Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
✝
Gísli Örvar
Höskuldsson
bóndi og hestamað-
ur var fæddur í
Saurbæ í Vill-
ingaholtshreppi
þann 11. desember
1926. Gísli andaðist
á Brákarhlíð í
Borgarnesi, þar
sem hann dvaldi
síðustu mánuðina,
þann 12. desember
2021, þá nýorðinn 95 ára. Hann
átti fjögur systkini sem öll eru
dáin. Elst þeirra var Valgerður,
en yngri en Gísli voru þær
Svava og Perla.
Gísli bjó í Saurbæ þar til
hann var 12 ára gamall er hann
flutti með foreldrum sínum,
þeim Gíslínu Magnúsdóttur og
Höskuldi Eyjólfssyni, að Hofs-
stöðum í Hálsasveit. Þau bjuggu
þar saman fyrstu árin en móðir
hans lést árið 1966. Höskuldur
faðir hans var heimilisfastur á
Hofsstöðum allt til ársins 1994
er hann lést 101 árs.
Eftirlifandi eiginkona Gísla
er Kristfríður Björnsdóttir frá
Sveinatungu í Norðurárdal, f.
3.6. 1940. Hún fluttist að Hofs-
stöðum og þau gengu í hjóna-
Höskuld Rúnar. Þá er 4) Lára
Kristín Gísladóttir, f. 29.11.
1967. Eiginmaður hennar er
Kolbeinn Magnússon og börn
þeirra eru Höskuldur, Anna
Sólrún og Kristleifur Darri.
Yngst barna Gísla og Krist-
fríðar er 5) Katrín, f. 17.10.
1975. Eiginmaður hennar er
Sigurbjörn Magnússon og eiga
þau Kristínu Perlu, Ingu Dóru,
Hafdísi Lóu og Gísla. Alls eru
barnabarnabörnin orðin 10.
Gísli og Kristfríður bjuggu á
Hofsstöðum lengst af ævi sinnar
en fluttust að Uppsölum í Hálsa-
sveit eftir að að Eyjólfur sonur
þeirra tók við búi á Hofsstöðum.
Perla systir Gísla byggði sér bæ
út úr Hofsstöðunum og bjó þar
með sína fjölskyldu í nágrenni
og góðu samstarfi við bróður
sinn.
Gísli var og hestamaður af
lífi og sál. Hann tók við hrossa-
rækt á Hofsstöðum af föður sín-
um og föðurbróður og fékkst
við tamningar og hrossarækt
ásamt konu sinni alla tíð. Gísli
var virkur í hestamannafélag-
inu Faxa, nú Borgfirðingi, og er
heiðursfélagi þar. Hann sat
einnig í hreppsnefnd Hálsa-
hrepps í mörg ár.
Útför hans fer fram frá
Reykholtskirkju í dag, 18. des-
ember 2021, kl. 14. Útförinni
verður streymt á slóðinni
www.snorrastofa.is.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
band árið 1962.
Fyrir átti Krist-
fríður dótturina 1)
Guðrúnu Þór-
isdóttir, f. 6.2.
1959. Eiginmaður
hennar er Gunnar
Kristjánsson og
dætur þeirra eru
Helena Dögg og
Birna Sóley. Saman
eiga þau Gísli og
Kristfríður 2) Gísla
Gíslason, f. 23.4. 1963. Fyrri
kona hans er Olil Amble og þau
eiga saman Freyju Amble,
Steinar Amble og Brynju
Amble. Þau skildu. Seinni kona
Gísla er Mette Manseth. Næstur
er 3) Eyjólfur, f. 26.7. 1965.
Hann á með Erlu Jónu Guðjóns-
dóttur þau Helga og Elínu. Með
Áslaugu Guðbrandsdóttur á
hann soninn Jakob Arnar. Með
fyrri sambýliskonu sinni Guð-
rúnu Benný Finnbogadóttur á
Eyjólfur þau Finnboga Arnar
og Svölu Kristfríði en dóttir
Guðrúnar úr fyrra sambandi er
Áslaug Katrín Hálfdánardóttir.
Eyjólfur og Guðrún skildu. Með
seinni konu sinni Johönnu Kar-
in Knutson á Eyjólfur þau Val-
gerði Karin, Vigdísi Önnu og
Nær öld er nú að baki, lengst
af á baki. Áður en Gísli varð 10
ára var hann farinn að fara í
lengri hestaferðir með Höskuldi
föður sínum. Oft var farið með
fjölda hrossa að skila úr tamn-
ingu og önnur til að selja. Þess-
ar ferðir urðu oft langar um
sveitir Árnessýslu og suður til
Reykjavíkur. Fæst hrossanna,
sem lagt var af stað með frá
Saurbæ, luku ferð þar, heldur
komu heim önnur, sem þá voru
ókunn mönnum og stað og því
reyndi æði oft á útsjónarsemi
rekstrarmanna í ferðunum.
Þarna varð háskóli þeirrar
hestamennsku, er sonur nam
hjá föður af næmi, samstarf
hests og manns. Taumhald og
ásetu er einkenndust af samhug
og hvatningu er ævinlega vöktu
löngun hestsins til að auka við
lipurð hreyfingar og hraða, en
lúta þó stjórn knapans. Að feg-
urðin yrði flug á gangi og
skepnan sækti í að gera allt bet-
ur. Ég minnist af langri samferð
okkar Gísla, hversu skoðun hans
á atgervi dýrsins var samgróin
lífsafstöðu hans. Mikla áherslu
lagði hann á við mig að æja ætíð
á meðan hesturinn hefði óbil-
andi hug á að halda áfram. Ríða
aldrei hraðar en svo að hann
vildi og gæti aukið við ferð án
þess að það yrði á kostnað feg-
urðarinnar í hreyfingunni. Og
hanga ekki í taumum, heldur
leika létt við þá, styðja hestinn
og hvetja um leið og honum
lærðist jafnframt að hægja við
minnstu bendingu. Fyrr væri
tamningu ekki lokið. Þetta allt
skilja þeir er sáu Gísla ríða
þeim Gáska frá Hofsstöðum og
Hauki syni hans, sjálfum sér og
öðrum til yndis. Þar sem aðrir
fóru flugu þeir. Báðir báru þeir
tamningu Gísla fagurt vitni.
Í Fákum Einars Benedikts-
sonar segir:
Og knapinn á hestbaki er kóngur um
stund,
kórónulaus á hann ríki og álfur.
Þessi orð Einars finnst mér
eiga vel við lífsviðhorf Gísla, lífs-
löngun hans og gleði, því hann
var glaðsinna og góður félagi.
Hann var afburða ferðafélagi,
hvort heldur var farið ríðandi
eða akandi. Við Jónína minn-
umst unaðsferða og –stunda
með þeim Kristfríði hin síðari
ár. Þrátt fyrir þá yfirburði sem
Gísli hafði sem hestamaður fór
jafnan lítið fyrir honum í marg-
menni. Var hljóðlátur og orðvar.
Svo var einnig ef spurst var fyr-
ir um árangur unghrossa í
tamningu hjá þeim Hofsstaða-
feðgum. Ég lærði þó með tím-
anum að lesa í það sem sagt var
og hvernig það var sagt eða
jafnvel það sem var ósagt. Gísli
var þó í hógværð sinni langt frá
því að vera skoðanalaus. Frekar
að hann væri fastur fyrir, þótt
hann tæki rökum ef svo bar
undir. Aldrei man ég hann
leggja illt orð til nokkurs manns
þótt eigi væru skoðanabræður.
Heiðarleika hans var við brugð-
ið í öllum samskiptum. En nú
skaflajárnar minn kæri vinur
ekki oftar, og hvort hann leggur
á Gáska eða Hauk, er hann
heldur um Gjallarbrú, eða ríður
öðrum og teymir hinn, þá veit
ég að honum mun vel farnast
ferð og heimkoma til föðurhúsa í
nýjum heimi.
Að lokum langar mig að
minna á það þakklátum huga, að
maður er manns gaman.
Hver veit hvort
hinsta kvöld vort
er nær
eða fjær
lofum því líðandi stund
hvern ljúflingsfund
vinur kær.
(Guðl. Ósk.)
Blessi Guð fólkið þitt kæri
vinur og styrki í harmi sínum.
Guðlaugur Óskarsson,
Reykholti.
Gísli Örvar
Höskuldsson
✝
Jóhann Ísleifs-
son fæddist í
Reykjavík 12. mars
1947. Hann lést á
Landakotsspítala
27. nóvember 2021.
Foreldrar hans
voru hjónin (slitu
samvistir) Ísleifur
Annas Pálsson
framkvæmdastjóri,
f. 27. febrúar 1922,
d. 14. desember
1996, og Ágústa Jóhannsdóttir
húsfreyja, f. 10. desember 1922,
d. 31. mars 2013. Foreldrar Ís-
leifs voru Páll Oddgeirsson,
kaupmaður og útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, f. 5. júní
1888, d. 24. júní 1971, og k.h.
Matthildur Ísleifsdóttir hús-
flugstjóri, kvæntur Guðrúnu
Þóru Magnúsdóttur fv. banka-
starfsmanni, f. 13. janúar 1956,
og eru synir þeirra Ólafur Örn,
listamaður og galleristi í Berlín,
f. 13. júlí 1976, og Magnús Gísli
atvinnubílstjóri, f. 10. desember
1980, d. 6. ágúst 2020.
Jóhann ólst upp í Vesturbæn-
um í Reykjavík, framan af á
Hagamel 23, síðar á Kvisthaga
4 og hlaut hefðbundna skóla-
göngu. Jóhann lagði stund á
bankastörf í Kaupmannahöfn
og Reykjavík og var deildar-
stjóri víxladeildar Iðnaðar-
banka Íslands. Eftir það hafði
hann ýmis störf með höndum.
Jóhann var ókvæntur og
barnlaus. Heimili hans síðustu
áratugi var í Þórufelli 11,
Reykjavík.
Útför Jóhanns hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
freyja, f. 7. maí
1900, d. 29. ágúst
1945. Foreldrar
Ágústu voru Jó-
hann Þ. Jósefsson,
alþingismaður og
ráðherra, f. 17. júní
1886, d. 15. maí
1961, og k.h. Magn-
ea Dagmar Þórð-
ardóttir húsfreyja,
f. 10. október 1901,
d. 2. júlí 1990.
Bræður Jóhanns eru dr. Ólaf-
ur Ísleifsson hagfræðingur og
fv. alþingismaður, f. 10. febrúar
1955, áður kvæntur Dögg Páls-
dóttur hrl., sonur þeirra er Páll
Ágúst lögmaður, f. 26. febrúar
1983, kvæntur sr. Karen Lind
Ólafsdóttur, og Örn Ísleifsson
Átta ár eru mikill aldurs-
munur milli systkina. Þannig
stóð á hjá okkur bræðrum. Við
Örn bróðir fengum þó stöku
sinnum að taka þátt í ævintýr-
um Jóhanns og vinar hans Óla
Kristjáns Sigurðssonar, síðar
kaupsýslumanns. Eitt var að
selja flugelda í Hafnarstræti,
annað var að sviptast á vöru-
bílspalli einhverra erinda.
Ég kannski kynntist Jóhanni
fyrst kominn á unglingsár þeg-
ar við unnum saman í Bæj-
arútgerð Reykjavíkur sumarið
1973, hann á milli starfa og ég
á leið í 5. bekk í MR. Starfið
fólst í að vinna á skreiðar-
pressu, við stöfluðum inn
skreiðinni og hún þjappaði
skreiðarbagga sem við brugð-
um um járnvír og hertum að.
Okkur líkaði vel að vinna í fiski
og vorum samhentir. Um tíma
unnum við í sænska frystihús-
inu við Arnarhól. Óvarinn snig-
ill í gólfi ísklefans hefði getað
búið mönnum bráðan háska.
Okkur var um megn að ræða
þessa hættu síðar á lífsleiðinni.
Seinna kynntist ég Jóhanni
betur. Hann hafði frá mörgu að
segja, siglingum með Gullfossi,
og ferðalögum til útlanda.
Ungur var hann í fiskvinnslu
hjá Alliance austast á Ægisíðu
þar sem stóð þyrping húsa sem
nú eru öll horfin. Ebbi verk-
stjóri var honum ofarlega í
huga. Hann lagði honum lífs-
reglurnar. Þá átti Jóhann góð-
ar minningar úr Vatnaskógi
þar sem hann var mörg sumur,
lengst af sem borðforingi.
Hugur Jóhanns var alla tíð
bundinn sjónum. Hann kunni
góð deili á mörgum skipum í ís-
lenska flotanum. Hugur hans
ungs beindist að Stýrimanna-
skólanum og sjómennsku. Af
því varð ekki. Jóhann fór til
Kaupmannahafnar og lagði þar
stund á bankastörf um árabil.
Eftir að heim kom aftur vann
hann sig upp innan bankakerf-
isins og varð deildarstjóri
víxladeildar Iðnaðarbankans.
Þar átti hann gott samstarfs-
fólk og naut trausts viðskipta-
manna. Frá þessum árum
minntist Jóhann oft lofsamlega
Péturs Sæmundsens banka-
stjóra.
Jóhann hafði leitandi huga
og jók við þekkingu sína ævi-
langt með lestri og viðræðum.
Skörp sýn hans á málefni líð-
andi stundar var mér ætíð
gagnleg og mikilvæg. Jóhann
var víðsýnn, umburðarlyndur
og fordómalaus, orðvar og
sanngjarn í ummælum um
menn og málefni.
Jóhann var glæsilegur að
vallarsýn, hávaxinn og grann-
ur, einhleypur og barnlaus.
Meðan foreldra okkar naut við
lagði hann sig fram um að vera
þeim innan handar og til stuðn-
ings. Um afa Jóhann, sem hann
mundi vel eftir, sagði hann:
Hann haggaðist ekki, sama
hvað á gekk, og lýsti með þeim
orðum skaphöfn hans.
Jóhann var vinmargur enda
viðræðugóður, víðlesinn, vel
máli farinn og glettinn í orðum
án minnstu kerskni. Af því að
Jóhann var fæddur sama mán-
aðardag og Þórbergur Þórðar-
son er ekki úr vegi að vitna til
meistarans sem sagði grunntón
tilverunnar vera meinlaust
grín. Þau orð voru Jóhanni
kannski ekki fjarri.
Síðustu árin urðu Jóhanni
erfið vegna vaxandi heilsu-
brests. Tvær konur tóku sig
fram um að gera honum lífið
auðveldara, þær Amel Joy Sig-
urjónsson og Svandís Birki-
sdóttir. Færi ég þeim alúðar-
þakkir sem og starfsfólki
Landakotsspítala þar sem Jó-
hann dvaldist lengi síðustu
misserin.
Að leiðarlokum bið ég Guð
að varðveita og blessa Jóhann
bróður minn.
Ólafur Ísleifsson.
Jóhann Ísleifsson
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og sonur,
ÞRÁINN ÞÓR ÞÓRARINSSON,
Ásvöllum 12, Akranesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 14 desember.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
23. desember klukkan 11. Kirkjugestir þurfa að framvísa
neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt.
Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Berglind Guðmundsdóttir
Kolbrún Hrund Þráinsdóttir Jökull Harðarson
Þórdís Þöll Þráinsdóttir Árni Snær Ólafsson
Særós Ýr Þráinsdóttir
Ísak Orri, Aron Örn, Katrín Efemía,
Hilmir Hrafn, Emil Snær
Emilía Hulda Óskarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG AÐALHEIÐUR
GESTSDÓTTIR,
Hverfisgötu 121, Reykjavík,
lést á Hrafnistu, Laugarási, föstudaginn
10. desember. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn
22. desember klukkan 13. Gestir eru beðnir um að framvísa
neikvæðu gildu Covid-prófi. Athöfninni verður streymt á slóð
Seljakirkju, https://www.seljakirkja.is/. Hlekk á streymi má
nálgast á mbl.is/andlat.
Sigríður Gestrún Halldórsdóttir
Gestur Halldórsson Marta Lunddal Friðriksdóttir
Magnús Halldórsson María Hlinadóttir
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR STEFÁNSSON
hljóðfærasmíðameistari,
lést laugardaginn 11. desember.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 21. desember klukkan 13.
Gestir eru beðnir um að framvísa neikvæðu Covid-prófi sem er
ekki eldra en 48 klst. Athöfninni verður streymt og hlekk á
streymið verður hægt að nálgast á www.mbl.is/andlat.
Sigríður Guðmundsdóttir
Ragnar Daníel Guðmundsson
Björn Eysteinsson Guðbjörg Birna Guðmundsd.
Örn Eysteinsson Margrét Sverrisdóttir
og barnabörn
Elsku besti eiginmaður minn, pabbi okkar,
tengdapabbi og afi,
JÓHANN GUNNAR JÓHANNESSON,
Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar 14. desember.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði þriðjudaginn 21. desember klukkan 14.
Gestir eru hjartanlega velkomnir en eru beðnir að framvísa gildu
neikvæðu Covid-prófi sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt.
Sóley Guðrún Sveinsdóttir
Jóhannes R. Jóhannsson Vilborg Ólöf Sigurðardóttir
Sveinn Líndal Jóhannsson Þórhildur Rún Guðjónsdóttir
Alda Hrönn Jóhannsdóttir Gestur K. Pálmason
Bára Hildur Jóhannsdóttir Arnar Ægisson
og fjölskyldur