Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 57

Morgunblaðið - 18.12.2021, Side 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2021 G aldrafár geisaði hérlendis á 17. öld. Alls voru brenndir 21 karl og ein kona tíma- bilið 1625-1685, flestir eft- ir 1654. Karl var dæmdur á bálið 1690 síðastur Íslendinga en kon- ungur breytti dómnum í lífstíðar- útlegð (II, 276-94). Sumir voru brenndir í héraði en Brennugjá er örnefni á Þingvöllum þar sem galdra- mönnum var búinn dauði í eldi, m.a. 1675: „Kom þá stórmikið regn á alþingi, svo eldurinn vildi þrisvar slokkna“ (II, 64). Ekki hefur það verið félegt. Níu karlar og tvær konur að auki voru hýdd fyrir kukl svo næst gekk lífi þeirra. 17 karlar fengu vægari hýðingu fyrir að eiga galdrastafi. „Sex skólapiltar voru reknir úr skóla og hafa sennilega verið hýddir áður“ (I, 42). Allt í allt voru 54 karlar sak- felldir og þrjár konur skv. heim- ildum en ekki er víst um úrslit nokk- urra mála auk þess sem heimildir hafa týnst; af 4.000 galdramálum í Mecklenburg í Þýskalandi eru heim- ildir til um 400 (I, 53). Tíu sakborn- ingar hreinsuðu sig með eiði, þeirra á meðal tvær konur. Alls kom 71 ein- staklingur fyrir rétt „með nokkurri einföldun“ (I, 42) þar sem dómur er þekktur og einungis 14 sýknaðir. Hlutfall kvenna er 8% en á svipuðum tíma var það 89% á Jótlandi (I, 42). Íslensk galdramál eftir 1690 eru „heldur dauf“ (I, 49). Allt var þetta gert í guðs nafni. „Því illt verk skal hata en manninn elska af náttúrlegu eðli, sálina þó allra helst sem sinn jafnkristinn“ (II, 126). Prestur var yfirleitt með dauðamönnum til að þeir iðruðust áður en kveikt væri í. Í ritinu er allt tekið með „sem fannst varðandi galdramál sem komu til dóms“ auk þess sem vikið er að alvarlegri málum sem vörðuðu guðlast en það var „óbótamál“ eins og galdrar (I, 57) og eru tíunduð í tímaröð með einni undantekningu. Formáli er að hverju tilviki um aðila og upptök máls, gerð grein fyrir handritum og vísað í fyrri útgáfur; einkum rit Ólafs Davíðssonar og Ólínu Þorvarðardóttur þótt fleira komi til. Heimildir eru af ýmsu tagi og mismunandi hvað varðveist hefur um einstök mál, bréf, stefnur, rann- sóknir heima í héraði, alþingis- bækur, annálar, greinargerðir, jafn- vel kvæði o.fl. Ekki verður betur séð en hér sé afskaplega vel að verki staðið og mikill fengur að hafa á ein- um stað svo djúpan brunn af frum- heimildum sem eru gefnar út eftir handritum. Þetta voru skelfilegir tímar í Evr- ópu. Líklega voru um 100 þús. manns ákærð, 40-60 þús. tekin af lífi, fjórir af hverjum fimm konur (I, 16). Hérlendis bættist galdrafárið við Stóradóm sem gilti í siðferðismálum frá 1564 og lög um guðlast; brot gegn þessum reglum voru „óbóta- mál“ og var refsað með aftöku ef hörðustu viðurlögum var beitt. Mönnum var drekkt, einkum konum og stöku karli sem fremur en konur voru aflimaðir, hálshöggnir, brennd- ir og hengdir. Fyrir svæsnasta guð- last var tungan skorin úr hinum seku og þeir hálshöggnir (I, 46). Konungur gaf út bréf um galdra 1617 og mun það hafa kynt undir að Jón Rögnvaldsson var brenndur norður í Svarfaðardal 1625. Bréfið var lesið upp á alþingi 1630. Þá varð djöfullinn laus í hverju horni í alls konar líki að því er menn trúðu, al- þýða og yfirvöld, fulltrúar guðs og kóngs á landi hér; Brynjólfur biskup þó linlega. Mörg óhöpp, slys og veik- indi voru eignuð galdramönnum. Steininn tók úr eftir 1650, þá var kölluð Reykjaröld eftir réttarhöld í Trékyllisvík 1654. Þar gerðust þau undur í Árneskirkju að andi eða draugur hljóp „í kverkar á fólki svo það fékk mikla ropa og síðan ofur- fylli“ (I, 31), einkum ungar stúlkur. Þrír menn voru dæmdir sekir fyrir þetta og brenndir umsvifalaust. Sr. Páll Björnsson í Selárdal gladdist yfir þessum málalokum en hann kemur mjög við galdramál og um það er lauk höfðu líklega sex menn verið brenndir vegna veikinda konu hans. Vorið 1678 var tveimur mönn- um refsað fyrir að hafa valdið veik- indum konu og annar þeirra hafði einnig rist galdrastafi á báta til að spilla fyrir veiði (I, 40). Árið 1683 var maður brenndur fyrir vestan fyrir að valda veikindum barna prestsins (I, 41). Tveimur árum síðar var karl bundinn á bál fyrir að snúa faðirvor- inu upp á andskotann; það jafngilti galdri því að í báðum tilvikum var samið við djöfsa. 1683 hafði Bjarni Árnason verið dæmdur fyrir „mild- ara guðlast“ og höggnar af honum fremstu kjúkurnar á þremur fingr- um hægri handar og „síðan átti að hýða hann árlega“ 12 vandar- höggum (I, 41; II, 242). Miskunnarleysi tímans birtist glögglega í Seyluannál 1650: „Item [hálshöggvinn] annar maður að nafni Jón, kallaður Sýjuson. Stjúp- dóttir hans kenndi honum barn. Meðgekk aldrei. Var margt talað að á honum dauðum hefði fundist rúna- stafir í skónum á eikarspjaldi og hárguð hausskel af manni. Varð ei krassað af honum höfuðið í 30 högg- um. Vöfðust öxarnar upp sem í stein hyggi. Dó illa. Þeirri konu drekkt þar á þinginu“ (I, 219-20). Raunin var sú að ákærðir þurftu að sanna sakleysi sitt. Ef þeir játuðu dugði það til dóms. Oft voru menn píndir til að játa en um síðir var það bannað. Ef ekki tókst að sanna sök- ina gátu ákærðu fríað sig með því að sverja eið. Sýslumaður skipaði þá einstaklinga, upp í tólf eftir grófleika brots, til að sverja með sakborningi um sakleysi eða sekt (I, 32). Sjö urðu þá að standa með hinum ákærða sem var þá hinn áttundi. Þannig urðu all- margir hólpnir en mörgum féll eið- urinn og þá beið eldurinn. Árni Magnússon og Páll Vídalín skrifuðu merkilega greinargerð um galdur árið 1710 þar sem mála- tilbúnaður yfirvalda í tilteknum mál- um er gaumgæfður og gagnrýndur svo ekki stóð steinn yfir steini (II, 100-119). Niðurstaða þeirra var að dómur félli eftir geðþótta lögmanna og sýslumanna, en ekki lögum. Í ritinu eru margar merkilegar málfarsheimildir: til „Stefánar“ (II, 194), mannanöfn (í nefnd á alþingi 1637 sátu t.d. níu prestar ásamt biskupunum o.fl. Fimm prestanna hétu Jón og þrír þeirra voru Jóns- synir; I, 123); kona „sorgaði“ mann sinn (I, 151); „síns stjúpföðurs“ (I, 220); „sværi“ af sverja (I, 385), dönskuskotið mál yfirvalda, t.d. „epitomerað“, „passerað“, „gravera“ (II, 100-101). Setningaskipan er víða fjarri nútímamáli og ekki má gleyma latínuslettum. Þetta merkilega rit opnar glugga að skelfilegu skeiði í sögu þjóðar þar sem lífið var lítils metið og réttarfar með þeim hætti að viðhorf valds- manna og hentisemi á hverjum stað réðu miklu um framkvæmd laga- boða. Ekkert jafnræði ríkti gagn- vart lögum. Jafnframt sér lesandi myndir úr þjóðlífinu í málsskjölum. Meðferð réttarheimilda og refsigleði á sér kannski hliðstæðu nú á dögum í Afganistan undir stjórn talibana og með sama sniði en mildara móti í Hvíta-Rússlandi og í Pútínlöndum heimsins. Skrárnar í lokin þekja rúmlega 90 bls. sem varpar ljósi á umfang útgáfunnar; atriðisorða- skráin er góður lykill að efninu. Ritið er fallega út gefið af hálfu forlags, myndir úr handritum á kápu, innan- verðum kápuspjöldum og saur- blöðum. Öndvegisrit. Morgunblaðið/Golli Galdrafár „Ekki verður betur séð en hér sé afskaplega vel að verki staðið og mikill fengur að hafa á einum stað svo djúpan brunn af frumheimildum sem eru gefnar út eftir handritum“ segir rýnir um þetta mikla verk Más Jónssonar. Þjóð í myrkri Sagnfræði Galdur og guðlast á 17. öld. Dómar og bréf I-II bbbbb Ritstjóri Már Jónsson Tvö bindi, 486+460 bls., innbundin, með heimilda-, nafna-, örnefna- og at- riðisorðaskrám. Sögufélag 2021. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Móettukórinn heldur sína hefð- bundnu jólatónleika á morgun, sunnudag, kl. 17. Þeir verða að þessu sinni í Fríkirkjunni í Reykjavík og er það í fyrsta sinn sem kórinn heldur þar jóla- tónleika. Einsöngvari er Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir mezzósópran, sem vakið hefur mikla athygli fyrir söng sinn undanfarið en hún út- skrifaðist með láði frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaup- mannahöfn síðastliðið sumar og er fyrrverandi kórfélagi í Mótettu- kórnum. Orgelleikari er Lára Bryndís Eggertsdóttir og stjórn- andi Hörður Áskelsson. Á efnisskránni verða uppáhalds- jólalög Mótettukórsins frá ýmsum tímum. Flutt verða meðal annars Betlehemsstjarnan eftir Áskel Jónsson, María fer um fjallaveg eftir Eccard, Wexford Carol, Einu sinni í ættborg Davíðs, Jólagjöfin eftir Hörð Áskelsson, o.fl. Þór- gunnur Anna syngur aríu úr Mes- síasi, Ó, helga nótt eftir Adams og fleiri perlur. Jólatónleikar Mótettukórsins í Fríkirkju Mótettukórinn Á efnisskránni verða uppá- haldsjólalög kórsins frá ýmsum tímum. Fertugustu og þriðju Jólasöngvarnir verða haldnir í Langholtskirkju í kvöld, laugardag, kl. 20 og á morgun sunnudaginn 19. desember kl. 17. Þar munu Kór Lang- holtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja und- ir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Lilju Daggar Gunn- arsdóttur. Einsöngvarar að þessu sinni verða þau Hallveig Rún- arsdóttir sópran og Eggert Reginn Kjartansson tenór. Auk þeirra koma fram einsöngvarar úr báðum kórum. Hljómsveitina skipa þau Melkorka Ólafsdóttir, Frank Aarnink og Richard Korn. Haldið verður í fasta dagskrárliði frá Jólasöngvum fyrri ára eins og „Barn er oss fætt“ og „Ó, helga nótt“ en vegna sóttvarna- ráðstafana verður jólasúkkulaðið og piparkökurnar, sem venja er að bjóða upp á, að bíða betri tíma. Jólasöngvar kórs Langholtskirkju Hallveig Rúnarsdóttir Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.