðargötu. Þá er lagt til að Félagstún breyt- ist úr gjaldsvæði 4 í gjaldsvæði 3. Eftirtaldar götur verði gjaldskyldar og á gjaldsvæði 2: Barónsstígur, milli Bergþórugötu og Grettisgötu. Njálsgata, milli Barónsstígs og Snorrabrautar og Ægisgata. Þá verði Bergþórugata, milli Bar- ónsstígs og Snorrabrautar, auk bíla- plans á lóð nr. 1 við Frakkastíg gerð gjaldskyld og þar á að gilda gjald- svæði 3. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Stöðugjöld Margar götur sem eru gjaldsvæði 2 verða gjaldsvæði 1. Þá þarf að borga fyrir að leggja á nokkrum götum sem nú eru gjaldfrjálsar. Dýrara að leggja - Leggja til stækkun á gjaldsvæði 1 - Gjaldskylda verður víðar en nú STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Zizzi glimmer blússa 6.990 kr Kaffe Curve sparikjóll 14.990 kr Kaffe blússa 11.990 kr Frá Pant veg ey rá . . . .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.