Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Byggt og byggt. Kraftur hefur verið í húsbyggingum á þessu ári. Einu sinni söng maður fyrir börnin: „Heimskur maður byggði á sandi hús.“ Þótt nafn bæjarfélagsins sé Sandgerði þá er ekki byggt á sandi hér í bæ. Hér er mjög stutt niður á klöpp og víða stendur klöppin upp úr. Það eru breyttir tímar. Áður fyrr mok- uðu menn frá klöppinni og steyptu beint á grjótið, en nú er klöppin fjarlægð og húsgrunnar reistir á sléttu efni. - - - Í dag eru um 30 nýbyggingar á misjöfnu byggingastigi. Auk þess er búið að breyta nokkrum húsum í einstaklingsíbúðir. Meðal bygginga má nefna pitsustað, beitningaskúra og rafmagnsverkstæði. Allt þetta ið- ar nú af mannlífi. - - - Skerjahverfi er nýtt íbúðar- hverfi, ofan við knattspyrnuvöllinn við Stafnesveg. Í þessu hverfi verða yfir 300 íbúðir. Nú er langt komið að leggja götur og lagnir í fyrsta áfanga. Lóðir hafa verið auglýstar og hafa umsóknir borist um þær all- ar. Hverfið stendur aðeins hærra en byggðin í Sandgerði og verður gott útsýni út á hafið og til Eldeyjar. - - - Nýr leikskóli rís hér í Sandgeði. Jarðvegsvinna er hafin en lóðin er norðan við Byggðaveg. Þar mun koma hringtorg en nokkrar umræð- ur hafa verið um staðsetningu leik- skólans. Þarna er mesta snjóakistan í þau fáu skipti sem snjór er vanda- mál hér í bæ. - - - Covid-19 ætlar að vera til vand- ræða eina ferðina enn. Veiran hefur herjað á leikskólann Sólborg og einnig grunnskólann. Margfeldis- áhrifin eru töluverð. Foreldrar þurfa að taka sér frí frá vinnu á meðan þessi vágestur gengur yfir. Lionsklúbbur Sandgerðis var búinn að gera ráð fyrir skemmti- og mat- arveislu fyrir eldri borgara í Suð- urnesjabæ 4. desember síðastliðinn en henni var frestað. Einnig þurfti að fresta þessari veislu í fyrra en veiran tekur vonandi enda. - - - Rafhlaupahjól eru greinilega mjög vinsæl. Mikið er af þeim hér á götum bæjarins og oft er hraðinn stundum of mikill. Full þörf er á að börnum verði kenndar umferð- arreglurnar en oft hef ég séð tvo á hjóli í einu. Einnig mætti minna meira á gildi endurskinsmerkja. Skyldi vera að koma líf aftur í Rockville hverfið, þar sem banda- ríski herinn var með radarstöð? Þar eru engin hús á svæðinu, aðeins steyptar grunnplötur undir fjölda húsa, og allar götur malbikaðar. Nú vantar bara starfsemi á þetta svæði. Einu sinni átti að setja þarna upp gagnaver, enda kostir svæðisins góðir fyrir vindkælingu. Lagðar voru fram teikningar af svæðinu á sínum tíma en svo varð ekki neitt úr neinu. - - - Út er komin bók um strand Jamestowns, skipsins sem strand- aði úti fyrir Höfnum árið 1881. Halldór Svavarsson hefur unnið í fjögur ár við að safna heimildum og sögu þessa skips, sem var 100 metra langt og 20 metra breitt. Skipið var fullt af úrvalstimbri. Í bókinni er rakin saga þess hvert timbrið fór hér á landi. Svein- björn Þórðason útvegsbóndi byggði glæsilegt hús við tjörnina í Sand- gerði og nefndi það Efra-Sand- gerði. Séra Sigurður Sívertsen, prestur á Útskálum, segir í ann- álum 1883 að víða sé verið að byggja timburhús á Suðurnesjum, en glæsilegast sé hús Sveinbjörns Þórðarsonar í Sandgerði. Lions- klúbbur Sandgerðis á húsið núna og hafa Lionsfélagar unnið í mörg ár við að endurbyggja það. Allt timbur í þessu elsta húsi Sandgerðis, sem orðið er 138 ára, er úr lestum skips- ins Jamestowns. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sandgerði Elsta húsið í bænum er Efra-Sandgerði, reist árið 1883. Lionsmenn hafa þar aðsetur í dag. Ekki byggt á sandi hér í bæ Skip Bókin um strand Jamestowns. Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri Sveitarfélagsins Ölfuss á næsta ári verði alls 283 millj. kr., skv. fjárhagsáætlun sem samþykkt var í vikunni. Ráðgert er að tekjur sam- stæðu sveitarfélagsins verði tæplega 3,6 ma. kr og rekstrargjöld vel liðlega þrír ma. Fjármunatekjur og fjár- magnsgjöld verði um 133 millj kr. og afskriftir nærri 218 millj. kr. Ráðgert er að veltufé samstæðu frá rekstri verði 612 milljónir kr. og að fjárfesting nemi 1.529 millj. kr. Fyrir- hugað er að greiða niður 221 millj. kr. langtímalán en samhliða taka nýtt lán að upphæð 740 millj. kr., vegna hafn- arframkvæmda í Þorlákshöfn og upp- byggingar sem fylgir vexti og fjölgun íbúa, segir í tilkynningu. Meðal stærstu verkefna fram und- an eru bygging leikskóla, stækkun á þjónustumiðstöð aldraðra, frekari uppbygging tengd íþróttamann- virkjum, gatnagerð, fráveita og feira. Sé litið til reksturs málaflokka aukast útgjöld verulega á vissum sviðum, einkum í félagsþjónustu, skólastarfi og á sviði æskulýðs- og íþróttamála. Lækka fasteignaskatta Samhliða þessu er leiða leitað til að létta álögur af bæjarbúum. Þar ber hæst að fasteignaskattur er lækkaður úr 0,33% í 0,31%.þ Alls hefur álagn- ing lækkað um 18% á fjórum árum. Íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi eru nú, skv. nýjustu tölum Hagstofu, 2.369 en voru 2.279 þegar manntal var tekið á síðasta ári. Í Þorlákshöfn búa nú 1.847 manns, borið saman við 1.730 í fyrra. sbs@mbl.is Ölfusið sterkt og er í plús Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ölfus Ráðhúsið í Þorlákshöfn. - Öruggur fjárhagur og fólkinu fjölgar Icelandair hefur bætt við nýjum áfangastað í Bandaríkjunum næsta sumar, borginni Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá 12. maí til 30. október 2022. Raleigh er höfuðborg Norður- Karólínufylkis á austurströnd Bandaríkjanna og þar búa um 10,5 milljónir. Í tilkynningu Icelandair segir að borgin hafi stækkað hratt undanfarin ár og þar risið sterk fyrirtæki í tæknigeiranum. Icelandair segist ætla að bjóða tíðar ferðir til og frá Íslandi og öfl- ugar tengingar áfram til áfanga- staða félagsins í Evrópu, en frá Ra- leigh-flugvelli eru ekki margar beinar tengingar við Evrópu í dag. Góðar tengingar eru sagðar frá Ra- leigh áfram til fjölda áfangastaða í Bandaríkjunum. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra að N-Karólína hafi upp á margt að bjóða og Raleigh sé spennandi viðbót við leiðakerfið. Bandaríkin Borgin Raleigh-Durham hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamenn. Icelandair hefur flug til Raleigh-Durham í Norður-Karólínu Ásmundur Einar Daðason nýtur mests trausts ráðherra meðal almennings, sam- kvæmt nýrri könnun MMR, eða hjá 61% að- spurðra. Næst- mest traust hefur Katrín Jakobs- dóttir, eða 60%. Fæstir treysta Jóni Gunnarssyni, eða 16%. Nokkur munur er á trausti til ráðherra eftir flokks- línum en ráðherrar Framsóknar- flokksins njóta meira trausts og minna vantrausts heldur en allir aðrir ráðherrar, að forsætisráð- herra undanskildum. Þá mældust ráðherrar Sjálfstæðisflokksins með meira vantraust en ráðherrar ann- arra flokka. Mest traust til Ásmundar Einars Ásmundur Einar Daðason Fulltrúaráð Samfylkingarfélag- anna í Reykjavík ákvað á fundi sín- um í fyrradag að viðhafa flokksval við val á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið verður opið fyrir flokksbundið fólk og fólk sem undirritar stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Fer valið fram helgina 12. til 13. febrúar næstkomandi. Samfylkingin með flokksval í borginni STUTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.