Morgunblaðið - 18.12.2021, Page 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021
S
ögur Astridar Lindgren um Emil og
fjölskyldu hans á bænum Kattholti í
Hlynsskógum sænsku Smálandanna í
kringum aldamótin 1900 hafa glatt les-
endur í áratugi. Það er ekki að ástæðulausu,
enda hafði Lindgren einstakt lag á að skrifa um
og fyrir börn af djúpu innsæi og gæsku þar sem
húmorinn var samt aldrei langt undan. Þótt
Lindgren kynni Emil til sögunnar sem
óþekktarorm sem fremji skammarstrik sem
vekja ósjaldan hneykslan sveitunganna verður
öllum sem kynnast honum (hvort heldur er í
bókunum, í sjónvarpinu eða á leiksviðinu) samt
ljóst að hann er góð manneskja sem gerir aldrei
neitt af illum hug og er, þegar til kastanna kem-
ur, ótrúlega ráðsnjall, hugmyndaríkur og hald-
inn ólgandi athafnaþrá. Sökum ungs aldurs sér
hann ekki alltaf fyrir afleiðingar gjörða sinna
eða áttar sig á því hvað gæti verið hættulegt í
athöfnum hans. Raunar má segja að grand-
varaleysið gagnist honum þegar hann bjargar
lífi besta vinar síns þegar enginn annar á bæn-
um þorir að brjóta sér leið til læknisins í
Maríönnulundi gegnum brjálað vetrarveðrið.
Í sögunni um fánastöngina er markmið
Emils aðeins og gleðja Ídu litlu systur með því
að gefa henni færi á að horfa yfir sveitina; í sög-
unni um músagildruna er hann aðeins að reyna
að hjálpa Línu vinnukonu en sér ekki fyrir að
gildran muni í reynd fanga stórutá föður hans,
ekkert frekar en hann sér fyrir að ógætilegt sé
að reka skál með blóðbúðingi út um gluggann
til að sýna föðurnum innihaldið. Þar sem Emil
hefur augljóslega hjartað á réttum stað er auð-
veldlega hægt að taka undir orð Ölmu, móður
hans, þegar hún í sögunum segir: „Okkur þykir
vænt um hann eins og hann er.“ Þessi væntum-
þykja er yfir og allt um kring í fallegri upp-
færslu Borgarleikhússins á skemmtilegum
uppátækjum Emils. Sýningin er umfangsmesta
leikstjórnarverkefni Þórunnar Örnu Kristjáns-
dóttur til þessa og sýnir að hún á fullt erindi í
það starf. Greinilegt er að nostrað hefur við
persónusköpun í litríku persónugalleríi verks-
ins, fjölmennar senur iða af lífi og sýningin í
heild er með risastórt hjarta.
Leikgerð Johans Gille, sem Þórunn Arna og
Maríanna Clara Lúthersdóttir hafa yfirfarið,
býður upp á vel valdar sögur af Emil og sam-
ferðarfólki hans líkt og perlur á festi. Þýðing
Þórarins Eldjárns á hvort heldur sem er töluðu
máli eða söngtextum er hreint afbragð. Falleg
leikmynd Evu Signýjar Berger býður upp á
einfaldar og snjallar lausnir til að breyta um
árstíðir og færa framvinduna milli staða. Í sam-
spili við góða búninga Maríu Th. Ólafsdóttur,
sem kallast vel á við teikningar Björns Berg,
tekst að skapa nostalgískan heim Smálandanna
sem gleður augað. Tónlist Georgs Riedel og
Fredriks Åkerblom nýtur sín vel í útsetningu
Agnars Márs Magnússonar sem jafnframt
stýrir flottri hljómsveit af öryggi. Sviðshreyf-
ingar Lee Proud setja stóran svip á sýninguna
þar sem tilfinningum og framvindu er miðlað
með skýrri líkamstjáningu og gaman var að sjá
áhrif sænskra þjóðdansa á hópsenurnar sem
skapar rétta aldarmótablæinn.
Leikhópurinn nýtur sín vel í því stóra gang-
virki sem sýningin er. Í foreldrahlutverkum
sínum eru Esther Talía Casey og Þorsteinn
Bachmann hjartahlý sem Alma og Anton. Þó
Emil sé reglulega sendur út í smíðakofann fyrir
uppátæki sín virðist strangleikinn fyrst og
fremst í nösunum á Antoni, því fullorðna fólkið í
Kattholti kippir sér til dæmis lítið upp við dans-
andi börn uppi á borðum. Sigurður Þór Óskars-
son og Ásthildur Úa Sigurðardóttir draga upp
sannfærandi mynd af vinnufólkinu Alfreð og
Línu, sem dreymir bæði um hvíld frá eilífu
streði og ástríkara líf, þótt óljóst sé hvort þeim
takist að finna hamingjuna saman. Sigrún
Edda Björnsdóttir fór vel með hlutverk hinnar
sérlunduðu Týtuberja-Mæju sem náði hápunkti
í frásögn hennar af varúlfum, en ekki spillti fyr-
ir að heyra á meðan óminn af úlfastefi Proko-
fíevs. Jóhann Sigurðarson var góður læknir og
Sólveig Arnarsdóttir hæfilega hræðileg og
smeðjuleg í hlutverki ráðskunnar á fátækra-
heimilinu. Stjörnur sýningarinnar voru þó
Gunnar Erik Snorrason og Þórunn Obba Gunn-
arsdóttir sem fóru með hlutverk Emils og Ídu á
sýningunni sem undirrituð sá, en hlutverkin
leika einnig Hlynur Atli Harðarson og Sóley
Rún Arnarsdóttir. Hér eru greinilega miklir
hæfileikakrakkar á ferð sem leika af góðri inn-
lifun, syngja eins og englar og dansa af krafti.
Hjartnæmasta augnablikið í sýningunni var
þegar Emil spurði ráðþrota í miðjum snjóbyl, á
leið sinni til læknisins með Alfreð rænulausan á
hestasleðanum, hvort einhver gæti hjálpað
þeim og óteljandi litlar hendur flugu strax á loft
í salnum. Góðvild Emils smitar þannig út frá
sér og minnir okkur á að samkenndin er besta
vegarnestið út í lífið og öll getum við látið gott
af okkur leiða með því að hjálpa þeim sem eru
minnimáttar.
Með risastórt hjarta
Ljósmynd/ Grímur Bjarnason
Uppátæki „Þessi væntumþykja er yfir og allt um kring í fallegri uppfærslu Borgarleikhússins á
skemmtilegum uppátækjum Emils,“ segir í leikdómi um leiksýninguna Emil í Kattholti.
Borgarleikhúsið
Emil í Kattholti bbbbn
Eftir Astrid Lindgren. Leikgerð: Johan Gille. Við-
bætur og yfirferð á leikgerð: Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir. Söng-
textar: Astrid Lindgren. Íslensk þýðing: Þórarinn
Eldjárn. Leikstjórn: Þórunn Arna Kristjánsdóttir.
Tónlist: Georg Riedel og Fredrik Åkerblom. Dans-
höfundur: Lee Proud. Tónlistarstjórn og útsetning:
Agnar Már Magnússon. Leikmynd: Eva Signý Ber-
ger. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Pálmi
Jónsson. Hljóð: Garðar Borgþórsson. Myndbönd:
Elmar Þórarinsson. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir.
Hljómsveit: Agnar Már Magnússon, Andrés Þór
Gunnlaugsson, Kjartan Guðnason, Ólafur Holm,
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Sólveig Morávek.
Leikarar: Gunnar Erik Snorrason, Hlynur Atli
Harðarson, Sóley Rún Arnarsdóttir, Þórunn Obba
Gunnarsdóttir, Ásthildur Úa Sigurðardóttir,
Sigurður Þór Óskarsson, Esther Talía Casey,
Þorsteinn Bachmann, Sigrún Edda Björnsdóttir,
Aron Már Ólafsson, Haraldur Ari Stefánsson, Árni
Þór Lárusson, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann
Sigurðarson, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sólveig
Arnarsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Frumsýn-
ing á Stóra sviði Borgarleikhússins laugardaginn
4. desember 2021, en rýnt í 4. sýningu á sama stað
sunnudaginn 12. desember 2021.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Útskriftarsýning nemenda Ljós-
myndaskólans verður opnuð í dag,
laugardag, í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur á 6. hæð Grófarhúss við
Tryggvagötu. Að þessu sinni útskrif-
ast átta nemendur frá skólanum og
eru útskriftarverk þeirra fjölbreytt
enda spanna viðfangsefni og aðferðir
nemendanna vítt svið. Þau takast
þar á við margvísleg viðfangsefni út
frá ólíkum forsendum, mismunandi
nálgun, listrænni sýn og fagurfræði.
Verkin á sýningunni endurspegla
þannig gróskuna í samtíma-
ljósmyndun og fjölbreytta mögu-
leika sem felast í ljósmyndamiðl-
inum. Sýningarstjóri er Katrín
Elvarsdóttir.
Vegna samkomutakmarkana
verður ekki um formlega opnun að
ræða og er fyrsti opnunardagur sér-
staklega hugsaður fyrir sýnendur,
samnemendur, vini og vandamenn.
Sýningin er öllum opin frá og með
19. desember og stendur til 9. jan-
úar. Aðgangur er ókeypis.
Litróf Hluti verks eftir Hildi Örlygsdóttur á útskriftarsýningunni.
Fjölbreytileg og
áhugaverð verk
- Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans