Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 48
48 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
Skólar & námskeið
fylgir Morgunblaðinu
mánudaginn 3. janúar 2022
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA
fyrir klukkan 12 fimmtudaginn 23. desember
SÉRBLAÐ
Í blaðinu verður fjallað um
þá fjölbreyttu flóru sem í boði
er fyrir þá sem stefna á
frekara nám.
–– Meira fyrir lesendur
50 ÁRA Andie er frá Baltimore í
Bandaríkjunum en fluttist til Ís-
lands árið 1999 og býr í Reykjavík.
Hún er blaðakona og fréttastjóri
hjá Reykjavik Grapevine. Hún er
gjaldkeri Trans Iceland. „Áhuga-
mál mín eru fjölskyldan, blaða-
mennska, tónlist og stjórnmál á Ís-
landi,“ en Andie var varaþingmaður
fyrir Vinstri græna 2007-2008. Hún
er fyrsti innflytjandinn sem settist á
Alþingi.
FJÖLSKYLDA Andie er gift Ödu
Christine Fontaine, f. 1987, tölv-
unarfræðingi og sjálfstætt starfandi
forritara. Dóttir Andie er Julya, f.
2006. Móðir Andie lést árið 1985 en
faðir hennar býr í Bandaríkjunum.
Andie Sophia Fontaine
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þetta er góður dagur til að ræða
við foreldra þína og yfirboðara. Notaðu
tækifærið til að ráðast í verkefni sem þú
hefur lengi slegið á frest.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú mátt gleðjast yfir þeim hæfileika
þínum að eiga auðvelt með að fá aðra á þitt
band. Gefðu þér tíma til að sinna þér og
þínum nánustu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú þarft að læra að takmarka
umsvif þín, þannig að þú hafir yfirsýn yfir
það, sem þú ert að gera. Leggðu þig fram
um að sjá málin í víðara samhengi.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Skynsöm viðbrögð við því sem ger-
ist í dag gætu huggað fólkið í kringum þig.
Þú færð stuðning úr óvæntri átt sem skipt-
ir sköpum fyrir þig.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur tíma til að gera akkúrat það
sem þú vilt, en bara með því að sleppa ein-
hverju sem einhver annar vill. Gefðu þér
góðan tíma til að sinna öllum verkum.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þér finnst þú kominn í erfiðar skuld-
bindingar gagnvart vini þínum. Hafðu bara
hægt um þig þar til öldurnar lægir og
ræddu þá málin.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þig langar til að brjótast út úr viðjum
vanans. Að treysta einhverjum sem þú
þekkir varla, er hluti af ævintýri dagsins.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Sláið öllum þýðingarmiklum
samningaviðræðum á frest því þetta er
ekki rétti dagurinn til þess að standa í
ströngu. Ekki ætla þér um of því þá eru
meiri líkur á að þú gefist upp.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Hafðu varann á og gættu þess
að persónulegar upplýsingar um þig kom-
ist ekki á allra vitorð í dag.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þegar þú talar við aðra skaltu
ganga úr skugga um að þeir skilji þig. Láttu
það ekki hafa áhrif á þig þótt öfundarmenn
þínir séu með útúrsnúninga.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Einhver aðili kemur inn í líf þitt
og honum fylgja ýmsir spennandi mögu-
leikar. Byrjaðu að velta því fyrir þér af al-
vöru hvað er þér mikilvægt í lífinu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þér kann að ganga erfiðlega að ná
eyrum þeirra sem þú helst vilt kynna hug-
myndir þínar. Mundu að þú ert alveg maður
fyrir þinn hatt.
minn og -amma keyptu 1930 sem
pabbi minn ólst upp í og er í Litla-
Skerjafirði. Á undan mér bjó bróðir
svo mikið að gera hjá öllum.
Ég bý í yndislegu nýuppgerðu
gömlu húsi frá 1928 sem föðurafi
Á
srún Vilbergsdóttir er
fædd 18. desember
1961 í sjúkrabílnum á
leiðinni á Landspítann.
„Mér lá svo mikið á, en
ég átti að fæðast 1962.“ Hún ólst
upp í Kópavogi til sautján ára ald-
urs, en fjölskyldan flutti í Fossvog-
inn 1979. „Fjölskyldan mín dvaldi
oft á Álftárbakka á Mýrum þar sem
foreldrar mínir áttu lítið veiðihús við
Álftá og pabbi leigði hluta af ánni
fyrir laxveiðar. Þar var oft mjög
gaman, margt um manninn og ég á
margar góðar minningar þaðan.“
Ásrún gekk í Kópavogsskóla og
svo í Víghólaskóla. Hún varð stúd-
ent frá Ármúlaskóla. „Ég fór sem
skiptinemi í eitt ár til Svíþjóðar árið
1981. Ég var á lýðháskóla og bjó
líka með yndislegri sænskri fjöl-
skyldu, þetta var afskaplega lær-
dómsríkt og skemmtilegt ár. Ég fór
í þvílíka ævintýraferð með finnsku
skiptinemasamtökunum til Péturs-
borgar og Moskvu.“ Ásrún útskrif-
aðist sem leikskólakennari, eða
fóstra eins og það hét þá, frá Fóst-
urskóla Íslands 1992.
Strax eftir útskrift frá Fóstur-
skólanum hóf Ásrún störf hjá
Hjallastefnunni. Hún varð leik-
skólastýra 2016, en hafði áður sinnt
þeirri stöðu í afleysingum. „Ég held
að ég sé fædd undir einhverri heilla-
stjörnu því ég er alltaf eitthvað svo
heppin. Ég vinn skemmtilegustu
vinnu í heimi, með börnum og frá-
bæru samstarfsfólki hjá Hjallastefn-
unni og fagna ég 30 ára starfs-
afmæli hjá Hjallastefnunni næsta
vor. Svona týnist tíminn. Hug-
myndafræði Hjallastefnunnar er svo
mikil snilld og hefur gert svo mikið
fyrir mig.
Svo er ég líka svo heppin að ég á
svona hliðarfjölskyldu sem er fjöl-
skylda bestu æskuvinkonu minnar
sem heitir Þórhalla Guðmunds-
dóttir. Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson og Ás-
dís Sveinsdóttir. Þau eru bæði búin
að kveðja þennan heim, einstaklega
hæfileikaríkt og gott fólk.
Við systkinin erum mjög sam-
heldin og í góðu sambandi þó svo við
mættum kannski hittast oftar, alltaf
pabba í húsinu í 80 ár, Kristinn Sig-
urjónsson hæstaréttarlögmaður (f.
4.5. 1933, d. 30.5. 2013). Ég og Kiddi
Ásrún Vilbergsdóttir leikskólastýra – 60 ára
Systur Hestakonurnar Anna og Ásrún staddar við Elliðavatn. Með þeim eru hestarnir Dynjandi og Reykur.
Fædd undir heillastjörnu
Frændsystkin Ásrún og Kristinn. Leikskólastýran Ásrún.Æskuvinkonur Þórhalla og Ásrún.
Til hamingju með daginn
Hafnarfjörður Aron
Breki Atlason fædd-
ist 7 janúar 2021 í
Reykjavík. Hann vó
4.050 g og var 52 cm
að lengd. Foreldrar
Arons eru Atli Már
Erlingsson og Sæunn
Björk Þorkelsdóttir.
Nýr borgari