Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Þéttbýli er alltaf í
þróun. Íbúum fjölgar
og þá þarf að finna
íbúðum nýtt pláss. Það
verða breytingar á
samsetningu fjölskyld-
unnar sem kallar á
öðruvísi húsnæði. Í
staðinn fyrir að það
séu margar kynslóðir
saman í húsi eru
tengdar fjölskyldur
kannski að leita að
heppilegu húsnæði innan sama
hverfis eða sömu götu, af mismun-
andi stærð. Í eldri hverfum lætur
fólk sig dreyma um fleiri baðher-
bergi. Eldra fólk vill gjarnan
minnka við sig og finna aðra íbúð við
hæfi en halda sig við hverfið sem því
þykir vænt um. Við
þessum óskum og mun
fleirum þarf að bregðast
í skipulagi borgar sem á
að vera góð fyrir alla.
Inn með úthverfin
Í skipulaginu er líka
mikilvægt að huga að
því að fólk geti nálgast
sem mesta þjónustu í
göngufæri við heimili
sitt. Fyrir síðustu kosn-
ingar kallaði ég þetta að
fara „inn með út-
hverfin“. Að færa þjón-
ustuna út í úthverfin til að ekki þurfi
nauðsynlega að stíga upp í bíl eftir
brauðinu með morgunmatnum eða
mjólkinni í kaffið. Að það sé hægt að
fara í klippingu og blómabúð í hverf-
inu. Fá sér bita á hverfisveit-
ingastaðnum. Auk þess sem hægt sé
að labba í skóla, leikskóla og sund.
Í tungumáli skipulagsfræðinga er
þetta kallað „15 mínútna hverfi“, þar
sem hugsunin er að ekki taki íbúa
hverfisins lengri tíma en kortér að
ganga að helstu þjónustu. Þetta er
það sem borgarbúar í öllum hverfum
kalla eftir. Að þjónustan sé í göngu-
færi.
Þétting fyrir hverfisbraginn
Fyrir sum eldri hverfi þarf að
finna leiðir til að byggja nýjar íbúðir
til að geta boðið upp á fjölbreyttari
íbúðakosti innan hverfis. Það þarf
líka að styrkja hverfið, með fleiri íbú-
um til að það sé grundvöllur fyrir
fjölbreyttari þjónustu innan hverfis.
Þegar mörg hverfi í Reykjavík voru
að byggjast upp, svo sem í Breiðholti,
Árbæ og Bústaðahverfi, voru mun
fleiri sem bjuggu í hverri íbúð. Með
færri íbúum í hverri íbúð fækkar íbú-
um hverfisins og eru þau ekki eins
sjálfbær og þau voru fyrir nokkrum
áratugum. Til að það sé hægt að reka
hverfisveitingastaðinn eða kaffihúsið
þurfa að vera nógu margir í nágrenn-
inu sem vilja setjast inn og njóta veit-
inganna. Það þurfa að vera nógu
mörg börn í hverfinu til að reka þar
leikskóla.
Ný uppbygging
Í öðrum hverfum höfum við tæki-
færi til að bjóða upp á skipulagið fyr-
ir þjónustu strax frá upphafi. Þjón-
usta innan hverfis er til að mynda
einkennandi fyrir skipulag Nýja
Skerjafjarðar, sem á sama tíma býð-
ur upp á aukna þjónustu í nágrenni
þeirrar byggðar sem þegar er í
Skerjafirði.
Þjónusta innan hverfis er líka ein-
kennandi fyrir nýtt skipulag Ártúns-
höfða sem við samþykktum í borgar-
ráði á fimmtudag. Þar mun að hluta
léttur iðnaður víkja fyrir nýrri fjöl-
breyttri byggð í kringum Krossmýr-
artorg, sem verður jafnframt upp-
hafsstöð fyrsta áfanga borgarlínu.
Bara fyrstu áfangar þessara nýju
byggða gera ráð fyrir 2.260 íbúðum í
spennandi og nútímalegum hverfum
sem byggð verða upp með mann-
eskjuna og fjölbreytileika okkar
allra í fyrirrúmi. Eftir einhverja ára-
tugi getur svo verið aftur kominn
tími til að endurskoða skipulag þess-
ara nýju hverfa, til að íbúðir og þjón-
ustan innan hverfis muni þá enn bet-
ur henta þeim sem þar munu búa.
Því þróunin endar ekki með þessu
skipulagi, heldur eigum við alltaf að
hafa í huga hvernig skipulagið þjón-
ar íbúunum best.
Eftir Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur » Fyrir síðustu kosn-
ingar kallaði ég
þetta að fara „inn með
úthverfin“. Að færa
þjónustuna út í út-
hverfin
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Höfundur er formaður borgarráðs
og oddviti Viðreisnar.
Borgin er að breytast
Fagnaðarfundir Gömlu jólasveinarnir mæta núna daglega í Þjóðminjasafnið og gleðja börn og fullorðna. Þegar Pottaskefill kom í vikunni voru fagnaðarfundir með honum og börnunum.
Eggert
Nú má lesa í nýút-
kominni bók, að séð frá
Suðureyjum var það
Ingólfur frændi sem
nam Ísland. Undirrit-
aður, sem er ekki land-
námsfræðimaður, getur
ekki hætt sér mikið
lengra út í þá sálma til
að forðast ásakanir um
gripdeildir á andlegum
verðmætum sem jafna
má við áhrifin af vaxta-
hækkunum Seðlabankans á fjárhag
Reykjavíkurborgar.
En Suðureyjar og aðrar eyjar í
Norðurhöfum byggjast þegar nor-
rænir menn eru komnir það langt í
tækni að þeir geta byggt burðarmikil
skip á kjöl. Eldri skip gátu borið tölu-
vert án þess að hafa kjöl, en brotnuðu í
spón í illviðrum ef þau hættu sér mikið
lengra en dagssiglingu frá landi. Talið
er að menn hafi lært þessa skipasmíð
á áttundu öld. Í kjölfarið fylgdu miklar
innrásir víkinga frá Noregi og Dan-
mörku í Evrópu og Bretlandseyjar
með töluverðum landvinningum. Þar á
meðal í Normandí, Suður- og Norður-
eyjum (Orkneyjum og
Hjaltlandi). Færeyjar
og Ísland voru numin,
þar fengu menn að vera
í nokkrum friði, alla
vega um sinn.
En annars staðar var
ekki friður. Á þessum
tíma voru gerðar miklar
víkingaárásir yfir Norð-
ursjóinn, sú fyrsta á
klaustrið í Lindesfarne
793. Þarna gátu verið
stórir herir á ferð sem
lögðu undir sig mikil
svæði og settust um kyrrt sem yf-
irstétt í landinu. Þekktasta sagan er
um Göngu-Hrólf og landnám hans í
Normandí, þar hlaut hann embætti
sem landvarnarmaður Frakkakon-
ungs þegar ómögulegt reyndist að
koma honum úr landi.
Töluvert er deilt um það hvernig
landnámið fór fram og hvers vegna.
Þó hallast flestir á þá gömlu kenningu
að víkingar frá Noregi hafi sest hér að,
þótt einn og einn annar hafi slæðst
með, frændur Ingólfs úr Suðureyjum
og jafnvel einhverjir litaðir og um
þetta deila menn.
En það má vera að deiluaðilar
gleymi aðalatriðinu sem orsakaði
landnám Íslands. Það sem ekki hefur
fundist almennileg skýring á er
tvennt, hröð fjölgun landnema fyrstu
árin, jafnvel um þúsund á ári þegar
best lét, og þar að auki keltneskur
uppruni kvenþjóðarinnar. En hvað or-
sakaði þetta?
Nærtækasta skýringin er brott-
rekstur norskra landnema úr Norð-
imbralandi á síðari hluta níundu aldar
og fyrri hluta þeirrar tíundu. Árið 871
kemur stærsta víkingainnrás sem sög-
ur fara af til Englands. Þar komu 400
víkingaskip, miðað við mönnun á skip-
um þess tíma hefur þetta verið um
8.000 manna her. Í sögu Englands
heitir þessi her „Great Heathen
Army“ eða „Mikli heiðni herinn“.
Miklar sögur fara af þessari herför,
margar kvikmyndir verið gerða um
hana, sumar þeirra verið sýndar hjá
RÚV nýlega. En íslensk landnáms-
fræði eiga eftir að fjalla um þetta.
Niðurstaða þessarar innrásar var
sú að Danir tóku það sem kallað var
Danalög, héldu því og voru aldrei
reknir burt. Norðmennirnir tóku hins
vegar Norðimbraland. Konungarnir í
bresku ríkjunum Wessex og Mercia
snerust til varnar og á tíu árum hafði
þeim orðið töluvert ágengt að reka
Norðmennina burtu. Skemmst er frá
því að segja, að 930 hafði þeim tekist
að reka þá flesta frá Norðimbralandi,
síðasti norski konungurinn var rekinn
frá Jórvík (York) um þetta leyti, sjálf-
ur Eiríkur blóðöx, frægur úr Eglu.
Hvert áttu þessir norsku bændur
og fyrrverandi víkingar að fara? Til
Suðureyja? Þar voru fyrir frændur
Ingólfs sem fóru ekki með honum til
Íslands, allt upptekið þar. Svipaða
sögu má segja um Norðureyjar og
Færeyjar. En Ísland var mikið til
óbyggt. Þangað hafa flóttamenn frá
Norðimbralandi stefnt, með sínar
kristnu keltnesku konur. Norskir vík-
ingar með 20-50 manna heri hafa átt
auðvelt með að gerast höfðingjar yfir
þessu liði.
Því miður hefur undirritaður ekki
mikið meiri þekkingu en þetta á efn-
inu. Örlítið meira má lesa í Morg-
unblaðinu 24.8.21, Um Njálu, og í bók-
inni Trú og vald í mannkynssögunni.
En efnið um Mikla heiðna herinn er
mjög aðgengilegt, og landnámsfræð-
ingar gera margt verra en sameinast
um frekari rannsóknir á því og sagn-
fræði Norðimbralands 862-1030 til
samanburðar við það sem vitað er um
landnámið.
Efast verður um að stagl um Ara
fróða og bækur hans beri frekari ár-
angur. Heimildagildi Landnámu um
nöfn og átthaga landnámsmanna er
ekki mikið meira en Gamla testament-
isins um guðspjallamenn og konunga
Ísraels. Bókin er skattaframtal fyrir
tíundina og eignaskrá fyrir það laga-
ákvæði að eignarétt yrði að færa „aft-
ur til haugs og heiðni“ til að sannaður
væri. Hvað landnámsmenn hétu og
hvaðan þeir komu skiptir þar litlu
máli. Við þessar aðstæður er jafnvel
betra að skálda upp og nöfn og átt-
haga en skrifa það rétta, slíkt gæti
valdið erfða- og landamæradeilum.
Þetta verkefni leysir Ari frábærlega,
ekki fer neinum sögum af alvarlegum
deilum af þessu tilefni hér á landi, en
Egill Skallagrímsson átt í slíkum deil-
um í Noregi. Ýmsir höfðingjar nöldr-
uðu yfir niðurstöðum Ara og neyddu
hann jafnvel til að breyta upphaf-
legum texta. Orð hans, „hafa það sem
sannara reynist“, gætu verið pilla á þá
ritskoðun.
Eftir Jónas Elíasson » Landnámsfræðin er
bráðskemmtileg
íþrótt en dálítið erfitt að
afla sannfærandi heim-
ilda. Sagnir um land-
vinninga víkinga í Bret-
landi má kanna betur.
Jónas Elíasson
Höfundur er verkfræðiprófessor.
Ingólfur frændi og Landnáma