Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 28

Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 Um sjö þúsund tungu- mál eru töluð í heiminum. Örfá þeirra tala millj- arðar manna. Öllu fleiri tala örfáir. Samkvæmt ástralskri rannsókn, sem birtist í tímaritinu Nature Ecology and Evolution í gær, er hætta á því haldi fram sem horfir að við lok aldarinnar muni enginn lengur tala 1.500 þessara tungumála. Höfundarnir greindu 6.511 tungumál sem töluð eru á okkar dögum og not- uðu 51 breytu til að meta stöðu þeirra, allt frá fjölda mælenda, til lagalegrar viðurkenningar, skrásetn- ingar, menntastefnu og umhverfisþátta. Telja þeir að tíðni þess að tungumál glatist gæti að óbreyttu þrefaldast á næstu 40 árum og verði þá svo komið að eitt tungumál deyi út á mánuði. Eftir því sem heimurinn verður samtengdari og af- skekktir hlutar hans tengj- ast umheiminum með veg- um og öðrum hætti þrengir að mörgum tungumálum. Í greininni kemur fram að Ástralía sé gott dæmi um það hvernig getur farið fyr- ir tungumálum. Þar voru töluð 250 tungumál þegar fyrstu Evrópubúarnir komu til álfunnar. Nú eru 40 tungumál eftir og af þeim eru aðeins 12 kennd börnum. Höfundar greinarinnar segja að ástæður þess að tungumál séu í útrýmingar- hættu séu ólíkar, en einnig sé um að ræða sameigin- lega þætti. Góðar sam- göngur hafi í för með sér aukinn hreyfanleika fólks. Menntun hefur líka áhrif og segjast höfundarnir sjá vísbendingar um að þar sem töluð eru aðþrengd tungumál dragi formleg menntun úr fjölbreytni tungumálaflórunnar. Hvert tungumál er heill heimur út af fyrir sig. Deyi það út er hann glataður. Áður hafa komið fram spár um að fjöldi tungumála sé í hættu. Það á ekki aðeins við á afskekktum svæðum eða svokölluð frumbyggja- mál. Í Evrópu er einnig fjöldi þjóða sem tala hætt komin tungumál. Íslenskan er ekki atkvæða- mikil í hafsjó tungumálanna. Um liðin áramót bjuggu rúmlega 360 þúsund manns á Íslandi og ekki tala þeir allir ís- lensku. En þótt mælendur séu ekki margir, bætast alltaf nýir við. Ungbörn nema málið með móð- urmjólkinni, en einnig flyst hingað fólk og tileinkar sér þetta flókna mál og er jafn- vel farið að gefa út ljóða- bækur á íslensku eftir að- eins nokkurra ára dvöl. Íslenskan lifir því góðu lífi og má þar tína margt til. Þróttmikil útgáfustarfsemi er í landinu og fjölmiðlun. Mörg hundruð bækur eru gefnar út á ári. Tónlistar- menn semja flestir sína tónlist á íslensku. Margir hafa áhyggjur af stöðu íslenskunnar og sagt er að börn séu farin að tala saman á ensku. Það er ef til vill erfitt að taka undir slík- ar áhyggjur. Um leið má ekki gleyma því að slíkar áhyggjur eru að minnsta kosti að hluta til ástæðan fyrir því að staða tung- unnar er jafn sterk og raun ber vitni. Á Íslandi hefur verið unnið mikið málrækt- arstarf og hlúð að málinu með ýmsum hætti. Málið er skráð og skoðað, rannsakað og greint eftir öllum kúnst- um málvísindanna og reglum. Eigi íslenskan að halda velli þarf að halda þessu starfi áfram og slá hvergi af. Allir þurfa að geta lesið sér til gagns og það á ekki að vera fráhrindandi að læra málið sitt heldur skemmtilegt. Það þarf líka að reka erindi íslenskunnar í netheimum og halda Disn- ey við efnið þannig að fjár- sjóður efnis, sem talsett hefur verið á íslensku og verður talsett, hverfi ekki. Á næsta ári hefst að und- irlagi Menningarmála- stofnunar Sameinuðu þjóð- anna áratugur frumbyggja- tungumála. Markmiðið er að styðja við tungumál í útrýmingarhættu. Ljóst er að ekki veitir af. Tungumál heims deyja út eitt af öðru og haldi fram sem horfir er þess skammt að bíða að eitt hverfi á mánuði} Aðþrengd tungumál fengu veiruna í 10 Evrópulöndum leiði ljós að 0,61 prósent þeirra þurfti á sjúkrahúsvist að halda og 0,06 pró- sent hafi verið lögð inn á gjörgæslu. Skýrsla ECDC var unnin áður en Ómíkron-afbrigðið tók að breiðast út og gæti því tilfellum meðal barna hafa fjölgað. Mikill meirihluti barna (78 pró- sent) í fyrrnefndum hópi sem þurftu á sjúkrahúsinnlögn að halda átti ekki við undirliggjandi sjúkdóma að stríða. Meira um kvíða og vanlíðan Í skýrslunni er einnig gert að umræðuefni að það séu ekki aðeins bein sjúkdómseinkenni frá kórónu- veirunni sem hrjá börn vegna farald- ursins. Kvíði og vanlíðan sé áberandi vegna fylgikvilla eins og lokunar skóla og annarra sóttvarnaráðstaf- ana. Sérfræðingar sem vitnað er í hafa reiknað út að bólusetning 5 til 11 ára barna muni að jafnaði draga úr smitum í samfélaginu um 8 til 15 prósent (að meðaltali 11 prósent). Áhrifin verði þó minni í löndum þar sem bólusetning fullorðinna hefur gengið illa, en að sama skapi meiri í löndum þar sem þátttaka í bólusetn- ingum hefur verið góð. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) veitti 25. nóvember jákvæða umsögn um bólusetningar 5 til 11 ára barna og byggði hana á upplýsingum sem fengust úr rannsókn á rúmlega þrjú þúsund börnum á þessum aldri sem höfðu verið bólusett. Mælt er með því að börn sem eiga á hættu að veikjast alvarlega af völdum kór- ónuveirunnar verði sett í forgang við bólusetningar. En þar sem börn án undirliggjandi sjúkdóma geti einnig þurft á sjúkrahúsvist og jafnvel gjör- gæslu að halda er hvatt til þess í skýrslunni að heilbrigðisyfirvöld í löndum Evrópu íhugi almenna bólu- setningu barna. Huga þurfi að kost- um og göllum bólusetningar þeirra og meta með hliðsjón af almennri stöðu faraldursins í hverju landi áður en ákvörðun sé tekin. „Ekki hættulegt að fá sprautu“ „Það er ekki hættulegt að fá sprautu gegn Covid-19. Aukaverk- anir geta komið eftir bólusetningu en alvarlegar aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar. Það er verra að fá Covid-19-sjúkdóminn, líka fyrir börn.“ Þetta má lesa á upplýsinga- síðu íslenskra heilrigðisyfirvalda um kórónuveirufaraldurinn, covid.is. Fram kemur að hér á landi hafi bólu- efni frá fyrirtækinu Pfizer/BioNTech verið notað fyrir 12-17 ára börn. Það hafi leyfi frá Lyfjastofnun til slíkrar notkunar og hafi verið gefið börnum í mörgum löndum með góðum ár- angri. Börnin fá vægari skammt af bóluefninu en fullorðnir. Barnabólusetningum hraðað víða í Evrópu AFP Faraldur Ellefu ára gamall drengur bólusettur við kórónuveirunni í Berl- ín á þriðjudaginn. Heilbrigðisyfirvöld hvetja til þátttöku í bólusetningum. SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is B örnum hér á landi á aldr- inum 5 til 11 ára býðst bólusetning við kórónu- veirunni í næsta mánuði, samkvæmt því sem Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir hefur upplýst. Enn liggur ekki fyrir hvernig fram- kvæmdin verður en það ætti að skýr- ast fljótlega. AFP-fréttastofan greindi frá því í gær að bólusetningum barna á þessum aldri væri nú hraðað víða í Evrópulöndum. Ástæðan væri sú að aukinn fjöldi barna smitaðist af veir- unni. Hefur þessi aukning verið rak- in til Delta-afbrigðisins, sem orðið er ríkjandi, en hröð útbreiðsla Ómík- ron-afbrigðisins hefur einnig áhrif á afstöðu heilbrigðisyfirvalda. Bólusetning barna er þegar haf- in í fimm Evrópulöndum; Grikklandi, Króatíu, Ungverjalandi, Þýskalandi og Spáni. Fleiri ríki auk Íslands eru að undirbúa slíkar bólusetningar, þar á meðal Tékkland og Litháen. Í Þýskalandi hefur bólusetningin fram að þessu miðast við börn með undir- liggjandi sjúkdóma en nú mun hún standa öllum börnum til boða ef for- eldrar óska þess. Í Bandaríkjunum hafa þegar fimm milljónir barna á aldrinum 5 til 11 ára verið bólusettar. Efasemdaraddir hafa heyrst um bólusetningar barna og reyndar bólusetningar við kórónuveirunni yfirhöfuð, en mikill meirihluti fólks virðist þó víðast hvar hlynntur þeim. Markmið bólusetninga meðal barna er að koma í veg fyrir alvarleg veikindi þeirra vegna veirunnar og draga sem mest úr þeim truflunum sem orðið hafa á skólastarfi. Aukin smit meðal barna Í byrjun þessa mánaðar sendi Sóttvarnastofnun Evrópusambands- ins (ECDC) frá sér skýrslu um bólu- setningar barna 5 til 11 ára. Skýrslan er einkum ætluð fagfólki en hefur verið birt á netinu. Fram kemur að gögn frá Evrópuríkjum sýna að börn á þessum aldri smitast í auknum mæli af veirunni og fjölgun hefur orðið á innlögnum þeirra á sjúkra- hús. En almennt eru einkenni sjúk- dómsins hjá börnum þó mild og eftir- köst væg. Í skýrslunni segir að upplýsing- ar um 65.800 börn 5 til 11 ára sem Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á Alþingi í vikunni kynnti forsætis- ráðherra tillögu sína um að fjölga ráðherrum um einn, fjölga ráðu- neytum um tvö og breyta svo málaflokkum 10 ráðuneyta af 12. Þingmenn stjórnarandstöðu gerðu sitt til að laða fram svör við því hver tilgangurinn væri með þessari stærstu uppskiptingu á Stjórn- arráðinu í áratugi, en lítið var um svör um til- ganginn. Svo virðist nefnilega vera sem hug- myndin að þessari uppstokkun hafi fæðst á síðustu vikum. Vissulega hafði Framsóknar- flokkurinn nefnt það í kosningabaráttunni að vilji stæði til að búa til eitt stórt innviðaráðu- neyti, þar sem húsnæðismál yrðu færð inn í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ásamt skipulagsmálum, en þá áttu held ég fáir von á að innviðir fjarskipta, svo dæmi séu tek- in, yrðu flutt úr innviðaráðuneytinu þar sem þeir hafa ver- ið áratugum saman og yfir í háskóla- og nýsköpunar. Held ég að sá ráðherra sem nú er að skapa það ráðuneyti frá grunni hafi ekki einu sinni haft hugmynd um að svo yrði, en það ráðuneyti fæst nú við vinnu vegna sölu Sím- ans á Mílu. Þessi aðgerð ríkisstjórnarinnar að breyta svona miklu mun ekki kosta milljónir eða tugi milljóna heldur hundruð milljóna. Lýsti forsætisráðherra því yfir í umræðu á Al- þingi að kostnaður við það eitt að búa til tvö ný ráðuneyti yrði líklega um 450 milljónir króna, þessi fjárhæð inniber ekki kostnað við flutning verkefna milli ráðuneyta. Fyrir 450 milljónir má gera margt í þágu almenn- ings, t.d. er þetta helmingur af því sem það myndi kosta að tryggja öryrkjum stuðning nú fyrir jólin skatta- og skerðingarlaust eins og gert var í fyrra. Nú má ekki misskilja orð mín svo að ég telji að ráðuneytum megi aldrei breyta, alls ekki, enda geta samlegðaráhrif af því að færa líka málaflokka undir eitt þak orðið til mikils hag- ræðis og hagsbóta fyrir almenning. En vand- inn við þessa stóru uppstokkun virðist vera sá hversu illa ígrundað þetta er. Þegar gerð var breyting á Stjórnarráðinu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, var það gert í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem mælti eindregið með fækkun ráðuneyta. Fækkun svo hægt væri að fækka hindrunum og auka samvinnu þar sem hennar er þörf. Farið var í mikla undirbúningsvinnu fjölmargra starfs- hópa innan stjórnkerfisins svo þessi breyting kæmi best út fyrir almenning og starfsfólk ráðuneyta. Var sér- staklega tekið fram að grundvöllur þess hversu vel tókst til væri sú staðreynd að breytingin væri unnin í nánu sam- ráði við starfsfólk Stjórnarráðsins sem best þekkir til innri starfa ráðuneytanna. Hlutverk Stjórnarráðsins er að þjónusta almenning og það verður að vera alveg skýrt í hugum almennings hvert á að leita og hvernig þessi upp- stokkun á að þjóna almenningi. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Þarf almenningur fleiri ráðherra? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.