Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 11

Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 ðinni sXDAL er í lei Opið laugardag 11-17 sunnudag 13-17 Skoðið // hjahrafnhildi.is Öllum gjöfum er pakkað í fallegar gjafaöskjur. Vönduð náttföt í miklu úrvali! Stærðir 36-52 Verð 12.980,- Opið: Laugardag 10-16 Sunnudag 13-17 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Söfnum í jólasjóðinn hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Jólasöfnun Guð blessi ykkur öll Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það er að mínu mati langskyn- samlegast að ríkið eigi þessar fast- eignir 100%, en ekki í samkrulli við bæjarfélagið. Það er algjör tímaskekkja að hafa þann hátt á,“ segir Guðmundur Baldvin Guð- mundsson, for- maður bæjar- ráðs Akureyrar. Akureyrarbær fékk tilboð í hús- eignir dvalar- og hjúkrunarheimil- is bæjarins, Hlíðar og Lög- mannshlíðar, í nóvember síðast- liðnum. Bærinn vill selja sinn hluta og segir Guðmundur að bærinn hafi ítrekað frá því tilboðið barst óskað eftir viðræðum við ríkið um framtíð fasteignanna, en engin svör hafi borist. Bæjarráð Akureyrar hefur sett fram þá kröfu að ríkið bregðist nú án tafar við og kaupi eignarhluta Akureyrarbæjar í þessum fast- eignum. Borga enga leigu Akureyrarbær, ásamt þremur sveitarfélögum öðrum; Vest- mannaeyjum, Fjarðabyggð og Höfn í Hornafirði, ákvað í kjölfar vanfjármögnunar af hálfu ríkisins að endursemja ekki um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila. Á Akureyri varð niðurstaðan sú að samið var við félagið Heilsu- vernd ehf. um rekstur heimilanna í bænum. Það félag tók við rekstr- inum á liðnu vori. Ríkið ákvað jafnframt að Heilsuvernd þyrfti ekki að greiða leigu vegna hús- næðis sem notað er fyrir öldr- unarþjónustuna. „Við eigum stóran hluta í þess- um eignum en ríkið telur sig geta ráðskast með þær án nokkurs samráðs við okkur. Það þykir okk- ur verulega undarleg vinnubrögð,“ segir Guðmundur. Akureyrarbær á mismikinn hlut í fasteignum sem um ræðir, en sem dæmi á hann elstu bygg- inguna á Hlíð og þegar hafist var handa við uppbyggingu á þeirri lóð, við húsnæði sem nefnist Vest- urhlíð, greiddi bæjarfélagið 30% kostnaðar. Þá fjármagnaði Akur- eyrarbær að fullu byggingu á ný- legu húsnæði Lögmannshlíðar og leigir ríkinu það húsnæði. Guð- mundur segir að bærinn vilji gjarnan selja þessar húseignir en slíkt sé ómögulegt án þess að ríkið taki þátt í því ferli. „Það er al- gjörlega ótækt að ríkið hagi sér með þessu hætti, við fáum ekki einu sinni svör um hvort það ætli sér að ræða við okkur,“ segir hann. Morgunblaðið/Margrét Þóra Hjúkrunarheimili Akureyrarbær fjármagnaði að fullu byggingu á nýlegu húsnæði hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar og leigir ríkinu það. Ríkið kaupi hlut Akur- eyrar í dvalarheimilum - Núverandi háttur tímaskekkja, segir formaður bæjarráðs Guðmundur Baldvin Guðmundsson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Borgarstjóri hefur lagt það til að engin bifreið, hvort sem hún er í eigu Reykjavíkurborgar eða tekin á leigu, sé á nagladekkjum. Miðað er við að almennur farartækjafloti borgarinnar verði nagladekkjalaus eigi síðar en um næstu áramót og sorpbílar verði án nagla frá og með miðjum apríl nk. Þá leggur borgar- stjóri einnig til að þeir starfsmenn sem vegna starfa sinna aka í vetrar- færð fái boð í sérstaka fræðslu um akstur ökutækja að vetrarlagi. Nagladekk hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Hefur m.a. Reykjavíkurborg hvatt íbúa til að velja önnur dekk undir ökutæki sín auk þess sem Samfylkingin hefur nú lagt til breytingar á umferðarlögum sem heimila sveitarfélögum að inn- heimta gjald, allt að 40 þúsund krónum, fyrir notkun negldra hjól- barða. Sumar aðstæður kalla á nagla Á meðan borgarráðsfulltrúar meirihlutans taka undir tillögu borgarstjóra benda fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á að upp kunna að koma aðstæður í borgarlandinu sem kalla á nagladekk. Er þá rekst- ur skíðasvæðanna og sorphirða nefnt sem dæmi. Miðflokkurinn seg- ir dekkjaskipti meirihlutans mikið ábyrgðarleysi og að borgarstarfs- menn hafi sumir jafnvel hótað að segja starfi sínu lausu gangi áform- in eftir. Um sé að ræða enn eina for- ræðishyggju borgarstjóra og meiri- hlutans í Reykjavíkurborg. Naglana burt og starfsfólk í nám - Borgarstjóri vill naglalaus ökutæki sem fyrst og boðar sérstaka fræðslu um vetrarakstur handa borgarstarfsmönnum - Ruslabílarnir sleppa ekki heldur Morgunblaðið/Hari Puð Þótt búast megi við rauðum jólum í ár þá er snjór og hálka ekki óþekkt vandamál í Reykjavík. Góðir naglar geta hjálpað þegar ekki er skafið vel. 18. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.5 Sterlingspund 173.04 Kanadadalur 101.35 Dönsk króna 19.741 Norsk króna 14.469 Sænsk króna 14.327 Svissn. franki 140.38 Japanskt jen 1.1347 SDR 181.27 Evra 146.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.9759 Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.