Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 S tórfiskur er grátbrosleg saga sem rennur eðlilega áfram, síðu fram af síðu. Þar eru hvalveiðar skoð- aðar í víðu samhengi, alveg án þess að lesandinn sé mataður á upplýs- ingum. Aðalpersóna bókarinnar er Frans, íslenskur útbrunninn hönn- uður í verk- efnaþurrð sem þarf að glíma við sjálfan sig og umhverfi sitt þegar íslenskt sjávarútvegs- fyrirtæki biður hann um að hanna fyrir sig myndmerki. Frans vill ekki skila af sér neinu hrafnasparki og leggst því í mikla rannsóknarvinnu á hvalveiðum og fyrirtækinu sem um ræðir. Á sama tíma fæst Frans, sem búsettur er í Þýskalandi í upphafi bókar, við veikindi sem gera honum erfitt fyr- ir að vinna. Til þess að leita sér lækninga og sinna rannsóknarvinn- unni flýgur hann til Íslands. Eflaust hafa Íslendingar sem bú- settir eru í útlöndum sérstaklega gaman af þeim lýsingum í bókinni sem snúa að baráttu Frans við að fá þjónustu frá hinu opinbera sem maður með fæturna hvorn í sínu landinu. Undirrituð hefði jafnvel viljað sjá meira púður sett í þær út- listanir og að sá hluti bókarinnar hefði verið botnaður betur. Í gegnum rannsóknarvinnu Frans fær lesandinn áhugaverða innsýn í þá heima sem umkringja hvalveiðar, þ.e.a.s. veruleika þeirra sem veiða hvali, skoðanir þeirra sem leggjast hart gegn hvalveiðum og allt þar á milli. Spurningum er velt upp um arðsemi hvalveiða, ljósi er varpað á tvískinnunginn sem felst í því að mótmæla hvalveiðum en styðja aflífun margra annarra dýra og eru sjónarmið andstæðra fylkinga reifuð á skemmtilegan hátt. Sýnir án þess að segja Frans stendur einhvern veginn í miðjunni á öllu saman, hlutverk hans er ekki að styðja einn málstað fremur en annan heldur fremur að meðtaka upplýsingar og vinna með þær. Frans afar trúverðug persóna og er ekki annað hægt en að hrósa Friðgeiri Einarssyni sérstaklega fyrir afar sterka persónusköpun hvað Frans varðar. Það er auðvelt að fá tilfinningu fyrir Frans, alveg án þess að persónueinkennum hans sé troðið upp á lesandann. Þeim er þvert á móti sáldrað víðs vegar um bókina, gjarnan í gegnum það sem Frans segir eða gerir. Hann er síður en svo eina sterka persóna bókarinnar. Þar er að finna nokkuð marga skrautlega karaktera og má þar helst nefna hvalveiði- manninn Karl Guðmundsson en honum svipar um margt út á við til Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Það er einmitt þannig í bókinni að ýmislegt er kunnuglegt, auðvitað Karl sjálfur, fyrirtækið sem hann rekur og stefin í kringum hvalveiðarnar en málið er skoðað út frá óvenjulegu sjónarhorni Frans. Það er engin æsispenna í bókinni en Friðgeiri tekst samt sem áður vel upp með að halda eftirvæntingu lesandans og er söguþráðurinn brotinn upp á skemmtilegan og frumlegan hátt með upptökum sem Frans tekur í rannsóknarvinnu sinni. Þær veita sögunni enn raun- verulegri blæ. Söguþráðurinn er vel unninn, raunsær og trúverðugur eins og bókin í heild sinni, en samt má alveg nefna að ekki alveg allir endar eru fullhnýttir. Í það heila er Stórfiskur fínasta skáldsaga með sterk tengsl við raunveruleikann. Hún er launfyndin og streymir áfram að því er virðist algjörlega átakalaust. .Morgunblaðið/Eggert Stórfiskur „… fínasta skáldsaga með sterk tengsl við raunveruleikann,“ segir rýnir en Friðgeir skoðar hvalveiðar í víðu skáldlegu samhengi. Streymir áfram átakalaust Skáldsaga Stórfiskur bbbbn Eftir Friðgeir Einarsson. Benedikt, 2021. Innbundin, 237 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Fyrir þremur árum sendi Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir frá sér sína fyrstu skáldsögu sem hún nefndi Auðnu, en áður hafði hún birt eitt ljóð opinberlega og eina smá- sögu. Fyrir stuttu kom svo út önnur skáldsaga hennar, Hugfanginn, sem hlaut verðlaun fyrir fegurstu ástar- játninguna í handritakeppni Spari- bollans og Króníku. Í viðtali við Morgunblaðið þegar Auðna kom út lýsti Anna Ragna því að hún hefði skrifað bókina af þörf, þetta hefði verið saga sem ekki mátti glatast. Hún segir að Hug- fanginn hafi óbeint sprottið af vinnunni í kringum Auðnu því hún byrjaði að skrifa bókina þegar hún þurfti að bíða mánuðum saman eftir svari frá forlagi um útgáfu á Auðnu. „Mér leiddist svo spennuþrungin biðin, að ég fór að skrifa til að eyða tímanum. Annars starfa ég líka sem næringarráðgjafi, þannig að það var ekki eins og ég hefði ekkert að gera á meðan ég beið.“ – Þegar þú skrifaðir Auðnu studdist þú við talsvert af heim- ildum, var slíku til að dreifa með Hugfanginn? „Nei, það eru engar heimildir á bak við hana, þannig. Ég byrjaði á að skrifa niður minningar frá ung- lingsárunum af mér og vinum mín- um. Svo varð þetta meiri skáld- skapur með tímanum. Og ég hnýtti sögurnar saman að lokum með frá- sögninni af Smára sem fer í göngu- ferð um æskuslóðirnar. Eina heim- ildavinnan þannig séð var að kynna mér hinsegin tilfinningar og menn- ingu með því að tala við fólk og horfa á myndbönd þar sem trans og eikynhneigðir tjá sig um líf sitt.“ – Það skín í gegnum söguna að samfélaginu hefur miðað áfram, þrátt fyrir allt. „Já og nei. Hverfin sem eru eyði- leg núna voru líflegri áður, með fiskbúð og mjólkurbúð. Kalda stríð- inu lauk og kjarnorkuváin er ekki eins uppi á yfirborðinu, en lofts- lagsváin er yfir og allt um kring.“ – Það er vissulega ljúfsár tregi í sögunni, en líka sárar minningar. „Já, vissulega. Amma Smára er bæði mjög hefðbundin frú af gamla skólanum, en um leið býr hún við sára sorg og sektarkennd sem hún bælir niður. Smári hefur farið sömu leið, bælt niður tilfinningar sínar, ástarsorg og þörf fyrir nánd. Hann hefur lokað sig inni í stífum ramma eins og amma hans, er þessi hefð- bundni menntamaður, en sker sig úr af því hann hefur aldrei stofnað fjölskyldu. Hans líf gengur allt út á að standa sig vel út á við, og vera fyrirmyndarsonur ömmu sinnar. Eða fyrirmyndarbarnabarn.“ – … þar til stíflan brestur að lokum. „Já, þegar hann fær að vita að hann sé með lífshættulegan hjarta- galla, og vinkona hans gengur á hann, hún hefur alla tíð ögrað hon- um. Þá flettir hann upp fréttinni um dauða foreldra sinna, sem hann kynntist aldrei, og sér að hjartagall- inn rekur sig líklega til fíkniefna- neyslu móður hans á meðgöngu. Þá bresta varnir hans.“ arnim@mbl.is Morgunblaðið/Unnur Karen Varnir Minningar Önnu Rögnu Fossberg Jóhönnudóttir urðu að skáldskap. Varnirnar bresta - Anna Ragna hlaut viðurkenningu fyrir fegurstu ástarjátninguna Kordo-kvartettinn mun leika verk eftir Beethoven og Mendelssohn á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudaginn 19. desember. Tónleikar þessir, sem hefjast kl. 16, eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Kvartettinn mun flytja eitt helsta kammerverk Ludwigs van Beetho- ven, strengjakvartett nr. 15 op. 132 í a-moll. „Kvartettinn er einn sá lengsti úr smiðju Beethovens og var saminn tveimur árum fyrir dauða tónskáldsins, þegar það einbeitti sér öðru fremur að skrifum strengja- kvartetta,“ segir í tilkynningu. Á tónleikunum mun Kordo einnig leika strengjakvartett nr. 2 op. 13 eftir Felix Mendelssohn. Sá kvartett er einnig í a-moll og undir miklum áhrifum af kvartettum Beethovens, sér í lagi þeim fimmtánda. Í tilkynn- ingunni segir jafnframt að þar megi „heyra vitnað í ótal stef úr kvartett Beethovens, og einnig líkindi með formi og byggingu hans. Því er áhugavert er að heyra þessi tvö verk hljóma hlið við hlið á tónleikum.“ Kordo-kvartettinn, sem var stofn- aður síðla sumars 2018 og hélt sína fyrstu tónleika í Norðurljósasal Hörpu í febrúar 2019, skipa fiðlu- leikararnir Páll Palomares og Vera Panitch, víóluleikarinn Þórarinn Már Baldursson og sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson. Mendelssohn og Beethoven kallast á - Tónleikar kvartettsins Kordo Kvartettinn Kordo var stofnaður árið 2018 og hefur hlotið mikið lof.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.