Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 14

Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL Miðnæturmessa á Ísafirði, jólatré fyrri tíðar á sýningu, öndvegissagan Aðventa og heimareykt hangikjöt. Undirbúningur jóla er skemmti- legt bras. Jólasögur Íslendinga eru ólíkar eins og fólkið er margt, en með réttu hugarfari má með minningum breyta öllu í ævintýri. „Þegar jólin nálgast gerist eitthvað innra með okkur. Það er eins og það opnist innra næmi hjá okkur, líkt og hjartað sé að vænta birt- unnar sem jólaguðspjallið boðar. Eitthvað fæðist innra með okkur, sem kallast á við barn- ið sem fæddist í Betlehem,“ segir séra Grétar Halldór Gunnarsson, sóknarprestur á Ísafirði. „Aðventan og jólin eru þannig öðruvísi en allur annar tími ársins. Birtan vex fram á þeim dög- um þegar tæpast sést til sólar á daginn, enda snýst allt svo við á vetrarsólstöðum.“ Sr. Grétar kom til starfa á Ísafirði um miðj- an ágúst sl. og verður til jafnlengdar að ári. Hafði starfsskipti við frænda sinn, sr. Magnús Erlingsson, sem nú stafar við Grafarvogs- kirkju í Reykjavík. „Ég á fjölskyldutengsl við staðinn og kom hingað stundum sem barn. Þekki því aðeins til þessa samfélags, þar sem fjölskyldunni líður vel og börnunum okkar finnst gaman í skól- anum hér. Mér finnst góð tilfinning fylgja því að starfa í og þjóna samfélagi þar sem maður rekst aftur og aftur á fólk sem maður kynnist í starfinu. Starfið hér vestra verið forvitnileg til- breyting frá því sem ég þekki fyrir.“ Kirkjan verður hólfuð Á Ísafirði er hefð fyrir því að jólin séu hringd inn með guðsþjónustu í Hnífsdalskap- ellu kl. 18 á aðfangadagskvöld. Svo er miðnæt- urmessa kl. 23:30 í Ísafjarðarkirkju og hátíðar- guðsþjónusta á jóladag kl. 14. „Hefðanna vegna verður þessum tímasetn- ingum tæpast hnikað. Ég vonast líka til að sóttvarnir komi ekki í veg fyrir að fólk geti sótt messur um hátíðirnar. Nú segja reglurnar að ekki fleiri en 50 manns megi vera í sama rými og þá er gott að auðvelt er að hólfa hina stóru Ísafjarðarkirkju upp svo messuhald hér ætti að verða mögulegt, enda nánast nauðsyn.“ Hjartað væntir birtu á jólunum Ísafjörður Messuhald mögulegt enda nánast nauðsyn, segir séra Grétar Halldór. „Jól í fábreyttu samfélagi fyrri tíðar hafa verið ánægjuleg tilbreyting flestra. Eigi að síður krafðist þetta mikillar vinnu, hvor held- ur er við matartilbúning, klæðagerð eða ann- að,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður hjá Byggðasafni Árnesinga. Jólasýning safnsins í Húsinu á Eyrarbakka hefur verið sett upp í mörg ár og er um gömlu jólatrén. Er lágstemmd, einlæg og hef- ur verið vel sótt nú líkt og undanfarin ár. Á sýningu þessa árs, sem lýkur í dag, laug- ardag, eru nú uppi þrjú jólatré skreytt í gamla stílnum af nemendum Menntaskólans að Laugarvatni. Gömul jólakort eru einnig á sýningunni að þessu sinni. Kortasendingar voru alla 20. öldina hluti af jólahaldi lands- manna og þóttu ómissandi, „Um 1890 verða fyrstu jólakortin á Íslandi fáanleg, þau voru dönsk og þýsk með mynd- um af börnum, landslagi, kettlingum og blómum. Íslensku kortin birtust nokkru eftir 1900 og þau prýddu mestmegnis ljósmyndir af til dæmis kirkjum og kaupstöðum,“ segir Ragnhildur Elísabet og heldur áfram: Sérhver siður verður saga „Rafrænar kveðjur á samfélagsmiðlum hafa nú að mestu komið í stað jólakorta. Sá gamli íslenski fjölskyldusiður að sitja við kertaljós á aðfangadagskvöld, opna jólakort og hugsa hlýlega til vina og vandamanna um leið og lesnar eru frá þeim heillaóskir um gleðileg jól mun þó vonandi lifa áfram. En sannarlega senda færri kort en áður. Sérhver siður verður að sögu og gaman er að velta fyrir sér hvernig saga jólanna árið 2021 verð- ur sögð í framtíðinni. Vandi er um slíkt að spá, segir í kvæðinu, en sennilegast í ljósi tækniþróunar tímans að sú sýning verði staf- ræn og aðeins á netinu.“ Gömlu jólin eru nú höfð til sýnis Eyrarbakki Tímar breytast og menn með, segir Ragnhildur Elísabet safnvörður. „Smæð mannsins gagnvart óvægnum nátt- úruöflum er meginstefið í Aðventu, hinni stór- brotnu skáldsögu Gunnar Gunnarsson. Þessa bók hef ég lesið fyrir hver jól í mörg ár og finnst ómissandi,“ segir Valgeir Jens Guð- mundsson, bókavörður á hinu nýja menningar- húsi Borgarbókasafnsins í Úlfarsárdal. „Þeir Fjalla-Bensi, hrúturinn Eitill og hundurinn Leó eru persónur sem höfundurinn gerði nán- ast ódauðlegar í sögu sinni sem kemur mér alltaf í hátíðarskap. Engin jól eru án Aðventu, sem ég hef gjarnan lesið fyrir börnin mín, nema hvað nú hefur tólf ára gamall sonur minn tekið við og les fyrir mig. Við feðgar tengjum okkur ágætlega við efni bókarinnar, enda för- um við á hverju ári í sveitina og tökum þar þátt í smalamennsku upp um fjöll og firnindi. “ Lestur er ómissandi hluti jólanna og margir bókastaflega liggja í bókum um jólin. Sumir hafa þá tekið forskot á sæluna og nálgast nýj- ustu bækurnar. Af þeim tiltekur Valgeir Jens Sextíu kíló af kjaftshöggum eftir Hallgrím Helgason. Sú hafi bókstaflega aldrei stoppað á safninu að undanförnu. Annars segir bóka- vörðurinn eftirtektarvert hve margir rithöf- undar á öllum tímum hafi með einhverju móti sótt sér efnivið í jólin, ekki síst í bernskunni. „Um daginn var ég að glugga í bókina Gaml- ar glæður eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Broddadalsá á Ströndum sem kom út árið 1943. Þar segir frá daglegu lífi þar vestra á síð- ari hluta 19. aldar, svo sem því þegar fólk lagði á sig tveggja stunda göngu hvora leið milli bæja til að grípa í spil um jólin. Fólk lét bók- staflega ekkert stoppa sig til að kreista ofur- litla gleði út úr lífinu í svartasta skammdeginu, eins og þarna var gert. Með samanburð af þessari bók eru vandamálin í nútímanum ekki mikil og við nútímafólk höfum í raun allt til alls þegar vel er að gáð.“ Engin eru jólin án Aðventunnar Úlfarsárdalur Kreista ofurlitla gleði út úr líf- inu í skammdeginu, segir Valgeir Jens. „Jólahefðir eru skemmtilegar en menningin verður að þróast,“ segir Ingibjörg Daníels- dóttir á Fróðastöðum í Hvítársíðu í Borgar- firði. Jólahald fólks mótast af aðstæðum, sem eru ólíkar milli staða. Víða gilda líka sér- stakar jólahefðir, svo sem í sveitum landsins. „Hér á bæ varð til sá siður að fyrir jól færi ég upp í skóginn hér ofan bæjar og veldi tré. Fyrsta árið tók ég fallegt stórt tré sem hafði fengið góð vaxtarskilyrði. Hálfum mánuði síðar fengu hrossin tréð til að narta í. Slíkt fannst mér of mikil fórn. Síðan hafa verið val- in tré sem hafa búið við kröpp kjör hvað birtu og pláss varðar. Út úr þessu koma oft óhefð- bundin jólatré, bæði birki- og barrtré. Á suma stofnana vantar til dæmis greinar.“ Fjölbreytnin hefur verið mikil, segir Ingi- björg, sem finnst óþarft að fella fyrir jólin fal- lega mótuð tré sem drepast inni í stofu á nokkrum dögum. Getur þess að nú hafi dætur sínar og tengdasynir tekið við því hlutverki að sækja trén í reitinn á Fróðastöðum. Þau fari þá eftir stefnu Ingibjargar að taka tré sem eru öðruvísi, ef svo má segja. Kartaflan marrar Á Fróðastöðum tíðkast að heimareykja hangikjöt. Formúlan er sú að kjötið er sett í föt og saltpækil og liggur þar í tæpa viku. „Í pækilinn set ég vatn, nítratsalt og birki- lauf sem er soðið saman. Ég nota kartöflu til þess að vita hvenær réttu saltmagni er náð í pækilinn. Finnst best að hafa hann ekki sterkari en svo að kartaflan marri í yfirborð- inu. Í framhaldinu er kjötið hengt upp í reyk- húsinu. Eldholið er fyllt af hrísi og trjábolum, kveikt upp í því og eldurinn síðan falinn með taði. Frá holinu er reyknum veitt inn í kof- ann, þar sem kjötið hangir í fimm til sex daga. Útkoman er heimsins besta hangikjöt.“ Skrýtin tré og kjötið er reykt Hvítársíða Jólamenningin verður að fá að þróast, segir Ingibjörg Daníelsdóttir. Orsök elds um borð í togaranum Málmey SK 1 í maí í vor var sú að raki komst í rafmagnsrofa í stakkageymslu, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa, sigl- ingasviðs. Nefndin áréttar í lokaskýrslu að stakkageymsla um borð í skipum flokkist undir votrými. Skipið var á leið til hafnar á Sauðárkróki er skipverjar urðu varir við brunalykt og í ljós kom að eldur var í rafmagnsrofa í stakka- geymslu. Eldurinn hafði náð að læsa sig í kapalrennu og tréklæðningu bak við rennuna. Skipverjum tókst fljótlega að ráða niðurlögum elds- ins. Við rannsókn kom fram að eldurinn átti upptök í rafmagnsrofa fyrir eina af 220 volta ljósagreinum á vinnsluþilfari. Rofinn var ekki raka- þéttur og hafði verið settur upp þegar skipinu var breytt úr frystitog- ara yfir í ísfisktogara. Eftir atvikið var skipt um alla þrjá rafmagns- rofana fyrir ljósagreinar á vinnsluþilfari og settir rakaþéttir rofar samkvæmt staðli. Eldur í rafmagnsrofa í stakkageymslu Málmey SK Skipverjar slökktu eldinn. STUTT Rannsóknarnefnd samgönguslysa, siglingasvið, fjallaði nýverið um fallslys í stigum um borð í tveim- ur togurum. Af þessu tilefni minnir nefndin sjómenn á að hafa ávallt aðra hönd á handriði þegar gengið er um stiga um borð í skipum. Í öðru tilvikinu skrikaði skip- verja fótur um borð í Guðmundi í Nesi RE 13, sem var á togveiðum á Vestfjarðamiðum. Maðurinn féll með þeim afleiðingum að hann skarst illa á hné. Í hinu tilvikinu var Ottó N. Þorláksson VE 5 við bryggju í Vestmannaeyjum. Skipverji var við viðhaldsvinnu um borð og með varahluti í báðum höndum þegar hann féll í stiga á efri íbúðargangi skipsins. Við fallið fótbrotnaði hann. Sjómenn sýni aðgát í stigum um borð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.