Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 31

Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 E f velja ætti fimm erlenda skákmeistara sem hefðu með einhverjum hætti skapað mikilvæg tengsl við Ísland hygg ég að Jan Timman sem varð sjötugur á dögunum kæm- ist þar á blað. Góður fulltrúi hinnar frjálslyndu þjóðar sinnar og „68- kynslóðarinnar“. Hann tefldi fyrst hér á Reykjavíkurmótinu 1972 og ótal sinnum eftir það. Timman á marga vini hér á landi, ferðaðist um landið allt og tók ástfóstri við Íslend- ingasögurnar og þá einkum Njálu. Hollendingar voru stoltir af Max Euwe sem var heimsmeistari 1935-́ 37 og átti stóran þátt í vinsældum skákarinnar þar í landi. Timman tók við keflinu og fór fram úr Euwe í vissum skilningi. Framlag beggja á ritvellinum er merkilegt en síðasta bók Timmans, The Unstoppable American, fjallar um feril Bobby Fischers frá því að hann mætir í keppnina Heimurinn-Sovétríkin í Belgrad 1970 og verður heimsmeist- ari rösklega tveimur árum síðar. Einn helsti áhrifavaldur Timmans á skáksviðinu kom úr óvæntri átt en það var Mikhael Botvinnik, heims- meistari með hléum frá 1948 til 1963. Sá staðfasti maður lifði og starfaði alla tíð eftir þrautskipulagðri dag- skrá. Í einni af bókum sínum skýrði hann hvernig hann undirbyggi sig fyrir skákkeppni. Þar var áhersla lögð á hálfgerðan meinlætalifnað, líkamsrækt og kerfisbundnar rann- sóknir á skáklistinni sem yrði að hætta nákvæmlega fimm dögum fyr- ir hverja keppni en þá tækju við langar gönguferðir í fersku fjalla- lofti. Í bók sinni The Art of Chess Analysis sagði Timman frá því að fyrir sterkt mót í Hollandi hefði hann ákveðið að fylgja leiðsögn Botvinniks í einu og öllu og var bók- staflega að springa af orku þegar mótið hófst. En hvað gerðist? Hann tapaði fyrstu fimm skákunum! Dró þá ályktun að það hlyti að vera úr- launsnarefni hvers og eins að finna sinn persónulega takt. En Botvinnik var samt áfram „með í för“ því að í áskorendakeppn- inni 1988-1990 og aftur 1991-1993 tefldi Timman í tvígang um áskor- unarréttinn. Við klofning í skák- heiminum árið 1993 tefldi Timman um heimsmeistaratitil FIDE við Anatoli Karpov sem eins og stund- um áður reyndist ofjarl hans. Timman virtist mér ekki hafa mestan áhuga á vel tefldum skákum, heldur flækjum og óvæntum mögu- leikum. Árið 1978 varð hann í 3. sæti á eftir Karpov og Spasskí á sterk- asta móti ársins en Karpov fékk eft- irminnilega ráðningu snemma í mótinu: Bugonjo 1978; 5. umferð: Jan Timman – Anatolí Karpov Drottningarbragð 1. c4 e6 2. Rc3 d5 3. d4 Be7 4. cxd5 exd5 5. Bf4 Rf6 6. e3 O-O 7. Dc2 c6 8. Bd3 He8 9. Rf3 Rbd7 10. O-O-O Rf8 11. h3 Be6 12. Kb1 Hc8 13. Rg5 b5 14. Be5! Byggir upp ógnandi sóknarstöðu. 14. … h6 15. Rxe6 Rxe6 16. g4 Rd7 17. h4! Þekktu óvininn, skrifaði Sun Tzu. Timman vissi að eftir 17. Bg3 kæmi blokkering að hætti Karpovs, 17. .. Bh4! 17. … b4 18. Re2 Bxh4 19. f4 c5 20. Ba6! Be7 21. Bxc8 Dxc8 22. Rg3 f6 23. Hxh6! Ref8 Eftir 23. … gxh6 24. Dg6+ nær hvítur mátsókn. 24. Hh3 c4 25. Rf5 fxe5 26. fxe5 Dc6 27. Hdh1 Rg6 28. Rd6! Brýtur upp varnir svarts. 28. … Rdf8 29. Rxe8 Dxe8 30. Hh5 Dc6 31. Df5 a5 32. e6! Dxe6 33. Dxd5 a4 34. Hc1 c3 35. bxc3 bxc3 36. Hxc3 Dxd5 37. Hxd5 Re6 38. Kc2 Kf7 39. Ha5 Rg5 40. Hc6 Re4 41. Hxa4 Rf6 42. Ha7 Rd5 43. Hxg6 Kxg6 44. e4 Rb4 45. Kb3 Bf8 46. Hb7 - og Karpov gafst upp. Íslandsvinurinn Jan Timman Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson. Framsækinn Jan Timman við taflið á Reykjavíkurskákmótinu 2004. Hversu dásamlegt og óendanlega þakkarvert er það að fá að taka litla jólabarnið, frelsarann okkar Jesú Krist, inn að hjartanu. Gera hjörtu okkar að vöggunni hans. Hans sem fær svo von- andi að vaxa í hjörtum okkar, þroskast þar með okkur og dafna. Og jafn- vel þótt við viljum með einhverju móti reyna að losa okkur við hann, þá verð- um við alla tíð snortin af honum að því gefnu að við höfum einhvern tíma gefið honum tækifæri á að stíga inn og setj- ast þar að. Því hann markar djúp spor í hjörtum okkar og hefur þannig áhrif til góðs á allt okkar líf. Hann er í dag og í gær hinn sami og um aldir og mun alltaf verða. Hann lagar sig að ólíkum þörfum okkar í öll- um þeim ólíku verkefnum sem upp kunna að koma þar sem við biðjum þess að fá að vera samferðafólki okkar til blessunar og þar sem honum er gefin dýrðin. Ilmurinn af lífinu Ilmurinn af nýfæddu barni er ilm- urinn af lífinu. Maður fyllist lotningu og þakklæti, kemst við. Fyllist auðmýkt yfir þessu nýfædda kraftaverki. Lífsins undri. Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín því þeirra er himnaríki. Þeir sem taka ekki við Guðsríki eins og börn munu aldrei inn í það koma.“ Þangað sem fyrirheitin er að finna og huggun, styrk og skjól að sækja. Í orðin sem veita okkur friðinn sanna og skjólið fyrir hvers konar vonbrigðum og óáran og þá framtíðarsýn sem segir okkur að okkur sé óhætt, þrátt fyrir allt heimsins böl, því hann er hjá okkur, fylgir okkur eftir og leiðir hvern dag, hverja stund. Hugsið ykkur að grunntákn kristn- innar er annars vegar nýfætt barn liggjandi í dýrastalli í fjárhúsi. Stalli sem dýrin éta heyið upp úr. Og hins vegar illa leikinn líkami ungs manns, rúmlega þrítugs, hangandi pyntaður, deyjandi og látinn á krossi. Sjáðu barnið fyrir þér hangandi á krossinum, þetta barn ungra foreldra þar sem unnusti móðurinnar var ekki sagður pabbinn og enginn vissi hvað hann átti að halda. Þetta barn sem átti eftir að þola einelti, pyntingar og órétt- læti. Hvernig sem okkur líður, hverju sem við höfum misst af og hvað það er sem við þurfum að þola, þá hefur hann verið þar. Hann þekk- ir aðstæðurnar. Hann, fyr- irgefandi og friðgefandi og huggarinn mesti. Frelsari heimsins. Hin himneska jarðtenging sem við öll þurfum á að halda að tengja okkur við. Já, sítengja með þráðlausu sambandi vonarinnar, náðarinnar og bænarinnar um að hann biðji fyrir okkur og taki á móti okkur. Styðji, huggi og styrki. Hvar og hvenær sem er í öllum að- stæðum. Aðventan er einmitt upplagður tími til uppgjörs. Og nýrra væntinga. Fæð- ingarhríðir inn í þann draumaheim sem við þráum svo heitt og innilega og koma skal. Tökum hann inn að hjartanu. Guð gefi okkur að láta það eftir okkur að fá að vera farvegir kærleika hans, fyr- irgefningar, friðar og fagnaðarerindis á þessari aðventu og um komandi jól. Á nýju ári og um ókomna tíma. Kynslóð eftir kynslóð uns við samlögumst hon- um, ljósi lífsins í himinsins heilögu sælu og eilífu dýrð. Njótum aðventunnar og jólanna með því að núllstilla og hlaða okkar andlegu batterí. Svo að Jesús fái rými til að rækta kærleika í hjörtum okkar svo við tökum að sjá fólk með hjartanu. Og leyfum kærleikanum svo að flæða frá hjarta til hjarta svo hann verði raun- verulega að eilífu óslökkvandi ljósi á meðal okkar. Njótum aðventunnar í ljósi jólanna og ævinnar í ljósi lífsins. Kærleikans Guð gefi okkur öllum heilög jól. Í Jesú nafni. Með kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Njótum aðventunnar og jólanna með því að núllstilla og hlaða okkar andlegu batterí. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Jólin koma með ilm af lífinu Þóra Melsteð fæddist 18. desember 1823 í Skælskör á Sjálandi, og var skírð Thora Charlotte Amalie. Foreldrar hennar voru hjónin Grímur Jónsson, f. 1785, d. 1849, amtmaður og Birgitte Ceci- lie Breum, f. 1792, d. 1853, húsfreyja. Eiginmaður Þóru frá 1859 var Páll Melsteð, f. 1812, d. 1910, alþingismaður og kennari. Þau eignuðust ekki börn saman, en Páll átti börn frá fyrra hjónabandi. Þóra var vel menntuð, en hún gekk í skóla í Dan- mörku, og var henni mjög í huga að efla menntun kvenna á Íslandi. Hún barð- ist fyrir stofnun kvennaskóla árum saman við misjafnar undirtektir, en hún hafði stofnað skóla ásamt Ágústu systur sinni 1851, sem gekk í tvö ár, en það var fyrsti stúlknaskólinn á Íslandi. Kvennaskólinn í Reykjavík var loksins settur 1.10. 1874. Þóra var skólastjóri Kvennaskólans í 28 ár og tók í raun aldrei laun fyrir störf sín því allt gekk það upp í þann kostnað sem þau hjón- in höfðu af rekstri skólans. Fyrstu árin var skólinn hald- inn í litlu húsi sem þau hjón áttu við Austurvöll, og var þá aðeins rúm fyrir 10-11 stúlkur í skólanum. en það var síðan rifið og byggt nýtt skólahús á sama stað á kostnað þeirra hjónanna. Þóra lést 21. apríl 1919. Merkir Íslendingar Þóra Melsteð Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.