Morgunblaðið - 18.12.2021, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
eignasala@eignasala.is
Óskum
landsmönnum
gleðilegra jóla og
farsældar á
komandi ári
S
tundum höldum við að málið sé skiljanlegra en það er. Það
blekkir okkur að tala tungumál sem á sér rætur aftur í svo
grárri forneskju að heimsmynd þeirra sem notuðu sömu orð
og við var gjörólík okkar. Áður en hugmyndin kviknaði um að
við byggjum á hnetti í sólkerfi sá fólk t.d. fyrir sér að það ætti heima á
Jörð með himinhvolf yfir sér þar sem nafngreind goðmögn væru á ferli
innan við festinguna: Sól, Máni, Týr, Óðinn, Þór, Freyja og svo vitum
við ekki hvað þau kölluðu Satúrnus, kannski Loka. Fólk sá Sólina
„koma upp“ en við höfum lært að það er sjónhverfing. Það er Jörðin
sem snýst. Sólin kemur ekki upp – nema í jarðneskum skilningi. Sólin
á ekki heldur sali eða gengur á milli „húsa“ Dýrahringsins eins og sagt
er í stjörnuspekinni, heldur breytist baksvið hennar á stjarnhimninum
vegna þess að Jörðin fer í kringum Sólina.
Náttúran og lífríkið hafa líka breyst – á meðan orðin haldast
óbreytt. Örnefni á gróð-
ursnauðum melum vitna um
frumskóginn sem var hér við
landnám. En stundum er
breytingin ekki jafn augljós.
Það á við um örnefni sem
vísa á hvali. Hvalir synda
enn í hafinu kringum landið
og hvalrekar eru algengir – þótt þeir þyki ekki lengur sá happafengur
sem þeir voru áður en matarofgnóttin varð heilsuvandamál. Hvalsörn-
efni þóttu því til skamms tíma auðskiljanleg. Hvalfjörður dró nafn sitt
af hvalnum Rauðhöfða sem gekk upp í Hvalvatn á bak við Hvalfell, og
eyjan Hvallátur á Breiðafirði dró nafn sitt af hval sem þar rak – eins og
segir í Breiðfirzkum sögnum. Þetta gat varla verið augljósara.
Þangað til árið 1984 að Bjarni Einarsson, handritafræðingur, birti
stutta grein í Griplu, tímariti Árnastofnunar, um örnefnið Hvallátur,
bæði eyjarheitið og sama bæjarheiti vestan og norðan Látrabjargs.
Síðan hefur komið í ljós að þessi grein hefur velt þyngra hlassi en
Bjarni ætlaði. Hann gerir grein fyrir því að „látur“ merki „stað þar
sem einhver liggur“ og að fornmenn hafi ekki eingöngu haft venjulega
hvali í huga: „En nú vill svo til að Íslendingar hafa að fornu, þá er nafn-
ið Hvallátur varð til, þekkt vel „hvali“ sem einatt skreiðast á land, fæða
þar afkvæmi sín og liggja löngum og dorma. Þennan „hval“ kölluðu
þeir rosmhval (einnig rostung). Hið forna nafn á Reykjanesskaga
norðanverðum ber því órækt vitni: Rosmhvalanes. Óhætt mun að gera
ráð fyrir að þá hafi verið meira um rostunga hér en á síðari tímum […]
En eftir að rostungar voru að mestu horfnir héðan mun upphafleg
merking þessara örnefna hafa gleymst, enda þótt íhugulir menn hljóti
jafnan að hafa furðað sig á tengslum hvala við látur.“
Og nú líður senn að helgum jólum sem við höldum hátíðleg þótt ekki
sé vitað hvað orðið merkti fyrir árið 1000 þegar farið var að nota það
um messu Krists rétt eftir sólhvörf á vetri. En við sameinumst samt öll
um að segja „gleðileg jól“ – án þess að vita hvað það þýðir.
Hvallátur og jól
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólargangur Sól rís, sól sest, eða hvað?
F
yrir réttu ári, 18. desember 2020, um klukkan
15.00 féll gríðarmikil aurskriða rétt utan við
Búðará á Seyðisfirði sem olli gríðarlegu tjóni.
Almannavarnir lýstu yfir neyðarstigi og
stefndu að því að rýma bæinn. Neyðar-, hættu- eða
óvissuástand ríkti síðan með hléum í bænum allt til mið-
nættis aðfaranótt 16. desember 2021.
Með afboðun óvissuástandsins á Seyðisfirði urðu þátta-
skil í landinu því að óvissustig eða hærra vástig hafði þá
ríkt vegna náttúruvár einhvers staðar í eitt ár. Eldgos,
skriðu- eða snjóflóðahætta, jökulhlaup eða jarðhrær-
ingar, hætta á gróðureldum, vatnavextir og óveður hafa
kallað á viðbrögð innan almannavarnakerfisins og til-
kynningar frá embætti ríkislögreglustjóra samhliða við-
vörunum vegna Covid-19-farsóttarinnar sem enn geisar.
Á almannavarnalögin frá 2008 hefur aldrei reynt jafn
stöðugt og fjölbreytilega og í ár. Með lögunum eru sam-
hæfð almannavarnaviðbrögð til þess að takast á við afleið-
ingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu al-
mennings, umhverfi og eignum. Ríkið fer með allar
almannavarnir á landi, í lofti eða á sjó. Sveitarfélög fara
með almannavarnir í héraði, í sam-
vinnu við ríkisvaldið.
Með almannavörnum eru und-
irbúnar, skipulagðar og fram-
kvæmdar ráðstafanir til að hindra
og takmarka, eftir því sem unnt
er, að almenningur verði fyrir lík-
ams- eða heilsutjóni, eða umhverfi
eða eignir verði fyrir tjóni, af völd-
um náttúruhamfara eða af manna-
völdum, farsótta eða hernaðar-
aðgerða eða af öðrum ástæðum og
veita líkn í nauð og aðstoð vegna
tjóns.
Ríkislögreglustjóri hefur umsjón með að ráðstafanir
séu gerðar í samræmi við stefnu stjórnvalda í almanna-
varna- og öryggismálum. Hann hefur eftirlit með skipu-
lagi almannavarna á landinu öllu og eftirlit með almanna-
vörnum sveitarfélaga
Undir yfirstjórn ríkislögreglustjóra hefur þróast
sveigjanlegt almannavarnakerfi þar sem þekking og
reynsla setur svip á allar aðgerðir og samhæfingarstjórn
er virkjuð til aðstoðar aðgerðastjórn á vettvangi.
Vegna farsóttarinnar var óvissustigi almannavarna lýst
yfir strax 27. janúar 2020. Viðbragðsáætlanir ýmissa
stofnana voru virkjaðar og ákveðið að efna til daglegra
stöðufunda sóttvarnalæknis, landlæknis, fulltrúa ríkislög-
reglustjóra, yfirlæknis sýkingarvarna á Landspítala og
framkvæmdastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þríeykið svonefnda varð að föstum heimilisgestum sem
hvöttu landsmenn til að virða reglur sem heilbrigðis-
ráðherra setti. Enn berast þessar hvatningar og enginn
veit hverjar afleiðingar Ómíkron-afbrigðisins verða.
Í samanburði við farsóttar-kynningarfundi erlendis
vekur sérstaka athygli að hér stjórni yfirlögregluþjónn
almannavarna fundunum. Í útlöndum er lögreglan sums
staðar í óeirðabúningi að knýja borgarana til að fara að
þeim reglum sem settar eru.
Þriðja stóratvik ársins sem snerti almannavarnir var
eldgosið sem hófst í Fagradalsfjalli 19. mars 2021. Tæp-
um mánuði áður, 24. febrúar 2021, hafði ríkislög-
reglustjóri í samráði við lögreglustjórann á höfuð-
borgarsvæðinu, lögreglustjórann á Suðurnesjum og
Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi almannavarna
vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem þá gekk yfir á
Reykjanesi.
Skjálfti af stærð 5,7 mældist um 3,3 km SSV af Keili á
Reykjanesi kl. 10:05 þennan sama dag. „Engin merki eru
um gosóróa á svæðinu,“ sagði í tilkynningunni.
Tæpir níu mánuðir liðu frá upphafi goss þar til ríkislög-
reglustjóri aflýsti óvissustigi vegna þess í Geldingadölum/
Fagradalsfjalli, 3. desember 2021. Hættan var mismikil á
þessum mánuðum. Undir forsjá Suðurnesjalögreglunnar
með aðstoð félaga björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í
Grindavík streymdu um 800.000
manns að gosstöðvunum að mati
björgunarsveitarmanna. Stundum
mátti litlu muna en öllum var
bjargað. Ferðamálastofa hóf ekki
talningu strax og fylgdist ekki
með öllum leiðum en hún taldi um
550.000 á göngu til eldstöðvanna.
Framlag björgunarsveitar-
manna var ómetanlegt á gosstað
eins og hvarvetna þar sem gripið
er til almannavarna vegna nátt-
úruhamfara eða slysa.
Undir lok ársins, 13. desember, urðu þáttaskil í starfi
almannavarnadeildarinnar þegar ríkislögreglustjóri, í
samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskipta-
stofu, lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j-
veikleikans hér á landi.
Öryggissérfræðingar um heim allan unnu þá hörðum
höndum að því að draga úr hættu vegna innbrots tölvu-
þrjóta í Log4j-forritið. Það er mjög útbreitt í net- og
tölvukerfum. Tveimur dögum áður höfðu Fjarskiptastofa
og CERT-IS vakið athygli á alvarleika málsins og hags-
munaaðilar og rekstraraðilar mikilvægra innviða voru
hvattir til skjótra viðbragða.
Í tilkynningunni birtist ný vídd í almannavörnum. Sam-
hæfing á vörnum í netheimum er óhjákvæmileg. Þar er
um að ræða grunnþátt nútímasamfélaga og hættu sem
getur steðjað að hverju heimili eða tölvu- og símaeiganda.
Nú kemur í hlut almannavarna- og öryggismálaráðs að
sjá til þess að undir handarjaðri ríkislögreglustjóra verði
gerð viðbragðsáætlun á þessu sviði um stjórnkerfi og boð-
leiðir á grunni almannavarnalaganna.
Netvarnir eru annars eðlis en varnir vegna náttúru-
hamfara. Í báðum tilvikum er þó um gífurlega almanna-
hagsmuni að ræða sem ríkisvaldinu ber skylda til að
verja. Að það skref sé stigið að virkja almannavarnakerfið
vegna netárása sannar enn hve sveigjanlegt það er og
krefst jafnframt að fyrir liggi vel útfærðar áætlanir um
viðbrögð og samhæfingarstjórn.
Á almannavarnalögin frá
2008 hefur aldrei reynt jafn
stöðugt og fjölbreytilega og í
ár, að virkja almannavarna-
kerfið vegna netárása sannar
enn hve sveigjanleg lögin eru.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Álagsár á almannavarnir kveður
Á ráðstefnu evrópskra íhalds- og
umbótaflokka um netfrelsi í
Róm 10.-12. desember rifjaði ég
upp rökin fyrir mál- og hugsunar-
frelsi. Bönnuð skoðun gæti verið
rétt, og þá missir mannkynið mikils.
Hún gæti verið röng, en þá er
mönnum hollt að spreyta sig á því
að hrekja hana. Og bönnuð skoðun
gæti verið að sumu leyti rétt og að
sumu leyti röng. En síðasta áratug
hafa komið til sögu tveir öflugir
samfélagsmiðlar, Facebook og
Twitter, sem hafa skert málfrelsi
notenda sinna verulega. Þeir tak-
mörkuðu til dæmis mjög svigrúm til
að segja fréttir af afritaðri tölvu
Hunters Bidens forsetasonar og til
að láta í ljós þá skoðun, að kórónu-
veiran væri upprunnin í kínverskri
tilraunastofu. Nokkrum dögum áð-
ur en Donald Trump lét af forseta-
embætti lokuðu bæði fyrirtækin
jafnvel reikningum hans.
Sagt er á móti, að þetta séu
einkafyrirtæki og megi setja reglur
um, hverjum þau hleypi að. Réttur
minn til að segja skoðun mína feli
ekki í sér skyldu þína til að hlusta á
mig eða hleypa mér að tækjum þín-
um. En í Róm hélt ég því fram, að
vegna einokunaraðstöðu sinnar og
eðlis væru þessi fyrirtæki almanna-
miðlar (common carriers) svipað og
einkavegir, gistihús og símafyrir-
tæki. Þótt vegur sé í einkaeigu, má
eigandinn ekki banna konum að aka
um hann (eins og gert var í Sádi-
Arabíu). Gistihús má ekki neita þel-
dökkum mönnum um afgreiðslu
(eins og gert var í Suður-Afríku).
Símafyrirtæki má ekki mismuna
eftir trúar- eða stjórnmálaskoð-
unum. Samkvæmt bandarískum
lögum bera Facebook og Twitter
ekki ábyrgð á því, hvað menn segja
á þeim. En ef þeir taka upp rit-
skoðun, eins og þeir eru að gera (og
þá aðallega á hægrimönnum), þá er
eðlilegt, að þeir taki á sig slíka
ábyrgð. Annaðhvort verða þeir að
vera opnir og ábyrgðarlausir eða
lokaðir og ábyrgir þeirra orða, sem
á þeim falla.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Málfrelsi og
samfélagsmiðlar