Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
✝
Gunnar Valdi-
marsson fædd-
ist í Vatnsfjarðar-
seli í Reykjafjarð-
arhreppi 22. nóv-
ember 1923. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eyri á
Ísafirði 11. desem-
ber 2021.
Foreldrar hans
voru Björg Þórð-
ardóttir frá Kald-
rananesi í Strandasýslu f. 28.6.
1890, og Sigurgeir Valdimar
Steinsson frá Hálshúsum í
Vatnsfjarðarsveit, f. 6.8. 1878.
Gunnar var næstyngstur fjög-
urra systkina. Þau eru Hrólfur,
f. 1917, Hans Aðalsteinn, f. 1918,
og Ingibjörg Steinunn, f. 1928,
sem lifir bræður sína.
Gunnar kvæntist 29. október
1960 Þorgerði Kristínu Her-
mannsdóttur frá Miðvík í Aðal-
vík, f. 3. apríl 1934, d. 7. október
er Halldór Viðar. Þorgerður átti
dóttur fyrir, Herdísi Halldórs-
dóttur, f. 30.12. 1953. Börn Her-
dísar eru Ragnar Jón, Ólöf Mjöll
og Halldór Kristinn.
Gunnar ólst upp í Vatnsfjarð-
arseli hjá foreldrum og systk-
inum. Árið 1945 taka þeir bræð-
ur, Gunnar og Hrólfur, við
búinu af foreldrum sínum. Árið
1949 fluttu þeir ásamt for-
eldrum og systur í Hörgshlíð í
sömu sveit og bjuggu þar til árs-
ins 1952. Þá hófu þeir búskap í
Heydal og bjuggu þar til ársins
1987. Eiginkona Gunnars, Þor-
gerður, flutti í Heydal 1960.
Gunnar gekk í Bændaskólann
á Hvanneyri og lauk þaðan
búfræðinámi. Hann var iðinn við
að sinna félagsstörfum í sveit-
inni, sat í hreppsnefnd, var í
ungmennafélagi og skólanefnd.
Eftir að Gunnar og Þorgerð-
ur fluttu á Ísafjörð vann hann
ýmis störf, m.a. við fiskvinnslu,
loðdýrarækt, í grunnskóla og fé-
lagsmiðstöð.
Útför Gunnars fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 18. des-
ember 2021, klukkan 11.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
2015. Foreldrar
hennar voru Her-
mann Árnason og
Sigurlaug Herdís
Friðriksdóttir.
Börn þeirra eru:
1) Hermann Sig-
urlaugur, f. 23.1.
1961, kvæntur Þor-
gerði Helgu Krist-
jánsdóttur. Synir
þeirra eru Haukur
Árni og Rúnar Jón.
2) Valdimar Sigurður, f. 23.1.
1961, kvæntur Lindu Kristínu
Gunnarsdóttur, sonur Kristínar
er Þorkell. 3) Bergsteinn, f. 2.3.
1964, kvæntur Kristínu Ósk Jón-
asdóttur. Börn Bergsteins eru
Særún Lind og Helgi Snær, son-
ur Kristínar er Hannes Hólm. 4)
Gunnar Þorgeir, f. 6.11. 1967,
kvæntur Hrund Hjaltested.
Dóttir þeirra er Sóldís Inga,
börn Gunnars eru Alma Dögg
og Sturla Páll, sonur Hrundar
Það var enginn asi á andláti
Gunnars Valdimarssonar og það
kannski lýsir honum sjálfum
mjög vel. Rólegur, nærgætinn og
ekki síst vandaður maður. Þá gat
hann líka verið glettinn og stríð-
inn. Hann sá oftar en ekki
spaugilegu hliðina á málunum.
Ég minnist þess ekki að hann
hafi talað illa um nokkurn mann,
það var bara ekki hans stíll.
Þau voru fjögur systkinin frá
Vatnsfjarðarseli við Ísafjarðar-
djúp, þrír bræður og ein systir.
Fæddust og ólust upp við ótrú-
legar aðstæður; lítið bú uppi á
fjalli sem hafði engin nútíma-
þægindi.
Systirin Ingibjörg er núna ein
eftir, býr á Hjúkrunarheimilinu
Eyri á Ísafirði, búin að horfa á
eftir bræðrunum þremur.
Síðustu ár hafa verið Gunnari
erfið, sérstaklega eftir að Dedda
lést. Hann var orðinn 98 ára og
löngu tilbúinn í förina, taldi sig
hafa lokið sínu hlutverki hér
sáttur. Honum var annt um fólk-
ið sitt og sveitunga og var alltaf
tilbúinn að hjálpa til, hvar sem
var, á meðan hann gat.
Ég vil þakka honum fyrir
elsku hans síðastliðin 40 ár, elsku
hans gagnvart fjölskyldunni.
Velkominn heim í sveitina
þína Gunnar. Ég býst við að
núna sértu á hestbaki með hund
þér við hlið að smala ánum heim.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka ég starfsfólkinu á Hjúkr-
unarheimilinu Eyri fyrir ein-
staka umönnun og alúð síðastlið-
in ár.
Þorgerður Kristjánsdóttir.
Sorgin og gleðin eru systur.
Enda þótt okkar kæri föðurbróðir
hafi verið orðinn saddur lífdaga og
við samgleðjumst honum að hafa
fengið kærkomna hvíld, söknum
við hans og syrgjum hann. Gunnar
fæddist og ólst upp í Vatnsfjarð-
arseli, afskekktu fjallabýli, við
kröpp kjör. Með elju og útsjónar-
semi tókst foreldrunum samt að
hafa öll börnin sín hjá sér. Ekki
var alltaf mikið til að skammta í
Seli, en erfiðast hefur þó verið,
þegar engin mjólk var til, en þá
var Gunnar á fyrsta ári. Kýrin bar
á útmánuðum, en reynt var að
treina sauðamjólkina sem lengst
og var ærin Móða mjólkuð fram á
jólaföstu. Það var oft til bjargar í
litla bænum að hægt var að ná í
silung í Selvötnin og fjallagrösin
voru kraftafæða. Eftir að börnin
komust á legg varð þó heldur létt-
ara fyrir fæti, enda voru bræðurn-
ir fljótt eftirsóttir í vinnu utan
heimilis. Það er erfitt fyrir okkur,
sem búum við ört vaxandi tækni,
að gera okkur í hugarlund aðstæð-
ur og verklag það er viðgekkst í
landinu fram yfir miðja tuttugustu
öldina, allt miðaðist við handafl og
hestöfl. Útsjónarsemi og hand-
lagni kom sér vel og af því var til
nóg í Selinu. Það var svo haustið
1947 að Gunnar fór í búnaðarskól-
ann á Hvanneyri. Á Hvanneyri
var gott að vera og þar voru bund-
in vináttubönd, er entust ævina út.
Ljúfar eru minningar úr æsku,
þegar ekki var mikið um manna-
ferðir og gestakomur, þá voru það
eins og hátíðisdagar, þegar Gunn-
ar kom í heimsókn. Gunnar átti oft
erindi út á sveit, þar sem hann
gegndi mörgum trúnaðarstörfum,
bæði fyrir sveitarfélagið, búnaðar-
félagið og Ungmennafélagið Vísi.
Alltaf gaf hann sér tíma til að
koma við hjá Hanna bróður sínum
í Miðhúsum. Gunnar hafði m.a.
með höndum hundahreinsun, sem
þá fór fram öðruvísi en í dag. Að-
gerðin tók á þriðja dægur og voru
hundarnir beinlínis baðaðir. Eitt
haustið, sem oftar, kom Gunnar út
á sveit, þessara erinda. Björg og
Ása fengu þá að fara niður í
Vatnsfjörð með pabba, þegar at-
höfnin átti sér stað. Gunnar kall-
aði þær hundadoktora og gaf þeim
aura fyrir embættið. Ekki var
laust við að Þóra fyndi til öfundar,
en það stóð ekki lengi, einhvern
tímann yrði hún kannski hunda-
doktor.
Eftir að við vorum orðnar full-
orðnar og búsettar hér úti í pláss-
um, nutum við þess að fá góða
gesti, þegar þau Heydalshjón
komu í kaupstað. Eftir að þau
brugðu búi og settust að á Ísafirði,
kíktu þau oft í kaffi til okkar, enda
var Dedda einstaklega félagslynd
og þurfti á upplyftingu að halda í
sínu veikindastríði, en hún fékk
helftarlömun 1968 og þá kom fyrir
alvöru í ljós, hve vel hún var gift.
Þegar Gunnar og Dedda voru flutt
á Hlíf, íbúðir fyrir aldraða á Ísa-
firði, fann pabbi okkar það glöggt,
sem þar bjó einnig, að hann átti
traustan bróður, umhyggjan og
tillitsemin var einstök.
Deyr fé,
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama
en orðstír deyr aldregi
hveim sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Gunnar frændi gat sér góðan
orðstír.
Guð blessi minningu þessa
dánumanns.
Systurnar frá Miðhúsum.
Meira á www.mbl.is/andlat
Þóra Hansdóttir.
Ég var ekki gamall þegar ég
kynntist Gunnari. Ég naut þeirrar
gæfu að hafa verið sendur ungur í
sveit til hans og Deddu í Heydal
og var þar í fimm eða sex sumur
frá því snemma á vorin og fram á
haust. Það var ómetanleg reynsla
að taka á móti lömbum á vorin, slá
með ljá og heyja á engjum og
skrölta með Gunnari á rússajepp-
anum út að Eyri og róa út í Djúp-
bátinn með mjólkurbrúsa og fá
strigapoka með fisk til baka.
Þorgerður konan hans, alltaf
kölluð Dedda, sem var ein af ellefu
systkinum móður minnar, veiktist
alvarlega á þessum árum og var
Gunnar ætíð stoð hennar og stytta
hvort sem var heima við eða í erf-
iðri sjúkrahúslegu fyrir sunnan. Í
minningunni var oft unnið langa
daga í heyskap og rollustússi und-
ir stjórn Gunnars sem vann mest
og lengst allra. Oftast gekk allt vel
og fannst manni alltaf sjálfsagt að
gera allt sem Gunnar bað um.
Hann var þolinmóður og góður
leiðbeinandi sem útskýrði hlutina
en skammaði okkur krakkana
sjaldan og ef hann gerði það þá
hafði maður unnið fyrir því. Hann
þurfti þó oft að reka okkur Díu af
stað eftir matinn því við gleymd-
um okkur iðulega við að spila
rauðskegg og rússa. Í Heydal bjó
næstum öll stórfjölskylda Gunn-
ars, mamma hans, stóri bróður og
litla systir ásamt Deddu og fjórum
sonum þeirra og stjúpdóttur, Díu.
Heimilislífið var Gunnari vafa-
laust oft erfitt og flókið, en honum
tókst með lagni og miklu jafnaðar-
geði að samhæfa og halda frið á
þessu stóra heimili.
Ég man eftir Gunnari einu
sinni reglulega reiðum, en það var
í réttum. Óli, sem er einn af yngri
bræðrum mömmu, var þá rúm-
lega tvítugur og mikill grallari,
kom haustið sem ég var tólf ára til
að hjálpa til við að smala. Allt
gekk vel og um kvöldið þegar
unga fólkið fór að skemmta sér
fékk ég að hanga með þeim og
færðist fjörið yfir á næsta bæ í
sveitinni, Hörgshlíð. Óli vildi endi-
lega kenna þessum unga frænda
sínum að drekka brennivín undir
því yfirskini að vín yrði ekki vesen
fyrir hann í framtíðinni. Þegar
komið var til baka í Heydal var
neminn út úr heiminum af nokkr-
um sopum og Gunnar brjálaður af
reiði. Hann húðskammaði Óla fyr-
ir að fara svona illa með krakkann
svo Óli var sem lúbarinn hundur í
nokkra daga á eftir. Hann minnti
á Kát, hinn frábæra hund Gunn-
ars sem oft þurfti að loka inni þeg-
ar verið var að smala. En þökk sé
Óla og Gunnari þá var þetta góð
lexía og hef ég ekki átt í neinum
verulegum vandræðum með vín
síðan. Allar mínar minningar um
Gunnar eru ljúfar og minnist ég
hans með hlýju.
Votta öllum aðstandendum
mína innilegustu samúð.
Guðbergur Davíð (Bubbi).
Gunnar Valdimarsson, oftast
kenndur við Heydal í Ísafjarðar-
djúpi, er látinn. Hann var mágur
minn, kvæntur næstelstu systur
minni, Þorgerði Hermannsdótt-
ur. Þeirra kynni hófust um 1956,
þau giftu sig um þetta leyti og
byrja búskap í Heydal ásamt
móður og systkinum, Ingu og
Hrólfi. Í dalnum var dvalið til
margra ára. Systir mín veiktist
alvarlega árið 1967, hún varð að
fara í aðgerð á höfði og verður
sjúklingur upp frá því hún lést
2015. Við þessar aðstæður tel ég
að mannkostir Gunnars hafi
komið berlega í ljós. Hann var
ljúfur, hjálpsamur og góður við
konu sína og börn. Inga og Hrólf-
ur aðstoðuðu bróður sinn hvað
þau gátu.
Af þessum orðum mínum má
sjá að Gunnar var ljúfmenni og
drengur góður. Allir sem þekktu
Gunnar vita að hann var góður
maður og mátti ekkert aumt sjá,
þannig að hann vildi ekki gera
það betra.
Þau flytja til Ísafjarðar og búa
þar alla tíð eftir það, fyrst að
Sundstræti 32 og síðar á Hlíf.
Gunnar vann um tíma hjá frænda
sínum Halldóri Hermannssyni
og var vel látinn á vinnustað.
Hann fór á Eyri þegar hann var
kominn á tíræðisaldur.
Oft kom ég til Gunnars og
systur minnar á leiðum mínum
vestur, gisti og fékk margar fyr-
irgreiðslur.
Fyrir góðmennsku Gunnars
og fjölskyldu færi ég þeim þakk-
læti á langri leið. Samúðarkveðj-
ur færi ég ykkur frá mér og börn-
um mínum.
Friðrik Hermannsson.
Gunnar
ValdimarssonFaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVERRIR GARÐARSSON
hljómlistarmaður,
lést þriðjudaginn 7. desember.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
mánudaginn 20. desember klukkan 15.
Garðar Sverrisson Kristín Þórarinsdóttir
Ásdís Sverrisdóttir
Sverrir Garðarsson Þorgerður Guðrún Garðarsd.
Gerður Anna Lúðvíksdóttir
Birgir Lúðvíksson
Helga Hjördís Lúðvíksdóttir
og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir
og amma,
INGA H. ÁGÚSTSDÓTTIR,
snyrti- og fótaaðgerðafræðingur,
verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn
20. desember klukkan 13.
Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna sóttvarna þurfa
kirkjugestir að sýna neikvætt hraðpróf við innganginn sem er
ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf er pantað fyrir fram á covidtest.is
eða testcovid.is. Athöfninni verður streymt á slóðinni:
http://www.hljodx.is/index.php/streymi. Hlekk á streymi má
einnig nálgast á mbl.is/andlat
Ágúst Guðmundsson Þuríður Reynisdóttir
Lýður Guðmundsson
Sigrún Guðmundsdóttir Kristján Kristjánsson
Lovísa Ágústsdóttir
Ágústa, Tómas, Alexander og María
Þökkum innilega fyrir kveðjur, símtöl,
vinarhug og aðstoð vegna andláts og
útfarar mömmu og tengdamömmu,
INGIBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR,
Ingu á Grund.
Bestu þakkir til starfsfólks og vistmanna á
deild II á HSN Sauðárkróki fyrir aðhlynninguna og vináttuna
við mömmu.
Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls okkar elskaða föður,
tengdaföður, afa og langafa,
FRIÐRIKS SIGURJÓNSSONAR
sjómanns,
Norðurgötu 40, Akureyri,
sem lést 19. nóvember.
Guð geymi ykkur.
Kristján Viktor Kristjánsson Laufey Ingadóttir
Jóhanna María Friðriksdóttir Gunnar Vigfússon
Heiðbjört Ída Friðriksdóttir Jón Sigtryggsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG HAFBERG,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést föstudaginn 10. desember.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
21. desember klukkan 12. Allir velkomnir en kirkjugestir eru
beðnir um að framvísa neikvæðu Covid-hraðprófi sem ekki er
eldra en tveggja sólarhringa gamalt.
Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju,
akraneskirkja.is.
Anna D. Tryggvad. Tausen Gísli Björnsson
Vilborg Á. Tryggvad. Tausen Ásbjörn Jensson
Marteinn Tryggvas. Tausen Vignir Ljósálfur Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐFINNA KRISTÍN
KRISTJÁNSDÓTTIR
kennari,
lést í faðmi fjölskyldunnar miðvikudaginn
15. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 22. desember klukkan 11.
Gestir eru velkomnir og beðnir að framvísa neikvæðu
Covid-hraðprófi sem er ekki eldra en tveggja sólarhringa
gamalt.
Einar Ólafsson
Ólafur Einarsson Margrét Blöndal
Kristján Einarsson Helga Jóhanna Bjarnadóttir
Sigurður Einarsson Sigrún Ragna Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
JÓNA SIGURBJÖRG
GUÐMUNDSDÓTTIR,
fædd á Horni í Mosdal, Arnarfirði,
áður til heimilis að Vesturbergi 10
í Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Eir þriðjudaginn 14. desember.
Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.
Öllu starfsfólki deildar 2. hæðar suður A á Eir sendum við
ástarþakkir fyrir einstaklega hlýja og góða umönnun.
Alda Björk Marinósdóttir Trausti Hauksson
Guðmundur Marinósson Guðbjörg Anna Magnúsdóttir
Finnbogi Sigurður Marinóss. Kerstin Haug Marinósson
Guðrún Björk Marinósdóttir Vigfús Eiríksson
barnabörn, barnabarnabörn